Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 27
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Króatía 25. maí, 1. júní og 22. júní frá kr. 39.990 Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Króatíu í 1 eða 2 vikur 25.maí, 1. júní eða 22. júní. Króatía hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Tryggðu þér sæti og góða gistingu á íbúðahótelinu Diamant með góðri aðstöðu, s.s spa, líkamsræktarstöð, sundlaug og veitingastöð- um. Góð aðstaða er fyrir börnin svo sem skemmti- dagskrá, barnaleiksvæði og barnaklúbbur. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Diamant í viku, 25. maí. Brottfarir 1. og 22. júní kr. 10.000 aukalega. Aukavika kr. 15.000 og aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Diamant í viku, 25. maí. Brottfarir 1. og 22. júní kr. 10.000 aukalega. Aukagjald kr. 15.000 og aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000. Mb l 99 23 86 Síðustu sætin - aðeins örfáar íbúðir! Sértilboð á Diamant - góð gisting MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 27 HUGSIÐ ykkur tvö hundruð manns í mjóum aflöngum álsívalningi sem sitja mjög þétt saman með þús- undir lítra af eldfimu flugvélaelds- neyti umhverfis og einungis er um örfáa og þrönga neyð- arútganga að ræða. Fráleit hugmynd, eða hvað? Í meginatriðum er farþegaflugvél eins og troðfullur sam- komustaður en ólíkt samkomustaðnum þá er fólkinu hrúgað í lok- að rými þar sem jafn- vel smáeldur í rýminu getur sett alla í hættu samstundis og troðn- ingur myndast þegar farþegar reyna að ná til neyðarútganga sem eru mun færri og mjórri en eru í sam- komustaðnum. Það er mjög útbreiddur misskiln- ingur að örlög farþega sem lenda í flugslysi séu þegar ráðin, í flestum flugslysum við eða á flugbraut eru miklar líkur á að farþegar og áhöfn bjargist og ef flugvallarslökkvil- iðsmenn geta náð til fórnarlamba flugslyss innan fyrstu mínútna eru möguleikar á björgun nálægt 100% miðað við að nægilegur fjöldi slökkvi- liðsmanna sé tilbúinn til slökkvi- og björgunarstarfa tafarlaust. Til að auka líkur á að lifa af flugslys þarf að- gengi að þolendum flug- slyss fyrir slökkviliðs- menn að vera fyrir hendi innan ákveðins lágmarkstíma. Í flestum flugslysum mæta þol- endur strax hættunni af eldi og innöndun heits reyks, þeir sem ekki sleppa út fljótt eru lík- legir til að farast úr reykeitrun. Íslendingar eru aðilar að ICAO (International Civil Aviation Org- anization) sem setur að- ildarlöndum lágmarksskilyrði um rekstur þ.m.t. slökkviliða. Reglur ICAO kveða á um magn slökkviefnis og viðbragðstíma slökkviliðs sem er 3 mínútur. ICAO mælir með að þessi tími fari ekki yfir 2 mínútur. Ekki er kveðið á um fjölda slökkviliðsmanna í viðbragðsstöðu en mælt er með mörgum atriðum þar sem flugvall- aryfirvöldum í sjálfsvald sett hvort farið sé eftir og eru nokkuð frjálsar hendur settar með fjölda slökkviliðs- manna á vakt í viðbragðsstöðu hverju sinni svo framarlega sem nægilegt magn slökkviefnis komist á slysstað innann tilsetts tímaramma. Flugslys er mjög alvarlegur at- burður, sér í lagi ef farþegarými fyll- ist af heitum eitruðum reyk á svip- stundu og áfallið af slysinu breytist í algjöra skelfingu. Það er óraunhæft að ætla að flugáhafnir séu færar um að sjá um björgun farþega í þeirri ringulreið er skapast við flugslys. Skylda slökkviliðsmanna er að bjarga mannslífum. Sé flugvall- arslökkvilið of fáliðað getur liðið of langur tími frá flugslysi þar til hægt er að hefja aðgerðir inni í flugvélinni til björgunar þeirra sem þar eru. Þegar að flugvél hlekkist á þá er hætta á að eldsneytistankar rifni og þúsundir lítrar af eldfimu flug- vélaeldsneyti flæði úr tönkum vél- arinnar Gífurleg hætta á íkviknun myndast, hitastigið umhverfis flug- vélina nær strax um 1.500°C. Ál- klæðning vélarinnar getur brunnið í gegn á einni til tveimur mínútum og hitastigið inn í vélinni nær yfir 1.000°C. Heildartími frá því að eldur kviknar og þar til ástandið í vélinni er orðið banvænt er þrjár til fjórar mín- útur. Til að tryggja sem best öryggi farþega og áhafna er ekki eingöngu hægt að reiða sig á viðbragðstíma, einnig verður að horfa til fjölda slökkviliðsmanna sem eru tilbúnir að bregðast við til slökkvi- og björg- unarstarfs á sama tíma innann sama tímaramma. Ef til alvarlegs atviks kemur á eða við flugvöll er flugslysaáætlun gerð virk. Þegar nágrannaslökkviliðin mæta í flugslys er tímarammi til slökkvistarfs löngu liðinn. Hlutverk aðkomandi aðstoðar í flugslysi er mismunandi, fjöldi hjálparaðila hefur þekkingu, þjálfun og reynslu í með- höndlun og flokkun slasaðra, fæstir þeirra hafa fengið þjálfun um hvernig á að umgangast vettvang eftir flug- slys. Ýmis gerviefni eru notuð í aukn- um mæli við byggingu flugvéla, að- allega eru notuð trefjaefni eins og koltrefjar og grafít, t.d. er Boing-787 Dreamliner að mestu byggð úr trefjaefnum. Þegar þessi efni splundrast við flugslys er öllum í næsta nágrenni mikil hætta búin, ör- fínar trefjanálar ferðast um loftið og smjúga inn í öndunarfæri eða stingast í gegnum húðina, límið sem heldur þessu í föstum skorðum brennur við 400°C og myndar mjög eitraðan reyk. Ótaldar eru ýmsar aðrar hættur á slysstað. Flugvallaryfirvöldum eru gefnar nokkuð frjálsar hendur er varðar mönnun slökkviliða. Verulegur nið- urskurður hefur átt sér stað í mannafla slökkviliðs Keflavík- urflugvallar og sýnist sitt hverjum um þá framkvæmd sem ekki sér fyrir endann á. Allar hugleiðingar um mannafla, tæki, slökkviefni, þjálfun slökkviliðsmanna og viðbragðstíma flugvallarslökkviliðs ættu að miðast við að slökkva eld fyrir utan flugvél og verja flóttaleiðir á sama tíma og hugað er að loftskiptum inni í vélinni, inngöngu til slökkvistarfs og björg- unar þeirra sem ekki komast út af sjálfsdáðum. Mjög mikilvægt er að stjórnvöld setji ákveðnar reglur um starfsemi og mönnun flugvallarslökk- viliða, að öðrum kosti eiga stjórn- endur flugvalla þess kost að skera niður í mannafla slökkviliða á kostnað öryggis flugfarþega og áhafna. Að lifa af flugslys Ó. Ingi Tómasson skrifar um öryggi flugfarþega Ó. Ingi Tómasson » Til að auka líkur á að lifa af flugslys þarf aðgengi að þolendum flugslyss fyrir slökkvi- liðsmenn að vera fyrir hendi innan ákveðins lágmarkstíma. Höfundur er flugvallarslökkviliðsmaður.             Meistaranám og diplómanám FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Félags- og mannvísindadeild Félagsráðgjafardeild Stjórnmálafræðideild www.felags.hi.is H 2 h ö n n u n Félags- og mannvísindadeild Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjöf Félagsráðgjöf til starfsréttinda Öldrunarfræði Norrænt nám í öldrunarfræðum Stjórnmálafræðideild Alþjóðasamskipti Opinber stjórnsýsla Stjórnmálafræði Doktorsnám í öllum greinum Umsóknarfrestur í meistaranám og diplómanám í kennslu- fræði og náms- og starfsráðgjöf er til og með 15. apríl nk. Umsóknarfrestur um annað diplómanám er til og með 5. júní nk. Fjölbreytni - Auknir starfsmöguleikar - Starfstengt rannsóknarnám Blaða- og fréttamennska Bókasafns- og upplýsingafræði Félagsfræði Fötlunarfræði Hagnýt þjóðfræði Kennslufræði Kynjafræði Mannfræði Náms- og starfsráðgjöf Norræn trú (kennt á ensku) Uppeldis- og menntunarfræði Þjóðfræði Þróunarfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.