Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Ómar FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins, ræða við fjölmiðlamenn. Félaginu er spáð miklu tapi. TAP af rekstri FL Group á fyrsta fjórðungi ársins mun nema 44,5 milljörðum króna ef marka má nýja afkomuspá greiningardeildar Kaup- þings fyrir fyrsta fjórðung. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist FL Group um 15 milljarða og er því um 60 millj- arða sveiflu að ræða og versnar af- koma félagsins um 395% á milli ára. Ekki er hlutfallsleg breyting mikið skárri þegar litið er til afkomu Teymis á tímabilinu því greiningar- deild Kaupþings spáir félaginu 4,1 milljarðs tapi. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið um 1,6 milljarða og er því um nær 6 milljarða sveiflu að ræða, um 356%. Athygli vekur að aðeins sjö þeirra sextán félaga sem greiningardeildin spáir fyrir munu skila hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt spánni. Þar af eru fjórir bankar en þrjú rekstrarfélög: Alfesca, Bakka- vör og Össur. Í afkomuspánni kemur fram að Landsbankinn muni skila mestum hagnaði á tímabilinu, um 19 milljörðum króna. Má eflaust rekja það til þess að bankinn færir hagnað af gjaldeyrisjöfnuði í rekstrarreikn- ing. Samkvæmt spánni eykst hagn- aður bankans á milli ára því um ríf- lega 5,5 milljarða eða 41%. Til samanburðar má geta þess að hagn- aður Glitnis á tímabilinu dregst sam- an um 3,6 milljarða króna, eða 54%, og verður rétt rúmlega 3 milljarðar króna. Þess ber að geta að greining- ardeildir bankanna spá aldrei fyrir um afkomu eigin banka. FL Group spáð nær 45 milljarða tapi 14 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF +,-' +,-' ,- ./0 1 23 1 2, . . +,-' '/- -450- 60/ 1725 1726 . . 0 1'2  3 4 -46-/ -4-.7 1-27 1-25 . . $56 0- /43.5 5457, 1 2- 1 2/ . . +,-'! +,-'"8 /4-0/ 47.- 1 2, 1 2/ . .              !""# #$ % &&%   '9 ('! & /  :'9 ('! & 6   '! & $;'9 ('! & 9  ' '! &  &'6 ( < '= 3 >? 3 '9 ('! &  (@ '/ '! & ; 3 '= 3 '! & ,  '! & AB+  C/ D '$%D & &'! & 5 E'! &  '! & ' ( #) * +,  F7'! &  ? '! &  ?'1 E  ?'A  'AG$ 6'/ $  '9 ('! & $H E '/  >? 3?'9 ('! & I! %'! & ('! & 5E    '! & J   '! &   " - * . K E'  'K & /'9 3'! &  (% '! & / , 0 & , 02/7 ,,2/7 -2 . 52.7 02-/ -,2./ -,277 365277 6726/ .72/7 /23- -2,, ,2,5 . 2,7 265 5237 --7277 630277 63 277 7206 ,0277 23 - 2./ 02/ ,0277 32/7 / /7277                                                   J ( 3   5 ')' '3  L '''' ('''''''' 8F7&FM 87&&88 87*&M*7&*8 M&F*8& M&F&7 M&&F *&78&8F &*FF&878&FF* &778&7&87 &*M&M8 FM&7F&M 7F&&7MF *&M&M &M&8 C F&&8 &*&788 &7M&F7 &*F&8 C C C C F&7M&M C C &*F7& C C *N8 88N7  FNF *N 8N* N FN  MN7 7N  8N8 M FN *N *N N* 87N C C *N7 C C 77N C C *N7 88N  FNM7 *N 7N 8N 8  M 7NF N88 8N8F M FN8 8N7 8MN MN N* 8N N NM7 N7 C C 7*7N  FN $% 3 : (   8  * M8 F* 7 F*  C 8 F  C C C C  C C  C C 0     : &:  &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& &8& *&8& &8&  & &8& F& && &8& &8& *& ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði í gær, annan daginn í röð. Þegar upp var staðið var gildi hennar 5.275 stig og nam lækkun dagsins 1,37%. Mest hækkun varð á bréfum Eim- skipafélagsins, 1% en Exista lækk- aði mest, um 4,17%. Heildarvelta í kauphöllinni nam 27,3 milljörðum króna, þar af var velta með hlutabréf 5,7 milljarðar. Mest velta var með bréf Kaup- þings, 1,8 milljarðar. Gengi krónunnar féll einnig í gær. Lækkunin nam 1,33% og er geng- isvísitalan nú 148,8 stig. Eimskip hækkaði ● KRISTINN Þór Geirsson, forstjóri B&L, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstr- arsviðs Glitnis og mun hann sam- kvæmt tilkynn- ingu taka sæti í framkvæmda- stjórn bankans. Staða sú sem Kristinn tekur við er ný hjá bank- anum en tekið er fram í tilkynning- unni að Alexand- er K. Guðmundsson muni starfa áfram sem framkvæmdastjóri áhættu- og fjárstýringar Glitnis. Kristinn hefur setið í stjórn bank- ans frá síðasta aðalfundi og víkur hann því sæti. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn í stað Kristins. Ráðinn framkvæmda- stjóri og víkur sæti Kristinn Þór Geirsson LANDSBANKINN segir bresku innlánaábyrgðarstofnunina FSCS fara með rangt mál og blekkja breska sparifjáreigendur á vefsíðu sinni. Samkvæmt vefnum This- ismoney.co.uk hefur því verið haldið fram á vefsíður FSCS að ábyrgð- arkerfi innlána margra landa sé mun hægvirkara en í Bretlandi og hefur Thisismoney eftir Landsbank- anum að með þessu sé FSCS að brjóta Evrópulög. „Samkvæmt Evrópureglum á ekki að vera neinn munur á breska kerf- inu og kerfum annars staðar. Það sem er ergjandi er að FSCS virðist vera að segja viðskiptavinum að svo sé. Slíkt hefur ekki verið til bóta við núverandi aðstæður. Við höfum séð slæmar fyrirsagnir um íslenska bankakerfið á undanförnum vikum sem hafa fætt af sér orðróma og kvíðna viðskiptavini. Umræðan um innlánaábyrgð er orðin nógu slæm og ummæli FSCS gera ástandið að- eins verra,“ segir Mark Durrant, framkvæmdastjóri Icesave, við vef- miðilinn. FSCS svarað HÁTT hlutfall lána til venslaðra að- ila dregur niður þá einkunn er al- þjóðlega matsfyrirtækið Moody’s gefur íslenska bankakerfinu fyrir áhættustýringu. Í nýrri skýrslu fyr- irtækisins um stöðu bankakerfisins á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkj- unum þremur kemur fram að vegna þessa fái aðeins Litháen verri ein- kunn en Ísland hvað þetta varðar. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að Moody’s telji ekki líklegt að áhrif af ólgunni á fjármálamörkuð- um á afkomu norrænu bankanna verði mikil en bendi hins vegar á að flökt á mörkuðum verði mikið á næstunni og rekstrarumhverfið því ekki jafnhagfellt og það hefur verið til þessa. Bent er á að nú sé meira horft til gæða eigna en áður og jafn- framt að töf á greiðslum hafi aukist. Moody’s væntir þess þó að það muni hafa för í sér að áhætta og verð teng- ist betur í framtíðinni. Vensluð lán draga niður SAMKVÆMT tilkynntum framboð- um verður ekki breyting á aðalstjórn Straums fjárfestingabanka, en aðal- fundur fer fram nk. þriðjudag. Ein breyting verður þó á varastjórn. Baldur Guðnason, fv. forstjóri Eim- skips, er ekki í kjöri og Vilhjálmur Þorsteinsson kemur í hans stað. Í að- alstjórn verða Björgólfur Thor Björgólfsson formaður, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjáns- son, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Aðrir varamenn eru Edgar Alden Edmons, Heiðar Már Guðjónsson, Jóhann Páll Símonar- son og Þórunn Guðmundsdóttir. Óbreytt stjórn hjá Straumi NORSKA fjármálaeftirlitið, Kredit- tilsynet, hefur svipt Glitni Privat- økonomi, dótturfélag Glitnis í Noregi, leyfinu til þess að veita fjármálaráð- gjöf. „Við höfum uppgötvað gagnrýni- verðar aðferðir í fjárfestingarráð- gjöf,“ segir í tilkynningu frá Kredittilsynet sem Aftenposten vitn- ar í. Í frétt blaðsins segir jafnframt að eftirlitið telji fyrirtækið hafa sett ein- hliða sölu á afurðum sem juku arð- semi þess í forgang og segir í tilkynn- ingu eftirlitsins að Glitnir Privat- økonomi hafi á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröf- um verðbréfalaga um góða viðskipta- hætti. Már Másson, forstöðumaður kynn- ingarmála hjá Glitni, segir fyrirtækið hafa skilað inn ráðgjafarleyfinu þegar ljóst var í hvað stefndi en hann segir þetta ekki munu hafa áhrif á sam- stæðu Glitnis. „Hér er um að ræða dótturfélag sem við eignuðumst að fullu í lok síðasta árs og við erum að endurskipuleggja,“ segir Már. Dótturfélag Glitnis í Nor- egi missir ráðgjafarleyfi Osló Dótturfélag Glitnis hefur misst leyfi til fjármálaráðgjafar. ● EINN af vorboðunum í norsku við- skiptalífi eru að sögn Nettavisen mannabreytingar hjá fjármálafyr- irtækjunum sem lokka til sín starfs- menn keppinautanna með gylliboð- um. Að sögn blaðsins hefur Kaupþing í Noregi orðið verst fyrir barðinu á þessu nú en þrír kunnir greinendur hafa yfirgefið bankann og farið til Handelsbanken og First Securities. Greinendur yfirgefa Kaupþing í Noregi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.