Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 55

Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 55 Laugardagslögin hafa verið vinsæl- asta sjónvarpsefni landsins það sem af er ári enda mikið rými fyrir áhorf- endur til að hafa áhrif á framvinduna og nóg af frægu fólki til að fylgjast með og hafa skoðun á. Nú eru öll lög- in sem tóku þátt í keppninni, 33 tals- ins, komin út á tvöfaldri geislaplötu. Flækjum ekki málin: Lang- stærstur hluti þessara laga er væm- inn, gersneyddur því sem gæti talist listræn úrvinnsla, klisjukenndur, hræðilega útsettur og hreinlega fyrir neðan allar hellur. Ef lögin hér eiga að vera einhvers konar rjómi þess sem íslenskir höfundar eru færir um þá er íslensk tón- list í mjög vond- um málum. Hins vegar er rétt að taka fram að söngvarar standa sig nær und- antekningarlaust vel. Lögin á diski A, þ.e. lögin 12 sem komust í lokakeppnina, eru þó skömminni skárri heldur en hin sem sátu eftir og lögin þrjú sem komust á pall standa vissulega upp úr, þó einn- ig megi telja til hið ágæta og hressi- lega „Don’t Wake Me Up“ með Ragn- heiði Gröndal sem er með smekklegri og djarfari lögum plötunnar þegar kemur að útsetningu og er bara ansi grípandi. Jólateknósmellurinn „Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey, Hey“ er þó besta lag plötunnar; ótrúlega gríp- andi og það er óhrætt við að gangast við eigin einfeldni og hallærisleika. Lagið hefur húmor fyrir sjálfu sér, sem á grátlega sjaldan við þótt sum lögin séu ekki mikið meira en vondur brandari, t.d. „Lullaby to Peace“ eftir Magnús Þór Sigmundsson og kraft- ballaðan „Núna veit ég“ sem Birgitta og Magni syngja. Sigurlagið „Full- komið líf“ er líka ágætt þótt það sjái ekki júróbjálkann í eigin auga. Það mætti segja að það sé taktískt nokkuð snjallt gagnvart lokakeppni Eurovisi- on í Serbíu, allar júróklisjurnar eru á sínum stað og vel útfærðar og aust- rænir skalar eru nýttir til að höfða til hópa sem sagan segir að séu áhrifa- miklir í atkvæðagreiðslunni. Eina lagið sem mætti beinlínis telja frum- legt eða spennandi í sjálfu sér er lagið „Hvar ertu nú?“ í flutningi Dr. Spock, þar sem graðhestarokki er spyrt saman við klisjukennt og væmið við- lag og heiltónshækkanir og öllu er slegið upp í grín. Furðulegasta fram- lagið er „The Wiggle Wiggle Song“ eftir Svölu Björgvins í flutningi Haffa Haff. Þetta er old-school-hardcore sem gæti hafa komið út 1991 og er allt í lagi sem slíkt. Á diski B er flatneskjan allsráðandi og maður veitir því eftirtekt að flytj- endur standa sig ekki jafnvel eða eru hreinlega ekki jafnsterkir þegar á heildina er litið. Inn á milli leynast þó ágætis smíðar; besta lagið er pönk- poppsmellurinn „Ísinn“ eftir Dr. Gunna í flutningi Heiðu. Raunar er það betra en langflest lögin á diski A. Hið glettilega „I Wanna Manicure“ með Hara er hressilega klikkað, til- raun Andreu Gylfadóttur með texta- leysi góðra gjalda verð og framlag Fabúlu „Bigger Shoes“ er sömuleiðis skemmtilega öðruvísi. Þegar allt er talið saman eru Laug- ardagslögin 2008 einhver versta safn- plata sem undirritaður hefur heyrt. Sem betur fer endurspeglar hún eng- an veginn þá fjölbreytni og þá frá- bæru hluti sem gerast í bílskúrum, svefnherbergjum og á stórum og smáum tónleikastöðum víða um land- ið. Hún er fyrst og síðast vitnisburður um lygina sem er stundum haldið að fólki í ljósvakamiðlum um hvað sé ný og spennandi tónlist og þörf áminn- ing um að leyfa okkur að ganga svo- lítið lengra og vera svolítið djarfari svo slys af þessu tagi endurtaki sig ekki. Laugardagslygin TÓNLIST Geisladiskur Ýmsir – Laugardagslögin 2008bnnnn Atli Bollason TÓNLISTARHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður hófst með látum á Ísafirði í fyrrakvöld, föstudaginn langa, með tónleikum Bob Justman og hljóm- sveitar hans. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Hálfdán Bjarki Hálf- dánarson, segir mætingu líklega betri en nokkru sinni. Í það minnsta var skemma útgerðarfyrirtækisins AÓÁ útgerðar á Ásgeirsbakka sneisafull af tónleikagestum og öll gistiheimili full- bókuð. Hálfdán segir aðsóknina slíka á tónleikana að tónleikastaðurinn sé að sprengja hátíðina utan af sér og ekki loku fyrir það skotið að byggja þurfi sér- stakt hús undir hátíðina. Seinna tón- leikakvöldið var í gær og kom þar fram mikill fjöldi sveita og tónlistar- manna. Þeir sem komu fram á hátíðinni, auk fyrrnefnds Justman, eru Hjaltalín, Ben Frost, Vax, Stein- tryggur, Morðingjarnir, Biogen, Skakkamanage, Hjálmar, Megas, Mugison, Abbababb, Retro Stefson, Vilhelm, Hellvar, Johnny Sexual, Hálfkák, Lára Rúnars, Prinsinn og Rattó, Benny Crespos Gang, diagon, Sudden weather change, Sprengju- höllin, Eivör, Karlakórinn og Ótt- arr, Mysterious Marta, Skátar, Múg- sefjun, Dísa, Hraun, UMTS, XXX Rottweilerhundar, Sign og SSSól. Myndasyrpa frá hátíðinni verður í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Kraftur Moogison bræðir hljóðnem- ann á Aldrei fór ég suður 2008. Fullt út úr skemmu DEILAN um notkun á nafni hljóm- sveitarinnar Beach Boys hefur loks verið leyst fyrir dómstólum í Los Angeles, deila tveggja upphaflegra liðsmanna sveitarinnar, Als Jardin- es og Mikes Loves. Love lögsótti Jardine fyrir að nota nafn sveit- arinnar í tengslum við aðra hljóm- sveit sem hann stofnaði og féll sá dómur fyrir átta árum að Jardine bryti gegn höfundarréttarlögum með því að nota nafn Beach Boys. Love er höfundarréttarhafi að nafninu. Love og dánarbú Carls Wilsons, eins stofnenda Beach Boys, lögsóttu Jardine aftur árið 2004 fyrir sama brot og fóru fram á 2,2 milljóna dollara skaðabætur. Hefur nú loks náðst sátt í því máli. Í hverju hún felst er ekki upp gefið. Strandar- strákar deila ei lengur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.