Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 51 TILRAUN Kylie Minogue til að komast inn á Bandaríkjamarkað hefur nú form- lega mistekist. Nýjasta hljómplata henn- ar, X, kom út í Bandaríkjunum þann 1. apríl sl. en hefur á einni viku selst í ein- ungis 5.500 eintökum. Komst platan ekki ofar en í 139. sæti á Billboard-listanum. Víst er að Kylie tekur þetta mjög nærri sér því í aðdraganda útgáfunnar vann hún dag og nótt við að kynna sig og kom hún meðal annars fram í spjallþætti Ell- enar DeGeneres þar sem hún ræddi op- Tekst ekki að heilla Bandaríkjamenn Kylie Minogue Þráir vinsældir í Bandaríkjunum eins og svo margir. inskátt um brjóstakrabbamein sem hún barðist við fyrir nokkrum árum. Þá kom hún einnig fram í þættinum Dancing with the Stars þar sem hún flutti lagið „All I See“ í afar efnislitlum fötum. Kylie Minogue er ekki eini listamaðurinn sem nýtur almennra vinsælda alls staðar ann- ars staðar í heiminum en hefur mistekist að ná hylli almennings í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur Robbie Williams nokkr- um sinnum reynt að herja á Bandaríkja- markað án árangurs. PAMELA Anderson, Ben Affleck og Hayden Panettiere úr Heroes- þáttunum eru á meðal þeirra Hollywood-stjarna sem boðið hef- ur verið að sækja árlegan kvöld- verð blaða- og fréttamanna sem forseti Bandaríkjanna býður til í Hvíta húsinu. Kvöldverðurinn hefur verið haldinn einu sinni á ári frá árinu 1920 og er nú á meðal stærstu viðburða Hvíta hússins ár hvert. Andrúmsloft veislunnar er allajafna mun létt- ara en tíðkast í Hvíta húsinu og hafa forsetar Bandaríkjanna iðu- lega flutt ræðu þar sem þeir gera stólpagrín að sjálfum sér. Grínist- inn Stephen Colbert olli miklum titringi í veislunni á síðasta ári þegar hann gerði óspart grín að forsetanum í ræðu sinni en marg- ir vildu meina að hann hefði farið yfir strikið í beittri gagnrýni. Í það minnsta var augljóst að George W. Bush var ekki skemmt. Forsetinn hefur enn ekki staðfest komu sína í kvöld- verðinn en varaforsetinn Dick Cheney hefur þekkst boðið. Aðrir nafntogaðir gestir verða Marcia Cross úr Aðþrengdum eig- inkonum og slúðurbloggarinn Perez Hilton. Pamela Anderson á leið í Hvíta húsið Pamela Anderson Mætir vænt- anlegu í hvítu. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.