Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 19 Ólafs Lárussonar í dag kl.14 Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Opið virka daga nema mánudaga kl. 14 -18 og um helgar kl. 14 - 17. Velkomin á opnun sýningar Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til rannsókna á íslenskri myndlist. Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna. Umsóknir berist fyrir föstudaginn 9. maí næstkomandi merkt: Listasafn Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóður, Pósthólf Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Auður Ólafsdóttir safnstjóri í síma 525 4411. Úthlutað verður úr sjóðnum í júní 2008. FÆRRI hljóta að hafa komizt að en vildu þegar Missa solemnis var flutt fyrir troðfullu húsi á fimmtu- dag undir stjórn Ashkenazys. Að viðbættu orðspori og vinsældum stjórnandans gæti vitundin um hversu sjaldan þetta 80 mín. langa risaverk er flutt hafa haft sín áhrif á aðsóknina, því það hefur aðeins gerzt tvisvar áður hér á landi – 1970 (Róbert A. Ottóson) og 1988 (Reinhard Schwarz), eins og fram kom af vel frágenginni tónleikaskrá. Gætu s.s alveg eins liðið áratugir fram að næstu upp- færslu, og var viðburðargildið eft- ir því. Ástæðan fyrir jafnfátíðum flutn- ingi (einnig í stærri samfélögum) er ekki sízt hvað messan gerir óhemju miklar kröfur til einsöngv- ara og einkum kórs, sérstaklega hvað kraft og úthald varðar. Þótt lokaþáttur 9. sinfóníu Beethovens þyki ekkert lamb að leika sér við útheimtir Messan fjórfalt meira af kórnum í tíma talið; án efa eitt miskunnarlausasta álag á mannleg raddbönd sem um getur í sam- anlögðum kirkjutónverkum Vest- urlanda. Það er því ánægjulegt að herma að Óperukórinn stóðst í heild þessa fítonsraun í einu versta sönghúsi landsins með hnökralitlum glans. Aðstæður voru vitanlega engu skárri fyrir einsöngvarana, en einnig þeim tókst oftast dável upp. Brezki ten- órinn gæti hugsanlega hafa verið illa fyrirkallaður miðað við að hon- um virtist skjöplast á nokkrum hátíðnistöðum – hafi þeir þá borizt óbrenglaðir til næstöftustu sæt- araðar sem ekki er víst. Hljómsveitin skilaði sínu víð- feðma og vandasama hlutverki með heillandi þjálum leik. Mark- viss stjórn og háklassísk hraðavöl Ashkenazys báru með sér langa og nána sambúð við sköpunarverk Beethovens, og innlifun hans í persónueinkenni stílsins naut sömuleiðis góðs af gjöfulum ein- leiks- og kammerferli, líkt og heyra má á öðrum rússneskætt- uðum stjórnanda, Míkhaíl Pletnev. Reyndar náði dýnamískur sveigjanleikinn nærri kamm- erkenndu gegnsæi á köflum og gerði ótrúlega mikið fyrir þetta annars tröllaukna jörmunverk, er leiðir oft hugann að arfsögninni um að tónskáldið hafi á bana- stundu steytt hnefann framan í þrumuveðrið frekar en að lúta í duft auðmýktar. Því þrátt fyrir nokkrar andrár kyrrðar og íhug- unar eru andstæðurnar öllu fleiri og á stundum yfirþyrmandi. E.t.v. vísbending um hvers vegna Missa solemnis virðist almennt meira virt en elskuð – öfugt við „litlu“ C-dúr-messuna frá 1807 sem enn er sjaldan talin meðal stærstu verka stórmeistarans frá Bonn. Meira virt en elskuð? TÓNLIST Háskólabíó Beethoven: Missa solemnis í D-dúr Op. 123. Joan Rodgers sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Mark Tucker tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Fimmtudaginn 10. apríl kl. 19:30. Sinfóníutónleikarbbbbn Ríkarður Ö. Pálsson HIN sérstaka tækni sem Erla Axels- dóttir hefur þróað í grafíkverkum sín- um byggist á því að bera tjöru á myndflötinn og setja pappírinn svo undir farg áður en myndin er unnin meira. Þetta gefur verkunum skemmtilega og djúpa efniskennd sem virkar vel með blaðgulli sér- staklega þegar það er sparlega notað. Myndirnar eru í grunninn ljóðræn abstraksjón með skírskotun í náttúr- una. Myndbyggingin er þó ofurkunn- ugleg þar sem lífræn form eru sett í samspil við endurtekin kassalaga form sem tengjast vinsælum mótífum í listiðnaði. Ekki er laust við að næturljóð Whistlers í svörtu og gylltu (Noct- urne in Black and Gold: The Falling Rocket.1874) frá þarsíðustu öld komi upp í hugann þegar verk Erlu eru skoðuð. Hinn frægi gagnrýnandi John Ruskin líkti verkunum við að skvett hefði verið úr málningardollu í andlitið á áhorfandanum en Whistler lagði áherslu á að málverk væri ein- faldlega niðurröðun lita, lína og forma á lérefti. Myndir Erlu virka best þegar geó- metrísku formin víkja fyrir hinum líf- rænu. Andrúmsloftið sem fylgir þeim minnir meira á fagurfræði Decadent- hreyfingarinnar og annarra dul- rænna hreyfinga í lok nítjándu aldar en þá gleði og vorkomu sem Erla seg- ir viðfangsefni sitt. Morgunblaðið/hag Tilvera Ljóðræn abstraksjón með skírskotun í náttúruna. Tjara og gull MYNDLIST Grafíksafnið, Tryggvagötu 17, hafnarmegin Sýningin stendur til 13.apríl. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Erla B.Axelsdóttir bbnnn Þóra Þórisdóttir ÉG hef einhvern tímann nefnt það hér áður að Draumalandssöngvarar eru margir í íslensku tónlistarlífi. Draumalandssöngvarar eru þeir sem syngja helst bara lög eins og Draumalandið, og aríur af topp tíu- listanum. Sem betur fer eru til undantekn- ingar. Til dæmis ber að hrósa Mar- gréti Hrafnsdóttur sópran fyrir djarft verkefnaval á tónleikum sem hún hélt í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Þar bauð hún upp á hvorki meira né minna en tólf ljóðasöngva eftir Karol Szym- anowski, auk laga eftir Schumann, Grieg og Richard Strauss. Og Draumalandið var hvergi nálægt. Margrét gerði margt vel. Hún söng hreint og túlkun hennar var meira og minna samkvæmt bókinni, ef svo má að orði komast. Hún býr líka yfir ágætri rödd. En betur má ef duga skal. Rödd- in, þótt hún sé á ýmsan hátt falleg, var engu að síður dálítið mjó og hún hljómaði ekki alltaf vel á efsta svið- inu. Verra var að túlkunin var í það heila fremur litlaus. Lögin tólf eftir Szymanowski voru svo einsleit í meðförum hennar að útkoman var beinlínis flatneskjuleg. Margrét sleppti sér aldrei í söngnum, há- punktarnir voru máttlausir og ólík blæbrigði voru ekki nægilega vel út- færð til að gera tónlistina spenn- andi. Svipaða sögu er að segja um ann- að á efnisskránni. Það var helst í lögum Schumanns að tónlistin komst af og til á flug, og sum lag- anna eftir Strauss voru líka snotur, þótt þau hafi aldrei náð þeirri guð- legu stærð sem þeim ber. Þrátt fyrir þetta er auðheyrt að Margrét er gríðarlega efnileg og á framtíðina fyrir sér. Eins og áður sagði er rödd hennar falleg, hún þarf bara að móta hana betur. Hún þarf líka að læra að kafa meira ofan í þá tónlist sem hún er að fást við hverju sinni, og gefa sig henni á vald þegar hún flytur hana. Með Margréti spilaði Hrönn Þrá- insdóttir á píanó. Það gerði hún ágætlega, leikur hennar var skýr, en að sama skapi skáldlegur og fylgdi söngnum af stakri prýði. Ef hægt er að finna að einhverju, þá er það helst að í lögum Schumanns lék Hrönn eilítið of sterkt, en að öðru leyti var styrkleikajafnvægið fínt. Synd að píanóleikurinn dugði ekki til að gera alla þessa áhugaverðu tónlist áhugaverða. Áhugavert, og þó TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Grieg: Sex lög; Szymanowski: Tólf ljóða- söngvar op. 17; Schumann: Fimm ljóða- söngvar op. 40; Strauss: Úr Mädchenblu- men op. 22 auk annars. Margrét Hrafnsdóttir sópran söng ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. Sunnudagur 6. apríl. Söngtónleikar bbnnn Jónas Sen LISTASAFN Kópavogs er nefnt Gerðarsafn eftir Gerði Helgadótt- ur myndhöggvara. Safnið sýnir reglulega verk eftir Gerði og nú er haldin þar afmælissýning á verkum hennar sem lést aðeins 47 ára en hefði orðið 80 ára í ár. Allt safnið er lagt undir sýn- inguna og hægt að sjá mörg eða öll helstu verk Gerðar í eigu safnsins ásamt myndbandi af steindum gluggum eftir hana í Skálholtskirkju. Myndbandið er sýnt í samhengi við teikningar Gerðar af gluggunum og sýning- argestir geta fengið lánað ljósrit af hugleiðingum listakonunnar um myndefni hvers glugga. Það er áhugavert að fá innsýn í það myndmál sem lá gluggunum til grundvallar þótt oft sé erfitt að sjá út úr teikningunum þau tákn sem vísað er til. Þar hjálpar myndbandsverkið nokkuð þar sem steindir gluggar virka allt öðruvísi með gegnumflæði ljóssins en teikningar af þeim. Hins vegar er allt of ör klipping þar milli mynd- skeiða til að aðgengilegt sé að þekkja ákveðna glugga aftur með tilliti til teikninganna. Upphengi sýningarinnar virkar ekki vel, skúlptúrarnir í aust- ursalnum njóta sín ekki sem skyldi vegna þess að teikningum er raðað á veggina allt um kring. Steindar myndir koma þó vel út í þeim sal þótt fígúratív maríumynd fari ekki vel innan um geómetr- ísku verkin, en glerverkin sem hengd eru í glugga í kaffistofunni eru eiginlega vandræðaleg þar sem þau passa oft illa við glugga- stærðina. Hér ná einstæð verk merkrar listakonu oft ekki að njóta sín sem skyldi og þannig ekki sýndur sá sómi sem vænta hefði mátt af af- mælissýningu. Sérstaklega er eft- irtektarvert að safnið býður ekki upp á neina sýningarskrá ef frá er talið áðurnefnt ljósrit sem hægt var að fá lánað. Myndskreyttar upplýsingar um feril Gerðar á vegg neðri hæðar bæta þó aðeins úr þessu um leið og þær þrengja að verkunum í sama rými. Ef horft er framhjá þessum ágöllum í framkvæmd sýning- arinnar stendur eftir að hér er á ferðinni viðamikið yfirlit á verkum Gerðar Helgadóttur sem að sjálf- sögðu er óhætt að mæla með að sem flestir kynni sér. Afmælissýning Gerðar Helgadóttur Morgunblaðið/hag Steindur gluggi „Allt safnið er lagt undir sýninguna og hægt að sjá mörg eða öll helstu verk Gerðar í eigu safnsins …“ MYNDLIST Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningin stendur til 27. apríl. Opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Gerður Helgadóttir – afmælissýning bbnnn Þóra Þórisdóttir Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.