Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 29 virðist vera svo í þessari spá Seðlabankans að þeir sem taka á sig mestu áföllin, eins og venjulega, sé almenningur þessa lands þar sem margir munu gjalda fyrir með aleigu sinni og jafnvel gott betur, standi eftir stórskuldugir, fast- eignin farin forgörðum og eftir standi ógreiddar skuldir og jafnvel gjaldþrot. Getur Seðlabankinn sett fram spá um hrun? Til upprifjunar sagði Seðla- bankinn í gær að búast megi við 30% raunlækkun húsnæðis til ársins 2010. Hins vegar slá þeir þann varnagla að „gríðarleg óvissa sé um þessa þróun“. Er það nokkur von að svo sé, því þessir spá- dómar eru svo einkennilegir að spámiðill gæti hafa verið þeim til halds og traust. Félag fasteignasala spyr: Hver er til- gangur spádóma sem fela í sér slíka óvissu og á hvaða rökum og fyrirliggjandi staðreyndum eru þeir reistir? Er tilgang- urinn sá að hræða almenning frá því að festa sér húsnæði? Hér er um alvarlega íhlutun Seðlabankans að ræða inn á frjálsan húsnæðismarkað, „hinn frjálsa markað“, en bankinn segir í sömu grunnspá að „gangi það eftir mun hækk- un íbúðaverðs umfram almennt verðlag undanfarin fimm ár ganga að mestu leyti til baka. Verðið yrði eftir sem áður ekki lágt í sögulegu samhengi.“ Spámanni Seðlabankans þykir ekki nóg að gert og bætir við: „gríðarleg óvissa er um þessa þróun, m.a. vegna þess að hún kann að hafa umtalsverð áhrif á útlánagetu fjár- málakerfisins. Ekki er því hægt að útiloka enn meiri samdrátt á fasteignamarkaði,“ segir í kaflanum Þróun og horfur í efna- hags- og peningamálum. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja þessa spá öðruvísi en svo að Seðla- bankinn óski eftir alkuli á húsnæðismark- aði í nafni stríðsins við verðbólguna. Af- leiðingar spádóms Seðlabankans, gangi hann eftir, yrðu geigvænlegar fyrir allan almenning í landinu sem mundi þurfa að horfa upp á mikla eignarýrnun á sama tíma og verulegt atvinnuleysi mun verða staðreynd. Einu aðilarnir sem munu hafa hag af slíku ástandi eru innheimtumenn lánastofnana. Eru aðgerðir Seðlabankans þess virði að gera allan almenning eigna- minni og lifa í ótta atvinnuleysis? Félag Fasteignasala óskar eftir ábyrg- um greiningum, ekki spádómum, og að greiningar hafi þann tilgang að upplýsa almenning í stað þess að hræða hann til hlýðni við aðgerðir Seðlabankans. gu hinna einkavæddu óðin að sætta sig við að lífs- arnaður fari í gin óðaverð- upmennsku? Á tímum sem m allt er á hverfandi hveli í um, rætt er um stöðutöku krónunni, gengisvísitalan m hartnær helming frá því von að spurt sé hverjir m darraðardansi peninga- r verður að geta treyst því, ir ráðstafanir með lántök- tímann eins og svo margir n húsnæðiskaup, að grunn- la þjóðarinnar sé traustari byrji ekki að molna niður á þjóðarskútuna. Það gs og anka Íslands Ingibjörg er fasteignasali og formaður Félags fasteignasala. Halla Unnur er fasteignasali og varaformaður Félags fasteignasala. Halla Unnur Helgadóttir Morgunblaðið/Golli Ísland er hluti af alþjóðasamfélag-inu og bæði vinnumarkaður ogmannlíf allt ber þess merki. Vel-megun og samkeppnisforskot Ís- lands til framtíðar ræðst meðal annars af því að hingað til lands laðist hæfi- leikafólk og að sköpuð verði skilyrði til að fjöl- breyttur mannauður þess nýtist til að styrkja stöðu Íslands í samfélagi þjóð- anna. Innflytjendur hafa lagt mikið af mörkum til þeirrar efnahagslegu uppbyggingar sem við höfum notið á umliðnum árum. Farsæl aðlögun innflytjenda og þeirra sem fyrir búa í landinu hlýtur að vera keppikefli okkar allra. Fyrsta framkvæmda- áætlunin – víðtækt samráð Ríkisstjórnin vill búa þannig um hnúta að allir sem hér búa hafi jafna möguleika til að taka þátt í samfélaginu, njóta gæða þess og réttindaverndar og leggja sitt af mörkum til þess. Ég hef nú lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fyrstu framkvæmdaáætlun stjórnvalda um aðlögun innflytjenda. Áætlunin byggist á tillögum inn- flytjendaráðs á grund- velli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og stefnu um aðlögun inn- flytjenda. Við gerð henn- ar var haft samráð við öll ráðuneytin, ríkisstofn- anir, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri að- ila. Ennfremur er byggt á dýrmætri reynslu þeirra sem starfa að mála- flokknum og á efni frá fjölmennu, opnu málþingi innflytjendaráðs sem haldið var í janúar sl. Innflytjendum hefur á undanförnum árum fjölgað hlutfallslega mun meira hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Um aldamótin voru erlendir ríkisborg- arar 2,6% mannfjöldans hér á landi en eru nú 6,8% skv. tölum Hagstofunnar. Hér er ekki einungis um erlenda starfs- menn að ræða heldur fjölskyldufólk sem hefur sest hér að til langframa. Ís- land nýtur þeirrar sérstöðu að full- orðnir innflytjendur eru langflestir virkir á vinnumarkaði og eru erlendir ríkisborgarar um það bil 9% vinnuafls- ins. Löggjöf um aðlögun innflytjenda Í aðgerðaráætluninni er gert ráð fyr- ir því að þegar verði hafist handa við undirbúning frumvarps um aðlögun inn- flytjenda sem mun fjalla um atriði sem almenn löggjöf á einstaka sviðum nær ekki yfir. Meðal þess sem taka þarf af- stöðu til við samningu frumvarpsins eru: Miðlun upplýsinga til innflytjenda, öflun upplýsinga um innflytjendamál og hlutverk Fjölmenningarseturs varðandi söfnun, samnýtingu og miðlun upplýs- inga. Nauðsynlegt er ennfremur að taka afstöðu til þess hverjar séu skyldur op- inberra aðila til að útvega túlka og þýð- ingar þegar gagnkvæmir og ríkir hags- munir eru í húfi og til að sinna samfélagsfræðslu og starfi gegn for- dómum í garð útlendinga. Atvinnuþátttaka og dvalarleyfi Í framkvæmdaáætluninni eru til- greindar aðgerðir sem miða að því að einfalda skráningar ríkisborgara innan EES og samræma dvalar- og atvinnu- leyfi þeirra sem eru utan svæðisins. Einnig verður eftirlit aukið með dvalar- og atvinnuleyfum borgara ríkja utan EES til að tryggja að þeir sem hér dvelja og starfa hafi til þess tilskilin leyfi. Lagt er til að eftirlit með vinnu- stöðum verði bætt með það að markmiði að útlendingar á vinnumarkaði njóti sömu kjara og réttinda og aðrir. Þetta verkefni verður á ábyrgð Vinnu- málastofnunar í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Einnig verður eft- irlit hert með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi í þeim starfsgreinum þar sem fjöldi erlendra starfsmanna er mikill og ber Vinnueftirlit ríkisins ábyrgð á því. Menntamál mikilvæg Í framkvæmdaáætluninni eru tilgreind fjölmörg verk- efni sem eru á ábyrgð menntamálaráðuneytis enda hvílir skylda á skólakerfinu gagnvart menntun og aðlög- un innflytjenda, en einnig hvað varðar undirbúning allrar æsku landsins undir líf og starf í fjölbreyttara samfélagi. Verkefni menntakerfisins eru fyrst og fremst að veita tækifæri til íslenskunáms, styðja við samfélagsfræðslu, auðvelda nám í öðrum kennslugrein- um, útvega viðeigandi námsgögn, vinna að aðlögun og fordómafræðslu og mennta kennara til að mæta fjölbreyttari þörfum nem- endanna. Má hér einnig nefna aukin tengsl skóla við heimili barna af erlendum uppruna. Menntamálaráð- herra hefur lagt fram frum- vörp um leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla fyrir Alþingi sem koma til móts við þessar skyldur. Fjölskylduþjónusta og heilsugæsla öllum aðgengileg Í framkvæmdaáætluninni er fjallað sérstaklega um að innflytjendur hafi sama að- gang og aðrir að fé- lagsþjónustu, að fólki með fötlun sem er af erlendum uppruna sé kynnt sérhæfð þjónusta og að börn af erlendum upp- runa njóti þeirrar verndar sem íslensk barnaverndarlöggjöf kveður á um. Lögð er áhersla að innflytjendur hafi sama aðgang að heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn og að upplýsingar um heil- brigðiskerfið og sjúkratryggingar séu aðgengilegar á helstu tungumálum sem innflytjendur tala. Gegn fordómum og mismunun Stjórnvöld vilja taka höndum saman við atvinnulífið, menntakerfið, frjáls fé- lagasamtök og samfélagið allt við að berjast gegn hvers konar fordómum gegn minnihlutahópum, hvort sem þeir fordómar byggjast á uppruna, lit- arhætti eða öðrum þáttum. Í fram- kvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir að félags- og tryggingamálaráðuneytið hafi forgöngu um átak gegn fordómum í samvinnu við sem breiðastan hóp fé- lagasamtaka, fjölmiðla, stofnana og inn- flytjenda sjálfra. Einnig er lagt til að útbúið verði fræðsluefni á íslensku um ástæður fordóma, umburðarlyndi og menningarlæsi sem skólar, vinnustaðir og aðrir áhugasamir hafi aðgang að. Hér hafa einungis nokkur þeirra um- bótaverkefna sem framkvæmdaáætl- unin kveður á um verið nefnd. Leitast verður við að hafa víðtækt samstarf við samfélag innflytjenda, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og atvinnulíf um framkvæmd áætlunarinnar, svo sem Rauða kross Íslands og Alþjóðahús. Ég vænti mikils af áætluninni sem ég bind vonir við að verði samþykkt á vorþingi og mun beita mér fyrir því að verkefnin komist til framkvæmda hið fyrsta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaáætlunin verði endurskoðuð að tveimur árum liðnum í ljósi framvinduskýrslu og að þá verði ný áætlun til fjögurra ára lögð fyr- ir Alþingi. Framkvæmda- áætlun í málefn- um innflytjenda Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Jóhanna Sigurðardóttir » Í fram- kvæmda- áætluninni er gert ráð fyrir að félags- og trygginga- málaráðuneytið hafi forgöngu um átak gegn fordómum í samvinnu við sem breiðastan hóp félagasam- taka, fjölmiðla, stofnana og inn- flytjenda sjálfra. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. kasafninu í Harvard,“ sagði rtir og „góðir“ háskólar i alltaf af sér hæfasta fólk- vera karlmaður Magnússon sagði það við- óla og annarra mennta- þjálfunarfyrirtækja á að laða fram leiðtogahæfi- við búum flest yfir slíkum el er að gáð.“ Hann sagði að færni og þekking væru nauðsynlegir þættir í fari leiðtoga, nokkuð sem hægt væri að þjálfa, m.a. í háskólum. Hvatning, persónuleiki og það að vera góð fyrirmynd væru líka allt lykilatriði. „Það hjálpar líka greinilega til að vera karlmaður,“ sagði Magnús Árni þegar hann las yfir lista með nöfnum forsætisráðherra Íslands. „Það þarf ný barefli“ Þóranna Jónsdóttir sagði langflesta hafa möguleika á að tileinka sér þá eiginleika sem þyrfti til að verða leiðtogi. „Það er ekki spurning hvort háskólar geta haft áhrif á að laða fram þessa hæfileika heldur miklu fremur hvernig þeir skulu standa að því.“ Hún sagði tiltölulega auðvelt að miðla þekkingu til nemenda „en það er ekki nóg að búa yfir hugmyndafræðinni ef hæfnina skortir,“ það þarfnist tíma og þol- inmæði að þjálfa hæfni og sú þjálfun ætti að vera hluti af ábyrgð háskóla. „Það þarf enn að berja fólk til biskups en það þarf ný barefli.“ búið til leiðtoga? Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjölmenni Margt var um manninn á opinni ráðstefnu sem Háskólinn á Bifröst efndi til í Iðnó í gær. eira i, nám r. Háskólinn á Bifröst efndi til í gær  Þar var meðal annars gahæfileikar meðfæddir og búa þeir í okkur öllum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.