Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 29

Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 29
ur snyrtipinni en hinn hugsar minna um útlitið, býr hjá mömmu og veit ekki hvort samstarfsmaður hans er fyrir konur. En báðir hafa þeir sitt að segja.“ – Þú hefur áður gert sjónvarps- þættina Sönn íslensk sakamál og nú Mannaveiðar. Ertu svona mikið fyrir glæpasögur? „Ekki í sjálfu sér,“ svarar hann hugsi. „Það sem ég er fyrst og fremst að leita að eru tengsl fólksins við samfélagið. Þetta er alls konar fólk í einhverjum aðstæðum og þegar um glæpasögu er að ræða er fólk í mjög erfiðum eða mjög öfgakenndum að- stæðum og þá reynir meira á ýmsa þætti, en þegar lífið snýst um vinnu milli níu og fimm og svo að sofna út frá sjónvarpinu. Ég held að fólkið höfði miklu meira til mín en glæp- urinn sem slíkur.“ – Gekk framleiðsla þáttanna snurðulaust fyrir sig? „Já, ég held svari því játandi. Þetta gekk allt vel.“ – Hver er galdurinn við góðan sjónvarpskrimma? „Ég hugsa að lykillinn að því að hlutirnir gangi upp sé að hafa sögu sem gaman er að segja og fólk hefur gaman af að heyra og sjá.“ – Ertu kominn með nýtt verkefni fast í hendi? „Ég er með eitt og annað í gangi, en ekkert sem komið er á það stig að ég geti lofað fyrirfram hvað ég geri næst. Það liggur alla vega fyrir að búa Mannaveiðar fyrir erlendan markað. Annars er maður svoleiðis með haus- inn ofan í fötunni meðan svona verk- efni er í gangi og það er nauðsynlegt að líta upp á milli og sjá hvernig raunveruleikinn lítur út.“ – Þú skýtur gæs. „Ég er ekki mikil gæsaskytta. Ég er meira fyrir rjúpuna. Ég veit fátt betra en labba eftir rjúpum um há- lendið að vetri til. Gæsaveiðar eru svo sem ekki aðalmómentið í Manna- veiðum. En veiðar eru einu aðstæð- urnar á Íslandi þegar menn bera vopn og geta borið vopn hver á ann- an. Það er sem betur fer ekki trú- verðugt að láta einhvern labba um miðbæinn í Reykjavík og skjóta á fólk af handahófi, eins og gerist svo mikið erlendis. Í íslenzkri sögu eru það gæsaveiðar.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 29 Ég hef ekkert séð og gaf mig ekkertað gerð sjónvarpsþáttanna,“ segirViktor Arnar Ingólfsson, höfundurAftureldingar, sem Mannaveiðar byggjast á. Viktor sagði að það hefði verið með ráðum gert að hann kom hvergi nálægt gerð þátt- anna. Við Björn ákváðum að treysta bara Sveinbirni fyrir handritsgerðinni og svo treysti ég Birni og öllum hinum til þess að gera þætt- ina. Það hefði bara ruglað málið, ef höfundur sögunnar hefði verið á flakki innan um þátta- gerðina. Ég gaf þeim heimild til þess að gera allar þær breytingar sem þeir vildu, það væri ekkert heilagt í Aftureldingu.“ – Hvernig varð þér við þegar Björn Brynúlf- ur orðaði við þig að gera sjónvarpsþætti eftir bókinni þinni? „Það urðu svo sem lítil viðbrögð þá. Það voru svo margar kvikmyndahugmyndir á sveimi og það hafði áður verið orðað við mig að gera mynd eftir bók eftir mig en ekkert orðið úr því. Það er fyrst núna, þegar komið er barn í brók að mig kitlar í magann.“ – Þú hefur séð sjónvarpsauglýsinguna? „Já ég hef séð hana. Og líkar vel. Ég bíð jafnspenntur og allir aðrir eftir þáttunum.“ Viktor Arnar sagðist vera langt kominn með aðra bók, þar sem lögreglumennirnir tveir í Aftureldingu eru aðalpersónur. Höfundurinn hefði ruglað málið Bókarhöfundurinn Höfundur Aftureldingar, Viktor Arnar Ingólfsson, hefur ekkert séð af Mannaveiðum og gaf sig ekkert að gerð þeirra. „Þeir ná svo sem ekkert vel saman framan af. Það er margt í fari Gunn- ars og vinnubrögðum sem fer í taug- arnar á Hinriki. En þeir ná því að sýna hvor öðrum einhvers konar um- burðarlyndi og virðingu.“ – Og snúa bökum saman í leit að morðingja? „Já. Það er framið fullt af morðum í Mannaveiðum og þeir hafa þess vegna í nógu að snúast. Og allar glæpasögur verða að ganga upp. At- burðarásin fer víða þannig að það er mikið af Íslandi í þáttunum.“ – Hefur þú gaman af glæpasög- um? „Já, já. Ég hef alltaf haft gaman af að lesa góða reyfara. Annars hef ég orðið lítinn tíma fyr- ir utan vinnuna. Ég er alltaf að vinna.“ – Eins og Hinrik. „Nei, ekki eins og hann. Ég er allt- af umkringdur fólki í öllu sem ég geri. Ég er ekki einmana. Það var bara þegar ég lék Hinrik sem sú til- finning helltist yfir mig.“ – Stundarðu gæsaveiðar? „Nei, ég hef farið einu sinni á andaveiðar. Það er ekkert í kringum mig sem hvetur til veiðimennsku. En þér að segja, þá bíð ég enn eftir því að Hilmar Jónsson bjóði mér með sér í veiði. Hann lofaði því fyrir lif- andis löngu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.