Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hús úr dagblöðum Unnið úr fríblaða- fjöllum í London Blöð Efni í hús Sumer Erek „ÞETTA snýst um að gera eitthvað vandað úr einskis verðum hlutum,“ sagði verkefnisstjórinn Karen Ja- nody um pappírshúsið sem listamað- urinn Sumer Erek hyggst byggja. Fríblöð sem hrúgast upp um borð í lestum og strætisvögnum í London verða hluti af gagnvirkri innsetn- ingu sem rís fyrir framan ráðhús borgarinnar við ánna Thames. Verkefnið hófst í gær með því að um hundrað sjálfboðaliðar tóku til starfa á götum borgarinnar og söfn- uðu saman dagblöðum. Takmarkið er að hver þeirra safni um hundrað blöðum á dag, sem síðan verða til sýnis við ráðhúsið. Listamaðurinn mun síðan byggja hús á sjö dögum úr ruslinu með því að hlaða þeim ut- an á trégrind sem verður fjarlægð þegar húsið er fullbúið. Með hús- byggingunni vill listamaðurinn hvetja fólk til þess að hugsa betur um umhverfið. „Þetta hús verður ekki íbúðarhæft,“ sagði Janody í samtali við breska blaðið Guardian. „Það er ekki svo fullkomið ennþá en það er möguleiki á því í framtíðinni.“ NORÐUR-KÓREUMENN eru hægt og bítandi að opna landið fyrir erlendum menningaráhrifum. Eftir vel heppnaða tón- leika Sinfón- íuhljómsveitar New York í Pyon- gyang í vikunni, bárust fregnir frá sendiráði Norður- Kóreu í London um að bandaríska rokkaranum Eric Clapton hefði ver- ið boðið að koma og halda tónleika í kjölfarið. Tónleikar sinfóníuhljómsveit- arinnar mörkuðu söguleg kaflaskil í samskiptum landanna því svo stór hópur Bandaríkjamanna kom síðast til landsins í Kóreustríðinu. Margir af æðstu ráðamönnum Norður-Kóreu voru viðstaddir, þó ekki forseti lands- ins, Kim Jong-Il. Clapton líka boðið Eric Clapton LISTASAFN Reykjavíkur stendur fyrir sófaspjalli í kvöld um sýninguna Þögn sem stend- ur nú yfir í Hafnarhúsinu. Gestgjafar eru sýning- arstjórinn J.B.K. Ransú og listamennirnir Finnbogi Pét- ursson, Finnur Arnar, Har- aldur Jónsson og Harpa Árna- dóttir sem eiga verkin á sýningunni. Þau fá í heimsókn Dr. Hauk Inga Jónasson sál- greini og Dr. Pétur Pétursson, prófessor í guð- fræði og trúarbragðafræðum, til þess að ræða um sýninguna og hugmyndirnar að baki henni. Byrjað verður að spjalla klukkan átta og er allir velkomnir. Myndlist Sófaspjall um Þögn í Hafnarhúsinu J.B.K. Ransú EWA Kupiec er talin einn fremsti píanóleikari Póllands um þessar mundir og í kvöld glímir hún við píanókonsert nr. 2 eftir Franz Liszt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lizst er þekktur fyrir flókin og krefjandi píanóverk sín enda var hann sjálfur mikill píanó- snillingur. Sveitin flytur síðan þriðju sinfóníu Antons Bruckner, sem hann tileinkaði Wagner. Bruckner dáðist mjög að starfsbróður sínum og í upphaflegri gerð verksins voru vísanir í Valkyrjurnar og Niflungahringinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og stjórn- andi er Arvo Volmer. Tónlist Ewa Kupiec glímir við Liszt Ewa Kupiec Í FYRIRLESTRI Eyjólfs Más Sigurðssonar í dag verður tungumálakunnátta Íslendinga borin saman við aðra Evr- ópubúa. Gerðar voru ítarlegar kannanir á kunnáttu Íslend- inga árið 2001 og víða í Evrópu fjórum árum síðar. Færni manna í erlendum málum er mjög mismunandi í álfunni og eru íbúar Lúx- emborgar, Möltu, Lettlands og Litháen langflestir talandi á annað mál en sitt eig- ið, en Bretar, Ungverjar og Ítalir geta margir að- eins tjáð sig á móðurmálinu. Fyrirlesturinn fer fram klukkan 16.30 í dag í stofu 101 í Odda, byggingu Háskóla Íslands. Fræði Kunna Íslendingar að tala tungum? Eyjólfur Már Sigurðsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÁRLEGUR bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í Perl- unni í dag. Í eina og hálfa viku verða til sölu hátt í 10.000 bókatitlar. Marg- ir þeirra munu klárast fyrir fullt og allt og aðrir ekki sjást aftur á mark- aði fyrr en að ári. Allt að 100.000 manns hafa heim- sótt bókamarkaðinn síðustu tvö ár og að sögn forsvarsmanna hans gefst þarna tækifæri til að meta stöðu ís- lenskrar bókaútgáfu og horfa yfir sviðið. Í fyrra munu hafa verið seldar á bókamarkaðinum bækur fyrir um 50 milljónir króna. 10% nýrra bóka á útsölu Meðal allra þessara bóka má finna verk sem komu út á síðasta ári. Heyrst hefur af fólki sem reiðist við að sjá nýjar bækur sem það keypti til gjafa, fullu verði, strax á þessu nið- ursetta verði. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda, segir að þetta sé út- sölumarkaður og nýjar bækur séu teknar inn á hann samkvæmt ákveðnum kvóta. „Miðað er við að fjöldi nýrra bóka frá hverjum útgefanda fari ekki yfir tíu prósent af heildarútgáfu hans á síðasta almanaksári. Auk þess verða nýju bækurnar að vera seldar með að minnsta kosti helmings afslætti,“ seg- ir Kristján. – Víða erlendis eru reglur á borð við að bækur fari ekki á útsölu fyrr en ári eða tveimur eftir útgáfu. „Slíkar reglur eru í sumum ná- grannalöndum okkar og sú regla gilti um þennan markað þangað til 10% reglan var tekin upp fyrir þremur ár- um. Hins vegar gilda engar slíkar reglur um venjulega smásala. Stað- reyndin er að strax 1. janúar fellur meirihluti haustútgáfunnar í verði í hugum neytenda og smásalar hafa einfaldlega verið að koma til móts við það.“ – Er þá verið að koma fólki upp á að nýjar bækur fáist fljótlega á nið- ursettu verði? „Þú myndir ekki orða það þannig um aðra vöru. Að fólk þurfi ekki að fá sér ný föt eða skó vegna þess að það er hægt að kaupa nýju línuna þegar hún kemur á útsölumarkaðinn. Flest- ir sem kaupa bækur í bókabúðum leita að nýrri vöru. Ákveðnir titlar halda verðgildi en þegar fólk kaupir bækur fyrir sjálft sig þá virðist það sækja í vöru sem er ný, eins og er með aðra hluti, en gerir ráð fyrir því að eldri titlar séu með afslætti.“ Kristján segir afslátt á nýlegum bókum eftir jólavertíðina ekki koma niður á bóksölunni fyrir jól. Skv. nýrri könnun Capacent-Gallup sem gerð var ellefta árið í röð, hafa þeir aldrei verið fleiri sem fengu bók í jólagjöf en um síðustu jól, eða 68%. Dýrt að geyma óseldar bækur Kristján segir kostnað við geymslu bóka á lager sífellt vera að aukast og erfitt sé að liggja með miklar birgðir. „Það verður sífellt dýrara að geyma óseldar bækur. Meðan við eigum ekki öfluga netverslun, þar sem hægt er að sjá úrval þeirra bóka sem til eru, þá er bókamarkaðurinn fyrirtaks leið til að selja eldri verk.“ – Munu gestir ekki geta gert góð kaup nú eins og áður? „Jú, vissulega. Markaðurinn var í lægð í nokkur ár og hraktist um bæ- inn. Svo slógum við í klárinn, fórum aftur inn í Perluna og lífguðum upp á stemninguna. Síðustu tvö árin hafa verið mjög góð. Aðsóknin og salan í fyrra fóru fram úr björtustu vonum,“ segir Kristján. Hátt í 10.000 bókatitlar Bókamarkaðurinn í Perlunni hefst í dag  Aðsóknin og salan í fyrra fóru fram úr björtustu vonum, segir Kristján B. Jónasson  Allt að 100.000 gestir Morgunblaðið/Jim Smart Leitað Það kennir ýmissa grasa á bókamarkaði Félags íslenskra bókaút- gefenda í Perlunni. Barnabækur og handbækur eru hvað vinsælastar. Í HNOTSKURN » Bókamarkaður Félags ís-lenskra bókaútgefenda stendur yfir í eina og hálfa viku. » Íslenskir bókaútgefendureru á annað hundrað. Í fyrra gáfu ríflega 120 út einn til þrjá titla. Um 1.500 titlar komu út. Búast má við að útgefendur bjóði upp á um 8.000 titla á bókamark- aðinum og fornbókasalar á ann- að þúsund. » Markaðurinn er oft einatækifærið til að kaupa eldri bókatitla. ♦♦♦ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MARTA B. Helgadóttir er bankamaður, fædd að hausti og uppalin í ferðamálum. Bóka- ormur og menningarleg alæta. Finnst stund- um gaman að tala um sjálfa sig í þriðju per- sónu. Þannig lýsir hún sjálfri sér á bloggsíðu sinni á mbl.is. Marta er líka eini bloggarinn sem heldur úti leshring hér á landi, að því er vitað er, enda er bóklestur hennar helsta tóm- stundaiðja. Leshringurinn var stofnaður um miðjan ágúst í fyrra. Þá bloggaði Marta um það hvort áhugi væri fyrir slíkum leshring, fyrirkomu- lagið yrði þannig að hver bloggmeðlimur les- hringsins veldi sér eina bók sem hann vildi að hópurinn læsi. Listi yfir bækur yrði síðan gerður, ákveðið í hvaða röð þær yrðu lesnar og síðan sæi hún um að boða fundadaga, einn sunnudag í mánuði, daga sem leshringurinn myndi koma saman og „ræða“ um bækurnar, þ.e. skrifa í athugasemdakerfi bloggsins. Áhuginn fyrir þessari hugmynd var slíkur að fjórum dögum síðar höfðu 45 skráð sig í hringinn, allt Moggabloggarar. Viðbrögð við bloggi kveikjan „Þetta kom nú bara til þannig að ég hef gert mikið af því að lesa bækur og þá fyrst og fremst fagurbókmenntir, skáldsögur. Ég er ekki búin að blogga lengi, byrjaði á því síð- asta vor,“ segir Marta. Hún hafi einstöku sinnum bloggað um bækur sem hún var að lesa og fengið mikil viðbrögð og góða um- ræðu um bækurnar frá fólki á blogginu. Þannig hafi hugmyndin að leshringnum kviknað. „Hópurinn sem slíkur velur hvaða bók við ætlum að lesa saman næst og einu sinni í mán- uði, á fyrirfram ákveðinni dagsetningu, höf- um við spjalldag inni á síðunni minni. Þá set ég inn færslu um bókina, helstu upplýsingar um hana og höfundinn og fólk mætir svo bara á síðuna og spjallið fer fram þar,“ segir Marta. „Þetta er ekki formleg bókagagnrýni, hvorki ég né aðrir eru mættir til þess að gagnrýna. Fólk er að þessu fyrir ánægjuna.“ Marta segir leshringinn ekki hittast öðru- vísi en á bloggsíðunni. Suma í honum þekki hún en aðra ekki neitt. Nú er leshringurinn á sjöundu bókinni, Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman og verður fundað um hana 9. mars. Af öðrum bókum sem hringurinn hefur lesið og rætt um má nefna Lífið er annars staðar eftir Milan Kundera, Við fótskör meist- arans eftir Þorvald Þorsteinsson, Sendiherr- ann eftir Braga Ólafsson, Breiðavíkurdreng eftir Pál Rúnar Elísson og Bárð Jónsson, Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku eftir Marina Lewycka og Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup. Engar kvaðir Marta segir ekki alla ná að klára bækurnar, um helmingur taki þátt í umræðum á funda- dögum enda enginn skyldaður til þess að taka þátt. „Ég held að þetta gangi upp einmitt af því það eru engar kvaðir,“ segir Marta um fyrirkomulagið, það sé undir hverjum og ein- um komið hvort hann taki þátt. Þeir sem vilja fylgjast með leshringnum eða skrá sig í hann skelli sér hið snarasta á martasmarta.blog.is. Bókaormur Marta B. Helgadóttir stofnaði leshring á blogginu sínu og sér um að taka saman bókalista og boða fundardaga. Leshringur á Moggabloggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.