Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HIN árvissa vorhreinsun í Reykja- vík hefst laugardaginn 26. apríl og stendur til laugardagsins 3. maí, en þá leggja starfsmenn hverfastöðva Framkvæmda- og eignasviðs garð- eigendum lið og fjarlægja garðaúr- gang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Garðeigendur eru beðnir að hafa eftirfarandi í huga: – Setja garðúrgang í poka. – Ekki blanda við jarðúrgang lausum jarðvegi og öðru rusli. – Ágætt er að binda greinaaf- klippur í knippi. Vakin er athygli á að ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar. Eingöngu verður fjarlægður garða- úrgangur, ekki annað rusl. Morgunblaðið/Eyþór Rusl Brátt fer fram vorhreinsun í borginni – og ekki veitir af. Vorhreinsun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt fimmtuga konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- brot. Fullnustu refsingarinnar var frestað, haldi konan skilorð. Henni var að auki gert að greiða rúmar 112 þúsund kr. í málskostnað og þóknun til skipaðs verjanda. Konan var ákærð fyrir að hafa í vörslum sínum 457 g af hassi og 35 g af amfetamíni, sem að hluta til var ætlað til sölu. Lögregla lagði einnig hald á 300 þúsund kr. í reiðufé, sem talið er vera gróði af fíkniefnasölu. Konan, sem játaði brot sín ský- laust, hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Fimmtug í fíkniefnasölu Í DAG, laugardag, kl. 14 mun klúbburinn Geysir kynna starfsemi sína fyrir félögum og gestum Geð- hjálpar í húsi Geðhjálpar að Tún- götu 7 í Reykjavík. Geysir er stuðningshópur fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Félagar úr Geysi munu segja frá reynslu sinni af starfi klúbbsins, batanum og endurhæfingunni sem fylgir hugmyndafræði starfsins. Starfsmaður Geysis segir frá tilurð klúbbsins og uppbyggingu, tengslum við atvinnulífið og samn- ingum við valda vinnustaði. Fundurinn er öllum opinn. Kynning hjá Geysi ÓLAFUR F. Magnússon borg- arstjóri efnir til samráðsfunda með íbúum í öll- um hverfum Reykjavíkur í apríl og maí. Á hverjum fundi býðst íbúum að kynna sér og ræða forgangs- röðun innsendra hugmynda og kynna sér framkvæmdir og við- haldsverkefni í hverfunum. Fyrstu þrír fundirnir verða í dag, laug- ardag. Klukkan 12 í Árbæjarskóla fyrir Árbæjarhverfi, klukkan 13 í Rimaskóla fyrir Grafarvogshverfi og klukkan 14 í Seljaskóla fyrir Breiðholtshverfi. Boðið verður upp á skemmtiatriði fyrir íbúana. Samráðsfund- ir í borginni Ólafur F. Magnússon STUTT Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÍBÚÐAEIGENDUR sem hafa ný- lega fest kaup á íbúðarhúsnæði munu tapa umtalsverðum fjármun- um ef spá Seðlabankans um hugs- anlega þróun íbúðaverðs og spá hans um verðbólgu gengur eftir. Þá má vænta þess að margir sem hafa tekið u.þ.b. 80% lán til íbúðakaupa verði í stórri skuld í lok ársins 2010, jafnvel þótt þeir hafi getað greitt 20% af kaupverðinu með eigin fé við kaup. Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um u.þ.b. 30% að raunvirði til ársloka 2010. Til að skoða hvað þetta þýðir í raun skal hér tekið dæmi af íbúðakaup- anda, sem keypti nýlega íbúð fyrir 25 milljónir króna og tók íbúðalán að fjárhæð 20 milljónir, þ.e. fyrir 80% af kaupverðinu. Ef verðbólgu- spá Seðlabankans gengur eftir verður verðbólgan á þessu ári um 9,3%, um 5,9% á næsta ári og um 2,8% á árinu 2010. Flest íbúðalán eru í íslenskum krónum og verðtryggð, svonefnd jafngreiðslulán. Þau eru þannig að á fyrstu árunum eru vextir og verð- bætur af þeim langstærsti hlutinn af árlegum greiðslum lántakandans. Afborgunarþátturinn er þá lítill og því greiðist lánið mjög hægt niður fyrstu árin. Verðbætur af höfuð- stólnum leggjast við hann og hækk- ar höfuðstóllinn því með verðbólg- unni, eins og flestir lántakendur þekkja vel. Verðið lækkar um 7,5 milljónir Ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir verður framangreint 20 milljóna króna íbúðalán komið í um 23 milljónir í árslok 2010. Og ef spá Seðlabankans um u.þ.b. 30% lækkun húsnæðisverðs að raunvirði gengur einnig eftir mun íbúðin, sem kaupandinn í dæminu keypti nýlega fyrir 25 milljónir króna, einungis kosta um 17,5 milljónir í árslok 2010. Ef gengið er út frá því að kaup- andinn í dæminu okkar hafi átt þær 5 milljónir króna sem upp á vantaði við íbúðakaupin, þ.e. mismuninn á kaupverðinu og íbúðaláninu, þá mun eignastaða hans í árslok 2010 verða neikvæð um 5,5 milljónir í stað þess að vera jákvæð um 5 milljónir eins og hún var á kaup- degi. Tap íbúðareigandans á tæp- lega þriggja ára tímabili verður því um 10,5 milljónir króna, samkvæmt þessu einfalda dæmi, og samkvæmt hinni mögulegu þróun sem spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Úr 5 milljónum í plús í 5,5 milljónir í mínus Morgunblaðið/ÞÖK               '&&     '&&  '&& Verð 25 milljóna króna íbúðar lækkar um 7,5 milljónir gangi spá Seðlabankans um 30% lækkun fasteignaverðs eftir Í HNOTSKURN »Seðlabankinn hækkaði ífyrradag stýrivexti sína um 0,5 prósentustig og eru þeir nú 15,5%. Stýrivaxtaspá bankans gerir ráð fyrir að vextir muni hækka um 0,25 prósentustig til viðbótar. » Bankinn spáir 9,3% verð-bólgu á þessu ári. Hámarki nær verðbólgan á þriðja fjórð- ungi ársins en síðan tekur hún að hjaðna. »Verðbólgumarkmiðið, 2,5%,næst síðla árs 2010. Á FUNDI Félags íslenskra at- vinnuflugmanna í fyrradag var samþykkt ein- róma stuðnings- yfirlýsing við samninganefnd félagsins í samn- ingaviðræðum við Icelandair þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að boðun verkfalls. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður félagsins, segist vona að samningar náist og flugmenn beiti ekki verkfallsvopninu nema þeir telji sig nauðsynlega þurfa þess. Um leið kveðst hann ekki vera bjartsýnn á þær samningaviðræður sem fram- undan eru við Icelandair. Ef til verkfalls kæmi krefst það nokkurs aðdraganda lögum sam- kvæmt. Segir Jóhannes að fari allt á versta veg geti verkfall orðið í fyrsta lagi um næstu mánaðamót. Verkfall- ið myndi aðeins ná til félagsmeðlima sem starfa hjá Icelandair. Flugmenn undirbúa verkfall Jóhannes Bjarni Guðmundsson MYNDIRNAR og textarnir dular- fullu sem varpað var á Hallgríms- kirkju í gær voru hluti af mynd- bandsinnsetningu austurríska listamannsins Philipp Bergmeister sem segist ekki hafa verið að deila á kristna trú, eins og vegfarandi sem sá myndirnar í fyrrakvöld taldi að væri raunin. Philipp hafði samband við Morg- unblaðið í gær og vildi koma því að á framfæri að hann hefði aðeins verið að forvitnast um trú landsmanna á álfa og huldufólk, og spurði hann gangandi vegfarendur um upplifanir þeirra á álfum, á meðan á sýningunni stóð. Philipp er staddur hér á landi til að vinna að myndbandsinnsetn- ingu sem byggist á kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar Hringurinn. Álfarýni, ekki gagnrýni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.