Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
6
K
ristin trú hefur sínar frum-
forsendur, sem hún byggist á.
Hún er í grunni tiltrú til,
traust á orðum og persónu Jesú
Krists.
Hann vekur það traust á sér, að maður vill
þiggja það að fylgja honum og lofa honum að
hjálpa sér til þess að sjá lífið og tilveruna í
ljósi hans.
Sjá sjálfan sig í ljósi hans. Sjá alla menn
með augum hans.
Sjá sjálfan Guð í svip og framkomu hans.
Sjá allt sköpunarverkið með undrum þess
og dásemdum, gátum þess og skuggum, í
sama ljósi.
Fyrst og fremst það undursamlega, dul-
arfulla sköpunarverk, sem við erum sjálf
hvert um sig.
Trúin á Krist, traustið til hans, svarar ekki
öllu, leysir ekki allar gátur. Ekki að sinni.
Vitaskuld ekki. Við erum blátt áfram of lít-
il börn, of miklir óvitar í þessu lífi til þess að
geta lesið, skilið og ráðið í þær margslungnu
rúnir, sem alheimsundrið býr yfir.
En við höfum hvert um sig beinan aðgang
að einu stórkostlegu undri. Berum meira að
segja persónulega ábyrgð á því, sem þar er
og gerist.
Þetta undur er við sjálf.
Ég með mig, þú með þig.
Og hvað sem líður hinum mörgu spurn-
ingum og úrlausnarefnum, sem vísindin
glíma við og ber að leita að lausnum á og
svörum við, þá verður það undur, sem er þú
eða ég, aldrei afhjúpað á neinni vísindalegri
rannsóknarstofu eða tilraunastöð.
Ég fæ ekki séð, að svo nefnd heilbrigð
skynsemi eða vísindalegt raunsæi geti vé-
fengt eða afsannað þessa staðhæfingu.
Öll undur þess veruleiks, sem við skynjum,
vitna um Guð. Undur lífsins sker sig úr þar á
meðal.
En vitund um Guð er ekki hvarvetna, þar
sem líf er. Sú lifandi náttúra, sem við menn
þekkjum, nýtur skapara síns án þess að hafa
vitund um hann.
Það gerum við líka, mennirnir. Við njótum
skaparans, þó að við hugsum ekki til hans.
Við höfum ekki heldur vakandi vitund um
okkur sjálf nema við vekjum okkur til sjálfs-
vitundar. Og það getum við.
Það er mennskur hæfileiki.
Og við getum hugsað til Guðs og vakið
okkur til vitundar um hann.
Það er mesta undrið, sem við geymum með
okkur, að við getum fengið vitund um Guð.
Hugboð um hann dylst í hverjum
mennskum barmi.
Trú er að vilja vekja sig til vakandi vit-
undar um hann og leggja rækt við þá vitund
og glæða hana.
Getur það dulist hugsandi mönnum, að hér
er um mál að ræða, sem enginn getur virt að
vettugi?
HUGVEKJA
Sigurbjörn
Einarsson
Leit og svör
En vitund um Guð er ekki
hvarvetna, þar sem líf er. Sú
lifandi náttúra, sem við menn þekkjum,
nýtur skapara síns án þess að hafa
vitund um hann.
»
LANDINN er svo sannarlega á faraldsfæti yfir
páskahátíðina. Margir hafa séð þann kostinn vænstan
eftir nokkuð harðan vetur að verja páskunum á er-
lendri grundu þar sem sólin vermir vanga af meiri
festu en á Fróni.
En það er ekki bara í útlöndunum sem sólin skín.
Veðrið lék við skíðafólk í Bláfjöllum á föstudaginn
langa og var fjöldi manns saman kominn til að njóta
blíðunnar enda skíðafæri ágætt. Eins og þeir vita sem
reynt hafa er fátt betra en að gæða sér á nesti og kakó-
bolla á milli ferða niður brekkurnar. Sama stemning
var á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri þar sem
fjölmenni var.
Í dag, páskadag, er útlit fyrir hæga suðlæga eða
breytilega átt og él verða um landið sunnanvert en
annars úrkomulítið. Hiti verður 0 til 6 stig að deginum
sunnan og vestan til en annars um frostmark. Á morg-
un þegar margir halda heim á leið er reiknað með að
það kólni á landinu með norðaustanátt, 8-13 metrum á
sekúndu, og dálítil él verða.
Upp um fjöll
og firnindi yfir
páskahátíðina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á skíðum Mikil fjölskyldustemning var á Ármannssvæðinu í Bláfjöllum á föstudaginn langa.
mannskap að undanförnu, en fyrir-
tækið er aðalverktaki við byggingu
tónlistarhúss í miðborg Reykjavík-
ur. Eyjólfur Guðmundsson, sölu- og
markaðsstjóri hjá ÍAV, segir að fyr-
irtækið sjái fram á aukna veltu á
þessu ári. „Það er hins vegar eitt-
hvað að hægja á umsvifum í bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis. Við erum að
fara seinna af stað með verkefni á
þeim markaði. Það er samt hreyfing
á markaðinum, en það er rólegra,“
sagði Eyjólfur.
Byggingarfyrirtækin tapa
á gengisbreytingum
Loftur Árnason, framkvæmda-
stjóri Ístaks, sagðist aðeins finna
fyrir því að menn væru farnir að
fresta nýjum verkum. Verkefna-
staða fyrirtækisins væri hins vegar
góð þessa stundina og útlitið ágætt.
Ístak hefur ekki verið mikið í íbúða-
byggingum, en meira unnið fyrir op-
inbera aðila og stærri fyrirtæki.
Fjárfestingar opinberra aðila væru
talsvert miklar í ár. Hann sagðist
hins vegar reikna með að staðan í
fjármálalífi landsmanna hefði áhrif
hjá Ístaki ef staðan batnaði ekki.
„Þessar gengisbreytingar koma
verulega illa við okkur því þetta hef-
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„EF þú spyrð um framtíðina þá er
maður bara eitt spurningarmerki. Ef
bankarnir verða áfram lokaðir fram
eftir þessu ári þá byrjum við ekki á
þeim verkefnum sem við höfum und-
irbúið, a.m.k. ekki á þeim tíma sem
við höfum planað.“ Þetta segir
Bjarni Þór Einarsson, fjármálastjóri
hjá byggingarfyrirtækinu Sveinbirni
Sigurðssyni, um stöðuna á bygging-
armarkaðinum.
Almennt er verkefnastaðan hjá
byggingarverktökum sem Morgun-
blaðið ræddi við góð, en óvissa er um
framtíðina ef lausafjárstaða bank-
anna lagast ekki og gengislækkun
krónunnar gengur ekki til baka.
Sveinbjörn Sigurðsson hefur mest
verið í útboðsverkum, en minna í
byggingu á íbúðarhúsnæði. Bjarni
sagði að verkefnisstaða fyrirtækis-
ins væri góð og ekki stæði til að
fækka starfsfólki. Framtíðarverk-
efni réðust mikið af stöðunni hjá
bönkunum, sem væru lokaðir í dag.
Fá fyrirtæki gætu farið út í stór-
verkefni í dag nema að fá lánafyr-
irgreiðslu hjá bönkunum.
ÍAV hf. hefur verið að bæta við sig
ur í för með sér verulegar hækkanir
og kostnaðarauka á þá samninga
sem eru í gangi. Þetta hefur því
slæm áhrif á byggingarmarkaðinn
allan. Það má segja að þetta sé meiri-
háttar áfall ef gengið helst í þessum
hæðum,“ sagði Loftur. Hann sagði
að fyrirtækið yrði að taka á sig tap
þar sem það gæti ekki velt kostn-
aðarhækkunum yfir á kaupanda
þegar búið væri að ganga frá bind-
andi samningum.
Óskar Jónsson, framkvæmda-
stjóri hjá SG-húsum hf. á Selfossi,
sagði að það væri mikið að gera hjá
fyrirtækinu, en viðurkenndi um leið
að það væri ekki eins mikið og á
sama tíma í fyrra. Þá hefði eftir-
spurnin verið slík að afgreiðslufrest-
ur einingaverksmiðjunnar hefði ver-
ið kominn upp í 12 mánuði sem væri
óeðlilega langur tími.
Óskar sagðist ekki hafa orðið var
við að fólk væri að hætta við hús-
byggingar. Hann sagði að þó að
bankarnir væru mjög tregir að lána
væri Íbúðalánasjóður opinn og flest-
ir viðskiptavinir sínir fengju lán þar.
Páll Daníel Sigurðsson, forstöðu-
maður framkvæmdasviðs Eyktar
hf., sagði að verkefnisstaða fyrirtæk-
isins væri góð og það hefði ekki
áform um að fækka starfsfólki.
„Hlutirnir gerast hins vegar hratt
þessa dagana. Við erum markvisst
að vinna í því að bæta okkar verkefn-
isstöðu þannig að við náum að halda
sjó.“
Páll sagði að Eykt væri ekki með
stór verkefni í íbúðabyggingum
þessa stundina. Fyrirtækið væri að
vísu að byrja á tveimur blokkum við
höfnina í Hafnarfirði og myndi ljúka
því. Hann sagði að þó að bankarnir
væru að draga saman útlán þyrftu
þeir að standa við skuldbindingar
sem þeir hefðu gefið. Eykt keypti
nýverið Blikastaðaland í Mos-
fellsbæ, en Páll sagði að það ætti eft-
ir að vinna mikla skipulagsvinnu þar
og staðan á markaðinum núna hefði
engin áhrif á byggingarframkvæmd-
ir þar.
Páll sagði að gengislækkun krón-
unnar hefði slæm áhif á byggingar-
iðnaðinn. Almennt væru samningar
um verk sem tækju eitt ár eða
skemmri tíma ekki verðtryggðir og
því þyrftu byggingarfyrirtækin að
taka á sig tap vegna þeirra.
Talsverð óvissa um hvað sé
framundan í byggingariðnaðinum
Verkefnisstaðan hjá byggingar- og verktakafyrirtækjunum í dag virðist vera mjög góð
Byggingar Það er nóg að gera í byggingariðnaði en óvissa um framtíð-
arhorfur. Ástæðan er lausafjárkreppa bankanna og gengislækkun.