Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 52
4 4 4 4 4 '4' 4'' '4 4 5! %6$(! / $, % 7!    $$&$ !/#$'' 4 4  4 4 '4  '4 4 4 . 82 ( 4 '4 4 4 4 '4  '4 '4'' 4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8$8=EA< A:=(8$8=EA< (FA(8$8=EA< (3>((A&$G=<A8> H<B<A(8?$H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< »MEST LESIÐ Á mbl.is FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2008 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Engin evra án ESB-aðildar  Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði á fundi sínum með Geir H. Haarde forsætisráðherra í Brussel í gær, að Ísland gæti ekki tekið upp evru nema því aðeins að ganga fyrst í Evrópusambandið. » Forsíða Ísland í brennidepli  Íslenskar bókmenntir verða í brennidepli á bókastefnunni í Frank- furt 2011, þeirri stærstu í heimi. Er Ísland fyrst Norðurlandaþjóða til að hljóta þennan heiður og segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, að þetta verði mesta menningarverkefnið hingað til. » Forsíða Hringbrautin besti kostur  Eftir mikla athugun hefur komið í ljós, að best er að koma hinu nýja há- skólasjúkrahúsi fyrir við Hringbraut. Gætu framkvæmdir við fyrsta áfanga hafist á næsta ári. » 4 Tvö ár fyrir nauðgun  Héraðsdómur hefur dæmt 37 ára karlmann í 2ja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Var hann dæmdur til að greiða 750.000 kr. í bætur. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Bandvitlaus umgjörð? Staksteinar: Hvað er Þorsteinn Már að þusa? Forystugreinar: Málið afgreitt | Grænn kostur UMRÆÐAN» Hagsmunasamtök atvinnurekenda Veist þú um krónurnar mínar? Hvernig borg má bjóða þér? Um herra, frúr og bleikjur Er stýrivaxtatilraunin fullreynd? Tímastjórnun í rafrænu umhverfi Brak og brestir fylgja nýjum frönskum risa VIÐSKIPTI» Heitast 0 °C | Kaldast -8 °C Suðvestan 5-10 m/s og él en norðlægari og dálítil él eystra framan af degi. Léttir til norð- an- og austanlands. »10 Laugardagslögin 2008 eru mest seldi diskurinn í vikunni. Diskur Þursaflokks- ins er í þriðja sæti listans. » 48 TÓNLIST» Þursarnir seljast vel TÓNLIST» FÍH ætlar að tryggja rétt flytjenda. » 44 Fyrirhugað er að gera breytingar á dagskrá Rásar 2. Einnig er verið að undirbúa breytingar á Rás 1. » 46 FJÖLMIÐLAR» Breytingar á Rás 2 TÓNLIST» Andrew D’Angelo fær góðan stuðning. » 47 KVIKMYNDIR» Javier Bardem er með hreðjartak » 49 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ekkert kynlíf í hálft ár 2. Björguðu dreng og fundu lík 3. Rætt um ummæli Friðriks Ómars 4. Lítur á son sinn sem gjöf  Íslenska krónan veiktist um 0,26% Ekki er hægt að rekja svokallaðar MoneyGram- peningasend- ingar og því er varhugavert að notast við þær í viðskiptum við ókunnugt fólk. Dæmi eru um að tölvuþrjótar notfæri sér slíkt greiðslufyrirkomulag til að svíkja fé út úr grandalausu fólki. Í Morgunblaðinu í dag er sögð saga konu sem hugðist kaupa sér bíl í gegnum uppboðsvefinn eBay. Í gegnum vefinn komst hún í sam- band við seljanda bíls sem óskaði eftir því að hún greiddi inn á hann með svokölluðu MoneyGram, sem er eins konar peningaskeyti. Sam- hliða samskiptum þeirra tveggja fékk konan tölvupósta frá „not- endaþjónustu“ eBay varðandi sölu bílsins. Eftir að þjónustufulltrúi í spari- sjóði varaði konuna við að notast við MoneyGram-peningasendingu í slíkum tilfellum kannaði konan mál- ið nánar. Við eftirgrennslan hennar kom í ljós að um svik var að ræða og netfangið sem „notendaþjónusta“ eBay sendi frá reyndist falsað. | 24 MoneyGram sendingar varasamar VEIÐAR á loðnu eru hafnar á ný og hófst frysting á loðnu í Vest- mannaeyjum þegar í nótt. Gert er ráð fyrir að allt að tuttugu skip verði að veiðum í dag. Sjávarútvegsráðuneytið afturkall- aði veiðibann á loðnu í gær eftir að Hafrannsóknastofnunin hafði end- urmælt loðnugönguna fyrir Suður- landi. Ljóst var að töluvert af loðnu hafði þá bætzt í gönguna og voru mæld um 470.000 tonn. Það þýðir að íslenzkum skipum verður heimilt að veiða 60.000 tonn til viðbótar þeim 40.000 tonnum sem þau höfðu áður veitt. Heildarkvótinn verður því 100.000 tonn. Það er reyndar minnsti kvóti í um 25 ár. Sjávar- útvegsráðherra segir að þetta séu mjög ánægjuleg tíðindi og veiti fólki til sjós og lands meiri vinnu en ella. Útvegsmenn munu nýta þennan litla kvóta til hins ýtrasta og gera sér eins mikinn mat úr honum og unnt er. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, telur að þessi viðbót geti skapað allt að þrjá millj- arða í útflutningsverðmæti. Lögð verður áherzla á frystingu og hrognatöku. | 14 Loðnuveiðar hafnar á ný ÞAÐ var mikið um dýrðir í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit í gær þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, komu í heimsókn í til- efni þess að skólinn fékk í fyrra Íslensku mennta- verðlaunin. Eftir samverustund í íþróttahúsinu fóru hjónin í kennslustofurnar og spjölluðu við börnin í góða stund. „Ég er með hælsæri,“ sagði strákur í einum bekknum og spurði hvort Dorrit vildi sjá. Kom öllum skemmtilega á óvart með hispursleysinu. Dorrit kíkti aðeins á og klæddi strák svo aftur í sokkinn. | 19 Ég er með hælsæri, viltu sjá? Forsetahjónin heimsóttu Hrafnagilsskóla í Eyjafirði Árvakur/Skapti Hallgrímsson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Á MORGUN verður Einar B. Páls- son, verkfræðingur og fyrrverandi prófessor, 96 ára. Á sama tíma og engu er þar skrökvað til, vill svo til að morgundagurinn er einungis tutt- ugasti og fjórði afmælisdagur Ein- ars. Nú er hlaupár og 29. febrúar rennur því upp á miðnætti í sam- ræmi við hið gregoríska tímatal. Einar er síður en svo einn um þenn- an afmælisdag, en skv. upplýsingum frá Þjóðskrá eiga 204 núlifandi Ís- lendingar þennan afmælisdag, fædd- ir á öllum hlaupárum frá 1912. Einar er þeirra elstur. „Ónormal“ að eiga ekki afmæli „Þetta var ákveðið vandamál frá fyrstu tíð fyrir móður mína, sem vildi auðvitað brúa það bil að sonur henn- ar ætti ekkert afmæli, þegar öll önn- ur börn áttu það. Það gerði hún 28. febrúar og hjálpaði mér að sættast við það að ég væri svona ónormal,“ segir Einar léttur í bragði, þar sem hann tekur á móti blaðamanni á heimili sínu, en það er einbýlishús sem hann byggði sjálfur fyrir um hálfri öld. „Í seinni tíð hef ég reynt að láta þetta bara gleymast,“ segir hann og hefur litla þörf fyrir um- stang sín vegna. Hann dregur þó ekki dul á að á sínum tíma hafi verið erfitt fyrir lítinn snáða að skilja hvers vegna jörðin sleppti stundum þessum eina snúningi, sem einmitt var afmælisdagurinn hans. Einar fer í göngutúra á hverjum degi og segir góða heilsu sína án efa tengjast hreyfingu og útiveru. Þá nýtur hann útsýnisins yfir hafið, að 24 ára á 96 ára afmælinu  204 Íslendingar fagna afmæli á hlaupársdegi á morgun, í fyrsta sinn síðan 2004  Þeirra elstur er Einar B. Pálsson Í HNOTSKURN »Einar var yfirverkfræðingurhjá Reykjavík og kom þar m.a. að lagningu Miklubrautar og upptöku hægri umferðar. »Sem drengur bjó hann íHöfða, en faðir hans var Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík. »Einar iðkaði lengi skíða-íþróttir, var formaður Skíða- sambands Íslands og tvisvar far- arstjóri á Ólympíuleikum. Árvakur/Árni Sæberg Við hestaheilsu Einar fer í göngu- ferð við Ægisíðu á hverjum degi. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.