Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við Þorvaldur vor- um nágrannar í 25 ár í Furugrund í Kópavogi hann nr. 4 ég nr. 6. Við byggðum saman húsin okk- ar, lánuðum hvor öðrum sement, sand, skóflur og hjólbörur, eins og sönnum framkvæmdamönnum og ná- grönnum sæmir. Við börðumst við leka á bílskúrun- um okkar, girðingar fuku, runnar á lóðamörkum voru til vandræða, aspir uxu til himins, almennar búsorgir lóða- og húseigenda. Góðir nágrannar eru gulli betri, er orðatiltæki sem svo sannarlega átti við þau Þorvald og Dóru, og hjálp- semi var þeim í blóð borin. Við Þorvaldur ræddum oft pólitík, hann innsti koppur í búri Framsókn- ar og ég einhver koppur hjá Sjálf- stæðisflokknum. Sú blessun var yfir þessari umræðu að við vorum oftast í samstarfi í bæjarstjórn, þannig að engin vígaferli voru á okkar lóða- mörkum, heldur góð umræða, og allt- af uppbyggileg fyrir mig. Þorvaldur var alltaf með nýjustu upplýsingar. Ég minnist þessara viðræðna okkar alltaf með einskærri ánægju og af hlýhug. ✝ ÞorvaldurRagnar Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 25. febr- úar 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans Landakoti mánudaginn 28. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 8. febr- úar. Í samskiptum við ná- granna okkar Þorvald og Dóru bar aldrei skugga á. Í mínum huga var þetta einstakt, hver kann ekki sögur af ná- grannaerjum og ósætti. Þorvaldur var ákaf- lega hreinskiptinn mað- ur, hann sagði það sem honum bjó í brjósti, ég kunni mjög vel að meta þennan eiginleika hans, hann vildi hafa hlutina á hreinu. Við hjónin vissum af veikindum Þorvaldar, stórum upp- skurði, hann bar þetta allt af miklu æðruleysi og karlmennsku. Lífið skyldi halda áfram. Ég minnist Þorvaldar af einskær- um hlýhug og sem góðs drengs og ná- granna. Við hjónin biðjum Dóru og öðrum aðstandendum Þorvaldar allr- ar blessunar við fráfall hans. Jón Atli Kristjánsson. Fallinn er í valinn mágur minn og vinur, kallaður Raggi innan fjölskyld- unnar. Raggi hafði átt við illvígan sjúkdóm að stríða um margra ára skeið sem hann barðist hetjulega við til hinstu stundar. Dóra eiginkona hans hefur einnig átt við veikindi að stríða og voru þau samtímis rúmliggjandi um tíma á Landspítalanum við Hringbraut. Hún vék vart frá sjúkrabeði Ragga, eftir að hún hafði fengið fótavist eftir aðgerð sem hún gekkst undir. Raggi var einstaklega góður og hjálpsamur maður og mátti ekkert aumt sjá. Hann hugsaði sérstaklega vel um háaldraða móður sína, Láru Hammer, 98 ára gamla, sem dvelst á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Raggi var félagslyndur maður og átti meðal annars sæti í stjórn fram- sóknarfélagsins í Kópavogi og var þar formaður um tíma. Hann vann ötul- lega í flokksstarfinu. Átti setu í ferli- nefnd, byggingarnefnd, vélanefnd og áfengisvarnarnefnd bæjarstjórnar Kópavogs. Hann var í blaðstjórn Framsýnar og formaður körfubolta- deildar Breiðabliks um árabil. Hann var virkur félagi í Kiwanishreyfing- unni Eldey í Kópavogi og forseti klúbbsins um tíma. Hann og Dóra eiginkona hans stunduðu golfíþrótt- ina af alhug og unnu til margra verð- launa. Þau hjónin voru mjög samhent í öllu sem þau gerðu. Ungur að árum fór hann að vinna bæði til sjós og lands og var dugnað- arforkur mikill. Hóf hann síðar nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Hamri og lauk sveins- prófi í iðninni frá Iðnskólanum í Reykjavík. Að því loknu hóf hann nám við Vélskóla Íslands og lauk það- an prófum í vél- og rafmagnsfræðum þremur árum seinna. Var hann síðan vélstjóri á togurum og farmflutninga- skipum Eimskipafélags Íslands. Að nokkrum árum liðnum fór hann að vinna við iðngreinina í landi og starfaði m.a. við verkstjórn í Runtal ofnasmiðjunni, hjá Birgi Helgasyni sem stjórnaði því fyrirtæki. Einnig vann hann um tíma hjá vélsmiðju Björns og Halldórs í Síðumúla við vélaviðgerðir og niðursetningu véla í fiskiskip. Var hann m.a. um tíma á þýskri grund á vegum fyrirtækisins að kynna sér framleiðslu véla og nið- ursetningu þeirra. Hann rak eigið fyrirtæki um nokk- urn tíma, Verslun og járnsmíðar. Síðustu starfsárin var hann mats- maður hjá Fasteignamati ríkisins. Við hjónin áttum samleið með Ragga og Dóru á ferðalögum, bæði innanlands og utan og var unun að vera með þeim í slíkum ferðum. Sökn- um við þess sárt að geta ekki lengur ferðast með Ragga sem var forustu- maður systkinahópsins og fjölskyldna þeirra. Þau voru með afbrigðum gest- risin og tóku á móti öllum með út- breiddan faðminn. Hjónaband þeirra var með afbrigðum gott og ég segi, „þar sem Raggi var, þar var Dóra“. Við biðjum algóðan „Guð“ að styrkja Dóru, syni þeirra, maka, afa- börn og langafabörn í þeirri miklu sorg sem ríkir í fjölskyldunni, að ógleymdri móður hans, Láru, sem syrgir son sinn. Við þökkum þér Raggi minn samfylgdina sem er okk- ur ógleymanleg. Sofðu rótt og „Guð“ geymi þig að eilífu. Gylfi Jónsson. Í dag, 8. febr. 2008, kveðjum við með trega góðan félaga og lærimeist- ara, Þorvald Ragnar Guðmundsson. Kynni okkar hófust fyrir alvöru fyrir ekki svo mörgum árum. Það leyndi sér ekki að í Þorvaldi Ragnari fór góður drengur og sómakær. Þeg- ar ég gekk til liðs við Kiwanis-hreyf- inguna 1997 óraði mig ekki fyrir því að við Þorvaldur ættum eftir að eiga eins mikil samskipti og raunin varð, hvað þá heldur að við yrðum tengdir fjölskylduböndum. Í upphafi þegar golfmót Kiwanis fóru af stað var Þorvaldur Ragnar þar fremstur í flokki frá sínum klúbbi Eldey í Kópavogi ásamt fleiri klúbb- meðlimum. Í mörg ár stjórnaði hann hinum ýmsu golfmótum Kiwanis svo sem Ægismóti, Þórs-Eddu-Ægis- mótum og Landsmóti. Í þessum mót- um sá ég strax að þarna fór maður sem hafði heiðarleika að leiðarljósi og að allt færi eftir settum reglum í golf- íþróttinni. Þorvaldur Ragnar var mikill keppnismaður og var yndislegt að fá þann heiður að spila með honum golf og njóta leiðsagnar hans, ekki bara á golfvellinum heldur líka í lífinu sjálfu. Eftir að ég tók að mér að sjá um þessi golfmót Kiwanis í nokkur ár var Þor- valdur Ragnar mér alltaf innan hand- ar og á erfiðum stundum við úrslit þegar skorið var jafnt, með og án for- gjafar í forgjafarflokkum, þá var hann dómari og tók ákvarðanir um sætaskipti sem enginn mótmælti. Ekki treysti ég mér til að skrifa um lífshlaup hans, en þakklæti og sökn- uður er okkur hjónum efst í huga á kveðjustund. Við ræddum saman fyr- ir stuttu um alla heima og geima og hvort spilað væri golf á himnum, ekki komumst við að niðurstöðu en ef það er gert, þá ert þú komin í holl með frá- bærum félögum sem gengnir eru yfir móðuna miklu. Ekki er hægt að minn- ast þín án Dóru, klettsins í lífi þínu. Þið voruð stórkostleg, alltaf saman í blíðu og stríðu, og höfðingjar heim að sækja og yndislegt að umgangast ykkur. Á þínum yngri árum varstu mörg ár vélstjóri til sjós og í texta Rein- hardts Reinhardtssonar í laginu „Þú ert vagga mín, Haf,“ segir: Eins og ólgandi blóð er þitt lag og þitt ljóð þrungið lífi og voldugri þrá til að rísa frá smæð upp í himnanna hæð, þar sem heiðríkjan vaggar sér blá. Þegar stórviðri hvín fegurst faldur þinn skín og úr fjötrum andi þinn brýst Eins og stormbarið strá nötra strandbjörgin há, er þú stríðandi í hæðirnar ríst. Elsku Dóra, Leifur, Guðmundur og Lára, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, guð gefi ykkur styrk við fráfalls þessa góða drengs. Kristinn Eymundsson og Ragnhildur Magnúsdóttir. Vegna mistaka vantaði aðra undir- skriftina með þessari grein, 8. febr- úar. Þorvaldur Ragnar Guðmundsson Nú ertu dáinn, Hörður minn, eftir erfið veikindi. Okkar fyrstu kynni voru fyrir 20 árum, og síðan þá hef ég verið ein af stelpunum þínum. Það voru forréttindi að fá að vinna fyrir þig og með þér. Stofan alltaf svo hrein og fín og heimili þitt og Rósu opið okkur stelpunum á stof- unni sem annað heimili. Þetta var ✝ Hörður Guð-mundsson hár- skerameistari fædd- ist á Seyðisfirði 21. júlí 1931. Hann lést á Líknardeild LSH í Kópavogi miðviku- daginn 13. febrúar síðastliðinn. Útför Harðar fór fram frá Keflavík- urkirkju 22. febrúar sl. eins og að eignast aðra fjölskyldu. All- ar stundirnar sem við áttum saman í vinnunni og utan vinnu, sem voru ófá- ar. Það er eitthvað svo stutt síðan, en samt svo langt, er við fórum öll saman í bústað og spiluðum fótbolta. Þú varst þar fremstur í flokki og auðvitað vannst þú okkur stelpurnar. Það sem þú gast hlaupið – og án þess að blása úr nös. Ég átti góða stund með þér og Rósu fyrir stuttu, þar sem við sátum og skoð- uðum myndir. Elsku Rósa og fjöl- skylda, mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Sigurbjörg. Hörður Guðmundsson Kær vinkona og sönn „hetja“ í mínum huga hefur lokið lífs- göngu sinni eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Svenna vinkona vorum í sama bekk í barna og unglingaskólanum í Bolungar- vík. Við sátum saman síðasta vet- urinn í skólanum og tókst með okk- ur vinátta sem varði alla tíð. Svenna var ávallt mjög samvisku- söm, þolinmóð og vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún ólst upp í stórum og glaðværum systkinahóp og var sérlega hlátur- mild og hafði gaman af söng og að vera meðal vina. Mér er minnisstætt er ég kom heim til hennar hve mikið var að gera á stóru heimili þar sem faðir hennar stundaði sjómennsku sem og þrír eldri bræður hennar. Svenna var næstyngst systkina sinna og var hún sérlega dugmikil þegar kom að því að hjálpa til við heimilisstörfin. Ég gleymi aldrei hversu mér fannst vera mikið af stórum skóm og stígvélum í forstofunni heima hjá henni en munurinn lá í því að heima hjá mér var ég elst svo að ekki voru margir stórir fætur þar. Veturinn 1961–62 lá leið okkar í Húsmæðraskólann á Ísafirði ásamt Haddý vinkonu okkar, en við áttum frábærlega saman allar þrjár og sköpuðum okkur margar góðar minningar á þessum árum. Leiðir liggja til allra átta og Svenna kynntist eftirlifandi eigin- ✝ Svenna Rakel Sig-urgeirsdóttir fæddist í Bolungarvík 31. mars 1943. Hún andaðist á heimili sínu 16. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 22. febrúar. manni sínum, Hall- dóri Pálssyni, suður í Reykjavík og varð þeim þriggja barna auðið sem öll hafa verið stolt foreldra sinna. Á annan áratug hefur hún Svenna mín glímt við veikindi sín og er það kraftaverk í sjálfu sér að hún skyldi verða þeirrar gæfu njótandi að upp- lifa barnabörnin sín koma í heiminn en þau eru nú orðin fimm talsins, sólargeislar hvert og eitt. Svenna hafði lengi gert sér grein fyrir því hvert stefndi og nýtti tím- ann vel í faðmi fjölskyldunnar. Við fermingarsystkinin áttum yndis- lega helgi saman í september síð- astliðnum en þá voru fimmtíu ár liðin frá fermingu okkar. Í hvert skipti sem ég og Svenna spjölluðum saman eftir það þá varð henni að orði hve „heppin“ hún hefði verið heilsulega þessa helgi og var mjög þakklát og ánægð að geta notið samvista með okkur öllum. Síðasta heimsókn okkar hjóna til Svennu og Dóra var milli jóla og nýárs. Allt var svo fallega skreytt og jólaandinn yfir öllu og dáðist ég að því við hana hversu fallegt þetta allt saman væri hjá henni, þá ljóm- aði hún af gleði og gamli glampinn kom í augun hennar og sagði: „Það er hann Daníel, barnabarnið mitt, sem á mestan heiðurinn af þessu.“ En nú er komið að kveðjustund. Margar minningar koma upp í hug- ann en minningin um góða konu og trausta vinkonu stendur upp úr. Hún tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og þroska og sagði ávallt: þetta er bara „vinna“ og ég tek einn dag í einu. Ég er stolt af því að hafa verið þeirrar gæfu njótandi að eiga Svennu að vinkonu. Elsku Dóri og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorg- arstundu. Guð styrki ykkur öll. Erna Hávarðardóttir og Finnbogi Jakobsson. Elskuleg vinkona mín er dáin. Hennar mun ég sárt sakna. Hún var þvílíkur snillingur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gott var að leita til henn- ar og grínuðumst við oft með það að hún væri minn „sáli“. Þau eru ótelj- andi atriðin sem hún hefur hjálpað mér í gegnum. Hjarta bar hún úr gulli, án fordóma og hún sá það besta í öllu fólki. Það sem við gátum hlegið þegar við fórum á pottakynningu hjá Gullu og hlógum eins og fífl þegar maðurinn spurði hvort „við byggj- um saman“. Þín elskulega fjölskylda, sem var þér allt, hefur misst mikið. Guð veri með ykkur. Jóhanna. Fyrir réttum þrjátíu árum lágu leiðir okkar og Svennu saman er hún réði sig til starfa í leikskólann Furugrund. Það hafa verið forrétt- indi okkar sem höfum átt hana að vinnufélaga að njóta samveru og samskipta við hana. Hún var ein- stök, reyndar eina konan á Íslandi sem bar nafnið Svenna, hún svo heilsteypt og ráðagóð, hrókur alls fagnaðar og okkur ógleymanleg. Hvað það sem hún tók sér fyrir hendur innan leikskólans var til fyrirmyndar, allt lék í höndum hennar, handavinna, eldamennska og síðast en ekki síst uppeldi og kennsla barnanna í skólanum allt sem hún gerði var gert af alúð og trúmennsku. Henni samdi vel við alla og aldrei hafði hún uppi styggðaryrði við nokkurn mann. Hún var okkur sem með henni unnu sú besta fyrirmynd sem hugs- ast getur, og munum við ætíð búa að okkar kynnum af þeirri öðling- skonu sem Svenna var. Hún var fædd og uppalin í Bol- ungavík og við samstarfsfólkið fengum oft góða innsýn í það hvernig lífið gekk fyrir sig í víkinni hennar. Gamansögur og frásagnir af mönnum og málefnum voru ófáar og lifandi og allar skemmtilegar, á Svennu var hlustað með andakt og ákafa við fengum að heyra hvernig faðir hennar verkaði sviðin og hangiketið sem sent var til Heiðu systur á síðustu stundu vegna þess að frúrnar í víkinni fóru að morgni til Edinborgar með flugi og komu heim að kvöldi með troðfullar tuðr- ur, það gat nú ekki verið mikið mál að koma einu læri til Köben á Þor- lák, peysufataböllin sem hún fékk ekki að fara á vegna þess að hún var aðflutt, okkur fannst við þekkja systur hennar skemmtilegu sem við heyrðum svo mikið um. Hlátra- sköllin ómuðu oft í litlu kaffistof- unni okkar þegar Svenna fór á kostum. Fjölskyldan hennar, Halldór og börnin þrjú áttu hug hennar óskertan sú kunni nú lagið á því að ala börnin sín sómasamlega upp og hvetja þau áfram í lífinu og menntaveginn skyldu þau ganga. Fyrsta barnabarnið leit dagsins ljós árið tvö þúsund og eru þau nú fimm. Svennu fannst það sín mesta gæfa að geta þrátt fyrir veikindi sín annast þau og hafa þau nálægt sér. Nú eru liðin tólf ár síðan hún kenndi sér þess meins sem hún varð að lokum að lúta í lægri haldi fyrir. Hún stóð eins lengi og stætt var oft meira af vilja en mætti. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Við kveðjum Svennu okkar með söknuði og trega og þökkum af heil- um hug og hjarta samfylgdins. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði. Vinnufélagar Leikskólanum Furugrund. Svenna Rakel Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.