Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 35 Með nokkrum orðum langar mig að minnast nöfnu minnar, jafnöldru og mágkonu Signýjar Vilhjálmsdótt- ur sem lést síðastliðinn laugardag langt um aldur fram. Kynni okkar urðu því miður ekki nema um það bil þrjú ár sem var allt of stutt. En strax varð mér ljóst þegar ég hitti nöfnu mína að þarf fór sterk og stolt kona. Þegar ég var að kynnast Sílalækj- arfjölskyldunni kveið ég örlítið fyrir því að hitta þær systur Signýju og Hörpu sem ég vissi að voru á mínum aldri en sá kvíði reyndist óþarfur. Strax var mér vel tekið af öllum og fljótt varð mér ljós samheldni og tryggð þessarar fjölskyldu. Stuttu eftir að ég kynntist Signýju var hún greind með krabbamein öðru sinni og hófst þá vinna að því verkefni, eins og hún orðaði það. Á ótrúlegan hátt tókst Signý á við þennan erfiða sjúkdóm og megum við sem hana þekktum þakka henni margt, ekki síst lærdóminn sem við fengum af því að fylgjast með henni og það af hve miklu æðruleysi og krafti þetta verkefni hennar var innt af hendi. Sumarið 2005 heimsóttum við Jón- as Signýju og Jóa í sumarbústað þeirra út í Flatey á Skjálfanda, þar sem þau áttu dásamlegan sælureit á æskustöðvum Jóa. Þar mátti sjá ein- staklega smekklegt og vel fyrir kom- ið heimili sem var svo greinilega áhugamál þeirra beggja. Þar fór saman áhugi þeirra beggja á náttúru eyjarinnar, einstakt næmi fyrir um- hverfi og að búa sér fallegt sumar- heimili út í eyjunni. Áttum við þar saman verslunarmannahelgi sem okkur Jónasi er afar kær í minning- unni. Þar skoðuðum við náttúru eyj- arinnar, dönsuðum í gamla sam- komuhúsinu, nutum varðelds í næturhúminu og einstakrar gest- risni þeirra Signýjar og Jóa. Við sem þekktum Signýju vissum öll að hún var mikill fagurkeri og hverskonar hönnun lék í höndum hennar. Þessi sameiginlegi vettvang- ur sameinaði okkur nöfnurnar og var ósjaldan spjallað um föt, útlit sum- arbústaða, nýjar innréttingar og fleira sem tengdist áhugamálum okkar beggja. Síðastliðið sumar heimsóttu Signý og Jói okkur Jónas í Egilsstaði og var og verður okkur sú heimsókn af- ar dýrmæt. Þar fengum við loksins tækifæri á því að vera gestgjafar og eiga saman frábæra daga. Skoðuðum við sýningar, tókum þátt í bæjarhá- tíðinni Ormsteiti og nutum samveru- stunda sem við minnumst með gleði. Signý var sannkölluð hetja í bar- áttu sinni við krabbameinið, var henni mjög í mun að ættingjar henn- ar og vinir þjáðust ekki með henni. Hún var alltaf glæsileg og bar höf- uðið hátt og á þann hátt tókst henni að sannfæra okkur hin um að þetta væri ekki svo alvarlegt sem raun varð. Síðasta heimsókn okkar Jón- asar föstudaginn langa til Signýjar og Jóa á heimili þeirra á Húsavík verður okkur ætíð kær. Þrátt fyrir að við vissum að Signý væri alvar- lega veik sat hún fallega til höfð og glæsileg og spjallaði við okkur um ✝ Signý Vil-hjálmsdóttir fæddist á Húsavík 8. september 1960. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 5. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sigrún Bald- ursdóttir og Vil- hjálmur Jónasson. Systkini Signýjar eru Jónas, Guðrún Harpa, Eygló, d. 1985, Baldur og Ágúst Elvar. Sambýlismaður Signýjar er Jó- hannes Jóhannesson. Börn henn- ar eru Elísa Rún, Leifur Þór og Hilmar Henning Heimisbörn. Útför Signýjar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. alla heima og geima og nutum við stundarinn- ar. Virðing og óendan- legur kraftur er efst í huga mínum þegar ég kveð þig,Signý, með þakklæti fyrir að fá að kynnast þér, elsku nafna mín. Megi guð geyma fjöl- skyldu og vini. Signý Ormarsdóttir. Elsku vinkona. Nú er höggvið stórt skarð í sauma- klúbbinn okkar, við ótímabært frá- fall þitt. Aldrei verður hann samur, þegar þig vantar. Í 26 ár vorum við búnar að vera saman og þótt þú hafir flutt burt um nokkurra ára skeið voru tengslin svo sterk að þegar þú komst til baka var eins og þú hefðir aldrei farið. Við ræddum það einmitt í vet- ur að við gætum aldrei tekið nýja meðlimi inn í klúbbinn okkar því við værum orðnar sem ein heild og ekki væri pláss fyrir neina aðra. Það varð okkur, sem öllum öðrum sem þekktu þig, mikið áfall þegar þú greindist með þennan illvíga sjúk- dóm sem svo margir hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir. En þú varst ákveðin í að berjast gegn honum og eftir fyrstu aðgerð- ina sem gekk svo vel voru allir svo bjartsýnir. Í 9 ár barðist þú og það var okkur hulin ráðgáta hvaðan þér kom allur þessi kraftur, því oft varstu mikið veik, en lést aldrei á neinu bera og alltaf var stutt í glað- værðina hjá þér. Það var alveg sama hvenær við hittumst, alltaf gátum við hlegið og gert að gamni okkar. Við kveðjustund hrannast upp svo ótal margar minningar. Minnisstæð er Danmerkurferðin sem við fórum í saman. Einnig ætl- uðum við að fara með ykkur Jóa á nýja bátnum í sumarbústaðinn ykk- ar í Flatey sem þú varst svo stolt af, en af því gat því miður ekki orðið. Minningarnar um þig eru settar saman í mörgum brotum og þegar við röðum þeim saman kemur upp í hugann hún Signý okkar sem alltaf var svo glaðvær og kát. Okkur er víst ekki alltaf ætlað að skilja lífsins gang en við trúum því að þér hafi verið ætlað annað hlutverk á æðri stigum því fráfall þitt var ekki tímabært. Elsku Jói, Elísa Rún, Leifur, Hilmar og aðrir aðstandendur, Megi góður Guð veita ykkur styrk og blessun. Hvíl í friði, kæra vinkona, Guðrún, Kristín, Aðalbjörg og Olga. Hryggðar hrærist strengur, hröð er liðin vaka; ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi, skyggir veröldina; eftir harða hildi horfin ertu, vina. Klukkur tímans tifa, telja ævistundir, ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi, vel þig ætíð geymi; ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. Með þessum ljóðlínum Hákonar Aðalsteinssonar kveð ég Signýju vin- konu mína. Hún hafði barist fyrir líf- inu í nokkur ár en stóð sig alltaf eins og hetja. Alltaf jafn bjartsýn og kát. Þannig ætla ég að minnast hennar, fyrir óbilandi kjark og þor. Fjölskyldu hennar sendi ég sam- úðarkveðjur og bið guð að geyma þau. Guðrún Helga Sigurðardóttir. Signý Vilhjálmsdóttir ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru, EBBU JÓSAFATSDÓTTUR, Brekkubyggð 16, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi fyrir góða umönnun. Aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri, FLOSI ÓLAFSSON múrarameistari, Jónsgeisla 1, Reykjavík, sem lést af slysförum miðvikudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 13.00. Sigríður Steinunn Jónasdóttir, Hólmgeir Elías Flosason, Berta Björg Sæmundsdóttir, Valgeir Ólafur Flosason, Valgerður Guðmundsdóttir. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGU JENNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Gullsmára 11, Kópavogi. Gyða Vigfúsdóttir, Knútur Birgisson, Gréta Vigfúsdóttir, Guðmundur Birgisson, Árni Guðjón Vigfússon, Hrönn Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMAR FINNBOGASON, Frostafold 44, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 6. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitas, s. 551-5606, kl. 9-11. Karitas Magný Guðmundsdóttir, Íris Hildigunn Hólmarsdóttir, Gerald Leonard, Rut Hólmarsdóttir, Morten Wenneberg, Halla Björk Hólmarsdóttir, Ríkharður Örn Ríkharðsson, Jóna Brynja Hólmarsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Þórunn Karólína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT FINNBOGADÓTTIR, Sævangi 26, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Hafnarfjarðar og MND-félagið. Gylfi Jónasson, Finnbogi Gylfason, Svana Huld Linnet, Jónas Gylfason, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Gylfi Örn Gylfason, Margrét Guðrúnardóttir, Kristján Flóki og Ylfa Finnbogabörn, Sölvi Þór og Hrafnhildur Kría Jónasbörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS KRISTINSSONAR frá Höfða, Stórasvæði 4, Grenivík, sem lést fimmtudaginn 20. mars. Elísa Friðrika Ingólfsdóttir, Heimir Ásgeirsson, Ólöf Bryndís Hjartardóttir, Ingólfur Kristinn Ásgeirsson, Álfheiður Karlsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÚLFARS JÓNS ANDRÉSSONAR, Borgarheiði 8v, Hveragerði. . Andrés Úlfarsson, Steinunn M. Sigurðardóttir, Elín Úlfarsdóttir, Pétur Vilhjálmsson, Ólöf D. Úlfarsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson, Jökull Úlfarsson, Inga L. Karlsdóttir, Guðrún B. Úlfarsdóttir, Björn A. Magnússon og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR, Árskógum 6. Hrefna Eleonóra Leifsdóttir, Þorsteinn Árnason, Heiða Kolbrún Leifsdóttir, Auður Leifsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.