Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 53
Krossgáta
Lárétt | 1 greftra, 4 býsn,
7 bjúga, 8 dáin, 9 stúlka,
11 magurt, 13 rúða, 14
krafturinn, 15 þungi, 17
menn, 20 annir, 22
skrökvað, 23 kostnaður,
24 eldstæði, 25 nytjalönd.
Lóðrétt | 1 flokkur, 2 alir,
3 mannsnafn, 4 líf, 5
elskuleg, 6 gustar, 10
tímarit, 12 ádráttur, 13
hávaða, 15 slátra, 16 úr-
komu, 18 álítur, 19 sjó-
fuglar, 20 fyrir stuttu, 21
á stundinni.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 agnarsmár, 8 lýsir, 9 róaði, 10 æsa, 11 trauð, 13
feiti, 15 helga, 18 snara, 21 tóm, 22 letji, 23 áfall, 24 ald-
urtili.
Lóðrétt: 2 giska, 3 afræð, 4 skraf, 5 ábati, 6 slit, 7 hiki, 12
ugg, 14 ern, 15 hæli, 16 lítil, 17 atinu, 18 smátt, 19 aðall,
20 auli.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Margir eiga í stöðugum vandræð-
um sem aldrei eiga sér stað. Ekki gefa þig
áhyggjunum á vald. Gott er að eiga við
þau án þess að huga að því sem kemur
næst.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Stjörnurnar skerpa athyglisgáfuna
þína. Notaðu það til að skilja hvað ástvinir
þínir vilja. Þú þarft ekki að uppfylla þarf-
irnar, bara vita hvað er í gangi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Gleymdu því að andstæður lað-
ast hvor að annarri – það er bara vegna
segla. Fólkið í kringum þig vill að þú teng-
ir við sameiginlegar hliðar ykkar. Gerðu
það.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert mjög meðvitaður um til-
finningaleg tengsl þín við hluti. Minjagrip-
ir eiga sérstakan sess í hjarta þínu. Gefðu
einn þannig sem þýðingarmikla gjöf.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þig klæjar í puttana að koma upp um
misferli og heimurinn bíður æstur þér við
hlið. Þú veldur honum ekki vonbrigðum
með leikrænni nálgun þinni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Í heimsbókmenntunum er sönn ást
sjaldan eingöngu sæla og kostar yfirleitt
sitt. En þetta er raunveruleikinn. Þú get-
ur fundið hamingju í sambandi og gerir
það. Endir.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert enn og aftur beðinn um að
leysa úr klípu en þér leiðist það. En þú ert
svo góður í því! Og þegar þú finnur hina
fullkomnu lausn verður þér ákaft fagnað.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú er svo miklu afkastameiri
á heimavelli. Það á við bæði í leik og starfi.
Láttu því fólk koma til þín, alltaf þegar
það er mögulegt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú vilt allt og allt í einu. En
hófsemi hentar þér miklu betur. Leyfðu
lífinu að opnast fyrir þér smám saman.
Ánægjan eykst við hvert skref.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Samband fer í gegnum hægar
breytingar. Vertu ekkert að pæla í smáat-
riðum breytinganna. Reyndu að fá þær
frekar á tilfinninguna og ná þannig að
stjórna þeim.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Undanfarið hefur líf þitt verið
hagkvæmt og leiðinlegt. Og það hentar
þér alls ekki. Í dag skaltu því gera eins
margt skemmtilegt og þú getur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hittir þann yndislega vin eða
ættingja sem nennir að hlusta á hvert at-
riði velgengni þinnar. Það er sjaldgæft
tækifæri. Farðu nú og montaðu þig.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5.
b6 Dxb6 6. Rc3 g6 7. Rf3 Bg7 8. Rd2 d6
9. e4 O–O 10. Be2 Rbd7 11. O–O Hb8
12. Dc2 Dc7 13. b3 e6 14. dxe6 fxe6 15.
Bb2 Re5 16. Ra4 Rfd7 17. Bc4 Rb6 18.
Rxb6 Hxb6 19. Had1 De7 20. Be2 Hb8
21. Rc4 Rxc4 22. Bxc4 Bxb2 23. Dxb2
Bb7 24. De2 a5 25. Hd3 Hbd8 26. Hfd1
Kg7 27. Db2+ Kg8 28. Dd2 Bxe4 29.
Hxd6 Bd5 30. Hxd8 Hxd8 31. Dxa5
Ha8 32. Dd2 Bxc4 33. bxc4 Ha4 34. De2
Df6 35. g3 Ha7 36. Hd6 Kf7 37. Hd3
Da1+ 38. Kg2 Dxa2
Staðan kom upp á opna Reykjavík-
urmótinu sem lauk fyrir skömmu. Al-
þjóðlegi meistarinn Peter Vavrak
(2472) frá Slóvakíu hafði hvítt gegn
Andrzej Misiuga (2157) frá Póllandi.
39. Hd7+! Kf6 40. Df3+ og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Val á þvingun.
Norður
♠1084
♥985
♦5
♣KD10962
Vestur Austur
♠KD97 ♠6532
♥KG103 ♥D62
♦92 ♦108764
♣843 ♣7
Suður
♠ÁG
♥Á74
♦ÁKDG3
♣ÁG5
Suður spilar 7G.
Spaðakóngur kemur út og sagnhafi
telur upp í 12 örugga slagi. Sá þrett-
ándi kemur ef tígullinn fellur 4–3 (62%)
en annars þarf kastþröng. Suður tekur
á ♠Á, prófar laufið með ♣ÁG og austur
hendir spaða í laufgosann. Tími til að
staldra við.
Ef vestur fimmlit í tígli má þvinga
hann með því að leggja nú niður ♥Á og
spila svo öllum laufunum. Tígulein-
spilið í borði sér um sambandið heim
og hótunarspilin eru ♠10 í borði og ♦3
heima.
En eftir byrjunina er líklegra að
austur sé með tígullengd og í því tilfelli
þarf annars konar þvingun – tvöfalda.
Sagnhafi tekur þá fjóra slagi á tígul áð-
ur en hann klárar laufin. Þegar síðasta
laufinu er spilað þarf austur að halda í
hæsta tígul, vestur í hæsta spaða,
þannig að hvorugur ræður við hjartað.
Hjartasjöan verður úrslitaslagurinn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur deilir þeirriskoðun með varaformanninum, Ástu Þorleifsdóttur,
að háspennulínur eigi að fara meira í jörðu. Hvað heitir
formaðurinn?
2 Landgræðslan ætlar að leita allra leiða til orkusparn-aðar og hagræðingar. Hver er landgræðslustjóri?
3 Hvert verður meginþema næstu VetrarhátíðarReykjavíkurborgar?
4Margrét Auðunsdóttir er látin í hárri elli. Formaðurhvaða verkalýðsfélags var hún á árum áður? Svar:
Starfsstúlknafélagsins Sóknar.
Svör við spurningum
fimmtudagsins:
1. Hver hlaut heið-
ursverðlaun Íslensku
tónlistarverðlaunanna í
fyrrakvöld? Svar: Rúnar
Júlíusson. 2. Systurnar
Rut og Auður Jónsdætur
landliðskonur í hand-
knattleik eru á leið til
liða í Danmörku. Hvar
leika þær hér heima?
Svar: Hjá HK. 3. Falasteen Abu Libdeh hefur tekið sæti í borg-
arstjórn, fyrsti Íslendingurinn af erlendum uppruna sem það gerir.
Hvaðan er hún? Svar: Palestínu. 4. Anthony Minghella kvik-
myndaleikstjóri er látinn. Hver var hans frægasta mynd? Svar:
Enski sjúklingurinn.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
SIGURJÓN
Baldur Haf-
steinsson varði
18. september sl.
doktorsritgerð
við mann-
fræðideild
Temple Univers-
ity í Bandaríkj-
unum. Ritgerðin
ber heitið: Un-
masking Deep Democracy: Aborig-
inal Peoples Television Network
(APTN) and Cultural Production.
Leiðbeinandi verkefnisins var dr.
Jay Ruby, en aðrir í nefndinni voru
dr. Jayasinjhi Jhala og dr. Denise
ÓBrien. Doktorsvörninni stjórnaði
dr. Paul Swann.
Ritgerðin byggir á etnógrafískri
rannsókn sem gerð var um sjón-
varpsstöðina APTN sem hefur að-
setur sitt í Winnipeg í Kanada. Stöð-
in var stofnuð árið 1999 og er fyrsta
sjónvarpsstöð sinnar tegundar í
heiminum, þar sem frumbyggjar
(aboriginal peoples) reka þjóð-
arsjónvarp. APTN-sjónvarpsstöðin
næst um alla Kanada og fjármögnun
með grunnáskrift og eru áskrif-
endur um 10 milljónir. Stöðin sendir
út allan sólarhringinn m.a. fræðslu-
efni, barnaefni, kvikmyndir, og rek-
ur einnig öfluga fréttastofu. Stöðin
sendir út efni sitt á ensku, frönsku
og fjölmörgum öðrum tungumálum
frumbyggja eins og Cree, Ojibway
og Inuktitut. Í ritgerðinni er fjallað
um hvernig kenningarleg umfjöllun
um fjölmiðlun frumbyggja (indi-
genous media) hefur verið sniðin og
stýrð af vestrænum viðmiðunum
sem eiga sér m.a. mynd í lífseigri ný-
lendustefnu Evrópuríkja. Sögu,
menningu og sjónarmiðum samtím-
ans meðal frumbyggja Kanada hafa
því ekki verið gerð nægilega góð skil
í fræðilegri umræðu um fjölmiðlun
frumbyggja og þar með verið vöntun
á því að skoða hvernig frumbyggjar
sjálfir líta á erindi sitt inn á svið fjöl-
miðlunar eins og sjónvarpsreksturs.
Út frá þeim sjónarhóli fjallar síðan
ritgerðin um þrjá þætti í starfsemi
stöðvarinnar sem eiga það sam-
merkt að skera sig úr í samanburði
við aðrar sjónvarpsstöðvar í Kanada
og reknar eru á grundvelli almanna-
hagsmuna. Í einum kafla ritgerð-
arinnar er skoðað hvernig skipulag
og stjórnun stöðvarinnar reynir að
tryggja umboð, lýðræðislega stjórn-
un og stefnumótun á grundvelli
frumbyggjamenningar. Annar kafli
ritgerðarinnar fjallar um áhorf-
endur stöðvarinnar, dagskrárgerð
og þær fjölmörgu áskoranir sem
frumbyggjar í kvikmyndagerð
standa frammi fyrir. Að endingu er
fjallað um fréttastofu stöðvarinnar,
hvaða forsendur eru lagðar fram við
fréttamat og framsetningu efnis.
Sigurjón er fæddur 1964 og er
sonur Guðbjargar Baldursdóttur
snyrtifræðings og Hafsteins Jens-
sonar sjómanns. Hann lauk BA-
námi í mannfræði við Háskóla Ís-
lands 1991 og MA-námi við Temple
University 1994. Sigurjón hefur ver-
ið stundakennari við HÍ frá 1994 og
einnig kennt við Listaháskóla Ís-
lands, Háskólann í Helsinki og
Temple University. Hann var for-
stöðumaður Ljósmyndasafns
Reykjavíkur 1997-2000 og safnstjóri
Kvikmyndasafns Íslands 2000-2001.
Sigurjón á tvær dætur frá fyrra
hjónabandi, en sambýliskona hans
er Tinna Grétarsdóttir dokt-
orsnemi. Eiga þau tvær dætur.
Doktor í
mannfræði
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson
FRÉTTIR
SAMBAND ungra Framsóknar-
manna telur að samstarfið um Evr-
ópska efnahagssvæðið hafi ekki
þróast nægilega og rík þörf sé á að
endurskoða stöðu Íslands gagnvart
Evrópusambandinu.
„Því telur SUF að það þjóni hags-
munum Íslands að hefja vinnu við
samningsmarkmið með aðild að ESB
í huga. Huga þarf sérstaklega að
hagsmunum Íslendinga í landbúnað-
ar- og sjávarútvegsmálum,“ segir í
ályktun frá stjórn SUF.
Það skipti þó mestu máli að löngu
er orðið tímabært að almenningur
fái að segja sína skoðun á málinu.
SUF telur að ekki sé eftir neinu að
bíða og að efna beri til kosninga sam-
hliða næstu forsetakosningum í júní
nk. þar sem kjósendur taki ákvörðun
um hvort hefja eigi aðildarviðræður
við Evrópusambandið eður ei.
SUF vill að
kosið verði
um aðildar-
viðræður