Morgunblaðið - 28.02.2008, Side 31

Morgunblaðið - 28.02.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 31 NÚ hefur verðlaunatillaga um framtíð Vatnsmýrarinnar verið til kynningar í Hafnarhúsinu und- anfarna daga. M.v. þessa tillögu er skipting Vatnsmýrarinnar eftirfar- andi: Byggingarsvæði 40%, grænt svæði og tjörn 30% og gatnagerð og göngustígar 30%. Þetta eru tölur sem kynningarstjóri greindi frá. Að 40% séu byggingarsvæði þá get ég ekki annað en hugsað upphátt um alla þá milljarða sem áttu að koma inn vegna lóðarsölu í mýrinni en inni í þessum 40% eru þá lóðir HÍ og HR sem þeir áttu að fá fyrir ekki neitt. M.v. þetta get ég ekki séð að eftir séu einhverjir pen- ingar til að byggja upp annan flugvöll. Einnig er skondið að sjá í þessari verðlaunatillögu þessa stóru tjörn, en hún er á einum hæsta punkti sem hægt er að finna í Vatnsmýrinni. Ég held að borgaryfirvöld ættu að jarða þess- ar tillögur og hætta við öll áform um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni og í staðinn byggja upp flugvall- araðstöðu sem væri höfuðborg landsins til sóma og efldi teng- ingar höfuðborg- arinnar við íbúa lands- byggðarinnar. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því í janúar eru 60% borgarbúa hlynnt því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Af hverju er ekki hlustað á borgarbúa eða þá alla landsmenn? Flugvöllurinn er ekki bara málefni íbúa Reykjavík- ur heldur allra landsmanna. Nú fer að styttast í endurkjör forseta Íslands og ef af kosningu verður hvet ég hið háa Alþingi til að setja á sama tíma þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð Reykjavík- urflugvallar, þetta er ekki einka- mál Reykvíkinga. Framtíð Vatnsmýrarinnar Valur Stefánsson vill byggja upp flugvallaraðstöðu í Vatns- mýrinni sem væri höfuðborg landsins til sóma Valur Stefánsson » Verðlaunatillagan um framtíð Vatns- mýrarinnar er greini- lega ekki sú peninga- auðlind sem fulltrúar samtakanna um betri byggð hafa haldið fram. Höfundur er einkaflugmaður. Í MORGUNBLAÐINU miðviku- daginn 13. febrúar senda borgaryf- irvöld meira en 12.000 íbúum í Hlíðum, Holt- um, Norðurmýri og Háleitishverfum skila- boð um að lífsgæði þeirra séu lítils metin þar sem birtar eru til- lögur þeirra að mis- lægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Skilaboð borgaryf- irvalda eru skýr; auka á loft- og hávaðameng- un sem er þó óbærileg fyrir. Réttur íbúa á öll- um aldri til að komast greiðlega um hverfið og sækja nærþjónustu vigtar ekkert í kröfu- lýsingu. Samráð við íbúa í hverfunum hef- ur ekkert verið. Lausnin er eingöngu unnin á forsendum bílaumferðar og allt annað látið víkja. Með þessu eru borgaryf- irvöld að skapa umsát- ursástand og grafa málið í skotgrafir í anda gamaldags stjórnsýslu í stað þess að vinna mál- ið opið og í samráði við þá sem allra mestra hagsmuna eiga að gæta í málinu; íbúa á svæðinu. Íbúasamtök 3. hverfis hafa nú í á þriðja ár óskað eftir samráði við borgaryfirvöld um þessi mál. Á með- an kjörnir fulltrúar eru í pólitískum sandkassaleik hafa verkfræðingar með þarsíðustu aldar hugsanahátt fengið að leika lausum hala og kom- ið upp með lausnir sem í engu mæta sjálfsögð- um nútímakröfum um lífsgæði í borg. Kröfu- lýsingu er skamm- arlega ábótavant, því ekki hefur verið leitast við að lýsa eða skil- greina kröfur þeirra sem mest eiga undir, íbúanna sjálfra. Aug- ljósasta dæmið um þetta er tölvumyndin sem fylgdi greininni af gatnamótum Löngu- hlíðar og Miklubraut eftir breytingar. Þar má glöggt sjá að ekki er gert ráð fyrir gangandi, eða hjólandi umferð við þau gatnamót, sem þó sannarlega mynda hjarta Hlíðanna og ætti að vera iðandi af mann- lífi á yfirborðinu. Að sjálfsögðu sést ekki einn einasti íbúi á myndinni, því þeir verða væntanlega allir áfram í bílunum til að komast um hverfið. Gangandi- og hjólandi umferð vill líka greiðar og beinar leiðir. Hringtorg og flóknar gönguleiðir eru alls ekki til að greiða þær, né til að hvetja fólk til að koma úr bílum og velja aðrar og umhverf- isvænni samgöngulausnir. Í dag eru Hlíðarnar skornar af þremur hraðbrautum í 5 litlar eyjar sem hver um sig getur ekki staðið undir sjálfsagðri nærþjónustu. Hraðbrautalausnin sem nú er kynnt styrkir þetta ástand því Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru að stórum hluta í opnum gjám með til- heyrandi aukningu á hávaða- og loftmengun. Yfir 60% af 3. hverfi Reykjavíkur er innan mesta áhrifa- svæðis slíkar mengunar skv. rann- sóknum Þórarins Gíslasonar, læknis og fleiri. Innan þessa svæðis eru all- ir skólar hverfisins og 5 af 7 leik- skólum. Þetta ástand ætla borgaryf- irvöld að fastsetja til framtíðar samkvæmt þessum hugmyndum. Gangandi og hjólandi eru ætlaðar flóknar leiðir upp og niður í gegnum tröllaukin hraðbrautamannvirki. Forgangur bíla er algjör. Forgangs- röðun áætlana staðfestir þetta svo enn frekar en reiknað er með að byrja á tröllauknum gatnamótum sem auka bara á vandann og síðar á að fara í að leysa raunverulegu vandamálin. Hlíðarnar eru það hverfi sem borgaryfirvöld geta bundið hvað mestar vonir við að bæta óheilbrigt samgöngumynstur borgarinnar þar sem eingöngu er einn í bíl í yfir 90% ferða. Mynstur sem sér yfir þriðj- ung bílferða undir einum kílómetra og meira en helming undir 2 km. Íbúar í Hlíðum búa í þægilegri göngu- og hjólafjarlægð frá mið- borginni þar sem yfir 40% af störf- um á höfuðborgarsvæðinu eru. Mengun í Hlíðum er allt að 40% meiri en á Grensási samkvæmt ný- legum mælingum, sem á þó að vera að mæla hæstu gildi í borginni. Há- vaði í nágrenni þessara stórfljóta er þegar á heilsufarsmörkum. Nú á að grafa fljótin niður í opnar gjár að stórum hluta og opið hringtorg í formi gjallarhorns trónir í miðju. Í nær þriggja metra hæð yfir núver- andi plani verður síðan hátt í 40 þús- und bíla umferð og greiðir þannig enn frekar fyrir leið umferð- arhávaða yfir nærliggjandi íbúa- byggð. Þessi lausn sem nú er kynnt mæt- ir takmarkað þeim sjálfsögðu kröf- um að lausnin þurfi að bæta lífsgæði íbúa, greiða leiðir og setja í forgang gangandi- og hjólandi umferð, að draga verulega úr loft- og hljóð- mengun, og að sameina Hlíðarnar í eitt hverfi. Stór og opin gjá frá gatnamótum og niður að Stakkahlíð mun skapa gettó ástand í nærliggj- andi götum og við munum sjá ná- kvæmlega sömu hluti gerast og í borgum þar sem slíkar lausnir hafa orðið ofan á. Íbúar sem áður áttu möguleika á að nota annan sam- göngumáta en bílinn, hverfa allir inn í bílana og bæta við þegar algjörlega óviðunandi ástand. Þær hugmyndir sem kynntar eru í dag styrkja enn frekar þá stað- reynd að það eru skipulagsyfirvöld sem velja bílinn, ekki borgararnir. Íbúasamtök 3. hverfis skora enn og aftur á borgaryfirvöld að boða til op- ins kynningarfundar um málið og að tillit verði tekið ráða helstu sérfræð- inga í málinu; íbúanna sem búa við þessi hraðbrautamannvirki. Þeir eiga betra skilið en meiri mengun og minni lífsgæði. Lífsgæði lítils metin Hilmar Sigurðsson skrifar um umferðarskipulagsmál í Hlíð- unum og víðar í Reykjavík » Þessi lausn sem nú er kynnt mætir takmarkað þeim sjálfsögðu kröfum að lausnin þurfi að auka lífsgæði íbúa. Hilmar Sigurðsson Höfundur er formaður Íbúasamtaka 3. hverfis - www.hlidar.com UNDRUM sætir hve umræðan um starfsheitið ráðherra er kom- in út um víðan völl og hve sterk viðbrögð hafa verið gegn hugmyndum um breytingar á starfstitlinum. Hvatamaður að mál- inu og flutnings- maður á viðkomandi þingsályktun- artillögu, alþing- ismaðurinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur jafnvel mátt þola persónulegar ákúrur og niðrandi pólitísk ummæli vegna framtaksins. Dæmi um síðast- nefnda eru leið- araskrif blaðamanns- ins Kolbrúnar Bergþórsdóttur í 24 stundum 9. febrúar sl. Þar svellur henni mjög móður og til- finningarnar bera hana ofurliði. Kol- brún telur málið allt lítilsiglt og virðingu Alþingis ósamboðið og kallar það „dæmi- gerða dægurhug- mynd“ og „skemmti- efni“ sem stjórnarandstöðunni fremur en stjórnarsinnum væri trúandi til að setja á oddinn í valdalausu tilgangsleysi sínu! Þá viðrar Kolbrún þá skoðun sína að Steinunn Valdís hafi orðið borg- arstjóri í Reykjavík „fyrir slembilukku“! Skrif af þessu tagi eiga meira skylt við persónulega óvild og nöldur en góða blaða- mennsku. En hvert er eðli málsins og hver er kjarni þess? Í mínum augum er þetta mál angi af jafn- réttisbaráttu kynjanna, ekki stór- vægilegur en vel þess virði að gefa honum gaum. Öðrum þræði snertir þetta íslenska tungu, sveigjanleika hennar, merkingu orða og málvitund fólks. Þegar ég heyrði fyrst af málinu hugsaði ég með mér að þetta væru rétt- mætar vangaveltur og jafnvel áhugavert að smíða nýtt starfsheiti, helst það sama fyrir bæði kynin, fremur en sitt heitið fyrir hvort kynið. Ég skal játa að það angrar málvitund mína að ávarpa konur ráðherra. Mín rök eru í stuttu máli að orðið ráðherra, þ.e.a.s. karlkyns viðskeytið herra, sé upphaflega myndað með skír- skotun til valds karla, hins „sterka“ kyns, og drottnunar þeirra á flestum sviðum yfir málefnum og öðrum mönnum, einkum þó konum, hinu „veika“ kyni. Þar við bætast tengslin við ávarps- orðið herra, sem óneitanlega er afar karllægt og fellur illa að konum. Með hlið- sjón af breyttri og jafnari stöðu kvenna gagnvart körlum í samfélagi nútímans, miðað við það sem var fyrir rúmri öld þeg- ar karlkyns ráðherra tók fyrst sæti á Alþingi Íslendinga, er eðli- legt að vefengja réttmæti þess að kenna konur ennþá við herra. Ég blæs á málflutning and- stæðinganna þess efnis að ef kon- ur geti ekki gegnt heitinu ráð- herra, þá sé fokið í flest í skjól og þær geti t.a.m. ekki sagst vera sinn „eigin herra“, eða að þær muni eiga í erfiðleikum með að snæða „herramannsmat“ og það jafnvel í „herragarði“ eins og Kolbrún og fleiri hafa tönnlast á. Hvað þá heldur að Kolbrún og annað fullorðið fólk geti ekki lengur sýnt af sér „barnaskap“ vegna neikvæðra viðhorfa til æsku landsins! Eða að rangt verði að kalla bleikjuna í Þing- vallavatni „herra“ vatnsins af því að hún er kvenkennd fisktegund sem, að sögn Heimis Þ. Gísla- sonar í Morgunblaðinu 20.12. 2007, ku tróna efst í fæðukeðju vistkerfisins, sem reyndar er rangt og nær að telja upp him- brima og urriða í því sambandi! Nei, þessi dæmi andstæðing- anna eiga lítið skylt við meg- ininntak málsins. Ruglað er sam- an annars vegar ókynbundinni notkun á góðum og gildum karl- kynshugtökum á borð við herra- mannsmatur og að vera herra yf- ir einhverju, og hins vegar notkun á karlkenndu starfsheiti fyrir konur með sértæka, gam- aldags tilvísun í karlkynið. Að mínu viti er alls ekki verið að amast við notkun starfsheita af karlkyni almennt fyrir konur. Ég sé því t.d. ekkert til fyrirstöðu að konur séu og hafi verið forsetar, bílstjórar, skipstjórar og hásetar. Öðru máli gegnir ef orðið herra þvælist með. Í þessum anda hef ég stungið upp á að konur jafnt sem karlar sem nú sinna ráð- herraembættum gegni heitinu ráðstjórar eða ráðsetar. Ég hvet menn til að brjóta heilann um fleiri heiti. Framtak Steinunnar Valdísar skiptir máli en ekki sköpum í jafnréttisbaráttunni. Það end- urspeglar ný og breytt viðhorf í þjóðfélaginu og er verðugt við- fangsefni fyrir íslenska tungu að glíma við. Málið okkar er sterkt og hefur haldið velli m.a. vegna sveigjanleika og hæfileika til að laga sig að breyttum kring- umstæðum, t.d. með smíði nýrra orða. Málfarsleg íhaldssemi á auðvitað rétt á sér, en hún má ekki hafa í för með sér blátt bann við allri þróun í smíði, notkun og merkingu orða ef góðar ástæður liggja þar að baki. Komi nýtt og gott orð fram í dagsljósið má láta á það reyna og e.t.v. skipta eldra og lélegra orði út í kjölfarið. Um herra, frúr og bleikjur Hilmar J. Malmquist skrifar um íslenskt mál og þróun þess Hilmar J Malmquist »Hugmyndir um nýtt starfsheiti ráð- herra end- urspeglar breytta stöðu kvenna í sam- félaginu og er áhugavert við- fangsefni fyrir íslenska tungu. Höfundur er áhugamaður um íslensku, ráðamenn, lífríki Þingvallvatns og fleira. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ umkomulausir vitleysingar sem neytum bæði nikótíns og alkó- hóls erum ríkisvaldinu þakklátir. Ríkisvaldið skaffar okkur þessi efni og stendur sig vel. Þessi efni eru svo mikilvæg að ríkisvaldið annast sjálft dreifingu þeirra og sölu svo að aldrei verði vöruskortur. Stundum er bakaraverkfall og þá vantar brauð en við getum alltaf gengið að nikótíni og alkóhóli vísu hjá ríkinu. Að vísu bannar ríkið að efnin séu auglýst. Enda eru sumar vörur svo góðar og ómissandi að þær auglýsa sig sjálfar, eins og stundum er sagt. Annað efnanna má ekki nota nema á heimilum og úti á gangstétt. Hitt má nota hvar sem er nema undir stýri og úti á gangstétt. Einhvern veginn finnst mér tví- skinnungur í þessum málum, jafn- vel þrískinnungur. Stundum er talað um skaðsemi marijúanalaufa. Þau eru talin svo skaðleg að ekki einu sinni ríkið sel- ur gróðurinn. Þau eru talin svo skaðleg að lögreglan er á spretti um land allt að þefa uppi plönturnar og gerir ekki annað á meðan. Einu sinni fyr- ir langalöngu barst til landsins tunna með arsen- iki en fávísir menn héldu að þetta væri bjór. Á þeim tíma voru landsmenn óskaplega hræddir við bjór, einkum kven- félagskonur. Nokkrir menn sem héldu að efnið í tunnunni væri bjór átu fáeinar matskeiðar og dóu. Svo kom í ljós að þetta var arsenik en ekki bjór. Og kvenfélagskonurnar önduðu léttar og sögðu: Guði sé lof að þetta var bara arsenik. Eins og fram kom neyti ég bæði nikótíns og alkóhóls. Taka má fram að ég neyti hvorki arseniks né mari- júana. En eru ekki einhverjir sér- fræðingar sem geta sagt okkur hvað af þessu fernu er hættulegast og líka hvað veldur minnstum skaða – nikótín, alkóhól, arsenik eða mari- júana? Þrískinnungur? Eða jafnvel meira? Um þrískinnung eða meira Pétur Tryggvi Hjálmarsson skrifar um lögleg og ólögleg vímuefni Pétur Tryggvi Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.