Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ég skil vel íbúa Reykjavíkur sem eruorðnir þreyttir á veggjakroti. Húsiðmitt í miðbænum hefur fengið að kenna á töggurum og hæfileikalausum veggjakroturum og það mun kosta tíma, fyr- irhöfn og peninga að losna við það sem þeir hafa skilið eftir sig.    En fyrir stuttu síðan var húsið hinumeginvið götuna rifið og einhverra hluta vegna var skilinn eftir einn óhrjálegur vegg- ur í moldarflaginu þar sem stendur til að byggja innan tíðar. Veggurinn er ekki til mikillar prýði í götunni og ég var þess vegna hæstánægð þegar ég kom heim úr vinnunni í vikunni og sá að framtakssamir menn höfðu málað hann fagurbleikan og stóðu ábúð- armiklir með teikningar í hönd og litaúrval í úðabrúsum innan seilingar. Ég hugsaði með mér að þarna væri einmitt tilvalið að skreyta með veggjalist, enginn yrði fyrir tjóni, við íbúar götunnar hefðum eitthvað skemmtilegt að horfa á í staðinn fyrir hálfbrotinn og flagnaðan vegg og það var ljóst af fasi og við- búnaði mannanna sem þarna voru að störfum að þetta yrði ekkert hálfkák.    Það varð þó ekki af því að listaverkið fengiað verða til, því stuttu síðar leit ég út um gluggann og þá voru laganna verðir mættir á staðinn. Þeir vísuðu veggjalistamönnunum í burtu frá hálfnuðu verki og eftir stendur veggurinn, nú bleikur en jafnljótur og hann var áður.    Það er ekki við lögreglumennina að sakast.Þeir voru að framfylgja lögum sem banna fólki að fegra annarra manna eigur, sama hversu ljótar þær kunna að vera. Lík- lega yrði ég líka rekin í burtu og sektuð ef ég reyndi að planta nokkrum stjúpum á þennan stað sem á að bíða tilbúinn þangað til eig- endum hentar að senda þangað gröfur og steypuvélar.    Það eru því miður engin lög sem bannafólki að gera umhverfi sitt ljótt. Örfáum metrum neðan við vegginn er verið að reisa hús sem lúta engum fagurfræðilegum lögmálum. Um daginn stytti ég mér leið á milli tveggja þessara fjölbýlishúsa og leið eins og ég væri í fangelsi eins og þau birtast okkur í bíómyndunum. Þetta eru gráir kass- ar, með löngum röðum af dyrum sem girtar eru af með rammgerðum stálhandriðum, byggðir utan um malbikað plan með flóðlýs- ingu yfir öllu saman. Þetta sköpunarverk arkitektsins og verktakans er ekki hægt að losna við með einni umferð af málningu. Kannski er kominn tími til þess að banna fólki að óhreinka nágrenni sitt með blikk- klæddum fangelsiskössum og fagna þeim sem vilja fegra bletti sem þurfa á því að halda. Að óhreinka umhverfi sitt AF LISTUM Gunnhildur Finnsdóttir Veggjalist Úr bókinni Icepick eftir Þórdísi Claessen sem fjallar um íslenska götulist. »Eftir stendur veggurinn, núbleikur en jafnljótur og hann var áður. gunnhildur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.