Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkismál voru fyrirferð-armikil á Alþingi í vikunniog bar þar hæst umræðuum skýrslu utanrík- isráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hefur tekið til hendinni í mála- flokknum og svo virðist, a.m.k. úr fjarlægð, sem ferskir vindar blási um ráðuneytið. Ræða hennar var þannig vel úthugsuð og ígrunduð. Það sama verður hins vegar ekki sagt um allar ræðurnar sem á eftir komu. Þar réðu ríkjum endurtekningar á orðum ráð- herrans eða gömlum ræðum um ut- anríkismál. Auðvitað er til fullmikils ætlast að í hverri ræðu séu nýjar og hressilegar hugmyndir og ekki er við öðru að bú- ast en að ákveðin endurtekning eigi sér stað. Sumir þingmenn skiluðu því vel en aðrir fóru óundirbúnir í ræðu- stól, blöðuðu í skýrslunni og töluðu ómarkvisst um það sem þeim datt í hug. Einn þingmaður sagðist meira að segja ekki hafa náð að lesa skýrsl- una almennilega en hélt engu að síður langa tölu um efni hennar. NATO og ekki NATO Í umræðunum var nokkur sam- hljómur um utanríkisstefnu Íslands og þá einkum og sér í lagi meðal allra flokka nema Vinstri grænna, sem leggjast harðlega gegn aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sérstaklega þátttöku í verkefnum í Afganistan. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, skaut þó yfir markið í umræð- unum þegar hann rökstuddi andstöðu sína gegn stækkun NATO til austurs, með mögulegri aðild Úkraínu og Georgíu, með áhyggjum af skatt- greiðendum nýrra aðildarríkja sem horfðu nú upp á stórauknar kröfur um útgjöld til vígbúnaðar. „Ætli þeir hafi ekki eitthvað annað við fjár- munina að gera en að eyða þeim í her- gögn í þessum löndum sem eru að reyna að byggja sig upp?“ sagði Steingrímur. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, greip þetta á lofti og benti á að virða ætti rétt þessara ríkja til að taka sínar ákvarð- anir, ekki síst í ljósi þess að lýðræð- islega kjörin stjórnvöld færu fyrir að- ildarumsókn Úkraínu og að í Georgíu væri mikill almennur stuðningur við aðild. Besta ræðan Varnarmálafrumvarp utanrík- isráðherra var afgreitt til þriðju um- ræðu í vikunni og verður að líkindum að lögum í næstu viku. Afskaplega litlar umræður spunnust um frum- varpið í þetta skiptið og einungis framsögumenn nefndarálita tóku til máls. Að öðrum ræðumönnum ólöst- uðum ætla ég að halda því fram að áð- urnefndur formaður VG hafi þar flutt bestu ræðu vikunnar, jafnvel mán- aðarins, og þá sérstaklega þegar síga tók á seinni hlutann. Hann náði sér á það flug sem áhugafólk um góða ræðumennsku (og eflaust áhugafólk um almennilega stjórnarandstöðu) hefur einkar gaman af. „Ég verð að segja eins og er að ég undrast það að sjálfstæðismenn, sem þykjast stund- um hafa vit á peningum, sem þeir hafa auðvitað ekki, enda eru þeir að drekkja þjóðinni í skuldum, hafa það þó uppi, hafa það í munninum, að þeir vilji ekki þenja ríkisbáknið út. Báknið burt, var einhvern tímann sagt. Hvað er að gerast hér? Er báknið að fara burt? Nei, hér er sko verið að búa til nýtt bákn upp á milljarða króna,“ sagði Steingrímur um boðaða Varn- armálastofnun og taldi að „hún gamla Katla“ væri meiri ógn við öryggi Ís- lands en þær „ímynduðu ógnir“ sem frumvarpinu væri ætlað að bregðast við. Svo hélt hann áfram: „Varn- armálastofnun telst, samkvæmt framansögðu, borgaraleg stofnun sem mun að meginstefnu til sinna varnartengdum verkefnum sem telj- ast ekki borgaraleg í eðli sínu. Hin borgaralega stofnun sinnir að meg- instofni til varnarverkefnum sem telj- ast ekki borgaraleg í eðli sínu. Ég óska höfundum textans til hamingju.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, vakti máls á mismun- andi framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum á þingi í vikunni og vísaði annars vegar til mótmæla at- vinnubílstjóra og hins vegar til mót- mæla umhverfisverndarsinna. Nú dylst engum að öllu mildar hefur ver- ið tekið á fyrrnefnda hópnum, og raunar líka á fleiri mótmælendum eins og stjórnarmaður í Heimdalli benti á í grein í Morgunblaðinu í gær en hann var handtekinn fyrir að selja lítinn bjór í mótmælaskyni við einka- sölu ríkisins á áfengi. Stysta ræðan Helgi spurði hvort um stefnubreyt- ingu væri að ræða en fékk þau svör frá Birni Bjarnasyni að dóms- málaráðherra hefði ekki beitt sér í þessum málum. Þegar Helgi fylgdi spurningunni eftir og velti því upp hvort eitthvað annað kynni að hafa valdið stefnubreytingunni hélt Björn stystu ræðu vikunnar, já eða mán- aðarins: „Herra forseti. Ég tel að í báðum tilvikum hafi lögreglan farið að lögum og ekki sé um ólíka fram- kvæmd laga að ræða.“ Svo mörg voru þau orð. Misgóð ræðuhöld og hættulegir bjórsinnar ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SKURÐAÐGERÐIR vegna offitu snúast fyrst og síðast um heilsufar sjúklinganna, ekki útlit. Það er stór- hættulegt heilsufarslega að vera of feitur. Fylgikvillar offitu, þ.e. þegar líkamsþyngdarstuðull (BMI) liggur yfir 40, eru margir en geta minnkað til muna eða jafnvel horfið alveg í kjölfar skurðaðgerðar. Meðal þessara fylgikvilla eru sykursýki II, astmi, mígreni, þunglyndi, of hár blóðþrýst- ingur og ófrjósemi sökum offitu. Þetta segir Hjörtur G. Gísla- son skurðlæknir, en hann stjórnar magahjáveituað- gerðum á Norð- urlöndum. Hann mun í dag ásamt Birni G. Leifssyni skurðlækni fram- kvæma tvær kviðsjáraðgerðir við of- fitu í beinni útsendingu á 10. sameig- inlega vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands og svæfinga- og gjörgæslu- lækna sem hófst í gær og lýkur í dag. Skurðaðgerðunum verður varpað upp á skjá í kennslustofu skurðdeilda á Landspítalanum og þar geta ráð- stefnugestir, þeirra á meðal erlendir sérfræðingar sem komnir eru til landsins sérstaklega til að kynna sér þessar aðgerðir, lagt fyrir skurðlækn- ana tvo spurningar meðan á aðgerð- unum stendur. Jafnframt munu þeir Hjörtur og Björn kynna árangurinn af þeim aðgerðum sem framkvæmdar hafa verið hérlendis á síðustu árum, en grein þeirra um málið verður fljót- lega birt í Læknablaðinu. Minnkar líkur á krabbameini Að sögn Hjartar var byrjað að framkvæma magahjáveituaðgerðir hérlendis fyrir hátt í átta árum og hafa síðan þá verið gerðar ríflega 510 aðgerðir. Segir hann því komna ágæta reynslu af þessari tegund að- gerða hérlendis. Bendir hann á að 88% þeirra sjúklinga sem farið hafa í aðgerðir hérlendis fái góðan árangur af aðgerðinni og meðaltalið af sjúk- lingum hafi náð af sér 80% af um- framþyngd sinni á fyrsta hálfa öðru árinu eftir aðgerð. Hjörtur bendir á að nýjar erlendar rannsóknir, sem m.a. hafa verið birtar í læknatímarit- inu The New England Journal of Medicine, leiði í ljós að skurðaðgerð vegna offitu auki lífslíkur sjúklinga um 10-11 ár. „Þannig minnka líkurnar á því að deyja um 40% fyrir hvert ár frá því skurðaðgerð er framkvæmd. Líkurnar á því að deyja úr hjartaáfalli minnka um 50% hjá þeim sem fara í aðgerð. Hjá þeim sem fara í aðgerð eru einnig 50-60% minni líkur á því að fá hormónatengt krabbamein síðar á ævinni, s.s. brjóstakrabbamein, krabbamein í legi og eggjastokkum, blöðruhálskirtli, ristli, endaþarmi, maga og brisi,“ segir Hjörtur og tek- ur fram að lífsgæði þeirra sem fari í aðgerð stóraukist. Eftirlitið lykill að góðum bata Í samtali við Morgunblaðið bendir Hjörtur á að nýjar rannsóknir sýni að skurðaðgerð sé vænlegasta leiðin til að ná árangri hjá sjúklingum með sjúklega offitu. Bendir hann á að ástæðu þess að megrunarkúrar, lík- amsþjálfun, lyf og hugræn atferl- ismeðferð, sem dugi vel fyrir fólk með BMI sem mælist 30-35, dugi ekki fyr- ir fólk með BMI yfir 40 til langs tíma sé að leita í hormónastarfsemi lík- amans. „Í besta falli ná 3% sjúklinga með BMI yfir 40 langtímaárangri, þ.e. til fimm ára eða lengur, með fyrr- greindum aðferðum. Ástæðan er sú að hormóna- og ónæmiskerfið í maga og efri hluta mjógirnis forritar lík- amsþyngd fólks. Þessi kerfi breytast þegar fólk þyngist, en kerfið vill að einstaklingurinn sé þungur til þess að hjálpa honum að lifa af erfiða tíma. Þetta virkaði vel á steinöld þar sem fólk hamstraði orkuna yfir sumartím- ann til að lifa veturinn af, en á ekki við lengur. Í blóði þeirra sem léttast hratt mælast há gildi af sultarhorm- ónunum, þeirra á meðal hormónið ghrelin sem fyrst fannst árið 1999. Þessi hormón virka á heilann og kalla þannig eftir mat án afláts,“ segir Hjörtur og bendir á að ghrelin sé jafnávanabindandi og heróín. „Þeir sem þyngjast og léttast ekki aftur innan ákveðins tíma fá nýja for- ritun þessara hormóna. Hjá þeim sem léttast síðan hratt framleiðist mikið magn þessa hormóns og það skýrir hvers vegna nær allir megrunarkúrar eru gagnslausir og þeir sem farið hafa í megrun enda í upphaflegu þyngd sinni innan níu mánaða,“ segir Hjört- ur og bendir á að helmingur fólks geti orðið of feitt út af genasamsetningu, en hinn helmingur fólks geti borðað eins mikið og það lysti án þess að fitna þar sem líkaminn búi yfir ákveðnum genum sem mynda hita úr umfram- orkunni í stað þess að hamstra hana. Að mati Hjartar er það nokkurt vandamál hversu miklum fordómum offitusjúklingar mæta í þjóðfélaginu. „Þessi sjúklingahópur á erfitt með að fá meðferð vegna fordóma. Það stafar af því að almenningur skilur ekki al- mennilega út á hvað sjúkdómurinn gengur,“ segir Hjörtur og nefnir að sumir sjúklingar sem farið hafi í magahjáveituaðgerð reyni að með- ferð lokinni jafnvel að afneita því að þeir hafi átt við offitu að stríða og neiti t.d. að koma í reglubundið eft- irlit, sem sé hins vegar lykillinn að góðum bata. Íslendingar hömlulausari „Þeir sem fara í svona aðgerð skuldbinda sig til þess annars vegar að taka vítamín og steinefni og hins vegar til þess að vera í ævilöngu eft- irliti í formi blóðprufa einu sinni til tvisvar á ári. Fólk verður að taka ábyrgð á eigin heilsu, því við getum ekki elt fleiri hundruð sjúklinga út um allan heim. Þeir sem mæta í eftirlitið, fara í blóðprufurnar, og taka þau vít- amín og bætiefni sem þörf er á hverju sinni, þeir fá frábæran árangur af að- gerðinni,“ segir Hjörtur og bendir á að nokkur munur sé milli landa í af- stöðu sjúklinga til meðferðarinnar. Bendir hann þannig á að á meðan Norðmenn, Danir og Svíar fylgi leið- beiningum til undirbúnings fyrir að- gerð gaumgæfilega eftir gæti meira hömluleysis hjá Íslendingum, sem fari iðulega ekki eftir neinu af því sem sagt er. Eitt af því sem þeir sem fara í magahjáveituaðgerð verða að venja sig á að lokinni aðgerð er að borða oft- ar og minna í einu, enda geta sjúk- lingarnir ekki borðað jafnmikið í einu og fyrir aðgerð. Þetta stafar af sögn Hjartar af því að í aðgerðinni er tengt framhjá maganum, skeifugörninni og efri hluta mjógirnisins þannig að eng- inn matur kemur þangað. „Forsenda þess að sultarhormón séu framleidd í líkamanum er sú að matur komist í snertingu við þær frumur sem eru í slímhimnunni á þessum þremur fyrr- greindu stöðum. Með því að tengja framhjá eru frumurnar sem fram- leiða ghrelin í nokkrum skilningi blindaðar. Þannig getur sjúklingur lést um 60 kíló fljótlega í kjölfar að- gerðar án þess að hlutfall ghrelins í blóði mælist tilfinnanlega hærra en áður. Hefði sami einstaklingur farið í megrun og lést jafnmikið væri hlutfall ghrelins í blóði mjög hátt þar til við- komandi hefði þyngst aftur. Það eru mjög fáir sem standast þessi áhrif ghrelins, en það tekur 4-5 ár fyrir lík- amann að venjast minni þyngd á með- an það tekur líkamann aðeins 1-2 ár að venjast aukinni þyngd. Mikilvæg- ustu langtímaáhrifin af meðferðinni eru þau að við breytum grunnlínu lík- amans, þ.e. líkaminn sér einstakling- inn ekki lengur sem verðandi t.d. 130 kíló heldur 75 kíló.“ Ríflega 510 of feitir Íslendingar hafa farið í magahjáveituaðgerð á síðastliðnum átta árum Snýst um betra heilsufar, ekki útlit Frábær árangur Norsk kona sem Hjörtur G. Gíslason framkvæmdi aðgerð á. Þremur árum seinna hafði hún lést um 80 kíló og var að vonum ánægð. Hjörtur G. Gíslason Stórtæk aðgerð Magahjáveituaðgerð er framkvæmd með kviðsjártækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.