Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 33

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 33 ✝ Gísli Gunn-arsson, áður verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki, fædd- ist í Miðhúsum í Blönduhlíð í Skaga- firði 21. júní 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 1. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnar Gíslason, f. 24. nóvember 1894, d. 23. janúar 1972, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 16. mars 1898, d. 22. júlí 1967. Gísli var elstur 12 systkina, sem voru: Jón, f. 1923, d. 2003, Guð- rún, f. 1925, Ásgeir, f. 1927, d. 1955, Guðmundur, f. 1928, d. 1995, Þrúður Aðalbjörg, f. 1930, Arnfríður Aðalbjörg, f. 1931, óskírður, f. og d. 1932, Gunnar, f. 1933, Vagn, f. 1935, Óskar, f. 1937, og Sigrún, f. 1939. Hinn 30. desember 1954 gekk Gísli að eiga Fjólu Ragnhildi Hólm Sveinsdóttur, f. 28. ágúst 1932, d. 1. janúar 1999. For- eldrar hennar voru Sveinn Ni- kódemusson, f. 30. september 1908, d. 4. september 1990, og Pálmey Helga Haraldsdóttir, f. 14. október 1909, d. 21. desem- ber 1994. Gísli og Fjóla eign- uðust fjögur börn, 14 barnabörn og fjögur barnabarnabörn. 1) Sigríður Gunnfríður, f. 25. nóv- ember 1949, gift Birni Ottóssyni, f. 19. nóvember 1947, 2) Sveinn, f. 24. júlí 1951, kvæntur Jónínu Kristjönu, f. 4. mars 1954, 3) Pál- mey Helga, f. 3. nóvember 1954, gift Rúnari Ingólfssyni, f. 22. mars 1950, og 4) Haraldur Ásgeir, f. 28. janúar 1958, í sambúð með Björgu Guðmundsdóttur, f. 29. október 1959. Gísli flutti sem barn ásamt for- eldrum og systk- inum að Ábæ í Austurdal og var hann einn af síðustu skráðum ábúendum þar. Síðar fluttist hann til Sauðárkróks þar sem hann bjó til dauðadags, lengst af á Bárustíg 4. Hann gekk í Iðn- skólann á Sauðárkróki og lauk þaðan prófi. Gísli hóf störf hjá Vegagerðinni sem unglingur og starfaði þar nær óslitið allan sinn starfsaldur, síðustu áratug- ina sem verkstjóri og starfaði í Verkstjórafélagi Norðurlands vestra um árabil. Gísli var forðagæslumaður á Sauðárkróki lengi vel, enda hélt hann sjálfur kindur og hesta á nöfunum fyrir ofan bæinn þar til heilsa tók að bresta. Gísli var um tíma í kórum, Karlakórnum Heimi, Karlakór Sauðárkróks og Samkór Sauðárkróks. Hann starfaði einnig í deild Sjálfs- bjargar sem staðsett var á Sauð- árkróki. Gísli verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við ástkæran föður og tengdaföður og börnin mín afa sem var þeim afar kær. Pabbi var eflaust hvíldinni feginn. Þegar móðir mín lést fyrir rúmum níu árum dó svo stór hluti af pabba að hann varð aldrei samur maður. Ljósið hans hafði slokknað og hann hefði viljað fylgja með. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hann fyrir föður og jafnframt vinna með honum öll mín unglings- ár. Það var dýrmætur skóli sem ég fæ aldrei þakkað nógsamlega. Þessi sumur voru full af lífi og skemmti- legheitum. Þar kynntist ég honum best. Hann var verkstjóri hjá Vega- gerðinni og fór það vel úr hendi, góð- ur yfirmaður og átti auðvelt með að fá fólk til að vinna með sér. Pabbi var hafsjór af sögum og það var ekki sjaldan sem það var setið og hlustað á sögur frá því að hann var að alast upp, sögur af mönnum sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni, stöð- um sem hann hafði unnið á eins og Múlanum, Siglufjarðargöngum og -skarðinu og atburðum sem hann hafði tekið þátt í. Hann var vel lesinn og mundi ótrúlegustu hluti. Fylgdist vel með öllu sem var að gerast og hafði skýrar skoðanir á því. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp í fátækt og vissi hvað skort- ur var. Sá veröldina breytast ört og var fylgjandi framþróun, sá enga ástæðu til að lofa gömlu góðu dag- ana. Pabbi var góðmenni sem tók mál- stað þeirra sem minna máttu sín, ljúfur í allri umgengni, glettinn og skemmtilegur. Það er ekki þar með sagt að hann hafi verið skaplaus, því fór fjarri en hann fór vel með það. Hann gat verið afar fastur fyrir, við kölluðum það Miðhúsaþráann, þá varð honum ekki hnikað. Pabbi og mamma byggðu sér hús á Bárustígnum. Þar bjuggu þau all- an sinn búskap, þar ólst ég upp, þar áttu barnabörnin sér skjól. Þau áttu líka smáskika uppi á Mó- um, voru ein af Móafólkinu. Þar voru þau með kindur og hesta. Þar undi hann sér löngum. Hann hafði gott lag á skepnum og hefði eflaust orðið góður bóndi. Fyrir börnunum mínum Gunn- hildi, Gísla og Rúnar Páli voru afi og amma á Sauðárkróki tengd órjúfan- legum böndum. Þau voru afi og amma kindó. Þau voru mikið hjá þeim og þar áttu þau sínar kindur hvert og eitt, þau fengu að taka þátt í því sem verið var að gera hverju sinni. Mig furðaði oft á þolinmæðinni hjá pabba þegar þau voru komin barnabörnin og voru í af hverju stuði og má ég þetta eða voru bara búin að fram- kvæma eitthvað sem þeim datt í hug. Pabbi kenndi þeim að umgangast skepnur og umhverfi sitt með virð- ingu. Hann leyfði þeim að vinna með sér og sagði þeim til. Hann gerði aldrei upp á milli þeirra og þau minnast hans með virðingu og söknuði. Það er gott að rifja upp allt það sem hann var okkur. Lífið fór ekki um hann mildum höndum en hann bar ekki erfiðleika sína á torg eða álasaði neinum. Það var alltaf gott að vera nálægt honum og við tvö þurftum ekki alltaf að tala, skildum hvort annað. Það væri eigingirni að þakka ekki fyrir að pabbi fékk að kveðja á þann hátt sem hann gerði, sorgin og sökn- uðurinn er til staðar en jafnframt er þar líka gleðin og minningarnar sem við eigum. Hafðu þökk fyrir sam- veruna, kæri pabbi, við hittumst síð- ar. Kveðja, Pálmey og fjölskylda. Í dag kveð ég með trega í hjarta föður minn sem lést 1. apríl, á 86. aldursári. Gísli Gunnarsson frá Ábæ í Aust- urdal var mikill heiðursmaður og gæddur miklum mannkostum eins og þeir vita er kynntust honum. Ég hefði mátt læra meira af þér, elsku pabbi minn, en ég varð þó þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fylgja þér eftir sem barn og unglingur í leik og starfi. .Á hverju vori þegar skólinn var búinn og vinir og skólafélagar fóru í sveit, fékk ég að vera með þér í vinnunni og allt Norðurland varð minn leikvöllur á jarðýtum og gröf- um frá morgni til kvölds. Þær voru líka margar ferðirnar sem ég fór með þér norður (skag- firska um að fara til Akureyrar) á Sólborgarhól að heimsækja ömmu Siggu og afa Gunna og man ég enn hve þung sporin þín voru þegar við fórum saman niður að Siglunesi í símann þann fagra sumardag 22. júlí 1967 þegar amma Sigga lést. Það var þér léttir að hún þjáðist ekki lengur og var komin á betri stað, en samt í sorg þinni hafðirðu mestar áhyggjur af því hvernig þú gætir komið fréttunum til Siggu, stóru systur, sem þá var í Danmörku. Þannig varst þú, aðrir komu alltaf fyrst og síðast þú. Á þessum árum var vegagerð á Norðurlandi enn á steinaldarstigi og það var gaman að vinna með þér og bræðrum þínum; Munda bónda á Höskuldsstöðum, Gunna í Bitru og Óskari á Sólborgarhóli, þið voruð allir svo ólíkir en samt svo samlyndir og miklir vinir. Það er ekki hægt að minnast þín, elsku pabbi, nema að tala um mömmu, Fjólu Ragnhildi, þá stór- glæsilegu konu sem stóð þétt þér við hlið alla tíð þar til hún lést á nýárs- dag 1999. Það er fátítt að sjá jafn samrýnd hjón eins og þið voruð. Margs er að minnast úr uppvextin- um, en ég man alltaf sérstaklega eft- ir hvað mamma var lítið hrifin af því að fá kinda- og hrossafýluna inn á hvítskúraðan Bárustíginn þegar Gunni afi lagðist inn á sjúkrahúsið á Sauðárkróki eftir að hann brá búi á Sólborgarhóli og ég tók við gegning- um fyrir hann, þá 12 ára. Samt fór það nú svo að það lá fyrir frú Fjólu að taka alfarið við þessum búskap ásamt þér, pabbi minn, og mér, eftir að Gunni afi lést hinn 23. janúar 1972. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig hún þekkti allar roll- urnar með nafni, en þú, pabbi, og ég þóttumst líka þekkja þær, bara fyrir mömmu. Einnig man ég svo vel þeg- ar ég kom norður um páskana eftir að mamma dó og sagði þér að búast í betri föt þar sem við ætluðum að fara í hádegismat hjá Þrúðu, systur þinni, á Akureyri. En við vorum öll í raun að fara á tónleika hjá Kristjáni Jóhannssyni. Mikið hafðirðu gaman af þessum tónleikum enda hafðir þú alla tíð dálæti á fallegum söng. Ég á svo margar góðar minningar um þig og mömmu sem munu fylgja mér um ókomna tíð en læt staðar numið hér. Elsku pabbi minn, núna ertu kom- inn í faðm mömmu, foreldra þinna og bræðra og líður örugglega vel. Takk fyrir samfylgdina, allt sem þú gerðir fyrir mig. Farðu í friði og megi góður guð umvefja þig hlýju og ást eins og þú umvafðir aðra. Þinn sonur Haraldur Ásgeir. Ástkær afi okkar dó 1. apríl síð- astliðinn á 86. aldursári. Hans verð- ur sárt saknað. Á Bárustíginn til ömmu og afa var alltaf gott að koma og vel tekið á móti manni, sama hvort maður var einn eða í vinahóp. Þegar við hugsum til baka munum við eftir öllum ferðunum með afa í vegavinnunni og hvað það var alltaf gaman að fá að sofa í vinnuskúrun- um. Samverustundirnar uppi á Nöf- unum voru líka margar hvort sem það var í heyskap, í fjárhúsunum eða þegar farið var í mislangar hesta- ferðir. Það var sjálfsagður hlutur að vera í samkeppni við hestana þegar síldartunnurnar voru opnaðar og amma og afi hreinsuðu þá fyrir okk- ur síld og gáfu okkur þetta sælgæti. Kindurnar fengu ekki heldur að sitja einar að gamla rúgbrauðinu því litlir munnar þurftu líka sitt. Þá var gamli Land Roverinn hans afa skemmti- legt leiksvæði þar sem hann stóð í innkeyrslunni á Bárustígnum. Starfsfólk deildar 5 fær bestu þakkir fyrir umönnun á liðnum ár- um. Guð blessi þig elsku afi, Anna Birna, Davíð Þór og Ragnhildur Gísli Gunnarsson Við fráfall góðs vinnufélaga um ára- bil sækja minningar að. Óhætt er að segja að þær séu ótalmarg- ar því Guðjón var félagslyndur, glettinn og skemmtilegur og hafði mörg áhugamál. Átti ég margar ánægjulegar stundir á spjalli við hann og fékk oft að heyra veiði- sögur bæði úr stangveiði og rjúpnaveiði. Var þá ekki ónýtt að geta spurt hann um ýmislegt sem maður átti ólært á þeim sviðum og var sjaldan komið að tómum kof- unum. Hann var ágætur spilafélagi líka og var oft kátt á hjalla við spilaborðið í kaffitímanum og fuku þar oft glettin gullkorn. Það var líka hægt að leita til hans með ólíkustu málefni og ef hann vissi ekki svarið sjálfur var hann öruggur með að finna þann, sem gat veitt viðkomandi upplýs- ingar. Þannig gerði hann mér eitt sinn ómetanlegan greiða sem ég fæ seint fullþakkað. Hann var ein- staklega hjálpfús og fólk skipti hann alltaf miklu máli. Guðjón var starfsmaður Rann- sóknastofnunar iðnaðarins frá 1970-1978 en þá tók Iðntækni- stofnun Íslands við starfseminni, eftir sameiningu við Iðnþróunar- stofnun Íslands, og þar starfaði Guðjón áfram til ársloka 1995 er hann lét af störfum sökum aldurs. Hann var mjög fjölhæfur og gat því sinnt ólíkum störfum ef því var að skipta og var ekki ónýtt að hafa slíkan starfsmann. Eftir að hann lét af störfum lét hann ekki þar við sitja því honum var einstaklega annt um garðinn okkar hér í vinnunni. Nokkur næstu sumur á eftir eða meðan heilsan leyfði ann- aðist hann garðinn okkar af ein- stakri natni. Með hlýhug færi ég Valdísi og fjölskyldu þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Halldórsdóttir. Góður vinur minn og fjölskyld- unnar er fallinn frá, Guðjón Sverr- ir Sigurðsson, Guðjón í Iðju, eins og hann var títt nefndur í gamla daga, þegar hann stjórnaði einu stærsta verkalýðsfélagi landsins með mikilli reisn. Guðjón kvaddi okkur laugardaginn fyrir páska, 82 ára að aldri, og var þá kominn á hjúkrunarheimilið Hrafnistu í Laugarási. Margs er að minnast og mundi það duga í þykka bók, sem við Guðjón og fjölskyldur okkar áttum saman að sælda gegnum ævina. ✝ Guðjón SverrirSigurðsson fæddist í Keflavík 17. október 1925. Hann andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 31. mars. En hér verður aðeins stiklað á stóru, góðu minningarnar verð- um við að geyma í okkar eigin hugar- ranni. Og þær minn- ingar ylja vissulega þegar þær eru rifj- aðar upp. Þannig háttaði til hjá okkur að báðir áttum við heima í Skerjafirðinum, hann á Þvervegi 10 en ég á númer 12. Ég var strax Framari, en Guðjón var Valsari, sá aleinasti á stóru svæði. Hann hafði sérstöðu hann Sverrir, það fer ekki á milli mála, og hann var ófeiminn að leyfa sér þann munað að fara eftir sannfæringu sinni. En þetta átti eftir að breytast síð- ar til besta vegar, við áttum nefni- lega eftir að sameinast í einu fé- lagi, Knattspyrnufélaginu Þrótti, og það var talsvert óvænt. Einn margra hæfileika Sverris var manntaflið, – hann var frábær skákmaður. Uppáhaldsleikurinn hans þegar hann lék hvítu mönn- unum var Enski leikurinn. Sverrir hélt utan til náms og átti eftir að verða háskólameistari í skák í há- skólanum í Dublin. Okkur varð vel til vina mér og Systu konu minni og Sverri og Dæju konu hans enda þótt tals- verður aldursmunur væri á okkur. En það kom aldrei að sök, þau voru síung, hress og kát og betri vini og félaga var varla hægt að hugsa sér. Um áratugaskeið skipt- umst við á heimsóknum. Við fór- um saman á laxveiðar, enda var Sverrir útilífsmaður og náttúru- barn. Hann var líka veiðimaður og eltist við rjúpur og gæsir á vetr- um. Oft fórum við saman öll fjög- ur til Gran Canary og áttum sam- an stórkostlegar vikur þar. Oft efndum við til einvígis í skák í sól- inni á Kanarí, ég held þær hafi orðið 176 skákirnar milli okkar í einni ferð, þegar best lét. Sverrir hafði oftast nær betur í þessum sennum okkar, það verður að við- urkennast. Koma Guðjóns Sverris Sigurðs- sonar til míns gamla félags, Knattspyrnufélagsins Þróttar, ár- ið 1965 var gríðarleg lyftistöng fyrir félagið okkar. Þróttur varð Sverri mikið hjartans mál. Hann kom að félaginu nánast allslausu. Félagið átti þó lóð inni við Sund, öfluga félaga, og nógan kjark til að taka á með formanninum. Þróttarar áttu eftir að reisa velli við Sæviðarsund ásamt dágóðri félagsaðstöðu. Þetta gerðist með- an Sverrir var formaður. Fé- lagslífið tók kipp og Þróttur varð eitt af stóru félögunum. Við Systa og fjölskylda sendum Dæju og fjölskyldu samúðarkveðj- ur. Við syrgjum góðan vin og fé- laga, frábæran hæfileikamann og velgjörðarmann. Magnús V. Pétursson og fjölskylda. Guðjón Sverrir Sigurðsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS GRÓA JÓNSDÓTTIR, Melteig 22, Keflavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Emil Ágústsson, Ingileif Emilsdóttir, Snorri Eyjólfsson, Anna María Emilsdóttir, Árni Hannesson, Ægir Emilsson, Sóley Ragnarsdóttir, Sigríður Þórunn Emilsdóttir, Valdimar Ágúst Emilsson, Ágústa Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.