Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 34
34 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MEÐ nýrri biblíuútgáfu höfum við
Íslendingar eignast einn valkost enn
til að lesa Biblíuna á íslensku. Síð-
ustu tvær útgáfur náðu mikilli dreif-
ingu og munu verða nærtækar á
flestum íslenskum heimilum í ára-
tugi hvort sem nýtt upplag verður
prentað eða ekki. Í framtíðinni verða
allar þýðingarnar á íslensku vonandi
aðgengilegar á netinu.
Öllum áhugasömum
gafst kostur á að koma
með athugasemdir við
nýja þýðingu jafnóðum
sem hún var tilbúin og
gefin út. Frestur til að
gera athugasemdir við
Nýja testamentið var
framlengdur þegar
kvartanir bárust um að
hann væri stuttur.
Sjálfur hefði ég þurft
lengri tíma til að fara
vel ofan í allt ritið en
gerði þær athugasemd-
ir sem ég hafði tök á að gera..
Flestar athugasemdir bárust við
þýðingu Nýja testamentisins sem er
eðlilegt. Það er sá hluti Biblíunnar
sem er mest lesinn og er biblíules-
endum kærastur. Sá texti verður
viðkvæmur fyrir bragðið. Margar
breytingar á textum Gamla testa-
mentisins, t.d. Orðskviðanna, eru að
mínu viti til bóta.
Með nýja Biblíu í mínum höndum
var það meðal þess fyrsta sem ég at-
hugaði hvort eitthvert tillit hefði
verið tekið til athugasemda minna
sem ég sendi á nokkrum blaðsíðum
til þýðingarnefndar. Svo var reyndin
um sumar, en öðrum hafnað. Ekki
átti ég von á öðru.
Alþjóðafélag Gídeon gerir lág-
markskröfu til biblíuþýðinga sem fé-
lagið notar og dreifir til barna, á
hótel og víðar. Með tilvísun til við-
miða félagsins sendi Gídeonfélagið á
Íslandi inn 25 athugasemdir og tekið
var tillit til þeirra allra. Því verður
ekki annað sagt en að beiðni um at-
hugasemdir hafi verið tekin alvar-
lega af þýðingarnefndinni og við
þeim brugðist.
Meðal þess sem gagnrýnt hefur
verið eru tilteknir ritningarstaðir og
þýðing þeirra á íslensku. Nú er þýð-
ing frá einu tungumáli yfir á annað
ekki einfalt mál og eina setningu á
frummáli má oft þýða á marga vegu
á íslensku. Hvað ræður er ekki ein-
ungis það sem telst rétt mál heldur
einnig smekkur fólks, venjur og stíll.
Þegar við þetta bætist texti sem
margir kunna utanbókar verður
vandinn enn meiri. Hefur þýðing-
arnefndin svarað ásök-
unum á hendur henni
vel í góðri greinargerð
sem birtist hér í Morg-
unblaðnu 9. mars sl.
Tvennt telst til rót-
tækra skrefa í nýrri út-
gáfu, tvítalan og mál
beggja kynja. Víða var
stigið það skref að nota
tvítöluna gömlu sem
fleirtölumynd (við, þið,
okkur, ykkur). Með
þeirri breytingu er
stigið skref í átt að
venjulegri málnotkun
þó svo sumir textar séu óbreyttir.
Ekki ólst ég upp við gamla talsmát-
ann sem þýðir að eftir 15-20 ár
munu þau sem þá verða undir 70 ára
aldri ekki heldur vera í þeim hópi.
Þetta var því að mínu viti nauðsyn-
legt skref til að gera Biblíuna skilj-
anlegri þó svo vissulega þurfi ég að
læra sum biblíuvers upp á nýtt. Mál-
far beggja kynja er viðkvæm breyt-
ing fyrir sumum. En á meðan til-
vísun í frumtextann er neðanmáls er
þetta til bóta fyrir kvenkynið en í
þeirra hópi er að finna marga dug-
lega biblíulesendur. Enn gildir
þetta: Textinn á að vera auðskilinn
og á að tala til lesandans.
Þýðingarnefndin hefur verið
ásökuð vegna breytinga á litlu Biblí-
unni (Jh 3.16) þar sem þýtt er með
„einkason sinn“ í staðinn fyrir „son
sinn eingetinn“. Meyfæðingin er
rökstudd á öðrum stöðum í Nt og
þessum ásökunum hefur nefndin
svarað vel. Árið 1981 var orðið „mo-
nogenes“ þýtt sem einn eða einka-
sonur þar sem áður hafði staðið ein-
getinn í ritum Jóhannesar. Aðeins
þetta vers fékk að standa vegna
hefðarinnar. Ef ég man rétt var það
fyrir orð Hermanns Þorsteinssonar,
þáverandi framkvæmdastjóra Bibl-
íufélagsins, sem því var haldið en ný
þýðing kynnt neðanmáls af tillitsemi
við biblíuunnendur. Hún þurfti því
ekki að koma á óvart. Hins vegar
hefði gamli valkosturinn gjarnan
mátt vera áfram neðanmáls í þessari
útgáfu.
Ég tengdist útgáfu bókarinnar
Tilgangsríkt líf eftir Rick Warren á
íslensku, sem út kom í september
sem leið. Í henni eru um eitt þúsund
tilvísanir í Biblíuna. Æskilegt hefði
verið að geta þar stuðst við nýju út-
gáfuna. Þar sem Biblían kom ekki út
fyrr en í október hefði það tafið út-
gáfu þeirrar bókar að bíða nýju þýð-
ingarinnar en ekki fékkst leyfi til að
nota hana. Réðu þar sjónarmið út-
gefanda mestu. Flestir textar Gt eru
þó úr tilraunaútgáfunni.
Fleira má nefna um nýja þýðingu
og útgáfu Biblíunnar en verður ekki
gert hér. Þýðingarnefndin á þakkir
skildar fyrir gott verk. Engin bibl-
íuþýðing verður fullkomin. Áhugi
fólks á málinu er virðingarverður.
Umræða um textann er yfirleitt til
góðs og ástæða til að þakka hana.
Ég hefði kosið að nokkrir ritning-
arstaðir væru öðru vísi þýddir og
þannig er eflaust um marga. Hins
vegar er ekki ástæða til að hafna
þessari útgáfu eins og heyrst hefur
að sumir vilja gera. Hana les ég með
ánægju og gleði. Hún hefur orðið
mér til blessunar og ekki skemmir
það að hún hefur fengið fallegan
búning. Hvet ég sem flesta til að
lesa hana hvort sem er sem prent-
aða bók eða á netinu þar sem hún er
aðgengileg á slóðinni www.biblian-
.is.
Biblían með ánægju
Ragnar Gunnarsson fjallar um
nýja útgáfu Biblíunnar » Tvennt telst til rót-
tækra skrefa í nýrri
útgáfu, tvítalan og mál
beggja kynja.
Ragnar Gunnarsson
Höfundur er prestur og fram-
kvæmdastjóri Kristniboðssambands-
ins.
ÞEIR sem fylgjast með bæj-
arpólitíkinni á Seltjarnarnesi hafa án
vafa tekið eftir því að forsvarsmaður
Bónuss, ábyrgðarmaður Nesfrétta og
auglýsingalesari Bónuss (þ.e. sá sem
les hvað pakki af pylsum og kjöti
kostar hjá Bónus) hafa
verið iðnir við það að
gera alla ákvörð-
unartöku um það hvort
Bónus fái rými fyrir
starfsemi sína á Nesinu
tortryggilega. Ég hélt
að nóg væri komið, en
enn birtist grein eftir
forsvarsmann Bónuss í
Nesfréttum (mars
2008) þar sem nöldrið
heldur áfram. Í stuttu
máli er vísað til þess
Bónus hafi borið skarð-
an hlut frá borði og ekki
sé nægilega hlustað á forsvarsmenn
fyrirtækisins. Bæjarstjóri Seltjarn-
arness hefur ítrekað svarað þessum
kröfum og óskum. Forsvarsmaður
Bónuss skrifar hverja greinina á fæt-
ur annarri hjá jábróður sínum í Nes-
fréttum og einnig í Morgunblaðið þar
sem það má nánast finna fyrir því að
tárin falli vegna þess að bæjarstjórn
hefur ekki gefið leyfi fyrir landfyll-
ingu eða samþykkt aðrar kröfur sem
fram hafa verið settar. Viðskiptaár-
áttan gengur svo langt að lesendur
eiga helst að skilja það að þar sem
viðkomandi hafi búið á Seltjarnarnesi
(sbr. áðurnefndar Nesfréttir) og alið
þar upp börn og til viðbótar þar sem
viðkomandi hafi stundað viðskipti við
Sparisjóðinn á Seltjarnarnesi, þá hafi
viðkomandi sjálfsagðan rétt á því að
reka verslun í bæjarfélaginu. Svona
ganga hlutir ekki fyrir sig í við-
skiptum! Þetta er barnaleg rök-
semdafærsla.
Þannig vill til að bæjarstjórn Sel-
tjarnarness hefur gert það sem hún
getur gert til að koma til móts við
óskir Bónuss. Bæjarstjórn Seltjarn-
arness er skipuð fulltrú-
um íbúa í bæjarfélaginu
og hefur fullt umboð til
að taka ákvarðanir í
þessu máli. Hún hefur
hafnað landfyllingu og
til viðbótar fór fram
undirskriftasöfnum á
Seltjarnarnesi fyrir
nokkrum mánuðum þar
sem íbúar mótmæltu
harðlega hugsanlegri
landfyllingu. Nið-
urstaðan er sú að áhugi
er ekki fyrir því að
koma til móts við kröfur
Bónuss á þessum nótum – punktur.
Í greinum sem forsvarsmenn Bón-
uss og fylgisveinar þeirra hafa skrif-
að að undanförnu má lesa á milli lín-
anna að það sé lífsnauðsynlegt að
Bónus fái aðstöðu á Seltjarnarnesi.
Það má vel vera að heppilegt sé að
hafa stóra matvöruverslun á Nesinu,
en hvort það er Bónus eða einhver
önnur samsteypa skiptir ekki öllu
máli. Ef þessi hugsunarháttur er tek-
inn einu skrefi lengra eins og lesa má
úr skrifum forsvarsmanna Bónuss á
lesandinn að skilja sem svo að ef ekki
er hægt að versla í Bónus á Nesinu þá
er eins og skrúfað verði fyrir súr-
efnið! Þannig vill til að allflestir Sel-
tirningar starfa í Reykjavík eða ná-
grenni og fara því um umferðaræðar
Reykjavíkur til og frá vinnu og vafa-
laust fram hjá ýmsum versl-
unarkjörnum (sem reyndar eru
margir í eigu Bónuss) og einnig á öðr-
um tímum dagsins. Ég held að þegar
sé nóg af verslunum og úrvali á svæð-
inu (t.d. á Granda eru tvær nýjar
verslanir og önnur í eigu Bónuss) í
nágrenni Seltjarnarness til að mæta
þessari þörf. Seltirningar munu ekki
deyja úr matarskorti eða ónógum að-
gangi að matvöruverslun.
Ég býst við því að ég tali fyrir
munn margra Seltirninga þegar ég
segi að það sé lítill áhugi fyrir því að
fá landfyllingu á fyrirhuguðu svæði út
af Eiðisgranda þar sem ósk var um að
reisa miklar byggingar sem helst
minna á flugskýli. Seltjarnarnes býr
við einstaka náttúrufegurð og hana
ber að varðveita. Ég treysti bæj-
arstjórn Seltjarnarness til að standa
fast á ákvörðun sinni sem þegar er
tekin. Það þarf stundum að standa á
sínu í leikfangabúð með börnum sín-
um þegar þau vilja allt sem er í hill-
unum. Það er eins og forsvars-
mönnum Bónuss sé fyrirmunað að
skilja að nei þýðir nei – það er ekki
hægt að uppfylla allar óskir, alveg
sama hve oft verður nöldrað.
Vælukjóar
Þórður S. Óskarsson skrifar um
óskir forsvarsmanna Bónuss
um nýja verslun á Seltjarn-
arnesi
» Það er eins og
forsvarsmönnum
Bónuss sé fyrirmunað
að skilja að nei þýðir
nei …
Þórður S. Óskarsson
Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi.
SAMTÖKIN Sól á Suðurnesjum
harma það að Garður og Reykjanes-
bær hafi veitt Norðuráli Helguvík sf.
byggingarleyfi þrátt
fyrir að ekki sé búið að
fullnægja þeim skil-
yrðum sem Skipulags-
stofnun benti á að þyrfti
að fullnægja áður en
leyfi væru veitt. Boðað
var til aukafundar í báð-
um bæjarstjórnunum
svo hægt væri að af-
greiða byggingarleyfi.
Hvað liggur á? Var
kappsmál að veita leyfið
áður en umhverf-
isráðherra myndi ná að
kveða upp úrskurð um
álit Skipulagsstofn-
unar? Álit sem Að-
alheiður Jóhannsdóttir,
dósent við lagadeild
Háskóla Íslands, telur
gallað. Hvers vegna
var ekki hægt að bíða
með að veita leyfið þar
til niðurstöður varð-
andi umhverfisáhrif
línulagna og virkjana
liggja fyrir og ljóst er
hvort Norðurál fær út-
hlutað losunarheim-
ildum eða ekki?
Hvernig viljum við
að staðið sé að stórum
ákvörðunum sem varða hagsmuni
þjóðarinnar í heild, eins og bygging
og staðsetning nýs álvers er? Viljum
við að verklag sé vandað og stjórn-
sýsla góð, eða viljum við að þrýstingi
sé beitt og farið eftir viðskiptahags-
munum álfyrirtækjanna sjálfra? Vilj-
um við taka okkur tíma í að meta
kosti og galla þess að fórna ein-
stökum útivistarsvæðum fyrir virkj-
anir eða viljum við keyra málin í gegn
og reka okkur svo á mistökin þegar
það er orðið of seint? Ríkisstjórnin
talaði um að skapa þjóð-
arsátt um nýtingu orku-
linda, en hvaða mögu-
leiki er á þjóðarsátt
þegar svona er staðið að
málum?
Sumir Suðurnesja-
menn telja að uppbygg-
ing álvers í Helguvík
hefði helst átt að hefjast í
gær. Helsta ástæðan fyr-
ir þessari skoðun er sú
að mikil örvænting ríki í
atvinnumálum hér á Suð-
urnesjum og að álver í
Helguvík sé það eina
sem geti bjargað mál-
unum. Bæjarstjórnir
Garðs og Reykjanes-
bæjar virðast vera í
þessum hópi Suð-
urnesjamanna. En þessi
svartsýnislega mynd
virðist ef betur er að gáð
ekki eiga margt sameig-
inlegt með raunveruleik-
anum. Hvar annars stað-
ar á landinu er að finna
eins ört vaxandi sam-
félag sem státar af upp-
byggingu á nýjum há-
skóla, kvikmyndaveri og
alþjóðlegu gagnaveri, og
nýtur þess einnig að vera í nálægð við
bæði höfuðborgarsvæðið og alþjóða-
flugvöll sem stækkar á hverju ári? Það
er beinlínis móðgun við aðra lands-
hluta að sitja hér á suðvesturhorninu
og kvarta yfir stöðu atvinnumála.
Það var ekki skynsamlegt af bæj-
arstjórnum Garðs og Reykjanes-
bæjar að veita Norðuráli bygging-
arleyfi á þessari stundu þar sem það á
eftir að afla orku, tryggja losunar-
kvóta, komast að niðurstöðu um línu-
lagnir, auk þess sem niðurstaða er
ekki komin vegna kæru Landverndar
til umhverfisráðuneytis. Framganga
bæjarstjórnanna ber vott um að þær
halda enn fast við þá skoðun sína að á
Suðurnesjum ríki eymd og volæði, en
hún ber ekki vott um vilja til þess að
hafa skynsemina að leiðarljósi, virða
álit fagmanna og bíða þolinmóð eftir
þessum mikilvægu niðurstöðum.
Þolinmæði eða
þrýstingur?
Guðbjörg Rannveig Jóhann-
esdóttir skrifar um bygging-
arleyfi fyrir álver í Helguvík
Guðbjörg Rannveig
Jóhannesdóttir
» Samtökin Sól
á Suðurnesj-
um harma það að
Garður og
Reykjanesbær
hafi veitt Norð-
uráli Helguvík sf.
byggingarleyfi
án þess að allar
forsendur liggi
fyrir.
Höfundur er doktorsnemi í heimspeki
og talskona Sólar á Suðurnesjum.
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á mbl.is