Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Friðþjófur Þor-kelsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti miðviku- daginn 20. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorkell Einarsson húsasmíðameistari, f. 26.12. 1910, d. 11.6.2003 og Alfa Regína Ásgeirs- dóttir húsmóðir, f. 08.07. 1911, d. 17.10. 1965. Systk- ini Friðþjófs eru Sigurlaug, f. 19.11. 1933, Einar, f. 14.9. 1937, Ásgeir Halldór, f. 14.9. 1937, d. 6.4. 1957, Þorkell Alfreð, f. 16.12. 1935, d. 2.2. 1963, Svanhildur, f. 14.3. 1943 og Brynhildur, f. 9.12. 1946. mörku. Kenndi hann á nám- skeiðum þar og sat í dómnefnd- um. Þá átti hann þátt í stofnun alþjóðlegra samtaka eigenda og aðdáenda íslenska hestsins; FEIF. Samtökin gáfu út plaköt með myndum Friðþjófs og veittu hon- um sérstaka heiðursviðurkenn- ingu. Upp úr 1970 tók hann gæð- ingadómarapróf, sá um kennslu á námskeiðum og framkvæmd prófa og var yfirdómari á stærri mótum. Þá tók hann þátt í að skapa keppnisgreinina gæð- ingaskeið. Þrjár bækur um liti ís- lenska hestsins með myndum Friðþjófs komu út og skömmu fyrir andlát sitt færði hann Sögu- safni íslenska hestsins myndasafn sitt til varðveislu. Friðþjófur sat í ritnefnd Hests- ins okkar um árabil. Hann hlaut gullmerki Landsambands hesta- mannafélaga fyrir framlag sitt að félagsmálum hestamanna. Útför Friðþjófs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Eiginkona Frið- þjófs er Louise Anna Schilt. Hugur Friðþjófs stefndi snemma að hrossum og má segja að líf hans hafi alla tíð snúist meira og minna um hesta. Hann nam trésmíði og starfaði við þá iðju allan sinn starfs- aldur. En það voru hestarnir sem áttu hug hans allan. Hann stóð fyrir stofnun unglingadeildar innan Fáks og varð fyrsti formaður Íþróttadeild- ar Fáks og í framhaldinu fyrsti formaður Íþróttaráðs Landsam- bands hestamannafélaga. Frið- þjófur átti í góðu samstarfi við er- lenda aðila varðandi kynbótadóma, sérstaklega í Dan- Eins og skínandi ljós, eins og ljúfasta rós er Guðs lífsorð á braut vorri hér. Hver fær útmálað slíkt, hversu unaðarríkt hann að elska og tilbiðja er? (Sveinbjörn Sveinsson.) Mér er ljúft að minnast Friðþjófs bróður míns sem lést 20. febrúar sl. Friðþjófur var elstur af okkur sjö systkinum en tveir bræður eru látn- ir, Ásgeir Halldór lést 1957 og Þor- kell Alfreð 1963. Ég er næstelst og erum við Fiffi búin að eiga langa samfylgd. Hann tók fljótt forystuna í systk- inahópnum og sýndi mikla ábyrgð og bar ég mikið traust til hans og leit á hann sem verndara minn. Við áttum heima fyrir innan Elliðaárn- ar eða að Krossamýrarbletti 14 eins og það hét þá. Þar var oft mikill gestagangur og ef við vorum ein heima er gest bar að garði var Fiffi ekki lengi að slá í lummur, þá að- eins um 10 ára aldurinn. Hann var alla tíð gestrisinn. Faðir okkar sem var húsasmíðameistari var einnig með búskap, hesta og kindur og fleiri dýr. Friðþjófur var ekki gam- all þegar hann fór að hjálpa til með dýrin. Innan við fermingu fékk hann áhuga á hestum, fékk hest og hnakk í fermingargjöf frá foreldr- um okkar og beisli frá góðum frænda. Fiffi hafði sérstakt dálæti á blómum og var ekki gamall er hann hjálpaði móður okkur að útbúa blómagarð við heimili okkar. Þau voru einnig samhent, Fiffi og Loe- kie, að gera fallegan garð við heim- ili sitt að Bugðutanga, sem var svo valinn verðlaunagarður Mosfells- bæjar fyrir nokkrum árum. Friðþjófur átti ekki börn en hann var mjög barngóður og fengu frændsystkinin að njóta þess. Eins var hann gjafmildur og frændræk- inn, sérstaklega við þá sem voru einir og minnimáttar. Fiffi veiktist fyrir um það bil 5 árum og var aðdáunarvert hvernig hann tókst á við veikindin og hélt sínu striki meðan kraftar leyfðu. Hann notaði tímann og gaf út bók- ina „Litir íslenska hestsins“. Eftir að hann fótbrotnaði síðastliðið vor komst hann ekki meira á hestbak og var það honum erfitt en tók því af æðruleysi eins og honum var svo lagið og fann sér ný verkefni. Blessuð sé minning Friðþjófs og hann hvíli í friði. Í þakklæti, Sigurlaug Þorkelsdóttir. Þá er farinn, hann stóri bróðir, sem hefur verið mér svo kær, hjálp- semi og hlýja einkenndu hann. Eft- ir sex ára glímu við krabbann hélt hann til handanheima saddur líf- daga. Ég hef átt hálfrar aldar samleið með Fiffa í hestamennsku með stuttum hléum og hefur það verið yndislegur tími. Ég byrjaði mína hestamennsku á lánshesti frá Fiffa og voru þeir nokkrir sem hann lánaði mér í gegnum tíðina. Það var mikil til- hlökkun alltaf að ríða úr Krossmýr- inni á hvítasunnumótin við Elliða- árnar með Fiffa í broddi fylkingar á Fálka sínum og horfa síðan á þá í gæðingakeppninni. Fiffi kenndi mér mikið í reið- mennskunni og var hann ólatur að dröslast með okkur Gauju vinkonu með sér og aðstoða okkur á ýmsa lund, meira að segja leyfði hann okkur að ríða með sér rétt tvítugum dömunum norður á Hóla ásamt fleirum á landsmót og var það ógleymanleg ferð fyrir okkur. Við áttum saman marga góða út- reiðartúrana sem og lengri ferða- lög. Okkar síðasta ferð var á Löngufjörur ásamt fleirum og þótt veikindin væru farin setja mark sitt á stóra bróður naut hann þess inni- lega að vera loksins kominn á þenn- an sælureit eftir nokkrar hálfmis- heppnaðar tilraunir. Friðþjófur var ákaflega fé- lagslyndur maður, lífsnautnamaður fram í fingurgóma þar sem hóf- semdin réð þó alltaf ferðinni. Þá var hann ákaflega traustur og alltaf gátu samferðamenn hans vitað að það stæði eins og stafur á bók sem Friðþjófur hefði sagt. Það var alltaf eitthvað að gerast í kringum Fiffa í hestamennskunni alla tíð. Útreiðartúrum um helgar fylgdi alltaf eitthvert prógramm og svo voru teboðin í testofunni að Þokkabakka 6 víðfræg. Hjá Fiffa var höfuðatriði að stemming væri til staðar þegar fólk kæmi saman en þótt vissulega hafi það komið fyrir að ofurskipulagning Friðþjófs hafi borið stemminguna ofurliði þá stóðu fáir ef nokkrir honum á sporði í að tryggja réttu stemm- inguna. Fyrir rúmum tuttugu árum þótti Fiffa félagslífið í hesthúsa- hverfinu að Varmárbökkum full dauflegt og varð þá til hjá honum hugmyndin um hina margrómuðu Leirugleði þar sem mynduð voru ein fjögur eða fimm lið sem öttu kappi í æsilegum kappreiðum á Leirunum og Friðþjófur með gjall- arhornið við stjórnvölinn. Þetta urðu ómissandi uppákomur í mörg ár. Á fallegu vorkvöldi í maí síðast- liðnum fór hann svo í sinn síðasta útreiðatúr sem varð nú styttri en til stóð en þá lét ungfolinn sem hann var nýbúinn að taka við ekki að stjórn og endaði það með fótbroti sem hann jafnaði sig ekki á. Hefur það eflaust ráðið miklu um fram- gang sjúkdómsins og varð honum mjög erfitt að þurfa að skilja við hestana sína svo snögglega og senda þá frá sér en hann gat þó kvatt hann Fasa sinn í haust og eiga þeir eflaust sína endurfundi á nýjum stað. Það verður tómlegt í hestahverf- inu núna en ég mun halda áfram að veifa til hans, í huganum. Hvíl þú í friði, elsku bróðir. Brynhildur. Hann kom í hlaðið á hvítum hesti. Fallinn er góður vinur minn og fjölskyldu minnar. Friðþjófur ólst upp í Krossamýri á Ártúnshöfða þar sem í æsku hans voru grösug tún og blómleg engi, sem gáfu fólki þar ómældan arð í hamingju og lífs- gleði. Faðir Friðþjófs, Þorkell, var um- svifamikill húsasmíðameistari. Hann var jafnframt mikill áhuga- maður um hestamennsku og var lengi einn af styrkum félögum hestamannafélagsins Fáks. Frið- þjófur lærði til smiðs og hafði af- komu sína af smiðsstarfi alla starfs- ævi sína. Hann kom víða við á þeim vettvangi og sinnti verkefnum bæði utanhúss og innan. Hann var orð- lagður fyrir hæfni og vandvirkni og margir vinir hans eiga honum þökk að gjalda fyrir góð handtök og hug- kvæmni. Foreldrar Friðþjófs ráku sjálfsþurftarbúskap í Krossa- mýrinni. Þar kynntist Friðþjófur hestum á æskuárum sínum og áhugi hans og samskipti við hross entist honum til efsta dags. Hann kom ungur að félagsstarfi í hesta- mannfélaginu Fáki og vakti athygli er hann reið hvítum glæsihesti, Fálka, í hlað hjá Fáksmönnum og vann á honum verðlaun í gæðinga- keppni. Á þeim árum var áseta fjölda reiðmanna í engu samræmi við það sem góðri reiðmennsku sæmir. Allt of margir sátu aftur- hallandi hoknir í baki með fram- stæða fætur. Friðþjófur sem var hár í hnakki sat Fálka sinn þráð- beinn í baki og með fætur vísandi niður. Hann sat sinn hvíta hest eins og reiðsnillingar spænska reiðskól- ans í Vín gera. Áseta Friðþjófs og samskipti við hest sinn hafði fljótt góð áhrif og hvatti til eftirbreytni. Friðþjófur varð á næstu árum mik- ill áhrifamaður um þróun reið- mennsku. Hann veitti forystu íþróttadeild innan Fáks og ung- lingastarfi. Hann varð einnig mjög virkur í félagi tamningamanna. Síð- ar gerðist Friðþjófur félagi í Herði í Mosfellssveit eftir að hann fluttist búferlum þangað, stundaði þaðan hestamennsku sína og vann áfram að málefnum hestamanna. Friðþjóf- ur var vakinn og sofinn um málefni íslenska hestsins. Hann kynnti sér eðli hans og eiginleika af vísinda- legri nákvæmni. Hann lagði mikla vinnu í að kynna sér litaafbrigð hesta og náði að fullgera efni þar um til útgáfu bókar í harðri keppni við þann banvæna sjúkdóm sem sótti að honum. Á seinni hluta ævi sinnar naut Friðþjófur margvís- legra viðurkenninga fyrir störf sín í þágu íslenska hestsins og hestaeig- enda, bæði hér á landi og með Evr- ópuþjóðum. Hann átti víða vini og var einstaklega ræktarsamur við vini sína. Landssamband hesta- mannafélaga heiðraði hann með æðsta heiðursmerki sínu. Samband eigenda íslenskra hesta í Evrópu heiðraði hann einnig. Friðþjófur hefur nú riðið sínum hvíta fáki um Gjallarbrú. Margir munu sakna sárt, en gott er að hafa átt hann að vini. Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrv. formaður Fáks. Nú er Fiffi farinn í þann reiðtúr sem hvorki hófst né endar í testof- unni við Þokkabakka, heldur fer hann utar og ofar en bæði flugvall- arhringurinn og fjaran ná. Kynni okkar byrjuðu svo sem ekkert höndulega; ég ungur og kjaftfor reyndi að finna höggstað í fari hans og varð mér til háborinnar skammar. En sem betur fer var Fiffi mér miklu fremri; hann kunni kurteisi og var svo mikill heiðurs- maður að erfa ekki við mig dóna- skapinn, heldur tókust með okkur kynni sem gerðu ekki annað en bæta góðu við sig meðan þau máttu. Fiffi var sérstakur maður að mörgu leyti. Í vangaveltum um hitt og þetta átti hann oft í þrotlausum rökræðum við sjálfan sig, sem hann deildi stundum með okkur testofu- félögum sínum. Ég held að hann hafi fátt gert án fyrirhyggju, en niðurstöður hans urðu oftar en ekki óhagganlegar. – Var hann þá sérvitur? „Já, með afbrigðum!“ – Og ráðríkur? „Já, biddu fyrir þér!“ – Af hverju varstu þá vinur hans? Fyrir það fyrsta var Fiffi stál- heiðarlegur. Og hann var hafsjór af fróðleik um hesta og hesta- mennsku. En mestu réð sú um- hyggja sem ég sá í umgengni hans við hestana mína og fölskvalaus gleði hans, þegar gamansemin gekk um testofuna eða kom yfir okkur í áningu. Að þessu leytinu var Fiffi einstakur félagi. Hann hafði svo gaman af því að hafa gaman. Og svo mátti margt af honum læra, ef maður á annað borð vildi. Hitt lét ég einfaldlega eiga sig. Þegar Fiffi vann að síðustu ljós- myndabók sinni um liti íslenzka hestsins fékk ég að leggja honum lið í litlum mæli. Þá kynntist ég því hversu kröfuharður hann gat verið við sjálfan sig og eljumaður í að ná þeim árangri sem hann stefndi að. Þá var ekki gefinn neinn afsláttur. Ég trúi að á himnum séu leirur og löngufjörur sem endast Fiffa til eilífðarreiðtúrsins. Þar heyri ég hann hlæja svo það fer ekkert á milli mála, hver þar er á ferð. Þang- að ríð ég, þegar þar að kemur. Hún Gústa mín biður fyrir kveðju með þökk fyrir alla þá hlýju og vin- semd, sem Fiffi sýndi henni. Blessuð sé minning Friðþjófs Þorkelssonar. Freysteinn Jóhannsson. Góður vinur er genginn á braut. Eftir standa minningabrot frá liðn- um tíma. Sameiginlegur áhugi á hestamennskunni leiddi til traustr- ar vináttu. Nýir straumar og framþróun fleyttu hestamennsku síðustu áratuga langt fram. Friðþjófur Þorkelsson var í hópi þeirra hestamanna sem lögðu metn- að í að ryðja brautina. Áseta breytt- ist, fas og fegurð í reið varð með öðrum hætti, og ekki síst komu nýj- ar áherslur í reiðmennsku og rækt- un. Hann var óþreytandi við að gera hestamennskuna að íþrótt, sem seinna féll að markmiðum íþróttahreyfingarinnar og þar með þeim ávinningum að hestaíþróttir urðu viðurkennd keppnisgrein inn- an ÍSÍ. Takmarkinu var náð. Evr- ópumótin voru þá orðin staðreynd. En það vantaði fjölbreytni í keppn- isíþróttum. Félag tamningamanna studdi hann vel. Hann var frum- kvöðull og óþreytandi vann hann nýjum keppnisgreinum fylgi. Hæst ber gæðingaskeiðið sem kom beint úr smiðju hans. Á margan hátt eru bæði áhrif hans og fingraför á keppnisgreinum gæðingakeppni og hestaíþrótta. Standa íslenskir knap- ar og áhorfendur hestamótanna standa í mikilli þakkarskuld við frumherjann sem lagði grunninn að mörgu sem sjálfsagt og eðlilegt þykir í dag. Ef hann fékk hugmynd fylgdi hann henni eftir. Hann leitaði ráða meðal reyndra knapa til að leita fylgis, og var þá með útfærsl- urnar á hreinu ef hugmyndir hans áttu fylgi viðmælenda. Nú eru haldin Íslandsmót, heims- meistaramót og landsmót. Þær kynslóðir sem nú keppa eftir þeim reglum sem í heiðri eru hafðar, muna e.t.v. ekki frumkvöðul þeirra keppnisgreina sem keppt er í og óvíst að nafn Friðþjófs muni alltaf bera á góma, en gamlir samherjar muna vin sem er genginn og þátt hans í þeim. Ljósmyndir Friðþjófs af hestum til að sýna og skýra hestaliti eru einstakar. Bækur hans bera góðum höfundi vitni og sýna mikinn metnað og óbilandi full- komnunaráráttu. Hann var næmur á fólk og atvik. Hann var góður ráð- gjafi á ýmsum sviðum. Samstarf hans innan FEIF og sambönd hans þar voru Íslandi í vil. Þótti okkur vænt um að heyra að FEIF skyldi veita honum heiðursviðurkenningu. Hann fékk gullmerki Landssam- bands hestamannafélaga, í þágu samtakanna við Hestinn okkar og margvísleg málefni s.s. gæðinga- dóma og ýmis félagsstörf. Leirugleðin var hugmynd Frið- þjófs. Ekkert hestamannfélag nema Hörður keppti í svona leik á hest- um. Þetta allt styrkti tengslin í hesthúsahverfinu. Sambýlið í Mos- fellsbænum er okkur í minningunni yndislegur tími góðra granna og að Friðþjófi gengnum tekur við sökn- uður sem aðeins hlýjar minningar ná að fylla upp í. Kynni okkar Frið- þjófs og fjölskyldu okkar hafa varað lengi sem ómetanleg og óendanleg vinátta. Fórum við margar ógleym- anlegar ferðir saman, á hestum með góðum vinum í Háhesti, fé- lagskap fleiri góðra vina. Við hjón höfum verið álengdar fjær í veik- indum vinar. En stutt samtöl í síma hafa fært gleði á báða bóga. Hlátur og upprifjun atvika hafa fyllt upp söknuð þegar síst skyldi. Ég veit að vinir Friðþjófs nær og fjær sakna hans í minningunni. En hugsunin um nýja Leirugleði þegar tíminn fullkomnast, vekur tilhlökk- un um að hann mæti með alla hest- ana af beitilöndum eilífðarinnar til að endurtaka það sem veitti okkur gleði meðan við nutum hesta- Friðþjófur Þorkelsson Friðþjófur Þorkelsson á góðri stund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.