Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Um kaffileytið í gær höfðu 1.890 manns skrifað undir, þar af ríflega 1.300 einstaklingar búsettir í eyjunum. »Samkvæmt vef hagstofunnareru íbúar í Vestmanneyjum 4.036 talsins. »Söfnunin stendur fram á mið-vikudaginn næstkomandi og segir Magnús að skrifi 2.000 íbú- ar í Eyjum undir sé það stórkost- legur stuðningur við málstað hópsins. »Hann segir nýjan Herjólf semsigli milli Þorlákshafnar og stórskipahafnar utan Eiðsins vera framtíðarlausn á sam- göngum til Eyja. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „VIÐ undirrituð skorum á ríkis- stjórnina að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir í Bakkafjöru og hefja þegar undirbúning að byggingu á öflugri og hraðskreiðri Vest- mannaeyjaferju auk stórskipahafn- ar við Eiðið.“ Svo hljóðar yfirlýsing hóps Eyjamanna, með Magnús Kristinsson í farabroddi, sem safnar nú undirskriftum á netinu. Söfnunin hófst á miðvikudag og höfðu 2.000 manns skrifað undir í gær. Hugur fólksins aldrei kannaður „Ef fleiri en 2.000 íbúar í Vest- manneyjum skrifa undir, þá þarf hið opinbera að hlusta. Hugur fólks hef- ur aldrei verið kannaður í þessu máli. Lagt var til við bæjarstjórn síðasta haust að við fengjum að kjósa um þetta, en hún hafnaði því,“ segir Magn- ús. Þetta sé loka- tilraun til að kanna hug fólks. Hann kveðst hafa fengið margar orðsendingar þar sem fólk taki sér- staklega undir kröfurnar, auk þess sem roskið fólk hafi hringt inn og beðið um skráningu. „Það er spennandi kostur að sigla á hálftíma til Bakka, en bara í 7-8 mánuði á ári. Svo tekur veturinn við og því kvíði ég verulega. Miðað við veðráttuna eins og hún var í vetur hefði æðioft orðið ófært upp í Bakka,“ segir hann og kveður mæl- ingar á ölduhæð fyrir utan fyrirhug- aða brimvarnargarða ekki fullnægj- andi, auk þess sem könnunarferð Lóðsins á síðasta ári hafi staðreynt að stórar öldur brotni þar langt fyrir utan. Hann spyr hvort setja eigi tugi milljarða í að stækka og lengja brim- varnargarðana, ef í ljós kemur að þeir dugi engan veginn til. Áfram til Þorlákshafnar „Það eru 38 mílur til Þorláks- hafnar. Fallist menn á að hætta við þessa dellu gæti ný ferja siglt þetta á 21-23 mílna hraða yfir sumartím- ann, eða á tveimur tímum. Yfir vetr- artímann gæti hún siglt á 17-18 mílna hraða, eða kortéri til hálftíma lengur. Þá mætti leikandi fara 3-4 ferðir á sólarhring á sumrin, og 2-3 sinnum alla daga vikunnar á vet- urna,“ segir Magnús. Fengju Vest- mannaeyingar brot af því sem verja eigi til Landeyjahafnar mætti gera stórskipahöfn í Eyjum fyrir tvo milljarða króna. Þá styttist siglingin til Þorlákshafnar um kortér. „Það yrði líka mikil lyftistöng fyrir eyj- arnar, því þá gætum við fengið hing- að stór skemmtiferðaskip á sumrin, sem yrði eflaust eftirsótt þegar fuglalíf er mikið og sumrin falleg.“ Þá sé útboð ferjunnar til Bakka til 15 ára. Stórt skipafélag hafi þegar dregið sig út úr samkeppninni og talið allt of flókið að bjóða í verkið til svo langs tíma. „Ég sé fyrir mér að tilboðin sem berist fái menn til að klóra sér í höfðinu þegar þeir þurfa að taka ákvörðun,“ segir Magnús. Einnig bendir Magnús á skýrslu verkfræðistofunnar Vatnaskila, sem sýni að hafnarstæðið við Bakka sé á hættusvæði fyrir Kötluhlaup, komi það úr Entujökli í Markarfljót. Almenningur mótmælir höfninni Magnús Kristinsson  Undirskriftum gegn Landeyjahöfn rignir inn á vefsíðu  „Hið opinbera þarf að hlusta á okkur“ TENGLAR .............................................. http://strondumekki.is HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann um fimmtugt af ákæru um nauðgun. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu og skilaði Sveinn Sigurkarls- son héraðsdómari sératkvæði. Taldi hann sakfellingu réttlætanlega og vísaði m.a. til framburðar mannsins. Í niðurstöðu meirihluta dómenda kemur hins vegar fram að maðurinn hafi mátt ætla að konan hafi verið meðvituð um atlot hans og ekki verið þeim mótfallin. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn játaði fyrir dómi verkn- aðinn, sem átti sér stað á heimili fórnarlambsins, konu á þrítugsaldri, snemma morguns 26. ágúst á sl. ári, en þrætti staðfastlega fyrir að hafa nýtt sér ölvunarástand hennar til að koma fram vilja sínum. Fólkið hittist í samkvæmi um nóttina og hélt áfram drykkju, ásamt bróður kon- unnar, heima hjá henni. Konan fór að sofa á undan mönnunum, en eftir að bróðir hennar lagðist einnig til hvílu hélt maðurinn til herbergis konunnar. Með augun lokuð allan tímann Fyrir dómi bar maðurinn því við að konan hefði verið vakandi, t.a.m. klætt sig sjálf úr bol og brjóstahald- ara. Þegar maðurinn var spurður hvort konan hefði tekið þátt í kyn- mökunum sagði hann: „Nei, það var bara eins og þetta væri eitthvert feimnismál.“ Hann viðurkenndi jafn- framt að hún hefði ekki snert sig sér- staklega og hefði að öllum líkindum verið með augun lokuð allan tímann. Dómurinn taldi framburð konunn- ar trúverðugan, en það vann gegn henni að hún var með nokkurri með- vitund á meðan maðurinn leitaði á hana. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað þegar maðurinn klæddi hana úr peysunni en þá var hún ber að neðan. Hún hefði hins vegar ekki getað spornað við atlotunum sökum ölvunar. Dóminum þótti hins vegar ölvunarástand hennar og svefndr- ungi ekki geta skýrt það hvers vegna hún brást ekki við atlotunum eða kallaði eftir hjálp, en bróðir hennar var í næsta herbergi. Sjálf bar konan við hræðslu við ákærða – án þess þó að hann hefði verið ógnandi, að hennar sögn. Óumdeilt var í málinu að konan hafði drukkið töluvert magn af sterku víni um kvöldið og fram eftir nóttu. Vitnum bar hins vegar ekki saman um hversu drukkin konan var. Þá var blóðsýni ekki tekið fyrr en síðdegis daginn sem meint brot átti sér stað og því erfitt að segja til um hver áfengisáhrif konunnar voru þá um morguninn. Einnig var litið til þess að lögregluvarðstjóri sem tók á móti kæru konunnar sagði hana ekki hafa komið sér þannig fyrir sjónir, að hún hefði neytt áfengis nóttina áður. Konan kom á lögreglustöðina um tveimur klukkustundum eftir að hún vaknaði. Héraðsdómararnir Halldór Hall- dórsson og Arnfríður Einarsdóttir kváðu upp dóminn, en Sveinn Sig- urkarlsson skilaði sératkvæði. Talið óskýrt hvers vegna konan brást ekki við Karlmaður sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra ÓUMDEILT er að konan hafði ekki með neinum hætti gefið manninum til kynna að hún hefði áhuga á kynferð- islegu samneyti áður en hún fór að sofa, né í annan tíma. Er því ósannað að maðurinn hafi haft nokkurt rétt- lætanlegt tilefni til að fara á eftir kon- unni sem farin var að sofa. Þetta kemur fram í sératkvæði Sveins Sig- urkarlssonar héraðsdómara sem vildi sakfella manninn fyrir nauðgun. Sveinn segist þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir að konan hafi komist til meðvitundar á meðan maðurinn braut á henni leysi það hann ekki undan ábyrgð á framkomu sinni. „Ákærði hefur sjálfur sagt fyrir dóm- inum að eftir að hann lagðist upp í rúm [konunnar] hafi hún hvorki opn- að augun né heyrst frá henni hósti eða stuna svo hann muni. Hann hafi ekkert sagt við hana og hún ekki látið vel að honum eða snert hann að eigin frumkvæði.“ Hvorki hósti né stuna „ÉG er ekki búinn að fá grásleppuna frá Grímsey enn. En mér datt fyrst í hug kjarnorkukafbátur, þegar sé sá myndina af henni í Morgunblaðinu í morgun,“ segir Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni. Jónbjörn er þarna að tala um af- myndaða grásleppu, sem veiddist við Grímsey og sagt var frá í blaðinu í gær. Hann sagði að þarna gæti til dæmis tvennt verið að, annaðhvort sýking eða vansköpun. Það komi væntanlega í ljós, þegar hann fái fiskinn. Hann segir að á gráslepp- unni sé mikil hvelja og þykkildið virðist koma upp úr henni. Þetta er önnur óvenjulega grásleppan sem þeir á Hafró fá. Í fyrra fengu þeir eina hvíta, albínóa, úr Eyjafirðinum. Jónbjörn segir sjaldgæft að fá grá- sleppur sem skera sig svona úr en alltaf sé eitthvað um furðufiska. Sýking eða vansköpun Morgunblaðið/Helga Mattína Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG RÆDDI við hana um varnarsamstarfið og ekki síst fund sem halda á hér í Washington 30. apríl með íslenskum og bandarískum embætt- ismönnum. Þar á að ræða hvernig málum verði hagað með uppfærslu og viðhald ratsjárkerf- isins,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra, en hún fundaði í gær í Wash- ington með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Íslendingar tóku við rekstri kerfisins af Bandaríkjamönnum þegar varnarliðið fór héð- an. „Það var talað um það þegar við tókum við kerfinu að Bandaríkin myndu með einhverjum hætti koma að því máli. En það hefur ekki enn fengist niðurstaða í það hvernig það verði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún hafi á fundinum með Rice lagt áherslu á að mikilvægt væri fyrir Íslendinga að fá niðurstöðu í málið sem fyrst, enda fylgi þessu heilmikill kostnaður. Konur og friðaruppbygging „Við ræddum þó ekkert síður önnur mál. Þar má nefna ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Við ræddum möguleika kvenna til þess að koma að friðarviðræðum, friðaruppbyggingu og frið- argæslu í heiminum. Ég tel að það skipti miklu máli,“ sagði Ingibjörg. Í gangi er óformlegt samstarf kvenutanrík- isráðherra sem hist hafa nokkrum sinnum til þess að ræða þessi mál. Hún hafi rætt um að festa þetta samstarf betur í sessi „og að taka þessa ályktun öryggisráðsins upp á okkar arma þannig að hún sé ekki aðeins orðin tóm,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði Rice hafa tekið vel í þetta. „Hún sýndi því mikinn áhuga. Við erum nokkrar sem höfum áhuga á að Líbería komi sterkt inn í þetta. Konur þar í landi hafa náð miklum ár- angri í friðarferlinu sem þar hefur staðið yfir.“ Á fundinum ræddu Rice og Ingibjörg Sólrún jafnframt samstarf á sviði vegabréfamála. Það lýtur að sérstakri vegabréfsáritun fyrir fyrir- tækjastjórnendur og fólk úr viðskiptalífinu. Hún gerir þessum hópi auðveldara að ferðast ört á milli landanna. Nú hafa um 80 ríki slíkan samn- ing við Bandaríkin „en við höfum það ekki. Mér finnst það skjóta dálítið skökku við miðað við söguleg tengsl ríkjanna,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Margir í viðskiptalífinu hafi sagt að skortur á þessari vegabréfsáritun sé ein helsta hindrunin í vegi fyrir auknum viðskiptum Bandaríkjanna og Íslands. Þá var á fundi ráðherranna rætt um stöðu mála í Mið-Austurlöndum og Afganistan, auk málefna norðurslóða. Ráðherrar ræddu ratsjár- kerfi og mál- efni kvenna Fundur Utanríkisráðherrarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Condoleezza Rice í Washington í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.