Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 47 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Sýnd kl. 6, 8 og 10:30 POWERSÝNING 10:30 Sýnd kl. 10 HANN HELDUR AÐ ÞAU SÉU STRANDAGLÓPAR.... EN HÚN VEIT BETUR. STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. HAMINGJAN FELST EKKI Í EFNISLEGUM GÆÐUM. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl eeeee „Gullfalleg, ljúfsár og heillandi.“ -B.B., 24 Stundir eeeee Frábær mynd. Hún er falleg, sár og fyndin. Allt gekk upp, leikur, leikmynd, saga, hljóð, mynd og allt sem þarf til að gera fína bíómynd. -S.M.E., Mannlíf eeee “Brúðguminn er skemmtileg mynd sem lætur áhorfendur hljæja og líða vel“ - G. H., FBL eeee Besta íslenska fíl-gúdd myndin fyrr og síðar “ - S.S. , X-ið FM 9.77 Sýnd kl. 8 og 10:10 -bara lúxus Sími 553 2075 Frá framleiðendum Devils Wears Prada Skemmtilegasta rómantíska gamanmynd ársins með Katherine Heigl úr Knocked up og Greys Anatomy í fantaformi. Missið ekki af þessari! There will be blood kl. 5:50 - 9 B.i. 16 ára Into the wild kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Atonement kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - H.J. , MBL eeeee „Myndin er verulega vel leikin og að öllu leyti frábær” - E.E., DV FRIÐÞÆING - Ó. H. T. , RÁS 2 eeee Kauptu bíómiða á netinu á www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 5:30 m/ísl. tali Stærsta kvikmyndahús landsins eeee - V.J.V. TOPP 5 LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! 45.000 MANNS! eee - S.V. MBL - V.I.J. 24 STUNDIR HINN þekkti altsaxófónleikari And- rew D’Angelo var nú í janúar stadd- ur undir stýri í New York þegar hann fékk flog og greindist í kjölfar- ið með heilaæxli. „ Það var orðið mjög stórt og var fjarlægt en ekki tókst að ná því öllu og það reyndist illkynja,“ segir Hilmar Jensson gít- arleikari og vinur Andrews. „Hann þarf því á áframhaldandi meðferð að halda en eins og svo margir Banda- ríkjamenn, sérstaklega í listageir- anum, er hann ekki með neinar sjúkratryggingar.“ Tónleikahald út um allt Vinir hans víðs vegar um heim eru því að halda styrktartónleika honum til aðstoðar. Tvennir hafa verið haldnir í New York, einir í Boston og enn fleiri í Noregi, Hollandi, Ítalíu og Belgíu. Nú á föstudaginn stendur Tilraunaeldhúsið fyrir einum slíkum á Organ og munu þau Kira Kira, Benni Hemm Hemm, Ólöf Arnalds, Nix Noltes, HOD tríó, Óskar Guð- jónsson & co. og Hilmar Jensson & co. koma fram en Hilmar hefur spil- að með Andrew D’Angelo og trommuleikaranum Jim Black í hinu víðförla tríói Tyft í mörg ár. „Hann er náttúrlega búinn að spila svo lengi og með svo mörgum að hann á mikið af vinum og aðdá- endum og við ætlum að halda tón- leika hérna og sýna stuðning í verki. Andrew hefur örugglega komið hingað fimmtán, tuttugu sinnum,“ segir Hilmar. Sama kvöld og Til- raunaeldhúsið kokkar á Organ telur annar vinveittur tilraunahópur inn í í Barcelona og greinilegt er að tón- listarheimurinn vill helst ekki án Andrews vera. Tónlist & tilraunir Andrew D’Angelo hefur getið sér góðan orðstír í tónlistarheiminum og ekki bara fyrir framúrskarandi saxófónleik heldur hefur hann samið tónlist fyrir stórsveitir, kammer- sveitir og strengi og blandar m.a. klassík og rafrænni tónlist saman í tónsmíðum sínum sem byggja á jazzi. Hann hefur tekið þátt í ýmis konar tilraunastarfsemi alls kyns listamanna. „Andrew er brjál- æðislega frjór náungi og það er mjög skemmtilegt að vinna með honum því það gerist alltaf eitthvað óvænt, hugarflugið er svo kvikt,“ segir Kira Kira og lofar hlýlegri stemningu og skemmtilegum gestgjöfum á morg- un og bætir við að flestir listamenn- irnir muni koma fram með öðruvísi hætti en venjulega. Eldað fyrir Andrew Listamannahark Andrew D’Angelo er einn fjölmargra bandarískra lista- manna sem ekki hafa efni á góðum sjúkratryggingum. Styrktartónleikar Tilraunaeldhússins á Organ á morgun Í HNOTSKURN »Andrew D’Angelo ólst upp íSeattle áður en hann fluttist til djassborgarinnar New York þar sem hann stofnaði hljóm- sveitina Human Feel með Chris Speed og Kurt Rosenwinkel í gróskunni í kringum The Knitt- ing Factory. » Human Feel var ein aðal-útungunarvél þeirrar nýju djassstefnu sem var að fæðast um 1990 og er Andrew talinn einn af lykilmönnum djasssen- unnar í Bandaríkjunum. VIÐ erum komin aftur í dansspor unga fólksins í Maryland-listaskól- anum, sem sló hressilega í gegn fyrir einum tveimur, þremur árum í Step Up. Driffjöðrin í þetta skiptið er An- die (Evigan), sæt, fim og mun- aðarlaus stúlka sem fer fyrir hópi dansara sem setur upp sýningar í Baltimore-borg. Krakkarnir, sem flestir koma úr niðurníddum hverfum og heimilum, finna útrás í tónlist og dansmennt og setja upp keppni sem myndin snýst um að miklu leyti. Andie er rekin úr hópnum, sem verður henni hvatning til að byrja upp á nýtt og gera enn betur. Hún kynnist dansaranum Chase (Hoff- man), það er fátt sem þau geta ekki afrekað saman á dansgólfinu. Það býr firnamikill og hrífandi frumkraftur í ótrúlega færum dönsurunum og eng- in nauð að hafa ánægju af snilli þeirra í breikdönsum, salsa og poppballett- sýningum þar sem fáir standast þeim Andie, Chase og einkum og sér í lagi Adam G. Sevani snúning. Kóreógrafí- an og tónlistin er vönduð, að öðru leyti er Step Up 2 the Streets klisju- kennd og bjánalega skrifuð fram úr erminni. Í hópnum á að ríkja hugljúf samkennd þar sem litarháttur og efnahagur nemendanna er auka- atriði. Slíkir útópíu-draumar ættu ekki að skemma svo mjög ánægjuna fyrir þeim ungu áhorfendum sem myndin er ætluð. Klisja Vandað til í tónlist og dansi en handrit illa skrifað og klisjukennt. Dansað með tilþrifum KVIKMYND Sambíóin Leikstjóri: Jon M. Chu. Aðalleikarar: Briana Evigan, Robert Hoffman, Adam G. Sevani, Cassie Ventura. 98 mín. Banda- ríkin 2008. Step Up 2 the Streets bbmnn Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.