Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 18

Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 18
18 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is K ínverskir ráðamenn reyna að gera sem minnst úr því en það dylst engum sem fylgist með hernaðar- uppbyggingunni í Kína að áherslan er á að efla varnir landsins hratt og örugglega og gera herinn í stakk búinn til að heyja hátæknistríð. Drekahagkerfið hefur þanist út undanfarin ár og hagvöxtur verið um og yfir tíu prósentin, þróun sem veitt hefur verið mun meiri at- hygli en það svigrúm sem slíkur auður skapar til hernaðaruppbygg- ingar: Árið í ár er það tuttugasta í röðinni sem útgjöld Kínverja til hermála aukast um að minnsta kosti tíu prósent. Tölurnar tala sínu máli (sjá súl- urnar til hliðar). Árið 1998 námu uppgefin útgjöld til hermála 11,3 milljörðum dala, nú tíu árum síðar er ráðgert að 58,75 milljörðum dala verði varið í hermál, eða sem svar- ar 3.887 milljörðum króna á nú- virði. Og ekki nóg með það, banda- rísk hermálayfirvöld áætla að hin raunverulegu útgjöld Kínverja til hersins séu tvöfalt hærri (sumir segja þrefalt), sem þýðir að þau munu í ár nema að minnsta kosti yfir 7.000 milljörðum króna. Fyrir slíkar upphæðir má kaupa mikið af hergögnum og greiða gríð- arlegum fjölda hermanna laun, enda launakostnaður miklum mun lægri en t.a.m. í Bandaríkjunum. Gera lítið úr umsvifum sínum Venju samkvæmt reyna kínversk stjórnvöld að gera sem minnst úr fjárhæðunum og segja að rekja megi aukninguna til himinhás olíu- verðs og hækkandi launakostnaðar. Útgjöld sem hlutfall af vergri þjóð- arframleiðslu séu lægri en í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi, hinum fastafulltrúunum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá má ekki gleyma því að Bandaríkjastjórn ver enn sem komið er miklu hærri fjárhæðum til hermála og er skammt síðan stjórn Bush forseta fór fram á 515 milljarða dala fjárveitingu til hers- ins, að frátöldum aukafjárveiting- um til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Og þrátt fyrir að kínverska hag- kerfið fari líklega senn fram úr því bandaríska að stærð og umfangi er áætlað að samanlögð stærð hag- kerfa aðildarríkja Efnahags- og þróunarstofnunarinnar, OECD, verði um 105 billjarðar Bandaríkja- dala (milljón milljónir dala) árið 2030, það kínverska 63 billjarðar dala miðað við kaupmáttarjöfnuð, PPP, í bandarískum dölum, í spá OECD og Economist Intelligence Unit fyrir 2005-30. Samkvæmt sömu spá muni útgjöld til varn- armála í Kína nema 238 billjörðum dala árið 2030 en 1,398 billjörðum dala í OECD-ríkjunum. Því telur G. John Ikenberry, prófessor við Princeton-háskóla, í nýlegri grein í Foreign Affairs að það sé einföldun að stilla dæminu upp á þann veg að vöxtur kín- verska hagkerfisins þurfi að vera ógn við valdajafnvægið í heiminum. Og þá má ekki gleyma því að miklu varðar hvernig hinn Asíuris- inn, Indland, þróast með tilliti til varnarmála á næstu áratugum. Endurnýja kjarnavopnin En hvert stefnir Kínaher? Til að leita svara við þessari spurningu leitast bandarísk her- málayfirvöld við að greina áhersl- urnar í þróun heraflans og meta hver markmiðin eru út frá þeim hergögnum sem keypt eru hverju sinni. Þessi nálgun er uppistaðan í ár- legri skýrslu bandaríska varnar- málaráðuneytisins til Bandaríkja- þings (sjá heimildaskrá). Þar segir að hraði og umfang nú- tímavæðingar kínverska hersins hafi aukist á síðustu árum. Keypt hafi verið þróuð vopn frá öðrum ríkjum og haldið áfram á braut mikillar fjárfestingar í vopnafram- leiðslu- og hertækniðnaði landsins. Þróunin breyti hernaðarjafnvæginu í Austur-Asíu og hafi áhrif utan álf- unnar. Margt skýrir hin auknu áhrif. Kjarnorkuvopnabúrið hefur verið nútímavætt og net gagnflauga, bæði langdrægra og skammdrægra verður sífellt þéttriðnara, og má þar nefna flaugar sem hafa 1.500 km drægni og beina má gegn her- skipum, að viðbættum flaugum til að granda gervihnöttum í geimnum. Reuters Hervörður Hermaður stendur vörð við Torg hins himneska friðar. Ásjóna Maó formanns gnæfir enn yfir torginu. Reuters Á annarri æfingu Ungir hermenn taka þátt í æfingu við her- stöðina í Shenyang, Liaoning-héraði, fyrr í mánuðinum. AP Stór Kínverskir hermenn í Hong Kong ganga í takt í tilefni af heimsókn forsetans. Herinn er sá fjölmennasti í heimi. Drekahagkerfið vígvæðist  Stjórnvöld sögð búa sig undir auðlindastríð  Leitast við að leyna raunverulegum hernaðarmætti sínum VARNARMÁL» AP Leiðtoginn Hu Jintao Kínaforseti gengur hjá röð hermanna í Hong Kong sl. sumar. Tíu ár voru þá liðin frá því Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong. Bretar tóku yfir nokkrar af helstu höfnum Kína á 19. öld á niðurlægingarskeiði landsins. Kína er nú auðugra en breska heimsveldið nokkru sinni var. Í HNOTSKURN »Fjárfestingarbankinn Gold-man Sachs telur líkur á að hagkerfi Brasilíu, Rússlands, Ind- lands og Kína verði samanlagt orðin stærri en hagkerfi Þýska- lands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Bretlands og Bandaríkjanna árið 2050. »Árið 2004 tóku Kínverjarákvörðun um að byggja upp olíubirgðir landsins, úr 100 milljón tunnum 2008 í hálfan milljarð tunna á næsta áratug. »Meðal ríkja sem Kínverjarhafa fjárfest í eru Angóla, Lýðveldið Kongó, Túrkmenistan og Nígería. »Þá hafa Kínverjar gert samn-inga við Írana um kaup á gasi fyrir hundruð milljarða króna. »Kínverski herinn er sá fjöl-mennasti í heimi. »Taívanar hyggjast efla hereyjarinnar á næstu árum. »Langdrægar DF-31, DF-31Aog JL-2 flaugar auka getu Kín- verja til kjarnorkuárása verulega, drægni DF-31A er frá 11.200 km, sem nær yfir öll Bandaríkin.                                     !"                        !    " " " " "" #$%!&'()*+,-./01221 3(4/25)*+6#62173*11819:1;3()*+,23,*-./<,2<90',00392= >>/,2918<)=2:625./<:<.0?733,<0122<>+)=9290" Varnarmál | Gífurlegur efnahagsuppgangur í Kína, fjölmennasta ríki heims, hefur aukið svigrúm kommúnista- stjórnarinnar til að endurnýja heraflann. Knattspyrna | Staða meistaranna frá Manchester er vænleg þegar átta umferðir eru óleiknar í ensku úrvalsdeildinni. Sjónvarp | Leikaranum Martin Clunes líður vel í hlutverki nafna síns læknisins í Cornwall. VIKUSPEGILL»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.