Morgunblaðið - 23.03.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.03.2008, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fast þeir sóttu ÁLIÐ Suðurnesjamenn. VEÐUR Jón Karl Helgason átti athyglisvertsamtal við Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrum utanríkisráðherra, í hljóðvarpi RÚV á skírdagsmorgun um aðdragandann að því að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.     Líklega hefur Jón Baldvin ekkifyrr gert svo ítarlega grein fyrir þeirri atburðarás og kannski hefur hann sjálfur ekki sett hana í það samhengi, sem hann gerði þessa morgunstund fyrr en seinni ár- in þegar hann hefur verið tölu- vert á ferðalögum um þessi ríki. Í stórum drátt- um má segja, að frásögn Jóns Bald- vins sé skólabókardæmi um það hvernig lítið og fámennt ríki eins og Ísland getur þrátt fyrir allt haft úr- slitaáhrif á alþjóðavettvangi ef sér- stakar aðstæður skapast og þær not- aðar á réttan hátt.     En um leið er frásögn utanrík-isráðherrans fyrrverandi vís- bending um hvernig lítil þjóð á ekki að reka utanríkisstefnu sína og þykj- ast hafa einhver áhrif, þar sem hún hefur engin áhrif.     Viðurkenningin á sjálfstæðiEystrasaltsríkjanna og aðdrag- andi hennar er einn af hápunktum íslenzkrar utanríkisstefnu.     Kjarni málsins kom fram, þegarbandarískur fulltrúi á alþjóða- fundi, þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsríkjanna, faðmaði hann að sér og sagði að það væru mikil forréttindi að vera utanrík- isráðherra smáþjóðar, sem væri óháð margvíslegum hagsmunum í utanríkispólitík sinni.     Jón Baldvin á að færa þessa frásögntil bókar. Hún þarf að vera til. STAKSTEINAR Jón Baldvin Hannibalsson Skólabókardæmi SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                        * (! +  ,- . / 0     + -                                  ! " !  #  12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          " !  #    " !  #     $## :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? % &    % &  & %&    & & % % % &                            *$BCD                                          !  ""    #$%      &         *! $$ B *!   ' (  )!  ( !     *!  +* <2  <!  <2  <!  <2  ' !)  ,  # -. */   DE                87  '    !  $($           6  2  '  )*(+,         &            ! &       -.    $B  /   .*(+,   ! 0   0$ *11 *!2 * *,  # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 21. mars 2008 Gyðingar í Austurríki á 3. öld e. Kr. Þessi merki fundur þýð- ir að gyðingar voru í Austurríki áður en for- feður flestra þeirra sem þar búa í dag voru komnir almennilega úr þjóðflutningunum. For- feður kynþáttahatarans Jörgs Haiders voru til að mynda enn í Asíu, forfeður gobenorsins Arnolds Schwarzenegg- ers voru rétt að yfirgefa Afríku og for- feður foringjans Adolfs Alfonssonar voru þegar farnir að skammast sín, eða sisvona. Meira: postdoc.blog.is Skíðagöngufélagið Ullur | 22. mars 2008 Frábært í Bláfjöllum Þrjár leiðir voru spor- aðar í Bláfjöllum í gær, 4 km hringur um Strompagíginn, 11-12 km upp á Heiðina há og síðan stóð Ullur fyrir því að lagt var 13 km spor vestur í Grindaskörð … Ullungar út- bjuggu einnig frumstætt kort er sýndi þessar gönguleiðir og vegalengdir og var því komið fyrir á stórum pappa- kassa út við sporin, ef einhver tók mynd af kassanum/kortinu væri hún vel þegin í sögusafn Ulls. Meira: skidagongufelagid.blog.is Jóna Á. Gísladóttir | 21. mars 2008 Hundakossar Maðurinn strauk hund- inum sífellt ákveðið en blíðlega um höfuðið og hundurinn lygndi aftur augunum og naut stundarinnar. Það var greinilegt að þarna fóru miklir vinir. Rétt áður en skipti yfir í grænt ljós tók maðurinn með báðum höndum um höfuð voffans og smellti einum laufléttum kossi á kollinn á honum. Svo hurfu þeir úr lífi mínu eins snögglega og þeir birtust. Mér hefur oft síðan orðið hugsað til þeirra félaga. Þessi mynd er sem greypt í huga mér … Meira: jonaa.blog.is Ómar Ragnarsson | 21. mars 2008 Skynsemi hvíldardagsins „Hvíldardagurinn er til vegna mannsins en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins.“ Enginn orðaði betur en Kristur nauðsyn þess að gera hlé á brauðstiti og streitu og stunda uppbyggjandi íhug- un. Vantrúaðir eða þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð en kristni ættu ekki að láta öfund yfir því að hér á landi skuli kerfi hvíldardaga vera til komnir séu vegna kristninnar verða til þess að fara að stofna til leiðinda. Borðorðið um að halda hvíldardag- inn heilagan er miklu skynsamlegra en svo að það eigi að stofna til tog- streitu um þetta. Aldrei hafa hvíld- ardagar verið mikilvægari en nú, í taumlausu neyslukapphlaupi og streitu okkar tíma. Ég er í fríkirkjusöfnuði en ann þjóð- kirkjunni þess vel að vera í krafti yf- irburða stærðar sinnar leiðandi í því hvaða dagar eru mestu hvíldardag- arnir. Það er best fyrir alla, því að hvíldardagar ná ekki tilgangi sínum nema sem flestir haldi þá í einu. Emílíana Torrini var eitt sinn spurð um í útvarpsviðtali það hvað henni fyndist best við jólin og hún svaraði: Það besta við jólin er það að þau eru nokkurn veginn eina helgin á árinu sem maður hefur frí frá „skyldu- djamminu.“ Með „skyldudjamminu“ átti hún við þá kvöð sem það er orðið fyrir stóran hluta þjóðarinnar að fara út „að skemmta sér“ með tilheyrandi drykkju um hverja helgi. Séra Gunnar Björnsson var eitt sinn spurður hvað honum fyndist skemmtilegast að gera og hvað leið- inlegast. Hann svaraði í hálfkæringi sem þó vakti mann til umhugsunar: „Mér finnst skemmtilegast að eiga góða stund heima í faðmi fjölskyld- unnar og lesa góða bók og hlusta á góða tónlist.“ „En hvað finnst þér leiðinlegast?“ var spurt. Séra Gunnar svaraði: „Mér finnst leiðinlegast að fara út og „skemmta mér.“ Þessa dagana er ég á spítala og sviptur frelsinu að því leyti. En eins og fleiri hafa upplifað fær slík vist mann til að íhuga upp á nýtt hvað það er sem hefur mest gildi í lífinu. Það er heilsan, hinir nánustu og það að kunna að forgangsraða því sem mað- ur vill gera. Meira: omarragnarsson.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Í APRÍL og maí nk. mun Stofnun stjórn- sýslufræða við Há- skóla Íslands í sam- starfi við for- sætisráðuneytið og Félag forstöðu- manna ríkisstofn- ana, bjóða í fjórða skipti sex vikna námskeið um stjórn- sýslulögin og stjórn- sýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkis- ins sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýsl- unni. Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og nái tökum á helstu réttarreglum um meðferð stjórnsýslumála þar sem taka á stjórnvaldsákvarðanir. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum, getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar. Nem- endur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, lesa kennslurit og vinna stutt raunhæf heimaverkefni. Umsjónarmaður er Trausti Fannar Valsson cand. jur., kennari og dokt- orsnemi við lagadeild HÍ. Kennarar auk hans verða þeir Róbert R. Spanó prófessor HÍ, Kjartan Bjarni Björg- vinsson, aðstoðarmaður umboðs- manns Alþingis og Tryggvi Gunn- arsson umboðsmaður Alþingis. Kennt verður í alls 54 kennslustund- ir, miðvikudaga og föstudaga kl. 14.00- 17.00. Námskeiðið hefst 2. apríl og lýkur 14. maí. Þátttökugjald er kr. 45.000. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef- svæðinu www.stjórsyslustofnun.is. Meginmarkmið Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála er að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun op- inberra stofnana. Stofnuninni er ætl- að að vera vettvangur umræðna um stjórnmál, stefnumörkun og stjórn- un í opinberum rekstri. Stjórnsýslu- réttur fyrir ríkisstarfsmenn Trausti Fannar Valsson Róbert Spanó Tryggvi Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.