Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 21 SUÐURNES Þorlákshöfn | 527 íbúar í Þorláks- höfn, 18 ára og eldri, skrifuðu sig á undirskriftalista þar sem öllum hugmyndum um endurnýjun á starfsleyfi til Lýsis hf. í þorpinu vegna fiskþurrkunar er harðlega mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur Elsu Ingjaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í gær. „Ástandið er viðverandi skerðing á lífsgæðum íbúa sem ekki geta not- ið þess að verið úti við á góðum dögum og andað að sér hreinu lofti. Það er skerðing á lífsgæðum okkar að geta ekki sofið við opinn glugga eða loftað út. Ástandið er skerðing á lífsgæðum barna okkar sem þurfa að skammast sín fyrir ýldulyktina gagnvart gestum sínum. Ástandið er hamlandi á eflingu atvinnulífs og atvinnuþróunar í Þorlákshöfn. Starfsmenn fyrirtækjanna sem eru í grennd við fiskþurrkunina anga af ýldulykt eftir vinnudaginn sem og bílar þeirra. Munum að það fyrsta sem utanaðkomandi dettur í hug þegar minnst er á Þorlákshöfn er vond lykt“, segir í mótmælabréfinu. Bréfið og undirskriftalistinn verð- ur lagt fram á fundi Heilbrigðis- nefndar Suðurlands 22. apríl nk. Mótmæli Elsa Ingjaldsdóttir tekur hér á móti undirskriftalistunum úr hendi Guðmundar Oddgeirssonar, íbúa í Þorlákshöfn, en hann og nokkrir aðrir íbúar gengu í hús og söfnuðu undirskriftunum. Vondri lykt mótmælt SUMARDAGINN FYRSTA verða 100 ár liðin síðan Ungmennafélag Reykdæla var stofnað í Borgarfirði. Þrátt fyrir að félagið sé því eitt elsta starfandi ungmennafélag landsins er félagsstarf á vegum þess í miklum blóma. Nýverið lauk t.d. sýningum á leikritinu Þið munið hann Jörund og fékk sýningin góða aðsókn og dóma. Í tilefni aldarafmælis félagsins hefur verið gefið út ritið UMFR – Í hundrað ár. Jóhanna G Harðardóttir blaða- maður ritstýrði verkinu sem er 120 síður og ríkulega myndskreytt. Í for- mála afmælisritsins segir m.a. að í til- efni tímamótanna hafi þótt við hæfi að rifja upp sögu félagsins og ákveðið að gefa út rit þar sem saga þess yrði rak- in í máli og myndum. Ritið skyldi vera í léttum stíl og sett fram á þann hátt að sem flestir fyndu eitthvað sem vekti áhuga. Ásamt því að rekja sögu félagsins frá upphafi stofnunar þess í Deildartungu vorið 1908 er rætt við nokkra gamla ungmennafélaga um starfið í áranna rás. Meðal efnisþátta er ítarleg frásögn af starfsemi í kring- um ungmennafélagshúsið Logaland og byggingarsaga þess rakin. Þá er m.a. leikstarfi lýst í máli og myndum, sagt frá skógrækt við félagsheimilið, dansleikjahaldi, bókasafni, íþróttum og æskulýðsstarfi eru gerð góð skil. Afmælisrit komið út LANDIÐ Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur vetur. Við er- um búin að æfa upplesturinn mik- ið,“ sagði Lukas Serwatko, nem- andi í Heiðarskóla sem sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í Reykjanesbæ á miðvikudag. Lucas er pólskur að uppruna en hefur verið búsettur í Reykjanesbæ í 8 ár. Ekki er á máli hans að heyra, né upplestri, að hann hafi annað móðurmál en íslensku. Stóra upplestrarkeppnin hófst á Degi íslenskrar tungu hinn 16. nóv- ember síðastliðinn og í allan vetur hafa nemendur í 7. bekk grunn- skólanna æft upplestur að kappi. 10 nemendur úr 5 grunnskólum í Reykjanesbæ öttu kappi í úrslitum keppninnar auk tveggja nemenda úr Grunnskólanum í Sandgerði. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sá um tónlistarflutning á milli atriði og eru flytjendurnir allir í 7. bekk grunnskólanna. Ingibjörg Einarsdóttir, formaður dómnefndar, sagði á lokahátíðinni að það væri ánægjuleg staðreynd að börn í 7. bekk nemendur hefðu í allan vetur verið að vanda sig við flutning málsins. „En það má ekki gleyma því að þau hafa fengið mjög góða leiðsögn,“ sagði Ingibjörg. Börnin lásu kafla úr sögunni Nonni eftir Jón Sveinsson og ljóð eftir Stein Steinarr. Einnig fengu börnin sjálf að velja sér ljóð til lesa upp. Lukas Serwatko valdi sér ljóðið Haraldur kjúklingur eftir Davíð Þór Jónsson en ljóðið er að finna í bókinni „Vísur fyrir vonda krakka“. „Ég var bara að leita á bókasafninu og fann þessa bók. Mér finnst þetta flott ljóð,“ sagði Lukas í sam- tali við blaðamann. – Lestu mikið? „Já, ég les mik- ið,“ svaraði Lucas og nefndi að Þórarinn Eldjárn væri í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Lukas þótti standa sig best í þeim þáttum sem dómnefndin vann út frá, þ.e. upplestri, hvernig les- arinn ber sig að við púltið og hversu góð samskipti hann á við salinn. „Þau eru hins vegar öll sig- urvegarar vegna þess að þau hafa náð hingað,“ sagði Ingibjörg og hrósaði öllum upplesurum fyrir vandaðan flutning. Í öðru sæti varð Hera Ketilsdóttir í Myllubakka- skóla og í þriðja sæti Ingibjörg Ýr Smáradóttir, Njarðvíkurskóla. Þau fengu peningaverðlaun frá Spari- sjóðnum í Keflavík, auk þess sem skólarnir fengu viðurkenning- arskjöl. Sérstök verðlaun voru einnig veitt Snorra Má Gunn- arssyni, Myllubakkaskóla, fyrir góða nærveru og hlýjan og vand- aðan flutning. Ekki að heyra á upplestri né máli að uppruninn sé annar en íslenskur Lucas Serwatko frá Póllandi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lestrarhestar Sigurvegararnir í Stóru upplestrarkeppninni í Reykja- nesbæ, f.v. Ingibjörg Ýr Smáradóttir, Njarðvíkurskóla, Hera Ketilsdóttir, Myllubakkaskóla, og Lucas Serwatko. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Við værum ekki þar sem við erum nema fyrir stuðn- ing grasrótarinnar. Tilkoma þessa tækis er mikið framfaraspor fyrir stofnunina,“ sagði Konráð Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), þegar stofnunin tók á móti ristilspeglunartæki sem Krabba- meinsfélag Suðurnesja afhenti á fimmtudag. Á Alþingi eru nú í undirbúningi lög um skimun einstaklinga til að fyrirbyggja ristilkrabbamein. Þessi tegund krabbameins er algerlega fyrirbyggjanleg, að sögn læknis, sé rétt að málum staðið. Með skimun einstaklinga 55 ára og eldri aukast líkur á því að krabbameinið finnist á byrjunarstigi og hægt verði að brenna burt seba. Til þess gerður brennari fylgdi gjöf Krabbameins- félagsins. Tækið verður auk þess hægt að nota við berkjuspeglanir. Það var Ómar Steindórsson, for- maður stjórnar Krabbameinsfélags Suðurnesja, sem afhenti Konráði Lúðvíkssyni gjöfina að viðstöddum Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigð- isráðherra og Sigríði Snæbjörns- dóttur forstjóra HSS. Ómar sagði að félagið hefði ákveðið að nota tæki- færið úr því að binda ætti ristilspegl- un í lög. Andvirði beggja tækjanna er 14 milljónir og hefur krabba- meinsfélagið unnið við fjáröflun frá áramótum, auk þess sem fé var tekið úr sjóði félagsins. Fjöldi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga lögðu söfnuninni lið en stærstu peninga- gjafirnar komu frá Kvenfélaginu í Njarðvík, sem gaf 1½ milljón og Kaupfélagi Suðurnesja, 1 milljón króna. „Við höfum verið heppin í gegnum tíðina að eiga velvildarmenn og í dag sannast það enn og aftur. Með þessu tæki mun okkar takast enn betur að gera vel við okkar sjúklinga og skjól- stæðinga í heimabyggð. Það skiptir máli,“ sagði Konráð þegar hann veitti tækinu viðtöku. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra tók í sama streng og sagði hana vanmetna þá auðlind sem slík félagasamtök eru. „Það er mikilvægt að hafa þjón- ustu sem þessa í heimabyggð,“ sagði Guðlaugur. Ristilspeglun í heimabyggð Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Heilbrigðismál Ómar Steindórsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélags Suðurnesja, afhendir Konráði Lúðvíkssyni, framkvæmdastjóra lækninga á HSS, gjafabréfið. Hjá standa Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS, og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. FJÖLMENNINGARNEFND Reykjanesbæjar heldur kynningu á pólskri menningu í máli, mat og myndum í sal Heiðarskóla í dag, laugardag. Það er hópur pólskra íbúa Reykjanesbæjar sem tekið hefur að sér að sjá um kynn- inguna og hefur verslunin Jumbo, Iðavöllum sem selur pólska mat- vöru, veitt góðan styrk. Þetta er sjötta kynningin á vegum Fjöl- menningarnefndar Reykjanes- bæjar og önnur kynningin á til- teknu landi. Á síðasta ári var haldin kynning á Indlandi í máli, mat og myndum sem var vel sótt af íbúum af öllum aldri. Fjöl- menningarnefnd Reykjanesbæjar heldur einnig reglulega kynn- ingar á íslenskri menningu og siðum fyrir erlenda íbúa bæj- arins. Pólland hefur vakið athygli fyrir fallegt land, ríka menningu og spennandi matarhefð. Gert er ráð fyrir að dagskráin standi frá kl. 11-13 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Pólsk kynning í Reykja- nesbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.