Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 23
ferðalög
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 23
Fyrsta 757-þota Icelandair afsamtals 11 er nú komin áflug eftir gagngera breyt-
ingu á sæta- og afþreyingarbúnaði
um borð. Stefnt er að því að öllum
flugvélunum, sem félagið notar í
áætlunarflugi til og frá landinu,
verði breytt fyrir lok ársins.
Að sögn Halldórs Harðarsonar
markaðsstjóra nemur heildarkostn-
aðurinn við breytingarnar um 1,8
milljörðum króna. Hann gerir þó
ekki ráð fyrir hækkandi flugfar-
gjöldum í kjölfarið. Öllu heldur sé
bætt þjónusta liður í því að fyr-
irtækið skapi sér aukna sérstöðu í
samkeppninni.
Viðskiptatækifæri og forskot
Icelandair samdi á síðasta ári um
kaup á nýja afþreyingarkerfinu í far-
þegavélar sínar við franska fram-
leiðslufyrirtækið Thales og um kaup
á nýjum leðursætum við ítalska
framleiðandann Avio.
Fram kom í máli Halldórs á blaða-
mannafundi, sem haldinn var með ís-
lensku fjölmiðlafólki í Lundúnum í
fyrradag, að sú þróun væri augljós
að farþegar vildu hafa eitthvað fyrir
stafni í flugi á lengri leiðum. Því sæi
Icelandair í þessu mikil viðskipta-
tækifæri og samkeppnisforskot.
„Félagið ætlar að vera í fararbroddi
flugfélaga í því að bjóða upp á hag-
stæð flugfargjöld og þróa um leið
starfsemi í tengslum við afþreyingu,
verslun og þjónustu við farþega.“
Snertiskjár og breiðara sætabil
Nýja skemmtikerfið um borð
byggir á því að allir farþegar hafi í
sæti sínu aðgang að snertiskjá þar
sem þeim bjóðast margs konar af-
þreyingarmöguleikar. Um er að
ræða vélbúnað og hugbúnað sem
unnt er að þróa frekar til að sinna
óskum og þörfum viðskiptavina.
Hver farþegi hefur aðgang að og
getur valið sér fjölda nýrra kvik-
mynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja,
tónlist og fleira. Auk þess býður
tæknin upp á að farþegar geti keypt
tónlist, aðrar stafrænar vörur eins
og tölvuleiki og pantað ýmiskonar
vörur og þjónustu. Jafnframt geta
farþegar fylgst með fluginu í gegn-
um kerfið og fengið upplýsingar um
flughafnir, komu- og brottfarartíma
og fleira.
Mest af þessari þjónustu verður
flugfarþegum að kostnaðarlausu þó
forsvarsmenn félagsins sjái í nýja
kerfinu umtalsverða tekjumögu-
leika. Aðgangur að kvikmyndum
kostar til að mynda 10 dollara óháð
fjölda mynda og leiga á fjarstýringu
fyrir tölvuleiki kostar 1.900 krónur.
Farþegar geta þó tekið með sér slíka
fjarstýringu að heiman. Samið hefur
verið við alþjóðlega efnisveitu sem
þjónustar flugfélög og þannig er
tryggður aðgangur að öllum nýjustu
myndum og þáttum frá helstu fram-
leiðendum, að sögn Halldórs.
Nýju leðursætin frá Avio eru
sterkari og fyrirferðarminni en tau-
sætin, sem hingað til hafa verið í vél-
um Icelandair. Sætaröðum hefur
verið fækkað um eina og sæti eru því
eftir breytingu 183 talsins í stað 189.
Sætabil á almennu farrými eykst því
við breytinguna um þrjá til fimm
sentimetra.
Nýir einkennisbúningar
Samfara er stefnt að því að gera
umtalsverða breytingu á annarri
þjónustu Icelandair og viðmóti þar
sem höfuðáhersla verður lögð á þá
sérstöðu félagsins að vera íslenskt
félag í alþjóðaflugi. Meðal annars
verða kynntir nýir einkennisbún-
ingar í sumar sem fatahönnuðurinn
Steinunn Sigurðardóttir vinnur nú
að því að hanna auk þess sem ís-
lenskir tónlistarmenn hafa samið
nýtt tónverk fyrir félagið. Áhrifin
eru sótt í íslenska náttúru. Von er
einnig á nýjungum í veitingum um
borð auk þess sem nýja afþreying-
arkerfið býður upp á fjölmarga
möguleika í framtíðinni, t.d. þann að
flugfarþegar geti á leið sinni til
landsins pantað sér alls kyns afþrey-
ingu á Íslandi.
join@mbl.is
Þægindi Snertiskjáir verða nú fyrir hvern farþega með fjölbreyttu
skemmtiefni og sætabil hefur aukist um 3-5 cm á almennu farrými.
Leika sér Halldór Harðarson, markaðsstjóri Icelandair, og Guðjón Arn-
grímsson upplýsingafulltrúi skemmtu sér við tölvuleikjaspil á leiðinni.
Líst vel á „Breytingarnar snerta ekki beint okkar vinnu frammi í flug-
stjórnarklefanum, en þær eiga örugglega eftir að breyta vinnu flugfreyja
talsvert því dæmin sýna að meiri afþreying um borð, bæði fyrir börn og
fullorðna, skapar meiri ró í farþegarýminu,“ segir Hilmar Baldursson,
flugstjóri og flugrekstrarstjóri Icelandair.
Snertiskjár Hægt er að kalla fram
fjölda kvikmynda, tónlistarrásir,
tölvuleiki o.fl. Eins má tengja tölv-
una og I-podinn í rafmagn.
Farþegarnir vilja afþreyingu
Icelandair er nú að breyta vélum sínum til að
auka afþreyingarmöguleika farþega sinna.
Jóhanna Ingvarsdóttir naut nýrrar afþreyingar,
m.a. í formi kvikmynda, tónlistar, tölvuleikja,
skáklistar og landkynningar í háloftunum á leið
sinni til Lundúna í fyrradag.
Ólafur Þ. Auðunsson yrkir umástand mála:
Hækkun vaxta virðist mér
valda mörgum trega.
Einhvernveginn allt þó fer
einsog venjulega.
Fregn var flutt af því að Lindsay
Lohan léki „kynóða gengilbeinu“ í
næstu kvikmynd. Á bloggi sem
kennt er við Má Högnason er vísa
um það:
Engum gesti fram hjá fer
fyllir gleði sveina
ef kaffibolla og kleinur ber
kynóð gengilbeina.
Emil Petersen, bóndi í Bakkaseli,
síðar á Akureyri, orti:
Safnað hef ég aldrei auð
unnið þreyttum mundum.
Drottinn hefur daglegt brauð
dregið við mig stundum.
Og hann kvað fyrir skáldalaun:
Auraleysi þreytir þraut,
það er gömul saga.
Ég hef aldrei ort fyrir graut
alla mína daga.
Eyjólfur Jóhannesson á Hvammi
orti í sinni tíð um sambýlismann:
Drambs í spiki dinglar Jón,
dyggða mikið knappur.
Mammons kvikur mauraþjón,
mesti svikahrappur.
Þá Ólína Andrésdóttir:
Sértu ekki af aurum fjáð
er það kölluð mæða.
En hæstu tónum helst er náð
er hjartans undir blæða.
VÍSNAHORNIÐ
Af auði og
gengilbeinu
pebl@mbl.is
Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann.
Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og
rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði.
Samsung M110 – er sannkallað hörkutól.
VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth
Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari
Hörkutól
– með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga
Heildsöludreifing og þjónusta:
Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt
M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum:
EIGNIR Í PORTÚGAL
FJÁRFESTINGAR-
MÖGULEIKAR
Á HINNI FÖGRU
VESTURSTRÖND
ALGARVE
Ræðið við framkvæmdaraðila á
sýningunni „Fasteignakaup
erlendis“ um helgina, í bás 4 í
Vetrargarðinum, Smáralind,
í Kópavogi.
info@cascade-resort.com
www.cascade-resort.com