Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 39
Ný hugsun –nýjar íbúðir
www.arnarneshaed.is
BAKKASMÁRI - KÓPAVOGUR
Glæsilegt 6 herbergja parhús á tveimur
hæðum ásamt bílskúr með glæsilegu útsýni
á vinsælum stað, alls 182,7 fm. Tvær
samliggjandi stofur og fjögur rúmgóð
svefnherbergi. Tvö baðherbergi.
Sérsmíðaðar innréttingar og vandaður
frágangur. Hvítur carera marmari á gólfum.
Garður í rækt og hellulagt bílaplan.
Stutt er í leik- og grunnskóla, íþrótta-
aðstöðu, verslanir og fl. Verð 69,9 millj.
Þverholt 14 l 105 Reykjavík l Sími 595 9000 l holl@holl.is l www.holl.is
Björn Daníelsson
Löggildur fasteignasali
Gsm: 849 4477
Eyjabúð, ein elsta starfandi
verslun í Vestmannaeyjum er til
sölu. Eignin sem er 172,6m2
stendur á góðum stað í
Vestmannaeyjum á horni
Strandvegar og Skildingavegar.
Húsnæði á besta stað í bænum,
og býður upp á mikla möguleika.
Til greina kemur að selja hús-
næðið án lagers.
Verð er þá kr. 15.000.000.-
Friðfinnur Finnbogason gefur nánari upplýsingar í s. 699 1166 og
Heimaey fasteignasala c/o Guðjón Hjörleifsson s. 481 1114
TIL SÖLU - EYJABÚÐ
SÖLUTURN TIL SÖLU
Bílalúga, grill, pylsur, video, lotto, spilakassar, ís, ofl. Góður
rekstur, góð afkoma.Halldór s. 897 3196, halldor@firmus.is
SUMIR segja að trúarbrögðin
séu rætur alls ills í heiminum og
ákjósanleg átylla öfgamanna víðs
vegar um heim til að
fylkja liði í ofbeldis-
aðgerðum sem ekki
sér fyrir endann á.
Aðrir segja að trú
manna flytji fjöll og
geri venjulegu fólki
um allan heim kleift
að lifa í friði og kær-
leika og sigrast á
ýmsum vandamálum
sem daglegu lífi
fylgir. Hvað sem
þessum andstæðu
sjónarmiðum líður er
það jafnsláandi að þeir sem ann-
aðhvort berjast hatrammast fyrir
málstað ákveðinna trúarhugmynda
eða hinir sem segjast vera trú-
lausir eða gagnrýna trúarbrögðin
hvað mest gera sér ekki grein fyr-
ir tvennum sannindum:
Annars vegar að núríkjandi
trúarbrögð heims hafa því miður
vikið í allt of mörgum atriðum frá
upphaflegum boðskap sínum.
Hins vegar að öll helstu trúar-
brögð heims, þ.e. þau sem flestir
vilja taka alvarlega, eiga einn
sameiginlegan kjarna sem allir
hljóta og verða að virða, hvort
þeir eru trúaðir eður ei.
Ekki veit ég hvort allir eru mér
sammála um fyrri sannindin en ég
býst við að flestir lesendur átti sig
á því hvað ég eigi við þegar ég
tala um sameiginlegan kjarna
allra trúarbragða. Þessi sameig-
inlegi kjarni felur ekki í sér ein-
hvern huglægan heimspekilegan
vísdóm sem við getum rætt um á
góðri stundu og litið á sem æski-
lega fyrirmynd sem við höfum
ímyndað okkur að æði erfitt sé að
tileinka sér að fullu þegar á reyn-
ir. Hann er eins jarðbundinn og
nálægt okkur og hugsast getur.
Hann er vissulega guðdómlegur
en um leið hagnýtasta líffræðilega
niðurstaða mannlegrar þróunar
sem til er. Án hans fær ekkert líf
þrifist eða þroskast í heild sinni á
þessari jörð. Í heilögum ritum er
víða fjallað um þennan sameig-
inlega kjarna á einn eða annan
hátt. En það er sama hvað við
endurtökum hann oft í hljóði eða
upphátt, reynum að berja hann
inn í hausinn eða hjartað með
valdi eða með lævísum aðferðum,
hann smýgur ekki varanlega í vit-
und okkar nema við berjum fyrir
tilvist hans af einlægni og til-
einkum okkur hann á lifandi hátt.
Hugsanir okkar, viðmið, hug-
myndir og vilji lúta mannlegum
takmörkunum. Okkur skortir
heildarmyndina af tilveru okkar,
tilgangi og lífsstefnu. Tímabundn-
ar ástríður, óskir, þrár eftir við-
urkenningu, vani, aðstæður sem
við annaðhvort setjum okkur sjálf
í eða okkur eru áskapaðar sem og
hugmyndafræðilegur ásetningur
hvers og eins hafa ekki þá heild-
arsýn sem hinn guðlegi máttur
hefur. Og þá erum við loksins
komin að kjarnanum, hinum sam-
eiginlega kjarna allra trúarbragða,
eins og þið hafið eflaust getið ykk-
ur réttilega til um. Þessi sameig-
inlegi kjarni er nefnilega ekki eitt-
hvert óhöndlanlegt dulspekilegt
fyrirbæri sem er að finna langt í
burtu, kannski á einhverri annarri
plánetu eða langt aftur í tímann.
Þessi sameiginlegi kjarni er þvert
á móti í hjörtum okkar sjálfra hér
og nú. Hann er alltumlykjandi og
alls staðar. Hann er í senn móð-
urlegur og föðurlegur, hann er
bæði vitni og þátttakandi, en hann
er umfram allt hérna en ekki ann-
ars staðar. Hann er núna en ekki
á öðrum tíma. Og hann er full-
komlega hreinn og óskilyrtur.
Hann fer ekki í manngreinarálit.
Hann bara er, alveg eins og nátt-
úran sem faðmar okkur að sér
óháð því hver við erum og hvað
við höfum gert um dagana. Hann
lokar aldrei gáttum sínum á okkur
heldur vinnur kaup-
laust allan sólarhring-
inn alla daga, jafnvel
á jólunum og á mestu
hátíðisdögum og
hvíldarstundum, við
að reyna að hjálpa
okkur á allan hátt og
gera okkur að betri
og hamingjusamari
einstaklingum. Það
eina sem við þurfum
að gera er að leyfa
honum að breiða út
kraft sinn um alla lík-
amsvessa okkar. Leyfa honum að
opna orkustöðvar okkar og breiða
út ljós sitt um allar frumur og
hugarkima … Og umfram allt:
Leyfa honum að taka völdin, svo
við fáum þjónað honum út í ystu
æsar og notið á þann hátt æðstu
blessunar í mannlegri tilveru, frið-
ar og jafnvægis. Já, þið gátuð
rétt: Hann er kærleikurinn, Kun-
dalini – undir öðrum nöfnum
hinna ýmsu trúarbragða: Heilagur
andi – Atma Sakshat Kara – upp-
ljómun – Ruah – Tao – Ass-
is … Hann er uppspretta alls lífs,
kærleika og friðar á jörðu.
Kjarni allra trúar-
bragða sá hinn sami
Megininntak trúarbragðanna
er fyrst og síðast kærleikur,
segir Benedikt S. Lafleur.
»Ég býst við að flestir
lesendur átti sig á
því hvað ég eigi við þeg-
ar ég tala um sameig-
inlegan kjarna allra
trúarbragða.
Höfundur er listamaður, útgefandi.