Morgunblaðið - 23.03.2008, Qupperneq 24
örlög
24 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
kvöl að vera
Þ
egar Rosemary Kennedy hélt á fund feðra sinna 7. janúar
2005, 86 ára að aldri, varð hún fyrsta barn foreldra sinna
til að deyja af eðlilegum orsökum. Eigi að síður höfðu
fjögur systkini hennar farið yfir móðuna miklu á undan
henni, tvö létust í flugslysum, þar af annað á stríðstímum,
og tvö féllu fyrir morðingja hendi. 86 ár eru hár aldur en
því fór þó fjarri að líf Rosemary hafi verið dans á rósum.
Hún glímdi við geðraskanir á yngri árum og undirgekkst
lóbótómíu, þ.e. skurðaðgerð á heilablaði, 23 ára gömul. Hún misheppnaðist
heiftarlega með þeim afleiðingum að Rosemary var dæmd til ævarandi vist-
ar á stofnun.
Hjónunum Joseph Patrick Kennedy, viðskiptajöfri og erindreka, og Rose
Fitzgerald Kennedy varð níu barna auðið. Elsti sonurinn, Joseph Patrick
yngri, (f. 1915) var flugmaður í Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöldinni og
lést er vél hans var skotin niður yfir Ermarsundi sumarið 1944. Það er kald-
hæðni örlaganna að Joseph hafði lokið herskyldu sinni en bauðst til að fara í
eitt flug að lokum.
Hinir þrír synirnir lögðu stjórnmál fyrir sig og ýmist hrepptu forsetaemb-
ættið í Bandaríkjunum eða gerðu atlögu að því. John Fitzgerald (f. 1917) var
myrtur í embætti árið 1963 og Robert Francis (f. 1925) var skotinn til bana
þegar hann sóttist eftir útnefningu demókrata sumarið 1968.
Yngsti bróðirinn, Edward Moore (f. 1932) er enn á lífi og hefur um árabil
verið einn helsti áhrifamaðurinn innan demókrataflokksins. Skuggi slyss ár-
ið 1969 hefur þó alla tíð hangið yfir honum en þá ók Edward út í sundið milli
Chappaquiddick Island og Martha’s Vineyard með þeim afleiðingum að kona
sem var farþegi í bílnum týndi lífi. Til að bæta gráu ofan á svart flúði hann af
vettvangi og fékk í kjölfarið skilorðsbundinn dóm.
Afdrifarík aðgerð
Rose Marie (f. 1918) var þriðja barnið í röðinni. Snemma tók að bera á frá-
viki í þroska en Rosemary, eins og hún var einatt kölluð, var eigi að síður
glatt barn. Á unglingsárum tók lundin að þyngjast, hugsanlega vegna þess
að Rosemary fann að hún var eftirbátur systkina sinna sem voru hvert öðru
gjörvulegra. Hún varð sjálfbirgingsleg og skapsveiflurnar færðust í vöxt
með tilheyrandi ofbeldistilburðum. Gerðist þessi hegðun foreldrum hennar
hvimleið á barnmörgu heimilinu og árið 1941 tjáðu læknar þeim að hin nýja
aðferð í geðlækningum, lóbótómía, væri kjörin til að draga úr skapsveifl-
unum. Joseph lét til leiðast enda mun hann hafa óttast að hegðun Rosemary
myndi kalla skömm yfir hið góða nafn fjölskyldunnar.
Aðgerðin heppnaðist að því leyti að skapsveiflur hrjáðu Rosemary ekki
framar. Á móti kom að andlegur vanmáttur hennar varð algjör til æviloka.
Þetta var fyrsta reiðarslagið sem kom yfir Kennedy-fjölskylduna. Varla þarf
að taka fram að sagan hefur fordæmt lóbótómíu sem læknismeðferð.
Áratugum saman var sannleikanum um Rosemary haldið leyndum, að
beiðni foreldra hennar, og var almennt álitið að hún hefði fæðst vangefin. Jo-
seph er sagður hafa harmað örlög dóttur sinnar og setti hann m.a. á lagg-
irnar líknarsamtök til að styðja við bakið á andlega skertum einstaklingum.
Fór sínar eigin leiðir
Næstelsta Kennedy-systirin, Kathleen Agnes (f. 1920), hlaut einnig
grimm örlög enda þótt þau væru af öðrum toga. Á sendiherraárum föður
hennar í Lundúnum vakti hún athygli fyrir fegurð og leiftrandi persónuleika
og sló í gegn í samkvæmislífi stórborgarinnar. Kathleen tók enda ástfóstri
við Lundúnir og sneri þangað aftur á stríðsárunum sem starfsmaður Rauða
krossins.
Kathleen, eða Kick eins og hún var jafnan kölluð, var hvergi bangin að
fara sínar eigin leiðir og reitti móður sína til reiði þegar hún gekk að eiga
William John Robert Cavendish, markgreifa af Hartington og erfingja tí-
unda hertogans af Devonshire, vorið 1944. Ekki svo að skilja að Rose væri
uppsigað við greifa, maðurinn var aftur á móti mótmælendatrúar og það gat
hin rammkaþólska Rose ekki sætt sig við. Fyrir vikið var Joseph yngri eini
fulltrúi fjölskyldunnar í brúðkaupinu en hann var þá á vegum bandaríska
flughersins í Bretlandi.
Sælan var skammvinn því Cavendish var ráðinn af dögum fjórum mán-
uðum síðar af þýskri leyniskyttu. Hertogaerfðarétturinn gekk þá yfir til
yngri bróður hans.
Kathleen var hörð af sér og ekki leið á löngu uns hún var farin að láta á sér
kræla á ný í samkvæmislífinu í Lundúnum. Menn gengu með grasið í skón-
um á eftir hinni ungu og aðlaðandi ekkju og að lokum tók hún saman við gift-
an mann, Peter Wentworth-FitzWilliam, áttunda jarl af FitzWilliam. Hermt
er að þau hafi haft í hyggju að gifta sig um leið og skilnaður jarlsins gekk í
gegn. En enginn má sköpum renna.
Þann 13. maí 1948 lögðu skötuhjúin upp í ferðalag til að heimsækja föður
Kathleen og fá hann til að leggja blessun sína yfir sambandið. Þeirri flugferð
lauk með brotlendingu yfir Sainte-Bauzille í Frakklandi og létust þau bæði
samstundis.
Rose hafði ekki enn fyrirgefið dóttur sinni og neitaði að vera við útför
hennar. Vegna tilmæla móður sinnar fór ekkert systkinanna heldur. Joseph
eldri fylgdi dóttur sinni hins vegar til grafar. Það er til marks um virðinguna
sem Kathleen naut í Bretlandi að á einum blómsveignum sem lagður var á
kistu hennar var handskrifuð kveðja frá Winston nokkrum Churchill.
Á endanum bráði af Rose og segir sagan að það hafi glatt hana mjög að
fyrsta barnabarnið, dóttir Roberts, skyldi skírð í höfuðið á Kathleen. Hún
bað þó Robert lengstra orða að kalla stúlkuna ekki Kick.
Velunnari fatlaðra
Þriðja systirin, Eunice Mary (f. 1921), er enn á lífi og hefur verið ákaflega
farsæl í leik og starfi.
Eunice lauk háskólaprófi í félagsfræði frá Stanford-háskóla árið 1944 og
gekk níu árum síðar að eiga Robert Sargent Shriver. Shriver, sem orðinn er
92 ára, var um árabil áhrifamaður innan demókrataflokksins og var m.a.
Börn og tengdabörn Kennedy-fjölskyldan saman komin árið 1962 þegar John var orðinn forseti Bandaríkjanna.
Ethel Kennedy (eiginkona Roberts), Stephen Smith, Eunice Kennedy Shriver, Jean Kennedy Smith, Rose Ken-
nedy, Joseph P. Kennedy, John F. Kennedy, Robert F. Kennedy, Jacqueline Kennedy (eiginkona Johns), Patricia
Kennedy Lawford, Edward Kennedy, Sargent Shriver, Joan Kennedy (eiginkona Edwards) og Peter Lawford.
Systkinin Edward, Jean, Robert, Patricia, Eunice, Kathleen, Rosemary og John ásamt foreldrum sínum Rose og
Joseph P. Kennedy á góðri stundu árið 1934. Á myndina vantar elsta soninn, Joseph yngra. Samheldnin var mikil.
KV-
Saga Kennedy-systkinanna bandarísku er öðrum þræði saga harms og
dauða. Örlög bræðranna fjögurra eru mörgum kunn en systurnar fimm
hafa verið minna í sviðsljósinu gegnum tíðina. Synd væri að segja að gæfan
hafi elt þær á röndum þó það sé raunar ekki algilt. Orri Páll Ormarsson
kynnti sér sögu systranna en tvær þeirra eru enn á lífi, Eunice og Jean.
Rosemary Kennedy Kathleen Kennedy Eunice Kennedy Patricia Kennedy Jean Kennedy
ennedy?