Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 99. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Sá ljóti >> 49 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu SPEGILL, SPEGILL … NÆTURVAKTIN, PRESSA OG MANNAVEIÐAR ENDURSPEGLA ÍSLENSKT SAMFÉLAG >> LESBÓK Í HNOTSKURN »Meðaltal þeirra 510 sjúklingasem farið höfðu í maga- hjáveituaðgerð hafði náð af sér 80% af umframþyngd sinni á fyrstu átján mánuðunum eftir aðgerð. 88% náðu góðum ár- angri. »Skurðaðgerð vegna offitueykur lífslíkur um 10-11 ár. »Hormónastarfsemi líkamansvill að einstaklingurinn sé þungur til þess að hjálpa honum að lifa af erfiða tíma. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HORMÓNASTARFSEMI líkamans skýrir að stærstum hluta hvers vegna úrræði á borð við megrunarkúra, lík- amsþjálfun, lyf og hugræna atferlismeðferð duga ekki sjúklega feitu fólki, þ.e. einstaklingum með líkams- þyngdarstuðul (BMI) yfir 40, til langtíma. Þetta segir Hjörtur G. Gíslason skurðlæknir sem stjórnar magahjá- veituaðgerðum á Norðurlöndum með góðum árangri. „Ástæðan er sú að hormóna- og ónæmiskerfið í maga og efri hluta mjógirnis forritar líkamsþyngd fólks. Þessi kerfi breytast þegar fólk þyngist, en kerfið vill að ein- staklingurinn sé þungur til þess að hjálpa honum að lifa af erfiða tíma. Það virkaði vel á steinöld þar sem fólk hamstraði orkuna yfir sumartímann til að lifa veturinn af. Í blóði þeirra sem léttast hratt mælast há gildi af sult- arhormónunum. Þeirra á meðal er hormónið ghrelin sem fyrst fannst 1999. Þessi hormón virka á heilann og kalla þannig eftir mat án afláts,“ segir Hjörtur og bendir á að ghrelin sé jafnávanabindandi og heróín. Fáir standast áhrif ghrelins Í magahjáveituaðgerð er tengt framhjá maganum, skeifugörninni og efri hluta mjógirnisins þannig að eng- inn matur fari þangað og hann kemst þá heldur ekki í snertingu við frumur í slímhimnunni, sem er forsenda þess að sultarhormón séu framleidd í líkamanum. Þannig getur sjúklingur lést um 60 kíló í kjölfar aðgerðar án þess að hlutfall ghrelins í blóði mælist tilfinnanlega hærra en áður. Hefði sami einstaklingur farið í megrun og lést jafnmikið væri hlutfall ghrelins í blóði mjög hátt þar til viðkomandi hefði þyngst aftur. Það eru mjög fáir sem standast þessi áhrif ghrelins,“ segir Hjörtur. | 12 Sultarhormón er jafn- ávanabindandi og heróín 510 Íslendingar í magahjáveituaðgerð á sl. átta árum, 88% með góðum árangri FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VILJI svo ólíklega til að allt fari á versta veg í fjármálakerfinu kann að koma til kasta Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta, sem komið var á fót 1999. Sjóðurinn á að veita sparifjáreig- endum í bönkum og sparisjóðum, innstæðueigend- um og fjárfestum tryggingavernd ef banki eða spari- sjóður er kominn í slíka erfiðleika að hann getur ekki greitt innstæður við- skiptavina. Heildareign innstæðu- deildar sjóðsins á að nema a.m.k. 1% af meðaltali tryggðra innstæðna. Ber sjóðnum að tryggja að inn- stæður hvers og eins og verðbréf hvers fjárfestis skuli að lágmarki tryggð fyrir fjárhæð sem jafngildi 20 þúsund evrum. Þetta þýðir á núver- andi gengi að innstæða er tryggð að lágmarki fyrir rúmlega 2 milljónir. Ekkert hámark er á greiðslum á með- an eignir sjóðsins hrökkva til. Heild- areignir hans í dag eru um 17 millj- arðar kr. Þær hafa aukist hratt vegna mikillar aukningar á innlánum banka og sparisjóða á síðustu mánuðum. Þannig jukust t.a.m. innlán heimila um tæpa 49 milljarða frá febrúar í fyrra til loka febrúar í ár eða um 27%. Samanlögð innlán heimilanna voru þá 545 milljarðar. Varð þessi aukning til þess að sjóðurinn uppfyllti ekki skil- yrði um 1% af meðaltali innstæðna í árslok 2007. Þurfti því að innheimta um 2,5 milljarða hjá bönkum og spari- sjóðum til að ná lágmarki stærðar sjóðsins og að auki þurftu þeir að gefa út 6 milljarða kr. ábyrgðaryfirlýsingu. Hallgrímur Ásgeirsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri sjóðsins, fjallaði um tryggingaverndina í Fjármálatíðind- um 2005 og komst að raun um að lág- marksfjárhæðin hér er í nokkuð góðu samræmi við tryggingaverndina í ESB-löndum en lægri en á öðrum Norðurlöndum. Hann bendir hins vegar á að hrein eign sjóðsins myndi hvergi nægja til að tryggja öllum lág- markstryggingavernd ef á hana reyndi á sama tíma. Menn hafi talið útilokað að svo alvarlegt ástand skap- ist í fjármálakerfinu að 1% af inn- stæðum myndi ekki nægja til að standa skil á tryggingaverndinni. „Hins vegar kunna að vera meiri líkur á því að við gjaldþrot einnar lána- stofnunar þyrfti að ganga svo á eignir innstæðudeildar að þær myndu ekki nægja til að mæta þeirri áhættu sem eftir stæði af því að önnur lánastofnun yrði gjaldþrota,“ segir í grein hans. Nefnd viðskiptaráðherra vinnur að endurskoðun laga um sjóðinn. Átti hún að skila af sér í september í fyrra en er enn að störfum. Tveggja milljóna vernd Tryggingasjóður inn- lána á 17 milljarða „ÞETTA er stór stund og langþráð,“ sagði Garðar Ólason, oddviti Gríms- eyjarhrepps, við blaðamann Morgunblaðsins í þann mund sem nýja ferjan, Sæfari, lagðist þar að bryggju í fyrsta skipti laust eftir hádegi í gær. Skipið var smíðað 1992 en keypt til landsins 2005 og síðan hefur verið unnið að gagngerum breytingum á því. Verkið dróst mjög og kostnaður við kaup á skipinu og öllum breytingum er nú orðinn liðlega 530 milljónir króna. „Góðir hlutir gerast hægt! Í dag erum við glöð,“ sagði Garðar. Allir eyj- arskeggjar voru á bryggjunni þegar Sæfari kom, unga kynslóðin veifaði þjóðfánanum og söng fyrir viðstadda og flaggað var við flest hús í tilefni dagsins. Sigurjón Herbertsson skipstjóri segir nýja Sæfara miklu betri en þann gamla. Skipið var þrjá klukkutíma og 15 mínútum betur á leiðinni frá Dalvík til Grímseyjar, í töluverðri brælu, og gerði Sigurjón ráð fyrir því að við sömu aðstæður hefði gamli Sæfari verið a.m.k. einni klukkustund leng- ur á leiðinni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Koma Sæfara stór stund og langþráð Grímseyjarferjan Sæfari til heimahafnar í fyrsta skipti ÞEIR sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma,“ segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft. Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 2–3 vikur. „Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumar- bústaðnum og taka til,“ segir Árni. Í dag er spáð góðu veðri en á morgun er von á snjókomu eða slyddu. En svo kemur vorið. Vorið kemur á þriðjudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.