Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
SKÓLABÖLL,
pólitík í skólum
og önnur hags-
munamál fram-
haldsskólanema
voru rædd á
fulltrúafundi
Sambands ís-
lenskra fram-
haldsskólanema
aðra helgi þessa
mánaðar. Sam-
bandið var stofnað í nóvember, en
heildarsamtök framhaldsskóla-
nema hafa ekki verið starfandi
síðustu árin. „Við erum stórt og
mikið afl og ætlum að veita stjórn-
völdum aðhald,“ segir Ásgeir Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
SÍF, og minnir á að framhalds-
skólanemar séu um 24.000 á land-
inu og stór hluti þeirra hafi kosn-
ingarétt. „Við viljum ekki vera
neikvæð og tala alltaf um það sem
er að, heldur frekar að einbeita
okkur að því að vera þeim innan
handar við að byggja upp.“
Ekki sama hver bannar
Miklir fjármunir fara til spillis
þegar nemendur eru ekki hafðir
með í ráðum, að mati Ásgeirs.
„Eitt af því sem við ætlum að gera
er að stuðla að forvörnum í skól-
um landsins. Við erum að reyna að
fá skólameistara og aðra til að
átta sig á því að allar aðgerðir
sem koma að ofan, þær virka ekki.
Þær verða að koma frá okkur, frá
jafningjum.“
Hann nefnir sem dæmi reyk-
ingabann á skólaböllum sem tók
gildi í nokkrum skólum áður en
það varð almennt á skemmtistöð-
um.
„Í þeim skólum þar sem skóla-
stjórnin bannaði reykingar þá
gekk það ekki upp, fólk var að
laumast til að reykja og það var
vesen og læti. Þar sem nemenda-
félögin ákváðu að banna reykingar
þá gekk það hins vegar snurðu-
laust fyrir sig.“
Ásgeir segir að nú standi til að
herða reglur um skólaböllin og
samræma þær milli skóla og ekki
sé haft samráð um breytingarnar
við nemendafélögin.
„Skólameistararnir hafa verið
að gera þetta svona í laumi, sem
er náttúrulega til háborinnar
skammar og á bara ekkert að
þekkjast.“
Þær tillögur sem Ásgeir hefur
fengið í hendur fela meðal annars
í sér að skólaböll verði færri og
styttri. „Þetta er barnaleg lausn á
vandamáli sem er miklu djúpstæð-
ara.“ Það hafa komið upp ýmiss
konar vandamál á skólaböllum síð-
ustu ár, en Ásgeir segir ástandið
hafa batnað mikið. „Eftirlitið er
orðið betra, það eru sjúkraliðar á
böllunum, það er öryggisgæsla,
það er allt til alls. Við viljum hafa
öll böll vímulaus, en við viljum
ekki gera það þannig að vanda-
málið færist bara eitthvert annað,
að fólk hætti bara að mæta á böll-
in og fari í eftirlitslaus partý.
Svona breytingar virka ekki þegar
þær koma svona að ofan.“
Baldur Gíslason, skólameistari í
Iðnskólanum í Reykjavík og for-
maður Félags íslenskra fram-
haldsskóla, staðfestir að vinna sé í
gangi hjá skólastjórnendum og
Framhaldsskólanemar fylkja liði
Ætla að veita stjórnvöldum aðhald Vilja ekki að reglur um skólaböll verði hertar án samráðs
Ásgeir
Guðmundsson