Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Rangar tímasetningar MIG langar að vekja athygli á og lýsa óánægju minni með rangar tímasetningar á dagskrárliðum Sjónvarpsins. Þátturinn Laug- ardagslögin sem var á dagskrá sjón- varps laugardagskvöldið 23. febrúar var í Morgunblaðinu og fleiri miðlum auglýstur til endursýningar kl.10.50 á sunnudag. Þar sem ég er mikill aðdáandi og hafði ekki tök á að fylgj- ast með þættinum, ætlaði ég að sjá hann í endursýningunni á sunnudeg- inum. En þegar ég kveikti á sjón- varpinu var þátturinn löngu byrj- aður og búið að sýna 2 af 8 lögum sem kepptu til úrslita, sem er jú 1⁄4 laga. Þetta finnst mér að verði að passa upp á. En allavega er ég mjög ánægð með úrslitin og held að Frið- rik Ómar og Regína Ósk verði landi og þjóð til sóma enda frábærir lista- menn á ferð og segi bara til ham- ingju og áfram Ísland. Aðdáandi. Leikfélagið Snúður og snælda MAÐURINN minn gladdi mig yfir konudagshelgina og ég var svo heppin að fara á generalprufu hjá Snúði og Snældu á sýninguna ,,Flutningarnir“. Þar var Leikfélagið Hans og Gréta í Skálavík sem þurfti að flytja geymsluaðstöðu sína og minningarnar hrannast upp. Móðir mín leikur Sollu og Gvend smala og ég vil þakka öllum leikurunum fyrir og leikstjóranum Bjarna Ingv- arssyni fyrir að skrifa og leikstýra. Árangurinn sýndi sig sem varð til þess að ég fór á frumsýninguna líka. Við sem yngri erum megum taka fé- laga eldri borgara okkur til fyr- irmyndar, eljan, lífs- og leikgleðin smitar út frá sér. Ég hvet fólk til að fara á sýningu í Iðnó, einnig Hótel Örk á þriðjudögum. Þakka ykkur kærlega fyrir. Þorgerður Einarsdóttir. Össur er hress og kampakátur! ÖSSUR Skarphéðinsson sagði nú nýlega í viðtali að honum liði mjög vel í ríkisstjórninni og viknaði þegar hann talaði um hvað samstarfið þar væri gott, og allir góðir við sig. Ýmsir voru farnir að hafa áhyggj- ur af heilsufari og mikilli nætur- vinnu Össurar og var þá helst talað um skrif hans á bloggsíðum. Sam- flokksmenn hans hafa nú komið fram og vitnað um að allt sé í góðu lagi með Össur, „því þetta er bara Össur, hann er bara svona“ segja þeir. Það er hans heilbrigðisvottorð en er það nóg? Það minnir á að góði dátinn Svejk var með löggilt læknisvottorð sem dugði honum vel, þegar á reyndi. Guðmundur Hanskar töpuðust SÁ sem hefur fundið ljósdrapplitaða kvenhanska, en þeir eru bæði úr skinni og taui, er vinsamlegast beð- inn um að hringja í síma 552-2348. Sigurdís. Grænmetisbændur ER möguleiki á því að selja gulræt- ur í lausu en ekki í pokum sem er of mikið í mál. Ellilífeyrisþegi. Tillaga ÉG heyrði og sá pistil Einars Más í sjónvarpinu á dögunum. Hann talaði um þurrfóður gæludýra. Þá datt mér í hug að það væri hægt að nýta grásleppuna. Vinna úr henni mat- væli, t.d. hamborgara eða einhverjar kökur með edikbragði til manneldis. Mig hryllir við að grásleppunni sé kastað í sjóinn aftur þegar búið er að taka hrognin. Ég legg til að það verði sett upp verksmiðja fyrir vinnslu á grásleppunni og ef til vill fyrir fleiri fisktegundir. Verk- smiðjan yrði á Vestfjörðum, það má bæta alls kyns vítamínum í hráefnið, þannig þurfa útigangsmenn og kon- ur ekki að leita í ruslatunnum því hamborgararnir yrðu seldir á gjaf- verði, (kostnaðarverði). Ég hugsa líka til hungurs víða í Afríku. Börnin svelta. Með kveðju. Jórunn Gottskálksdóttir. ÞAÐ er mikið um að vera hjá þessum mönnum þar sem þeir ganga í hala- rófu með plötur. Líklega eru þeir á leiðinni að setja upp vinnuaðstöðu ein- hvers staðar til að halda áfram verkinu. Morgunblaðið/Valdís Thor Á Ingólfstorgi HLAÐBREKKA Í KÓPAVOGI FÆST TIL LEIGU KR: 107,000 PER MÁN 3 Herbergja íbúð á fyrstu hæð með sér inngangi og sér stæði Allar frekari upplýsingar gefur Ástþór Helgason - Gsm: 898 1005 M bl 9 77 49 4 Baldvin Ómar Magnússon Löggiltur fasteignasali Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KOMDU HINGAÐ NIÐUR SVO ÉG GETI KRAMIÐ ÞIG KOMDU HINGAÐ UPP, FÉLAGI ALLT Í LAGI HVAÐ KOM FYRIR ÞIG? EKKI SPYRJA ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ GETUR GEFIÐ MÉR... ÞÚ GETUR GEFIÐ MÉR ILMVATN AF HVERJU ERU TÓNLISTARMENN SVONA KALDHÆÐNIR ÉG HUGSA AÐ ÉG GEFI ÞÉR FREKAR BARA ROPVATN HVAÐ ERTU AÐ GERA? MÁLA MYND? JÁ ÞÚ ERT NÆSTUM JAFN GÓÐUR Í ÞESSU OG AÐ SPILA Á MUNNHÖRPU HVER SPURÐI ÞIG? EDDI, VIÐ ERUM TILBÚNIR AÐ PANTA... REYNDU AÐ LÁTA ÞJÓNINN TAKA EFTIR OKKUR ALLT Í LAGI! TEYGIÐ YKKUR UPP Í LOFT OG SÍÐAN ALVEG NIÐUR Í TÆR... TEYGIÐ YKKUR UPP Í LOFT OG SÍÐAN ALVEG NIÐUR Í TÆR... ...NIÐUR Á GANGSTÉTT TEYGIÐ YKKUR UPP Í LOFT OG SÍÐAN ALVEG... HVERNIG FANNST ÞÉR ÞESSI STAÐUR? ALVEG ÁGÆTUR ÞAÐ ER INNIFALINN MATUR, ÞÍN EIGIN ÍBÚÐ, RÚTUR SEM FARA MEÐ ÞIG ÞANGAÐ SEM ÞIG VANTAR AÐ FARA... ÉG HELD BARA AÐ ÉG EIGI EKKI MIKIÐ SAMEIGINLEGT MEÐ ÞESSU FÓLKI AF HVERJU SEGIR ÞÚ ÞAÐ? ÞAU ERU ÖLL SVO GÖMUL HVERJIR AÐRIR BÚA Í ÍBÚÐUM FYRIR ELDRI BORGARA ÞAÐ Á ENGINN EFTIR AÐ ÞEKKJA MIG SVONA DRÍFUM OKKUR ÞÁ ÚT AÐ SKOÐA BORGINA PARKER, ERTU AÐ HALDA FRAMHJÁ KONUNNI ÞINNI MEÐ ÞESSARI LJÓSKU? ÞÚ?!? JONAH JAMESON! VIÐ ERUM ÖLL VINIR HÉRNA... ÞÚ MÁTT KALLA MIG „HERRA JAMESON“ dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.