Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 51 VATNSMÝRI 102 REYKJAVÍK NIÐURSTÖÐUR ÚR HUGMYNDA- SAMKEPPNI UM VATNSMÝRI SÝNINGIN ER SÝND ÁFRAM 29. FEBRÚAR– 30. MARS Á HÁSKÓLATORGI HÁSKÓLA ÍSLANDS AÐGANGUR ÓKEYPIS OPIÐ 10:00 – 20:00 VIRKA DAGA OG 10:00 – 18:00 UM HELGAR INÚÍTAR kölluðu föðurlandið „Land manneskjanna“, trúðu á það og treystu, báru fyrir því ómælda virðingu og umgengust kjör þess og kosti af nægjusemi og fyrirhyggju. Peter Freuchen lýsti eiginleikum frumbyggjanna af væntumþykju og skilningi á veiðimannaþjóðfélaginu og landinu, í eindæma skemmti- legum og vel skrifuðum bókum sem komu út um og eftir miðja, síðustu öld. Sjálfsagt kunni hann á krítina en myndin sem hann dró upp er ógleymanleg. Mannaland, eftir danska heimild- armyndagerðarmanninn Wivel er mistæk, það glittir víða í eftirsjána hjá rosknum Grænlendingum sem rámar í gamla þjóðfélagið sem lifði á landsins gæðum. Það eru sterkir og forvitnilegir kaflar, eins þeir sem fjalla um dep- urð frumbyggjanna í þéttbýlinu þar sem þeim er holað niður í óvandaða og ómanneskjulega steinkumbalda þar sem hvorki sést til fjalla né hafs og er hróflað upp á einu, stuttu heimskautasumri. Æskan fær útrás í þroskaðri og athyglisverðri tónlist; rokki, poppi, rappi, sem gefur ómetanlega innsýn í viðhorf unga fólksins í dag til for- eldra sinna, kynslóðarinnar sem var rutt á mölina og leitaði ásjár í fíkni- efnum og áfengi. Því miður eyðir Wivel of löngum tímum á þingi og á pólitískum sam- kundum þar sem menn tala fjálglega um sjálfstæði og frelsi, gamalkunn- ugt froðusnakk manna sem eru lunknir í upphrópunum – eins og gjammandi hundar inni í lokuðum bíl. Reyndar kveður við annan tón í einum ræðumanna en hann er fær- eyskur þingmaður sem lætur allt og alla fá það óþvegið og mælir manna heilastur. Veiðimannaþjóð í vanda KVIKMYND Tjarnarbíó – Fjalakötturinn Heimildarmynd. Leikstjóri: Anne Regitze Wivel. M.a. koma fram Jonathan Motz- feldt, Ngu, Arkaluk Lynge, Johan Lund Ol- sen o.fl. 81 mín. Danmörk. 2006. Mannaland – myndin mín um Grænland – Menneskenes land – min film om Grønland bbbmn Sæbjörn Valdimarsson Mannaland Ungir Grænlendingar í heimildarmyndinni. Gagnrýnanda þykir myndin mistæk og glytta víða í eft- irsjána hjá „rosknum Grænlendingum sem rámar í gamla þjóðfélagið sem lifði á landsins gæðum“. BANDARÍSKI leikarinn Paul Dano kemur til með að leika í kvikmynd- inni Gigantic áður en hann leikur fyrir Dag Kára Pétursson í The Good Heart. Dano er rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum vestanhafs, sást síðast við hlið Óskars- verðlaunahafans Daniel Day-Lewis í kvikmyndinni There Will Be Blood sem sýnd er um þessar mundir í ís- lenskum kvikmyndahúsum. Gigantic er rómantísk gamanymd og fyrsta kvikmynd leikstjórans Matts Aselton í fullri lengd. Í henni segir af dýnusölumanni og ungri stúlku sem lítur inn í dýnuverslun sem hann starfar í. Stúlkuna leikur annað ungstirni, Zooey Deschanel. Frekari skil á söguþræði er ekki að finna á netinu. Dano vakti fyrst at- hygli fyrir hlutverk sitt í kvikmynd- inni Little Miss Sunshine, fór þar með hlutverk þunglynds tánings. Tökur á The Good Heart eiga að hefjast í New York í apríl og á Ís- landi í sumar en Dano leikur ungan, heimilislausan mann í henni. Brian Cox mun leika í mynd Dags Kára en þeir Dano hafa áður leikið saman, í myndinni L.I.E. Dano leikur í Gigantic Paul Dano Zooey Deschanel Leikhópurinn Op- ið út óskar eftir því að fá sögur af mæðrum sendar til sín. Leikhóp- urinn er þessa dagana að semja leikrit byggt á sögum kvenna um það „að eiga mömmu og vera mamma“, eins og segir í tilkynningu frá leikhópnum. Verkið heitir Mammamamma og verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu 11. apríl næstkomandi. „Hvað er mamma? Við eigum hana öll. Hvað gerir mamma? Hvað gerir þú við hana?“ spyr hópurinn og segist ætla að bjóða í uppgötvunarferðalag „inn í mömmuheiminn“ og tefla saman tónlist, dansi, myndlist og leiklist. Áhugasamir eru beðnir um að senda sínar mömmusögur á netfangið saga@mammamamma.net. Leikhópinn skipa þær Charlotte Böving, María Ellingsen, Þórey Sigþórs- dóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir sem sjást á meðfylgjandi mynd. Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir hanna útlit sýningarinnar og Ólöf Arnalds frumsemur tónlist. Opið út Þórey, María, Birgitta, Charlotte og Magnea. Mömmusögur óskast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.