Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 49 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STEP UP 2 kl. 8 B.i. 7 ára RAMBO kl. 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i. 16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 10:10 B.i. 12 ára STEP UP 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára JUMPER kl. 8 B.i. 16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:10 B.i. 16 ára BRÚÐGUMINN Sýnd lau. og sun B.i. 7 ára SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL eeee - V.J.V., TOPP5.IS - T.S.K. 24 STUNDIR eeee Ó.H.T., RÚV/Rás 2SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK STEP UP 2 kl. 8 - 10 B.i. 7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 10:10 B.i.16 ára HANNAH MONTANA VÆNTANLEG 19. MARS Í DIGITAL 3-D nánari upplýsingar um væntanlegar myndir í þrívídd má finna á vefslóðinni http://3D.SAMbio.is SÝND Í ÁLFABAKKA Þú þarft ekki að gera þetta,“segir Carla Jean Moss viðómennið Anton Chigurh. Chigurh brosir, líklega í fyrsta sinn í marga mánuði, og svarar ískaldri röddu: „Þetta segja allir.“ Chigurh er persóna í kvikmynd Coen- bræðra, No Country for Old Men, engu líkara en þar sé kölski sjálfur á ferð. Chigurh skartar ein- kennilegri hárgreiðslu, augun dökk og hyldjúp, svipurinn frosinn, rödd- in lágstemmd og flöt. Chigurh talar ensku með óræðum hreim, enda hafa Coen-bræður líklega viljað hafa hann þannig að ómögulegt væri að kortleggja skrattakollinn. Svona talar kölski þegar hann mæl- ir á ensku.    Javier Bardem túlkar Chigurh afstakri snilld enda er hann langsvalasti leikari Spánverja fyrr og síðar að mati undirritaðs og einn færasti kvikmyndaleikari sem sú góða þjóð hefur alið. Banderas hvað? Töffaramælirinn nemur hann ekki einu sinni þegar Bardem er nærri. Bardem er að auki eini spænski leikarinn sem getur talað ensku án þess að hljóma eins og Spánverji að reyna að tala ensku. Að mati undirritaðs, enn og aftur. Javier Ángel Encinas Bardem fæddist í Las Palmas de Gran Can- aria, höfuðstað eyjunnar Gran Can- aria (sem er ein Kanaríeyja eins og allir íslenskir sólarunnendur vita) hinn 1. mars 1969. Bardem er af leikaraættum, fjölskylda hans hef- ur unnið við spænskar kvikmyndir allt frá árdögum þeirra. Hann þreytti frumraun sína í kvikmynd- um aðeins sex ára gamall, í mynd- inni El Pícaro (Svikahrappurinn) og á unglingsárunum lék hann í fjölda sjónvarpsþátta. Bardem var auk þess í landsliði Spánar í ruðningi þegar hann var yngri og gott líkamlegt ásigkomu- lag kom sér vel fyrir hann þegar hann lék kyntröll mikið í mynd Bi- gas Luna, Jamón, jamón (Skinka, skinka) árið 1992. Kyntröllið í myndinni heitir einfaldlega El Cho- rizo, eða Svínapylsan, og geti menn sér nú til hvaðan það nafn er komið. Það er skemmtileg blanda mat- arástar og kynlífs í þeirri mynd og minnist undirritaður kynlífsatriðis með Bardem og Penelope Cruz þar sem Svínapylsan hefur á orði að brjóst stúlkunnar fögru bragðist eins og reykt svínaskinka (eitthvert mesta ljúfmeti Spánar, jamón serr- ano).    Luna virðist hafa tekið ástfóstrivið þennan unga leikara því Bardem birtist næstu ár í fleiri myndum hans sem eiga það flestar sameiginlegt að vera ögrandi og kynferðislega opinskáar á gam- ansaman hátt. Á þessum skemmti- lega tíma í kvikmyndasögu Spánar var í raun ekki svo langt liðið frá því einræðisherrann Franco féll frá og Spánverjar fögnuðu enn frelsinu og þá ekki síst í listum. Bardem fékk mikla athygli fyrir hlutverk sitt í Jamón, jamón en tókst að falla ekki í þá gryfju að leika eingöngu heilalaus kyntröll, svínapylsur, afþakkaði öll slík hlut- verk. Enda sést glöggt hversu fjöl- hæfur hann er þegar rennt er yfir þær myndir sem hann hefur leikið í. Það kemur í raun ekki á óvart að Bardem skuli hafa orðið fyrstur Spánverja til að hljóta tilnefningu til Óskarverðlauna árið 2000 fyrir túlkun sína á kúbanska rithöfund- inum Reinaldo Arenas í myndinni Before Night Falls. Hann hlaut fimm önnur verðlaun fyrir það hlutverk og nú hefur hann, fyrstur Spánverja, hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik í kvikmynd. Hann hefur fengið fern Goya-verðlaun á ferl- inum, Óskar Spánverja, og er einn uppáhaldsleikari þjóðarinnar. Hilmir Snær þeirra Spánverja. Undirrituðum er einkar minn- isstæð túlkun Bardems á bygg- ingaverktakanum Benito Gonzáles í mynd Bigas Luna Huevos de oro, Gullhreðjunum (í spænsku er orðið egg í fleirtölu ekki aðeins notað yf- ir egg heldur einnig eistu). Gonzá- les á sér þann draum að reisa hæstu byggingar strandbæjarins Beni- dorm, Gonzáles-turnana, eins kon- ar fallískt tákn fyrir völd og græðgi. Myndin segir af ástum og sigrum hins ofurmetnaðarfulla Gonzáles, hvernig hann táldregur konur og kastar þeim frá sér þegar hann hefur ekki þörf fyrir þær lengur. Spurningin reynist á end- anum sú hvort Gonzáles kemst á leiðarenda á gullhreðjunum einum saman.    Fjölmargar frábærar kvikmynd-ir með Bardem eru hér ónefndar en allir sem áhuga hafa á því að kynna sér verk hans ættu í það minnsta að sjá Mar adentro (Hafið innra), Perdita Durango, Carné tremula (Skjálfandi hold) og Entre las piernas (Milli fóta). Í kjölfar óskarstilnefningarinnar fyrir Before Night Falls tók Holly- wood almennilega við sér og með túlkun sinni á fjöldamorðingja í No Country for Old Men virðist Bar- dem orðinn nýr gulldrengur í kvik- myndaborginni. Fyrir túlkun sína á mannaveiðaranum dularfulla Ant- on Chigurh hefur Bardem þegar hlotið Golden Globe-verðlaunin, bresku BAFTA-verðlaunin og einn- ig verðlaun samtaka kvikmynda- og sjónvarpsleikara í Bandaríkj- unum, SAG. Nú hefur Óskarinn bæst við og aðdáendur Bardems eiga veislu í vændum því hann hef- ur haft nóg að gera seinustu ár. Ástin á tímum kólerunnar verður sýnd hér á landi von bráðar, hann leikur í nýjustu afurð Woodys Al- lens, Vicky Cristina Barcelona, og er einnig orðaður við myndina Tetro sem Francis Ford Coppola kemur til með að leikstýra. Allir út í búð að kaupa sér spænska sveitaskinku (og ekki er verra að hafa eina feita svínapylsu með í bíónaslinu). Spánverjinn með gullhreðjarnar AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson »Kyntröllið í mynd-inni heitir einfaldlega El Chorizo, eða Svína- pylsan. Gull og grænir skógar Bardem grípur um hreðjar sér á veggspjaldi kvik- myndarinnar Huevos de oro, eða Gullhreðjar. helgisnaer@mbl.is PLATA hljómsveitarinnar Mínus, The Great Northern Whalekill, fær glimrandi dóma í tónlistartímaritinu Kerrang! og fær fjögur K. Í umfjöllun Kerrang! segir að Mín- us hafi verið í mótun fram að plötunni Halldóri Laxness en hún fékk fullt hús stiga hjá tímaritinu, fimm K. Nýjasta platan, The Great Northern Whalekill, sé sú aðgengilegasta til þessa. Sveitin sé að kanna progg-rokk átt- unda áratugarins og blaðamenn Kerrang! geti sannarlega ekki beðið eftir fimmtu plötunni, slík sé eft- irvæntingin. The Great Northern Whalekill ein- kennist af þrumandi trommuleik og svimandi gítarleik og sú blanda heyr- ist einna best í laginu „Cat’s Eyes“. Tónleika Mínuss í Camden í janúar sé minnst á nostalgískum nótum, þegar ritstjórn Kerrang! ræði um heyrnarskemmdir þá komi þeir tón- leikar ávallt upp í hugann. Það hlýtur að teljast til hróss þar á bæ. Morgunblaðið/Eggert Heyrnarskemmdir Hljómsveitin Mínus á tónleikum í fyrra. Dómur upp á fjögur K SÖGUSAGNIR eru á kreiki um að leikkonan Kate Hudson og leikarinn Owen Wilson séu kær- ustupar á ný. Wilson og Hud- son hættu saman í júní í fyrra og var talið að Wil- son hefði reynt að svipta sig lífi af ástarsorg. Um síðustu helgi sást til þeirra í Malibu, fyrst nærri heimili Hudson og svo við heimili Owen. Ástarsamband þeirra hófst árið 2006, þegar þau léku saman í kvik- myndinni You, Me and Dupree og varði í um ár, en þá mun Hudson hafa slitið því. Nú gæti hafa lifnað í gömlum glæðum. Saman á ný? Kate Hudson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.