Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigfús Þórhall-ur Borgþórsson
fæddist í Hafn-
arfirði 30. október
1927. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum í Fossvogi
9. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Borgþór Sig-
urbjörn Sigfússon,
f. á Móum í Miðnes-
hreppi 6. mars
1905, d. 18. ágúst
1986 og Guðrún
Sveinsdóttir, f. á
Tannanesi í Önundarfirði 22.
sept. 1896, d. 31. ágúst 1952.
Systkini Sigfúsar eru Kristín
Björg, f. 18. sept. 1926, d. 16. jan-
úar 1987, Brynja, f. 26. sept.
1929, Sveinn, f. 7. nóv. 1930, d.
14. ágúst 1980, Bára, f. 3. mars
1933, Sigrún, f. 20. ágúst 1936, d.
28 mars 1937, Rúnar, f. 5. mars
1936, Benedikt Elenbergsson, f. 9.
sept. 1941 (uppeldisbróðir) og
sammæðra Þóra Sigurbjörg Þór-
arinsdóttir, f. 13. júní 1919, d. 11.
mars 1995.
Sigfús kvæntist 30. október
1948 Jóhönnu Konráðsdóttur, f. í
Reykjavík 12. júlí 1930. Börn
hann Sveinbjörn, f. 25. sept. 2002,
og Arnar Smári, f. 15. des. 2005.
e) Linda Ösp, f. 17. jan. 1983, gift
Jóni Hrafni Karlssyni, f. 17. júní
1982, dóttir þeirra er Hrafntinna,
f. 27. jan. 2006. 2) Konráð, f. 6.
sept. 1950, d. 12. júní 1968. 3) Sig-
ríður, f. 15. mars 1964, gift Frið-
riki Þór Sigmundssyni, f. 12. maí
1960. Börn þeirra eru: a) Magnús
Guðbjörn, f. 26. feb. 1984, kona
Birgitta Gunnarsdóttir, f. 27. apr-
íl 1986, dóttir þeirra Emilía Nótt,
f. 27. jan. 2005, b) Róbert Óskar,
f. 8. okt 1986, c) Konráð Freyr, f.
23. mars 1988, og d) Friðrik
Gunnar, f. 3. nóv. 1992. Sonur Jó-
hönnu Konráðsdóttur og uppeld-
issonur Sigfúsar er Sveinn Krist-
insson, f. 16. sept. 1946, kvæntur
Hallbjörgu Björnsdóttur, f. 8. feb.
1945. Börn þeirra eru: a) Konráð,
f. 15. feb. 1972, fyrrv. maki
Guðný Steinunn Hreiðarsdóttir, f.
19. júní 1975, börn Elísabet Halla,
f. 29. des. 1997, Birkir Freyr, f. 6.
sept. 2000. b) Jóhann Þór, f. 2.
jan. 1975, sonur hans Viktor Páll,
f. 29. júlí 2004. c) Halldór Freyr,
f. 2. jan. 1975.
Útför Sigfúsar var gerð frá
Hvalsneskirkju 15. mars, í kyrr-
þey að ósk hins látna.
þeirra eru: 1) Gunn-
ar Borgþór, f. 8.
sept. 1948, kvæntur
Sigurbjörgu Eiríks-
dóttur, f. 29. maí
1947. Börn þeirra
eru: a) Sigfús Þór-
hallur, f. 18. des.
1968, kvæntur Erlu
Jónu Hilmarsdóttur,
f. 6. sept. 1964, synir
þeirra eru Gunnar
Borgþór, f. 7. júlí
1992 og Ágúst Þór,
f. 10. ágúst 1996. b)
Eiríkur Jón, f. 2. júní
1970, kvæntur Lilju Kristínu Þor-
steinsdóttur, f. 4. okt. 1969, börn
þeirra eru Þorsteinn Grétar, f.
14. maí 1994, Helgi Snær, f. 9.
sept. 1996, og Sigurbjörg, f. 17.
ágúst 2001. c) Jóhanna Ósk, f. 5.
júní 1975, fyrrv. maki Vilhjálmur
Fannar Vilmundsson, f. 23. ágúst
1970, börn þeirra eru Ástrós
Anna, f. 3. ágúst 1993, og Vil-
mundur Árni, f. 6. ágúst 2001.
Sonur Jóhönnu og Guðmundar
Inga Ólafssonar, f. 8. apríl 1970,
er Garðar Ingi, f. 9. feb. 1997. d)
Konný Hrund, f. 10. ágúst 1980,
gift Hannesi Jóhannssyni, f. 21.
sept. 1979, synir þeirra eru Jó-
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Sigríður Sigfúsdóttir
og fjölskylda.
Þegar ég sest niður til að skrifa
kveðjuorð um tengdaföður minn
verður mér fyrst orða vant. Það er af
svo mörgu að taka. Okkar leiðir lágu
saman í rúm 43 ár. Ég var aðeins
sautján ára þegar ég kom inn á heim-
ili hans sem kærasta eldri sonarins.
Ósköp ung að hans mati auðvitað. En
í dag finnst mér skrítin tilhugsun að
hann var þá aðeins þrjátíu og sjö ára
sjálfur! En ég fann fljótlega að hann
hafði á mér tröllatrú og ég var hreyk-
in þegar hann kallaði mig prinsess-
una sína. Og það sama ár 1964 fékk
hann líka aðalprinsessuna, einka-
dóttur sína í fangið og var mjög stolt-
ur.
En lífið er ekki alltaf dans á rósum
og árið 1968 misstu þau hjónin yngri
son sinn Konráð af slysförum. Það
var mikið áfall og sár harmur sem
dundi yfir okkur öll.
Sigfús fæddist og ólst upp í Hafn-
arfirði og naut hefðbundinnar skóla-
göngu sinnar tíðar. Hann fór ungur á
sjó og stundaði sjómennsku í þrjátíu
og fimm ár. Hann fór svo að vinna hjá
Íslenskum aðalverktökum árið 1981
og vann þar til sextíu og níu ára ald-
urs.
Sigfús og Jóhanna hófu líka bú-
skap í Hafnarfirði. Og þau byggðu
sér hús að Svalbarði 9. Þar bjuggu
þau þegar ég kom í þessa góðu Gafl-
arafjölskyldu. Auk bræðranna
tveggja og síðar systurinnar litlu ólst
Sveinn sonur Jóhönnu upp hjá þeim.
En árið 1982 söðluðu þau um og flutt-
ust til Sandgerðis. Þar bjuggum við
Gunnar sonur þeirra með vaxandi
fjölskyldu og þar settist Sigríður
dóttir þeirra líka að með fjölskyldu
sína.
Sigfús naut þess að vera nálægt
barnabörnunum og voru þau hænd
að honum. Og svo fæddust langafa-
börnin sem fengu ekki síður mjúka
meðferð. Eftir að hann hætti að
vinna aðstoðaði hann við uppeldi
ungviðisins og taldi ekki eftir sér
sporin. Hann sótti þau t.d. oft á leik-
skólann ef á þurfti að halda. Jóhanna
var umboðsmaður Morgunblaðsins í
tæp tuttugu ár, frá 1982 til 2001. Það
muna margir Sandgerðingar eftir
Fúsa hlaupandi með Moggann í
morgunsárið! Sigfús var dagfars-
prúður, léttur og gamansamur þó
vissulega hefði hann stórt skap.
Hann var með afbrigðum stríðinn og
hafði gaman af léttum skröksögum
sem hann gleymdi iðulega að leið-
rétta. Og stundum varð hálfvand-
ræðalegt ástand í sambandi við það
og þá hló hann dátt. Hann var mikill
veiðidellukarl og naut þess að fara í
veiðiferðir með Sveini Sigurjónssyni
vini sínum og tengdasyninum Frið-
rik. Hann hafði líka dálæti á fótbolta
og þegar leikirnir hans voru í sjón-
varpinu var hann ekki viðræðuhæf-
ur. Sigfús var verkalýðssinnaður
maður. Jafnaðarmaður af lífi og sál.
Það fór því ekki illa á að hann var
tvisvar heiðraður af Verkalýðs- og
sjómannafélagi Sandgerðis. Fyrst á
sjómannadag fyrir nokkrum árum og
síðan þann fyrsta maí í fyrra. Þegar
ég settist í bæjarstjórn árið 1994 var
hann mjög áhugasamur og fylgdist
vel með því sem gerðist. Þá fann ég
sem fyrr hvað hann hafði mikla trú á
tengdadóttur sinni.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
– Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal.)
Ég kveð tengdaföður minn með
þakklæti og virðingu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir.
Afi er farinn og væntanlega kom-
inn á góðan stað. En það er sárt að
sjá á eftir honum.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hann afa minn.
Ég man lítillega eftir honum í
Hafnarfirði en ekki að ráði fyrr en
hér í Sandgerði. Ég var aðeins sjö
ára þegar þau fluttu hingað amma og
afi og man enn hvað ég var glöð yfir
því.
Annars finnst mér afi hafa verið
síplatandi! Vá hvað kallinn gat
skrökvað og ýkt sögur. Svo gleymdi
hann að segja okkur að hann hefði
bara verið að spauga í okkur enda var
ég hætt að trúa honum. Amma sagði
oft … hann er að bulla í þér stelpa og
þá varð hann fúll yfir að amma væri
að skemma fyrir honum.
Einu sinni kom hann og sótti mig í
mat og sagði mér að setjast aftur í
sem ég gerði en spurði samt af
hverju ég þyrfti þess. Þá sagði hann
að hurðin væri eitthvað biluð og væri
föst. Ég trúði því að sjálfsögðu en svo
fór hann ekkert af stað og ég spurði
af hverju það væri. Jú bíllinn væri
svo skrítinn að það þyrfti að bíða
smástund áður en hann tæki af stað
aftur. Ég var nú pínu hissa en sat
eins og dúkka aftur í og horfði út um
gluggann. Sé ég ekki hvar amma
kemur labbandi. Hurðin var ekki bil-
uð og bíllinn ekkert skrítinn! Afi var
mjög hress og skemmtilegur en hann
var líka skapstór. Fótbolti var hans
yndi. Hann kom oft til mín og Fann-
ars, þegar við bjuggum saman, til að
horfa á Liverpool-leik með honum.
Þá þýddi nú ekki að tala við hann! Afi
var líka heiðraður 1. maí í fyrra af
Verkalýðs- og sjómannafélagi Sand-
gerðis. Vá hvað ég var stolt af honum
þá.
Afi hafði ekki átt bíl í nokkur ár en
langaði mjög til að fá bíl aftur til að
geta skroppið til vina og kunningja
en efnin leyfðu það ekki. Hann end-
urnýjaði ökuskírteinið sitt um dag-
inn. Ég sagði að hann gæti haft minn
bíl, því ég væri allan daginn í
vinnunni. Ha, nei, aldeilis ekki, hann
væri sko beinskiptur, það vildi hann
ekki sjá! Já, góð leið til að segja nei.
Þetta var í síðasta sinn sem ég sá afa
minn á lífi.
Ég er sár yfir að hafa ekki gefið
mér meiri tíma fyrir hann. Mikil
vinna og þrjú börn. En maður getur
víst alltaf fundið smátíma samt. Við
eigum að gefa okkur meiri tíma fyrir
fólkið okkar. Við vitum aldrei hvenær
við missum þau og ekki síst þau sem
eru orðin fullorðin.
Ég ætla að vera duglegri að heim-
sækja ömmur mínar en ég hef verið.
Ég fékk páskaegg í gær og málshátt-
urinn í því var Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur. – Orð að
sönnu.
Afi, þú varst bestur og ég á eftir að
sakna þín. Ég vona að þú sért í góðu
yfirlæti á nýjum bíl að rúnta með
Konna frænda. Ég kveð þig í bili,
elsku afi.
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir.
Þegar ég hugsa til þín, elsku afi, þá
fer ég alltaf að brosa.
Þú varst alltaf svo ánægður þegar
ég kom með guttana mína í heimsókn
til þín og ömmu. Þeir voru líka alltaf
ánægðir að sjá þig, því þeir vissu að
þú gafst þeim alla þína athygli, fórst
með þá út á svalir og þið horfðuð á
alla bílana keyra framhjá.
Ég vildi að við hefðum verið dug-
legri að koma í heimsókn. Maður veit
aldrei hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.
Við söknum þín svo mikið, en við
vitum líka að þér líður svo miklu bet-
ur. Þarft ekki að fara í neina lækn-
isskoðun framar. Veit að það var
nokkuð sem þér fannst ekkert of
gaman að gera.
Ég sé þig núna fyrir mér sitja í
stúku á Anfield, sötra bjór og hvetja
Liverpool til dáða og fagna svo inni-
lega þegar þeir skora.
Ég kom við hjá Sirrý rétt eftir
jarðarförina þína og hún sagði mér
frá því að giftingarhringurinn henn-
ar og mokkastellið væru bæði komin
í leitirnar. Hún hafði leitað að því í
næstum ár og koma þessir hlutir,
sem skiptu Sirrý svo miklu máli, í
leitirnar nokkrum dögum eftir að þú
kvaddir okkur. Þetta segir okkur það
að þú hafir komið við hjá dóttur þinni
og fundið þetta fyrir hana. Þetta fékk
mig til að brosa.
Manstu þegar ég skar mig á þum-
alputtanum? Ég var, held ég, 11 ára.
Ég skar mig eftir að hafa verið að
búa til hús handa Kát, hvolpinum
okkar. Það var enginn heima þannig
að ég hljóp beint yfir til þín og þú
leist á sárið og sagðir: „Hva, þetta er
bara smáskeina, elskan mín. Sjáðu
afa, ég er bara með níu putta og það
var sko ekkert sárt að missa puttann
minn.“ Ég man að mér fannst þú svo
mikið hörkutól og hætti alveg um leið
að gráta.
Pabbi var reyndar ekki sáttur út í
þig að hafa ekki farið með mig til að
láta sauma sárið, því það var mjög
djúpt og hann hafði áhyggjur af að ég
fengi ljótt ör. Ég er sátt við að eiga
þetta ör því það minnir mig á hörku-
tólið afa minn, sem lét sko engan
finna fyrir því að honum liði eitthvað
illa. Brosti alltaf þegar hann sá okkur
og knúsaði okkur svo innilega þegar
við sögðum bless.
Elsku afi, ég ætla að segja bless í
bili. Veit að ég á eftir að hitta þig aft-
ur einhvern daginn og ég hlakka til
að fá hlýja knúsið frá þér þá.
Þitt bros og blíðlyndi lifir
og bjarma á sporin slær,
það vermir kvöldgöngu veginn,
þú varst okkur stjarnan skær.
Þitt hús var sem helgur staður,
hvar hamingjan vonir ól.
Þín ástúð til okkar streymdi
sem ylur frá bjartri sól.
Þín milda og fagra minning
sem morgunbjart sólskin er.
Þá kallið til okkar kemur,
við komum á eftir þér.
(F.A.)
Innilegar kveðjur.
Þín sonardóttir
Konný.
Mig langar að minnast Fúsa vinar
míns með nokkrum orðum. Fyrst
kynntist ég Fúsa um borð í togar-
anum Ágústi, á Halamiðum 1953.
Treg veiði var þá stundina, og var
vaktin kölluð niður í netalest að skera
til gömul netastykki. Þegar það var
búið var farið upp í matsal, þar sat
Fúsi og stoppaði í ullarvettling. Báts-
maðurinn segir þá við hann: „Þú
mættir ekki í netalestina.“ Fúsi svar-
ar að bragði: „Mér datt ekki í hug að
skoða hasarblöð með ykkur í neta-
lestinni.“ Eitthvað kom þetta við
bátsmanninn, hann sagði ekki meir,
en þetta voru fyrstu kynni mín af
Fúsa. Fimm árum seinna urðum við
skipsfélagar aftur, og það til margra
ára.
En bestu árin áttum við saman á
Hornafirði, þegar við bjuggum með
konum okkar hvor í sínu hjólhýsinu á
tjaldstæðinu, frá vori til hausts. Þar
stunduðum við færaveiðar á 10 tonna
bát, og mokfiskuðum, þá var oft gam-
an að koma í land með hlaðinn bát.
Í landlegum var oft gleði og gam-
an, grillað, spilað eða keyrt um sveit-
ir. Oft gat verið hiti og sól í landi, þótt
bræla væri úti fyrir, góð þrjú sumur.
Ég man ekki eftir að okkur Fúsa
yrði sundurorða alla okkar samveru,
en hlógum mikið, og ekki síst að al-
veg satt-sögunum hans, sem Fúsi
sagði án þess að brosa, en augun
blikkuðu ótt og títt.
Það eru 55 ár frá okkar fyrstu
kynnum. Eitthvað töluvert á annan
tug ára vorum við saman á sjó, en
upp úr 1980 þurfti Fúsi að fara í land
vegna kransæðastíflu, en hann komst
yfir það. Skipt um nokkrar æðar,
ekkert mál að hans mati, og vann
hann í mörg ár í landi eftir það.
Lengst af uppi á flugvelli hjá Gunnari
syni sínum. Fúsi var hraustmenni,
sem lét ekkert beygja sig.
Fúsa þótti gaman að veiða á stöng,
enda fiskinn. Það var ekki til fiskur í
því vatni ef hann fengi ekki bröndu.
Við fórum nokkra veiðitúra saman,
og þótti mér gott að fá einn fisk, þótt
Fúsi fengi tíu.
Við Inga þökkum öll árin góðu,
sjáumst máski, austur af sól og suður
af mána, þar sem Stjáni blái siglir
hvassan beitivind.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Jóhönnu, barna, tengdabarna,
barnabarna og langafabarna. Guð
styrki ykkur og styðji.
Inga og Sveinn.
Sigfús Þórhallur Borgþórsson
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*%