Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 41

Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 41 Sigurlaug, föður- systir mín, var um margt merkileg kona. Hún var alin upp á Akureyri, gekk vart í skóla og taldi hún sig hlunn- farna af þeim sökum, hana langaði svo mikið að hafa fengið að læra. Slíkt var hlutskipti barns á þriðja áratug síðustu aldar þegar Sigurlaug á fyrsta ári missti móð- ur sína. Heimilið var leyst upp eft- ir móðurmissinn og ólust systkinin Sigurlaug, Guðjón og Sigurður faðir minn því upp á þremur stöð- um. Um annað var ekki að ræða. Má ímynda sér hvað brotist hefur um í huga barns við þessar að- stæður. En Sigurlaug fullorðnaðist, gift- ist Óskari Friðjóni Jónssyni og eignuðust þau fjóra syni. Þau bjuggu lengstum á Þingvöllum, þar sem nú er Háskólinn á Ak- ureyri, ráku þar fjárbú fram á 8. áratuginn og er merkilegt að hugsa til þess nú þegar bærinn hefur fengið á sig nýjan brag, sem framsækinn skólabær. Sigurlaug fylgdist vel með, var bókhneigð, stálminnug og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún hafði kímnigáfuna hennar Gústu frænku í Danmörku, móðursystur sinnar, sem alin var upp á sama stað, en báðar voru þær skjótar í hugsun og oft stríðn- ar. Hún þóttist til dæmis stundum ekkert muna og gerðist sposk á svip. Var þá næsta víst að eitthvað bjó undir sem réttast væri að hafa ekki hátt um eða að hún hefði stórar fréttir að færa og vildi byggja upp eftirvæntingu áheyr- andans. Hún talaði norðlensku, kvað fast að k, t og p, raddaði l’in og hafði ítónun sem fátíðari gerist. Samband hennar við syni sína var einstaklega gott. Veitti hún þeim umhyggju alla tíð og börnum þeirra athygli og var áhugasöm um velferð þeirra. Eftir að Sig- urður sonur hennar dó naut hún félagsskapar sonar hans, Sigurðar Freys, er hann átti heimili hjá henni meðan hann var í Mennta- skólanum. Mátti vart á milli sjá hvort var þakklátara fyrir sambúð hins. Umkringd sonum og fjölskyld- um þeirra kvaddi hún þetta líf á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, sátt við örlögin. Banalegan var stutt, en æðruleysi hennar og gæska er hjálpleg þeim sem nú syrgja. Fyrir hönd foreldra minna, syst- kina og fjölskyldna okkar sendi ég Jóni, Þorsteini, Ólafi Njáli og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Anna Sjöfn Sigurðardóttir. Fyrir stuttu skrapp ég akandi norður yfir heiðar til að kveðja gamla vinkonu mína og frænku, Lillu á Þingvöllum. Ég var einn á ferð á og leiðinni gafst nægur tími Sigurlaug Njálsdóttir ✝ Sigurlaug Njáls-dóttir fæddist á Siglufirði 4. desem- ber 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar þriðjudag- inn 11. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 19. mars. til að rifja upp liðna tíma og skemmtileg- ar minningar. Þegar áfangastað var náð tók hún á móti mér með sömu hlýju og gleði og hún gerði alltaf þegar ég heim- sótti hana og Óskar á Þingvöllum, forðum daga. ,,Elsku Heiðar minn, ert þú nú kom- inn?“ og um stund fannst mér ég vera staddur í eldhúsinu á Þingvöllum. Búinn að hjóla úr Byggðaveginum með gam- alt brauð í farteskinu fyrir Surtlu. Óli frændi úti í Gamla bæ að gera við skellinöðruna og Siddi inni í herbergi nýkomin úr siglingu með fágætt góðgæti. Ég í eldhúsinu með mjólk og kökur fyrir framan mig að spjalla við Lillu. Hún var alltaf hreinskilin, sagði meiningu sína umbúðalaust hvort sem manni líkaði það betur eða verr. Og þess vegna var vinskapur okkar svona góður. Sumt af ýmsum sláandi staðreyndum sem okkur Lillu fór á milli í eldhúsinu tók mig töluverð- an tíma að melta, t.d. að ég og Rut Reginalds ættum það sameiginlegt að vera bæði fordekruð og spillt. Og ég sagði Lillu líka alltaf satt, sagði henni m.a. hvernig það væri að eiga fósturföður og mömmu í Reykjavík og pabba í Bandaríkj- unum. Við ræddum líka um stóru málin, ýmis samfélagsleg mál og pólitík. Ég lærði af henni ömmu Heiðu og fleirum að verkafólkið væri það sem héldi uppi þessu þjóðfélagi. Að þeir sem stjórnuðu SÍS-verksmiðjunum á Gleráreyr- um væru vel flestir arðræningjar sem hefðu lítið vit og enn minni skilning á því hvernig reka ætti fyrirtækið. Einnig að bónuskerfið á verksmiðjunum væri ósann- gjarnt. Og þarna í eldhúsinu með Lillu skildi ég þetta allt miklu bet- ur og sá þetta allt í réttara sam- hengi. Hún hefur líka alltaf talað við mig eins og fullorðinn frá því að ég man eftir mér. Og fyrir það er ég henni ævinlega þakklátur. Eitt af því dýrmætasta sem barni er gefið af fullorðnum er tími, at- hygli og þolinmæði. Og af þessu þrennu var aldrei neinn skortur hjá Lillu eða öðru heimilisfólki á Þingvöllum. En þar mæddi nú líka mikið á Óla frænda. Og þegar við Lilla áttum okkar síðasta samtal þarna um daginn minntist hún ein- mitt á þetta, hvað Óli hefði alltaf verið sérstaklega umburðarlyndur gagnvart mér. Ég að suða í sífellu um að fá að fara hring á skelli- nöðrunni og svo síðar að fá að fara á rúntinn á Bjöllunni og síðar Ma- vericknum. Og öllu þessu tók Óli með jafnaðargeði þannig að flestir strákar í Byggðaveginum trúðu því ekki að ég hefði verið á rúnt- inum með Óla frænda. Þannig er mikil birta og gleði yfir öllum minningum mínum frá Lillu og fjölskyldu á Þingvöllum. Ég kveð því góða og kæra vinkonu og frænku með miklum söknuði. Þeim eftirlifandi Þingvallabræðr- um Jónsa, Steina og Óla ásamt mökum þeirra, barnabörnum og barnabarna börnum Lillu sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur sem og öðrum aðstandendum. Minning- in um heiðarlega, hreinskipta og hjartahlýja konu mun lifa. Kær kveðja. Heiðar Ingi Svansson. ✝ Álfhildur Guð-bjartsdóttir fæddist á Ísafirði 7. júlí 1972. Hún and- aðist 8. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Guð- bjartur Kristinn Ástþórsson, f. 17. júlí 1950 og Sigríð- ur Ingibjörg Karls- dóttir, f. 8. júlí 1952. Systkini Álfhildar eru Margrét Krist- jana, f. 19. júlí 1974, sambýlismaður Hjálmar Þorvaldsson, f. 4. októ- ber 1977, börn þeirra eru Elías Andri Karlsson og Magnús Örn Hjálmarsson, og Ástþór, f. 23. ágúst 1979. Börn Álfhildar eru Sigríður Elsa Sigurðardóttir, f. 13. maí 1990, Stefán Bragi Ágústsson, f. 2. september 1992, og Birta Dögg Guðnadóttir, f. 23. október 1999. Álf- hildur giftist 19. júní 1997 Guðna Elí- assyni, f. 30. janúar 1961. Þau skildu 2005. Útför Álfhildar var gerð frá Ísafjarðarkirkju 15. mars. Elsku frænka okkar er látin, svo ung að aldri, við trúum því ekki enn. Ég, Marta, hitti þig daginn áð- ur svo hressa og káta. Hefði ég vit- að að þetta væri í síðasta skiptið sem ég fengi að tala við þig, hefði ég viljað segja svo margt en í stað- inn var ég að flýta mér heim. Ég hef hugsað mikið um það hvað ég hefði viljað segja, en svona er víst lífið. Við vitum ekki alltaf hvað morg- undagurinn ber í skauti sér, þannig að við segjum það bara hér. Við er- um svo þakklátar fyrir að hafa kynnst þér svona vel síðustu ár, eft- ir að þú fluttir vestur aftur. Við vor- um að vinna saman í Miðfelli fyrir nokkrum árum – við, þú og systkini þín, eiginlega allir í þinni fjölskyldu og þið voruð alltaf svo góð við okkur og gaman að hanga með ykkur. Við vorum svolítið dugleg að „djóka“ í hvert öðru og hlógum svo bara, það voru góðir tímar, en nú sitjum við hér og hugsum um þig og þína. Birta dóttir þín, hún er svo skýr og klár og svo lík mömmu sinni, al- veg frábær stelpa og Sigga og Stef- án, alveg yndisleg börn sem þú átt. Við mun gera okkar besta til að hjálpa þeim í gegnum þetta. Elsku frænka, við eigum eftir að sakna þín mikið. Þínar frænkur Marta og Hafdís. Elsku Álfhildur mín. Það er sárara en orð fá lýst að rita hér minningarorð um þína allt of stuttu ævi. Þú varst litla frænka mín, 11 árum yngri og því varð ég sjálfskipuð barnfóstra fyrstu árin ykkar systra. Mikið undur varstu dásamlegt og fallegt barn. fljót til og skýr en svo viðkvæm og auðsærð og átti það eftir að há þér alla tíð. Ekki er hægt að segja að lífið hafi farið mjúkum höndum um þig, en þrátt fyrir basl var gleðin alltaf ríkjandi og sú sterka ást sem þú barst til barna þinna var öllu böli yfirsterkari. Við keyrðum saman suður frænkurnar á jóladag og mun ég ávallt minnast þeirrar ferðar með þakklæti því við áttum saman svo góðar samræður þar sem þú talaðir endalaust um krakkana þína og hvaða áform þið höfðuð. Hvað þau voru að gera og þú varst svo stolt af þeim. Þinni ferð var heitið að hitta son þinn, Stefán Braga, og ætluðuð þið Birta að eyða áramót- unum með honum. Þú varst svo spennt og lagðir ofuráherslu á að þú yrðir komin suður á undan til að taka á móti honum. Í þessari ferð kynntist ég þér alveg upp á nýtt, þú komst mér mjög á óvart. Þú sagðir mér undan og ofan af ýmsu sem gekk á í lífi þínu og ég kynntist konu sem þurfti að taka erfiðar ákvarðanir af yfirvegun og skyn- semi með hag barnanna að leið- arljósi. Þú áttir þér stóra drauma og þú planaðir framtíðina. Í ferðinni okkar talaðir þú mikið um hversu góðan stuðning þú hafðir af for- eldrum þínum og af orðum þínum fann maður hversu mikil væntum- þykja ríkti milli ykkar allra. Þú reyndist afa þínum og ömmu afar vel og varst alltaf boðin og búin að hjálpa þeim, hafðu þökk fyrir það. Laugardagurinn 8. mars var mikill sorgardagur hjá okkur öllum og enn í dag hálf-óraunverulegur. Í dag fylgjum við þér til hinstu hvílu. Takk fyrir allt, elsku frænka. Guð varðveiti þig, hvíl í friði. Elsku Sigga, Bubbi, Sigríður Elsa, Stefán Bragi, Birta Dögg, Margrét, Ástþór og aðrir aðstand- endur: Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Haldið fast hvert utan um annað. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Halldóra frænka. Elsku Álfhildur mín, það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okk- ur. Maður hittir ekki marga á lífs- leiðinni sem eru eins og þú, þú tókst manni alltaf opnum örmum þegar maður hitti þig og þú sagðir alltaf ,,Hæ, sæta mín“ eða ,,Hvað segirðu, dúllan mín.“ Við spjölluðum mikið saman áður en dóttir þín flutti vestur, þú baðst mig að hafa auga henni, á þeim tímapunkti fann ég hversu mikið þér þótti vænt um hana, eins með Birtu og Stefán, enda varstu með hjartað á réttum stað. Seinast er ég hitti þig vorum við að skemmta okkur og þú sagðist ætla að fylgjast með mér, elsku frænka. Mér þætti afskaplega vænt um ef þú mundi halda því áfram. Elsku stóra frænka, þú munt allt- af eiga stað í mínu hjarta. Hvíldu í friði. Elsku Sigga, Bubbi, Sigríður Elsa, Stefán Bragi, Birta Dögg, Margrét, Ástþór og aðrir aðstand- endur, ég votta mína dýpstu samúð og vona að fjölskyldan standi þétt saman gegnum þennan erfiða tíma. Kristjana Pálsdóttir. Í dag kveð ég mína elskulegu vin- konu með miklum trega og sorg í hjarta. Svo margar spurningar vakna í kollinum á manni og maður spyr sig hvers vegna fólk er tekið frá manni svona snöggt. En eins og ég sagði við börnin mín, hefur Guði vantað góðan engil og varð Álfhild- ur fyrir valinu. Álfhildur var dásam- leg manneskja sem var svo hjartahlý og góð, hún vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Hún var mikið hérna hjá mér síðustu mán- uðina og styttum við hvor annarri stundirnar með því að horfa á allt sem kom dulrænum málefnum við og um þessi mál gátum við spjallað endalaust. Þar sem maðurinn minn er á frystitogara og er lítið heima, þá komu þær mæðgur, Birta og hún til okkar og gistu. Það var mikið hlegið og haft gaman, því eins og allir sem þekktu Álfhildi vita var hún alltaf hlæjandi og alltaf stutt í grínið hjá henni. Hún var hrikalega stríðin og átti það oft til að koma aftan að manni til þess að bregða manni, sérstaklega ef maður var niðursokkinn í þessa þætti okkar. Daginn fyrir andlát hennar vorum við að plana í hverju við ættum að vera á grímuballi sem átti að vera kvöldið eftir. Við vorum lengi búin að velta þessu fyrir okkur en kom- umst svo að þeirri niðurstöðu að vakna snemma næsta dag og reyna að fá lánaðan nunnubúning einhvers staðar og hún yrði þá stífmáluð ófrísk nunna á ballinu. Við hlógum mikið að þessu og við hlökkuðum svo til að fara. En sú varð ekki raunin. Laugardagurinn sem átti að vera svo skemmtilegur breyttist snöggt eftir þessar hræðilegu frétt- ir. Maður er ekki farinn að trúa þessu ennþá, þetta er allt saman svo fjarstæðukennt og óraunveru- legt, ég vil bara vakna upp við vondan draum og hringja í hana. Elsku Álfhildur mín, fallega vin- kona mín, mig langar ekki að hugsa um lífið án þín. Þetta er svo ólýs- anlega sárt. En ég veit það samt að núna líður þér vel og vakir yfir okkur sem eftir stöndum. Ég elska þig meir en orð fá lýst og við sjáumst hressar og kátar síðar þegar minn tími er kom- inn. Minningarnar eru geymdar á góðum stað í hjarta mínu, og vil ég þakka þér elsku Guð fyrir að hafa leitt okkur saman og að ég hafi fengið að kynnast henni Álfhildi minni. Ég elska þig ástin mín, og sofðu rótt. Ég vil ljúka þessari grein minni með góðum orðum, sem ég veit að myndu koma beint úr Álfhildar hjarta akkúrat núna. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku Sigga Elsa, Stefán Bragi, Birta Dögg, Sigga, Bubbi, Ástþór, Magga og aðrir aðstandendur, Guð styrki ykkur og verndi í þessari miklu sorg. Þið eruð í bænum mín- um. Kveðja, Jónína Guðrún Thorarensen, Ísafirði. Æskuvinkona mín Álfhildur er látin, langt fyrir aldur fram. Við vorum skólasystur og vinkonur og áttum við margar góðar stundir saman í æsku. Á seinni árum, þegar Álfhildur fluttist aftur á Ísafjörð bættum við fleiri góðum stundum í safn minninganna sem nú eru svo dýrmætar. Fyrir þessar stundir langar mig að þakka og minnast Álfhildar með þessum sálmi: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Börnum Álfhildar og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hulda Björk Veturliðadóttir. Álfhildur Guðbjartsdóttir Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.