Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ● TVEIR stjórnarþingmenn, Árni Páll Árnason og Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingunni, lýstu nauðsyn þess að koma á fót sjálfstæðri rannsókn- arstofnun í efnahagsmálum við um- ræður á Alþingi um málefni banka- kerfisins. „Við finnum sárlega fyrir því að okkur vantar sjálfstæða rann- sóknarstofnun í efnahagsmálum í ætt við það sem Þjóðhagsstofnun var,“ sagði Árni Páll. „Ég held við ættum að hverfa til fyrri tíma og endurvekja Þjóðhagsstofnun, því ég held að það hafi verið mistök að leggja hana niður,“ sagði Ágúst Ólafur. Ný Þjóðhagsstofnun? ● FLUTT voru út 50.977 tonn af óunnum fiski í fyrra og hefur aukningin verið umtalsverð. Frá upphafi fiskveiðiársins hafa verið flutt út 19.593 tonn af óunnum fiski sem er mikil aukning. Þetta kom fram í svari Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar Vg. Meira flutt út óunnið Einar K. Guðfinnsson. ● ÞINGFUNDIR hefjast í dag kl 10:30 með óundirbúnum fyr- irspurnum til ráðherra. Til svara verða utanríkisráðherra, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, iðnaðarráðherra og samgönguráðherra. Í dag fer einn- ig fram fyrsta umræða um frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á lögum á auðlinda- og orkusviði, frumvarp ut- anríkisráðherra um alþjóðlega þróun- arsamvinnu Íslands og tvær þings- ályktunartillögur Steingríms J. Sigfússonar um stuðning við sjálf- stæðisbaráttu íbúa Vestur-Sahara og heimkvaðningu friðargæsluliða frá Afganistan. Dagskrá þingsins Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is TALSVERÐAR umræður fóru fram á Alþingi í gær um Morgunblaðs- grein stjórnarþingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar um vanda banka- kerfisins. Allir þingmenn Samfylk- ingarinnar sem tóku til máls lýstu andstöðu við þá tillögu að víkja frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans við núverandi aðstæður. Þingmenn Framsóknarflokksins vöruðu við hugmyndum um að færa hlutverk Íbúðalánasjóðs til bankanna. Umræðurnar fóru fram undir liðnum „störf þingsins“. Sigfús Karlsson, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og gagnrýndi hug- myndir um að gjörbreyta hlutverki Íbúðalánasjóðs. Bjarni Benedikts- son, Sjálfstæðisflokki, sagði ekki ástæðu til fyrir þingmanninn að hafa áhyggjur. Þótt hægt væri að færa alla almenna starfsemi sjóðs- ins út á markaðinn, þá vildu grein- arhöfundar ekki að það yrði gert við óbreyttar aðstæður, m.a. þyrfti að tryggja bönkunum aðgang að langtímafjármögnun. Þingmenn Samfylkingarinnar sem til máls tóku vöruðu allir við hugmyndum um að víkja frá verð- bólgumarkmiði Seðlabankann. „Ég held að það sé stórhættulegt þegar á bjátar að skipta um hest í miðri á og það sé mikilvægt að við höldum sjó og stöndum að baki verðbólgu- markmiðinu,“ sagði Árni Páll Árna- son. „Við þurfum að fara varlega ef við ætlum að íhuga að yfirgefa verðbólgumarkmið Seðlabankans, því verðbólgan er almannaóvinur númer eitt,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Gunnar Svavarsson sagðist vera algjörlega ósammála Bjarna og Illuga um breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans. Jafna ber samkeppnisstöðuna Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæð- isflokki, sagði við umræðurnar að stjórnvöldum bæri að jafna sam- keppnisaðstöðuna á milli Íbúða- lánasjóðs og bankanna. Sagðist hann þeirrar skoðunar að það gæti verið farsælast að hér yrði stofn- aður sérstakur heildsölubanki með íbúðalán. Við umræðurnar lýstu flestir þingmenn ánægju með grein Bjarna og Illuga, þótt þeir gagn- rýndu einstakar tillögur en sögðust geta tekið undir sumar hugmyndir þeirra. Árvakur/Ómar Hlýtt á umræður Fyrirspurnir til ráðherra og umræða um stöðu bankakerfisins voru á dagskrá Alþingis í gær. Deilt um tillögur í Morgun- blaðsgrein Bjarna og Illuga „VERÐI frum- varp þetta að lögum tryggir það áframhald- andi opinbert eignarhald orku- auðlinda í op- inberri eigu og meirihlutaeigu opinberra aðila að sérleyf- isstarfsemi,“ seg- ir í greinargerð orkufrumvarps iðnaðarráðherra um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði, sem dreift var á Alþingi fyrir nokkru. „Lögin miða að því að markaðsöflum sé beitt í vinnslu og sölu á raforku,“ segir þar einnig. Skv. frumvarpinu verður ríki, sveit- arfélögum og fyrirtækjum, sem al- farið eru í eigu þeirra, óheimilt að framselja beint eða óbeint og með varanlegum hætti eignarrétt að vatni sem hefur að geyma virkj- anlegt afl umfram 7MW. Krafist er aðgreiningar á samkeppnis- og sér- leyfisþáttum í rekstri orkufyr- irtækja. Flest orkufyrirtæki lands- ins stunda bæði samkeppnis- starfsemi og starfsemi sem háð er sérleyfum. Í stað bókhaldslegs að- skilnaðar verður gerð krafa um fyrirtækjaaðskilnað, þ.e. að sérleyf- is- og samkeppnisþáttur skuli rekn- ir hvor í sínu fyrirtæki. Ekki er hins vegar gerð tillaga um að skilið verði á milli eignarhalds. 12% háhitans í einkaeigu Í þeim tilvikum þar sem starfsemi dreifi- og hitaveitna byggist á sér- leyfum á opinbert meirihlutaeign- arhald að vera tryggt. Miðað verð- ur við að slík fyrirtæki verði ávallt að 2/3 hlutum eða meira í eigu op- inberra aðila. Orkumálastjóri hefur metið hugsanlega skiptingu á eign- arhaldi á háhita hér á landi. Telur hann líklegt að 46% háhitans sé í þjóðlendum, 42% í annarri op- inberri eigu og 12% í einkaeigu. Markaðsöfl í vinnslu og sölu Össur Skarphéðinsson ÞETTA HELST … Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað loðnuveiðar á ný, eftir að Hafrannsóknastofnun hefur end- urmælt loðnugönguna, sem nú er komin vestur að Dyrhólaey. Mæld voru um 470.000 tonn. Sveinn Svein- björnsson, leiðangursstjóri á rann- sóknaskipinu Árna Friðrikssyni, seg- ir að greinilegt sé að nokkuð hafi bætzt í loðnugönguna síðustu daga. Leyft verður að veiða alls 70.000 tonn til viðbótar en vegna samninga um nýtingu loðnunnar við Færeyinga og Grænlendinga, koma 10.000 tonn samtals í þeirra hlut, en 60.000 tonn í hlut Íslendinga til viðbótar við það sem áður var veitt. Sprengdi nótina Það þýðir að hlutur Íslands verður að minnsta kosti 100.000 tonn. Það er 21.000 tonnum minna en upphafs- kvótinn var. Vitað er af loðnu austar við landið og hugsanlega verður bætt við kvótann finnist meira af loðnu þar. Miðað við þetta magn verður þessi loðnuvertíð engu að síður sú lakasta í rúma tvo áratugi. Markaðir fyrir loðnuafurðir eru nánast tómir nú og verð hátt á frystri loðnu og loðnuhrognum. Það bætir að ein- hverju marki upp lítinn kvóta. Fjögur loðnuskip voru með rann- sóknaskipinu í gær og köstuðu til prufu á loðnuna. Torfan var mjög þétt og þótt skipstjórinn á Hugin reyndi að fara varlega, fékk hann svo mikið í nótina að hún sprakk og Sighvatur VE fékk yfir þúsund tonna kast. Mikið ánægjuefni „Það eru afskaplega ánægjuleg tíð- indi að hægt skuli vera að hefja loðnu- veiðar á ný, þótt mér sé ljóst að marg- ir hefðu viljað að viðbótin hefði orðið mun meiri. Nú geta menn gert mjög mikil verðmæti úr því sem veiða má og náð þannig að verja okkar mik- ilvægu markaði fyrir loðnuafurðir, sem annars hefðu kunnað að vera í hættu. Þetta bætir jafnframt hag fyr- irtækjanna, sem stunda veiðar og vinnslu á loðnu og ekki sízt hag þess fólks, sem vinnur við veiðar og vinnslu á loðnu. Þetta er því mikið ánægjuefni,“ segir Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra. Munu gera sér mat úr þessu „Það er mjög ánægjulegt að veið- arnar skuli verða leyfðar á ný. Þetta sýnir það að við vitum bara eitt um loðnuna, þennan dyntótta fisk, að það verður að liggja yfir henni allan tím- ann. Við vitum líka af loðnu austar svo hugsanlega kemur meira í okkar hlut,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Útgerðarmenn munu gera sér eins mikinn mat úr þessu og unnt er. Loðnan verður meira og minna öll fryst og kreist, þ.e. tekin úr henni hrognin. Ég á ekki von á neinni beinni veiði í bræðslu. Það eina sem fer í hana verður hratið sem gengur af þegar hrognin verða tekin. Menn munu gera eins mikil verðmæti úr þessu litla magni eins og unnt er. Þó þetta sé ekki meira, gæti það gefið okkur um þrjá milljarða króna í út- flutningsverðmæti,“ segir Friðrik. Nú fer allt á fullt „Það er mikill léttir að loðnuveið- arnar skuli leyfðar á ný. Þetta verður til þess að eitthvert magnframboð af loðnuhrognum verður frá Íslandi á þessari vertíð. Það er mjög mikilvægt því markaðir fyrir hrognin hafa orðið okkur stöðugt mikilvægari. Þetta á að geta gefið okkur hámarksverð- mæti fyrir þetta magn og nú fer allt á fullt. Þó ekki verði vertíðin stór í magni og verðmætum skiptir þetta miklu, en auðvitað vonast maður til að meira finnist. Það er líka gott að það skuli vera búið að mæla nóg til að skilja eftir til hrygningar. Sú regla að skilja alltaf eftir að minnsta kosti 400.000 tonn hefur reynzt vel í gegn- um tíðina. Sé tekið mið af því sem gerðist árið 2005 þegar 163.000 tonn voru óveidd af kvótanum og því skilin eftir tæp 600.000 tonn til hrygningar, þá erum við að njóta þess núna,“ seg- ir Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vestmann- eyja. Þetta verður allt fryst og kreist Loðnan Skipverjar á Hugin VE voru meðal áhafna fjögurra skipa, sem köstuðu á loðnuna í gær. Þeir sprengdu nótina og urðu að fara í land. En Sighvatur Ve fékk yfir þúsund tonna kast, sem skipverjar náðu um borð. Í HNOTSKURN »Leyft verður að veiða alls70.000 tonn til viðbótar en vegna samninga um nýtingu loðnunnar við Færeyinga og Grænlendinga, koma 10.000 tonn samtals í þeirra hlut, en 60.000 tonn í hlut Íslendinga til viðbótar við það sem áður var veitt »Miðað við þetta magn verðurþessi loðnuvertíð engu að síð- ur sú lakasta í rúma tvo áratugi »Þetta á að geta gefið okkurhámarksverðmæti fyrir þetta magn og nú fer allt á fullt. Þó ekki verði vertíðin stór í magni og verðmætum skiptir þetta miklu Nú fer allt á fullt í frystingu og hrognatöku og ætla menn að gera sér eins mikinn mat úr þessu og unnt er ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.