Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 21
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 21 „SIGLINGANÁMSKEIÐIN ætla ég að setja upp til að gefa öllum þeim fjölda af pungaprófskonum og -körlum, sem aflað hafa sér bóklegra skipstjórnarréttinda á þar til gerð- um námskeiðum, kost á verklegri kennslu við frábærar aðstæður í fal- legu umhverfi í sól og sumaryl,“ seg- ir Önundur Jóhannsson hjá Seaways Sailing ehf., sem rekur seglskútu- leigu með aðsetur í Göcek í Suður- Tyrklandi. Hann áformar nú að halda þar tvö skútusiglinganámskeið fyrir íslenska siglingaáhugamenn í aprílmánuði. Siglt verður á nýjum 45 feta skút- um af gerðinni Jeanneau Sun Odys- sey 45. Hvort námskeið mun standa yfir í tíu daga og er fjöldi nemenda takmarkaður við þrjá til sex á hverri skútu. Fyrra námskeiðið stendur frá 7.-18. apríl og það síðara frá 18.-28. apríl. Hefst fyrra námskeiðið í Göceck og lýkur í Antalya, en hið síðara hefst í Antalya og lýkur í Göceck. Farið verður í skemmri siglingar á Göcek-flóa auk lengri ferða og næt- ursiglinga og fá þátttakendur þjálf- un í stjórnun seglskipa, notkun segl- búnaðar og vélar við ýmiss konar aðstæður. Áð verður og akkerum varpað í fallegum víkum og lagt inni í höfnum á svæðinu, en þátttakendur búa um borð meðan á námskeiði stendur. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Siglingar Önundur Jóhannsson á siglingu undan Tyrklandsströndum. Siglinganámskeið við Tyrklandsstrendur Námskrá er samkvæmt stöðlum Royal Yachting Association fyrir ICC & Coastal Skipper. Að nám- skeiði loknu fá þátttakendur rétt- indi til stjórnunar seglskipa, þó ekki á úthöfum, sé bóklegu prófi lokið. www.seaways-sailing.com Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir hreyfiráðleggingum og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 4. mars! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 40 43 3 03 /0 8 Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Fersk sending • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: lifshlaupid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.