Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Ætli Vilhjálmur Egilsson, fram-kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með afgerandi hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir nokkru?     Í eina tíð var Vil-hjálmur al- þingismaður Sjálfstæðis- flokksins á Norð- vesturlandi. Ætli Vilhjálmur mundi tala fyrir evr- uvæðingu og ESB-aðild ef hann væri enn þingmaður fyrir það landsvæði?     Ætli Vilhjálmur Egilsson mundiganga um bryggjurnar í sjáv- arplássunum í sínu gamla kjördæmi og útskýra fyrir sjómönnum og út- gerðarmönnum að það skipti engu máli þótt ákvörðunarvaldið um nýt- ingu auðlindanna í hafinu í kringum Ísland yrði flutt til Brussel?     Kannski er þetta misskilningur.Kannski er Vilhjálmur Egilsson, sem nú boðar að Íslendingar stundi viðskipti sín í milli með evru, þótt framkvæmdastjórn ESB vilji ekkert með það hafa, ekki að lýsa eigin skoðunum heldur vinnuveitenda sinna. Er það svo?     Hverra skoðunum er hann að lýsa?     Vilhjálmur Egilsson var á sínumtíma af samþingsmönnum talinn einn starfhæfasti og nýtasti þing- maður í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins.     Sennilega er það sambýlið viðSamtök iðnaðarins sem er svona smitandi! STAKSTEINAR Vilhjálmur Egilsson Smitandi sambýli SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -               !"             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( #     $ $ $#       %  %      % !     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?  #     # #   #       #      #                         *$BC                      !  "# $ #   *! $$ B *! & ' (  ' !  % )  * ) <2 <! <2 <! <2 & % ( +  " , - ).  C $                 6 2  %"  &&   '        (    $         #       B  ! )"  $  * )      $*      # #   !  )"  * *  !   )"  $ +"   ,       - *    !   #  /0  )11 )   2!) ) +  " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðmundur Magnússon | 11. apríl Áhrif bænda í þéttbýli Áhrif bænda á íslensk þjóðfélagsmál í tímans rás hafa síst verið of- metin. Þeir hafa ekki aðeins beitt sér á heimavígstöðvunum, í sveitum landsins, held- ur einnig í þéttbýlinu. Það sýnir dæmi, sem ég rakst á nýlega, um afskipti þeirra af tungutaki Reykvíkinga. Þegar strætisvagnar byrjuðu á sínum tíma að ganga í höfuðborginni veltu menn því fyrir sér hvað nefna ætti staðina þar sem farþegar bíða eftir vögn- unum. Urðu um þetta nokkur … Meira: gudmundurmagnusson.blog.is Arnþór Helgason | 11. apríl Hausaskeljastaður Þeir eru víðar en á Golgata, hausa- skeljastaðirnir. Í Lhasa eru til sölu silf- urskreyttar höfuðskeljar fólks. Algengt er að menn hirði hluta af höfuðkúpum látinna ættingja, skreyti þær og selji síðan eða eigi til minja. Jamm, ætli maður hefði lyst á að bergja á silfur- skreyttri skál úr höfuðkúpu náins vinar eða ættingja? Hver veit. Kínverska sjónvarpið hefur að und- anförnu sýnt ýmsar myndir frá Tíbet, einkum Lhasa. Þar hefur margt athygl- isvert borið fyrir eyru og augu. ... Vegna fáfræði og yfirborðs- mennsku vinna nú Vesturlönd Tíbetum meira tjón en vinir Tíbets geta ... Meira: arnthorhelgason.blog.is Hallur Magnússon | 11. apríl Brýnt að tvöfalda Suð- urlandsveg strax … Nú veit ég ekki hvernig áætlunum Vegagerð- arinnar um tvöföldun Suðurlandsvegar er háttað, en það er brýnt að tvöfalda Suðurlands- veg strax á kaflanum milli Hvera- gerðis og Selfoss. Ég hef alla tíð verið smeykur við þennan kafla þar sem oft myndast langar bílaraðir vegna slóða- gangs einstakra bílstjóra sem aka allt of hægt, þannig að ökumenn freistast til framúraksturs við ekki allt of góðar aðstæður. Í ljósi þess að þarna fer ekki einungis … Meira: hallurmagg.blog.is Kári Harðarson | 11. apríl Tölvuvæðing sem mætti klára Símaskráin var mikið þarfaþing á árum áður og náði að trosna á hornunum áður en sú næsta var gefin út. Ef menn báðu fallega og borguðu fyrir fengu menn „götuskrána“ en það var síma- skrá sem var raðað eftir heim- ilisföngum. Hún var aðeins í eigu útval- inna af því forráðamenn álitu að hana væri hægt að misnota til að ónáða fólk. Núna er hægt að fletta upp á heilu íbúðargötunum, þökk sé www.ja.is, en ég veit ekki til þess að nein klögumál hafi komið upp út af þeirri breytingu. Fyrst óttinn reyndist ástæðulaus vil ég leggja til að bifreiðaskráin verði líka gefin frjáls. Í dag hafa aðeins bílaum- boð og fleiri útvaldir aðgang að henni. Hægt er að sækja um áskrift en hún kostar formúu. Samt er hún í almanna- eign. Rökin fyrir að hún er lokuð eru sennilega þau sömu og vegna götu- skrárinnar fyrir tuttugu árum. Ef bílaskráin yrði opnuð gæti ég hringt í manninn sem leggur ólöglega uppi á gangstétt eða lokar innkeyrsl- unni hjá mér, eða er ljóslaus í umferð- inni, eða skellti hurðinni á frakkann sinn og keyrir með lafið í drullunni. Þegar einhver hringir í mig í gemsa ætti nafn og heimili viðkomandi að birt- ast, ekki bara númerið. Síminn er með símaskrána svo af hverju sendir hann mér ekki upplýsingar um þann sem hringir? Heimilissíminn er orðinn svo úreltur að ég veit ekki af hverju hann fær að vera í sambandi heima. Hann er að vísu með númerabirtingu, en hann sýn- ir ekki nöfn þeirra sem hringja og við- mótið í honum er algerlega úrelt. Ég spái heimilissímanum ekki langra líf- daga úr þessu. Eitt gæti bjargað heimilissímanum og það væri ef hægt væri að fá ein- hvers konar heimasíma sem gæti les- ið og skrifað tölvupóst. Mamma mín er orðin of gömul til að reka einkatölvu enda er hún strandaglópur á upplýs- ingahraðbrautinni. Hefur þú reynt að senda áttræðri manneskju tölvupóst nýlega? Ætti bærinn eða ríkið kannski að gera eitthvað fyrir þetta fólk? Ég þarf stundum að senda fólki pappírspóst í umslagi en þá þarf ég sjálfur að prenta hann, stinga honum í umslag og fara á næsta … Meira: kari-hardarson.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í gær aðalræðuna á ráðstefnu í Andorra og fjallaði hún um tækifæri smárra ríkja í hagkerfi veraldarinnar. Á ráðstefnunni er rætt um stöðu evrópskra smáríkja, einkum Liechtenstein og Andorra, með hliðsjón af tengslum þeirra við ESB. Ráðstefnuna sækir fjöldi sér- fræðinga, fjármálamanna og for- ystumanna í þjóðmálum. Í ræðu sinni lýsti forsetinn hvern- ig hin breytta heimsmynd hefði skapað smærri ríkjum ný sóknar- færi. Þróun Evrópu undanfarna tvo áratugi hefði sýnt styrkleika fjöl- margra lítilla og miðlungsstórra ríkja í álfunni, gagnstætt því sem margir hefðu spáð þegar Berlínar- múrinn féll og kalda stríðinu lauk. Hin smærri ríki hefðu reynst hafa sveigjanleika og sköpunarkraft til að færa sér í nyt þau tækifæri sem upp- lýsingabyltingin, alþjóðavæðingin og heimsmarkaðurinn hefðu skapað. Ís- land væri kjörið dæmi um þessa þró- un. Árangur landsins á fjölmörgum sviðum væri til vitnis um að 21. öldin gæti orðið blómaskeið smárra ríkja. Forsetinn tók dæmi af íslenskum fyrirtækjum, t.d. á vettvangi orku- nýtingar, lyfjaframleiðslu, í rekstri banka og fjár- málaþjónustu, smásölu og mat- vælaframleiðslu, á sviði hugbúnað- ar og upplýsinga- tækni. Fyrirtæki á öllum þessum sviðum hefðu náð ótrúlegum ár- angri á alþjóðleg- um markaði. Ísland nyti ýmissa kosta Evrópu- sambandsins án þess að vera form- legur aðili að því vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Ís- lendingar gætu sjálfir gert samninga við ríki í öðrum heimsálfum og væri Ísland fyrsta landið í Evrópu sem væri að undirbúa fríverslunarsamn- ing við Kína. Þá vék forseti að nauðsyn þess að efla rannsóknir á stöðu og einkenn- um smáríkja, bæði í Evrópu og á heimsvísu. Hann lýsti starfsemi Smáríkjaseturs sem stofnað var við Háskóla Íslands fyrir fáeinum árum. Hvatti hann til þess að smærri ríki í Evrópu efldu samstarf sitt og sam- vinnu og stuðluðu að öflugri fræði- legri umræðu um þau tækifæri sem 21. öldin fæli í sér. Breytt heimsmynd hefur fært smáríkjum ný tækifæri Ólafur Ragnar Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.