Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 33 þræði. Aðrar aukaverkanir eru þær, að íslenzku út- rásarfyrirtækin standa frammi fyrir miklum erfiðleikum og spurning, hversu lengi þau komast hjá því að selja eignir. Raunar er ekkert sjálfgefið að þau geti selt eignir þurfi þau á því að halda. Það geta því komið upp alvarleg vandamál á mörgum vígstöðvum á sama tíma og þá verður spurt hvað stjórnvöld hér ætli að gera. Hvað geta þau gert? Íslenzka ríkisstjórnin hefur nákvæmlega engin áhrif á það, sem er að gerast á fjármálamörkuðun- um út í heimi. Og þar er íslenzku bönkunum bland- að inn í alls óskyld málefni með furðulegum hætti. Í einum virtasta fjármáladálki heims, dálki Lex í Fin- ancial Times var fyrir nokkrum dögum fjallað um fall eins stærsta fjármálafyrirtækis Bandaríkjanna, Bear Stern, og ástæður þess falls en fyrirtækið var selt fyrir nánast ekki neitt um síðustu helgi. Lex út- skýrði ástæðurnar fyrir falli Bear Stern og bætti því við að af sömu ástæðum væru Lehman Brothers og íslenzku bankarnir „undir þrýstingi“. Það er erf- itt að sjá samhengið á milli þessara stóru banda- rísku fjármálafyrirtækja og litlu íslenzku bankanna en svona er skrifað. Það var svo bót í máli, að í öðr- um áhrifamiklum fjármáladálki, breakingviews, í Wall Street Journal var fjallað um íslenzku bank- ana á mun jákvæðari hátt núna rétt fyrir páska. Íslenzk stjórnvöld geta engin áhrif haft, hvorki á ástandið sjálft né svona umræður. Það er hlustað af kurteisi á íslenzka ráðamenn, þegar þeir kynna sína hlið á málunum en svo skrifa menn það, sem þeim hentar og þeir telja vera rétt. Ríkisstjórnin verður hins vegar að horfast í augu við þann möguleika, að alvarleg fjármálakreppa geti blasað við hér vegna fjármögnunarvanda ein- hverra íslenzku bankanna undir lok þessa árs og á næsta ári. Hún getur ekki leitt hjá sér þá stað- reynd, að þessi vandi geti komið upp. Hún verður að vera undir það búin og þarf að hafa gert sér grein fyrir, hvernig hún mundi bregðast við tilteknum að- stæðum, ef þær kæmu upp. Hún þarf með öðrum orðum að hafa varaáætlun. En hún á líka eftir að fást við afleiðingar hinnar miklu gengislækkunar. Hún á eftir að standa frammi fyrir kröfum frá verkalýðshreyfingunni, sem að öllu óbreyttu mun fara fram á einhverjar að- gerðir af hálfu ríkisstjórnar til að tryggja umsamd- ar kjarabætur. Hún á eftir að fást við starfsmenn ríkisins, sem augljóslega eru með í uppsiglingu óraunhæfar kröf- ur í ljósi þess, hvernig aðstæður hafa breytzt. Hún á eftir að fást við kröfur einstakra starfshópa eins og hjúkrunarfræðinga, sem hóta uppsögnum ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra. Hún á eftir að fást við magnaða óánægju almennings vegna þess, sem áður var lýst, stórhækkandi afborgana af hús- næðislánum og almennt aukins kostnaður við dag- lega framfærslu, sem hlýtur að leiða til verulegs samdráttar í neyzlu. Núverandi ríkisstjórn getur verið að sigla inn í sams konar erfiðleikatímabil og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við vorið 1991 ef ekki margfalt meiri efnahagserfiðleika og kreppu en þá stóð yfir. Sumir sögðu að það samdráttarskeið væri eitt af fjórum mestum erfiðleikatímabilum í efnahagsmálum á 20. öldinni. Þeir, sem muna efnahagserfiðleikana, sem skullu yfir árið 1967 og stóðu næstu þrjú árin velta því fyrir sér hvort við erum að upplifa það sama eða eitthvað enn þá verra. Sjálfstæðisflokkurinn er hertur í lífsins ólgusjó og hefur hvað eftir annað staðið við stjórnvölinn á slíkum erfiðleikatímum. En það verður fróðlegt að sjá hvernig Samfylkingin bregzt við. Þar er á ferð- inni nýr flokkur og þótt hlutar hans hafi staðið við hlið Sjálfstæðisflokksins, bæði 1967-1969 og eins í byrjun tíunda áratugarins hefur þeim verið ýtt til hliðar innan Samfylkingarinnar og þar er í forystu fólk, sem hefur aldrei gert annað en að ráðast á aðra fyrir efnahagsleg vandamál, sem yfirleitt hafa kom- ið að utan og við höfum ekkert ráðið við. Kannski verður þetta eldskírn Samfylkingarinn- ar og vonandi stenzt hún þá eldskírn. Hitt er alveg ljóst, að ríkisstjórnin getur ekki leyft sér þann mun- að að sitja hjá og gera ekki neitt. En hvað getur hún gert? Hún getur búið sig und- ir að það versta gerist í fjármálageiranum, þannig að hún hafi alla vega undirbúið varaáætlun, sem vonandi þarf aldrei að grípa til. Í því sambandi get- ur vafalaust verið skynsamlegt að fara ofan í saum- ana á bankakreppunni á Norðurlöndum á tíunda áratugnum og kanna til hvaða ráða var þá gripið. En hvernig bregzt hún við þeim vanda, sem aug- ljóslega steðjar að hinum almenna borgara nú þeg- ar vegna gengislækkunarinnar? Auðvitað getur rík- isstjórnin beðið átekta og gert sér vonir um að gengislækkunin gangi til baka eins og telja verður að forsætisráðherra hafi gefið til kynna í kjölfar rík- isstjórnarfundar um daginn. En hún getur líka gert annað. Hún getur tekið sér fyrir hendur að upplýsa þjóðina. Að tala við þjóðina. Að útskýra eins og kostur er hvað er að gerast og hvernig skynsamlegt er að hver og einn bregðist við, sem er augljóslega að draga úr neyzlu. Hún getur sagt við fólk að það komi ekki til greina að taka stór lán til þess að tryggja þær kjarabætur, sem um var samið í síðustu kjarasamningum. Hún getur sagt við fólk, að það sé óhjákvæmilegt að þjóðin taki á sig nokkra kjaraskerðingu um þessar mundir og það sé kannski ekki svo óskaplega erfitt í ljósi þeirrar miklu velmegunar, sem hér hefur ríkt í meira en áratug. Hún getur lofað fólki því, að hún muni beita sér fyrir rannsókn á þeim viðskiptum, sem hér fara fram t.d. á gjaldeyrismarkaði til þess að leiða í ljós, hvað þar hefur verið að gerast undanfarna daga og vikur. Hún getur lofað fólki því, að það muni verða leitt fram í dagsljósið ef einhverjir hafa verið að not- færa sér eða öllu heldur misnota hinn frjálsa mark- að sjálfum sér til hagsbóta. Þetta og vafalaust margt fleira getur ríkisstjórn gert og á að gera. Svartsýni? E inhverjir kunna að spyrja, hvort hér hafi verið dregin upp of svört mynd af horfum í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar. Það kemur í ljós á næstu mánuðum og misserum, hvort svo hafi verið. En gleymum því ekki hvernig ein dýpsta efnahags- lægðin, sem gekk yfir íslenzku þjóðina á 20. öldinni byrjaði. Hún byrjaði með því að það birtist frétt hér í Morgunblaðinu um að verð á fiskblokk á Banda- ríkjamarkaði hefði lækkað um tvö sent á pundið. Það var upphafið. Afleiðingin af þessari tveggja senta lækkun ásamt hruni á síldveiðum og afla- bresti á vetrarvertíð varð sú að í janúar 1969 voru fimm til sex þúsund manns atvinnulaus í Reykjavík. Hvers konar ástand halda menn að yrði hér ef 10- 15 þúsund manns yrðu atvinnulaus á Reykjavík- ursvæðinu snemma á næsta ári? Þess vegna er betra að vera of svartsýnn en of bjartsýnn. Það er betra að gera ráð fyrir hinu versta og búa sig undir það en fljóta sofandi að feigðarósi. » Það er pólitískt og efnahagslegt óveður framundan á Ís-landi að öllu óbreyttu og ef mikil gengislækkun krónunnar gengur ekki til baka að einhverju leyti. Vandinn, sem við stöndum frammi fyrir, er ekki lengur vandi bankanna einna vegna fjármögnunar þeirra heldur þjóðarinnar allrar vegna þess, að sá efnahagslegi stöðugleiki, sem við höfum búið við á annan áratug, er horfinn. Að óbreyttu stefnir í einhverja mestu kjaraskerðingu, sem hér hefur orðið frá því í byrjun tíunda áratugarins. rbréf Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.