Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Árborg | Landbúnaðarháskóli Íslands er með eina af sínum starfsstöðvum á Reykjum í Ölf- usi þar sem Garðyrkjuskólinn var áður til húsa. Bjart er yfir starfseminni á Reykjum enda skólinn að fara að útskrifa um 35 nýja garðyrkjufræðinga og starfsmenn skólans verða með opið hús í skólanum á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Guðríður Helgadóttir er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbún- aðarháskólans og staðarhaldari á Reykjum. Hún er menntaður garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins og líffræðingur frá HÍ. Guðríður hef starfað í garðyrkju frá árinu 1986 eða þegar hún hóf störf í gróðrarstöðinni Grænuhlíð við Bústaðaveg í Reykjavík og flutti sig svo yfir í gróðrarstöðina Storð við Dalveg í Kópavogi þegar hún var sett á lagg- irnar. Í janúar 1997 hóf hún störf við Garð- yrkjuskólann sem fagdeildarstjóri garð- plöntubrautar og starfaði sem slíkur fram að sameiningu stofnana undir hatti Landbún- aðarháskóla Íslands þann 1. janúar 2005. Guð- ríður er gift Finnbirni Aðalvíkingi Her- mannssyni og eiga þau tvær dætur, Ingibjörgu Brynju og Brynhildi Erlu. Starfsmenntanám á framhaldsskólastigi „Á Reykjum fer fram nám á garð- yrkjubrautum Landbúnaðarháskólans, með svipuðu sniði og var áður hjá Garðyrkjuskól- anum. Þetta er starfsmenntanám á framhalds- skólastigi og við bjóðum upp á nám á nokkrum námsbrautum; í blómaskreytingum, garð- yrkjuframleiðslu, skógrækt og skrúðgarð- yrkju. Námið tekur alls rúm þrjú ár, þar af eru tveir vetur í bóklegu námi við skólann og 72 vikur í verknámi á verknámsstöðum. Jafn- framt getur fólk stundað stóran hluta af bók- lega náminu í fjarnámi“, sagði Guðríður þegar hún var beðin um að segja frá náminu á Reykjum. Hún segir að aðsóknin að skólanum hafi verið jöfn og stöðug í gegnum tíðina. Um 40 nemendur eru í hverjum árgangi og það er fólk alls staðar að af landinu og á breiðu ald- ursbili. Yfirleitt eru yngstu nemendurnir um tvítugt og þeir elstu farnir að halla í sextugt. Nemendur á Reykjum eru með mjög fjöl- breyttan bakgrunn, menntun og reynslu sem nýtist vel í náminu. 35 nýir garðyrkjufræðingar Í vor útskrifast 35 nýir garðyrkjufræðingar frá Reykjum. „Við erum nú þegar komin með fjölmargar skráningar fyrir næsta árgang. Reyndar má segja að við finnum fyrir því að aðeins er farið að draga saman í þenslunni í þjóðfélaginu því þá streyma nemendur inn í skólana og jafnframt verður auðveldara að fá kennara til starfa. Umsóknarfrestur um skóla- vist er til 4. júní“, sagði Guðríður. Landbúnaðarháskólinn fluttist um síðustu áramót frá landbúnaðarráðuneytinu yfir til menntamálaráðuneytisins. „Flutningur skól- ans milli ráðuneyta hefur enn sem komið er ekki haft neinar verulegar breytingar í för með sér varðandi skólastarfið. Við væntum hins vegar mikils af þessum flutningi og horf- um meðal annars til jákvæðrar reynslu Dana sem stóðu í svipuðum tilfæringum fyrir nokkr- um árum. Skólinn finnur fyrir miklum áhuga ráðuneytisins á starfsemi hans og það er mjög jákvætt“, bætti Guðríður við. Björt framtíð En hvernig sér Guðríður framtíð garðyrkju- menntunar í landinu? „Garðyrkjumenntun stendur styrkum fótum í dag. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki með garðyrkjumenntun og við náum ekki að anna þeirri eftirspurn eins og staðan er í dag en við tökum einungis inn nemendur á garðyrkjubrautir annað hvert ár. Það er því á stefnuskrá skólans að taka inn nemendur í garðyrkjunám árlega og væntum við þess að við það muni nemendafjöldi í nám- inu aukast“. Sumardagurinn fyrsti Starfsmenn á Reykjum verða með opið hús fyrir landsmenn á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. „Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur hér á Reykjum um áratugaskeið. Við höfum opið hús og allt áhugafólk um sum- ar er hjartanlega velkomið til okkar. Hingað kemur fólk til að upplifa sumarið í garðskál- anum en nú eru plönturnar í skálanum að springa út og allt að komast í blóma. Við höf- um notað tækifærið og verið með hátíðardag- skrá eftir hádegi þennan dag þar sem skólinn afhendir garðyrkjuverðlaun sín og Hvera- gerðisbær afhendir umhverfisverðlaun en þess má geta að forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, afhendir verðlaunin í ár eins og hann hefur nú gert nokkrum sinnum áður. Í mötuneyti skólans er veitingasala og til- valið að fá sér kaffi og heitar vöflur til að halda upp á daginn. Jafnframt verður hægt að kaupa íslenskt grænmeti á markaðstorginu í garðskálanum. Íslandsmeistarakeppnin í blómaskreytingum fer fram hér í skólanum þennan dag og er það mjög glæsileg keppni, gestir og gangandi geta fylgst með kepp- endum galdra fram ótrúlegustu skreytingar. Gróðurhúsin eru opin og hægt að skoða allt sem þar ber fyrir augu, meðal annars kaffi- plöntur og íslenska banana svo eitthvað sé nefnt“, sagði Guðríður þegar hún var beðin um að segja frá opna húsinu. Þá kom fram hjá henni að ýmis fyrirtæki tengd garðyrkju kynna vörur sínar og þjón- ustu víðs vegar um skólasvæðið. Torfhleðslur verða til sýnis en nemendur verða á námskeiði um slík vinnubrögð vikuna fyrir sumardaginn fyrsta og verður hleðslumeistarinn Guðjón Kristinsson á staðnum. Skátar verða einnig með leiktæki þannig að börnin geta fundið sitthvað við sitt hæfi. „Það er alveg kjörið fyr- ir fjölskylduna að líta við hér á Reykjum á sumardaginn fyrsta og gleðjast með okkur yf- ir sumarkomunni. Framtíðin er björt í garð- yrkju á Íslandi og ótal tækifæri til að skapa grænt og vænt umhverfi okkur og komandi kynslóðum til handa,“ sagði staðarhaldarinn að lokum. Framtíðin er björt í garðyrkjunni Landbúnaður Guðríður Helgadóttir, stað- arhaldari á Reykjum í Ölfusi. 35 nýir garðyrkjufræð- ingar að útskrifast frá Reykjum í Ölfusi ÁRBORGARSVÆÐIÐ LÝÐRÆÐISDAGUR er á Akureyri í dag, á vegum bæjaryfirvalda. Til- gangurinn er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæj- arbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ. Dagskráin verður í Brekkuskóla, hefst kl. kl. 13 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 17. Fólk getur val- ið um að ræða málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað verður um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa. Flestar mál- stofurnar verða haldnar tvisvar og því ætti jafnvel að vera hægt að taka þátt í tveimur þeirra ef vilji er fyrir hendi. Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæj- arbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum al- mennt. „Hlutirnir þurfa að vera þannig að sjaldan verði mjög mikil óánægja og fólki finnist sem sjaldnast að gengið sé fullkomlega framhjá því,“ segir Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Há- skólann á Akureyri, en hann hefur framsögu í einni málstofunni – um íbúalýðræði. „Það er þekkt frá öðr- um löndum að til eru ýmsar leiðir til að leita álits bæjarbúa og það er sjálfsagt að gera það, en yfirvöld og bæjarbúar þurfa líka að muna að fólk hefur greitt atkvæði; menn hafa kosið sér fulltrúa til þess að sinna bæjarmálum að einhverju leyti og ég myndi segja að íbúalýðræði væri í sjálfu sér leið til að styrkja það sem er verið að gera en geti ekki komið í veg fyrir það,“ segir Ágúst Þór. Auk málstofunnar þar sem Ágúst Þór er framsögumaður eru þessar á dagskrá:  Mengun, umferð og lýðheilsa; Pétur Halldórsson.  Göngu- og hjólreiðastígar; Guð- mundur Haukur Sigurðarson.  Lýðheilsa og skipulag; Matthildur Elmarsdóttir.  Hæglætisbær eða heimsborg- arbragur? Hólmkell Hreinsson.  Vistvernd í verki. Allra hagur; Stella Árnadóttir.  Að eldast á Akureyri. Sigrún Sveinbjörnsdóttir.  Akureyri – fjölskylduvænt sam- félag; Jan Eric Jessen. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framtíð Þessar ungu stúlkur biðu spenntar eftir skólabílnum utan við Brekkuskóla í vetur. Framtíð þeirra verður í brennidepli í skólahúsinu í dag. Lýðræðisdagur fyrir Akureyringa HLUTVERK forseta í vestrænum lýðræðisríkjum er viðfangsefni ráð- stefnu sem haldin verður í Háskól- anum á Akureyri í dag, þar sem fræðimenn víða að halda erindi. Timothy Murphy, kennari við Há- skólann á Akureyri, sem fjallar um hlutverk forseta Írlands á ráðstefn- unni, segir ástæðu þess að hún er haldin þær deilur sem orðið hafa um embætti forseta Íslands. „Okkur fannst, af því tilefni, upplagt að bera saman embætti forseta í nokkrum vestrænum lýðræðisríkjum,“ segir hann. Í erindi sínu fjallar Murphy sérstaklega um grein 26 í íslensku stjórnarskránni og ber hana saman við 26. grein írsku stjórnarskrárinn- ar. „Það er reyndar algjör tilviljun að þessar greinar bera sama númer, en í báðum er getið um þau áhrif sem forseti getur haft við lagasetningu. Á Íslandi er forseta heimilt að skjóta málum til þjóðarinnar en á Írlandi er annað upp á teningnum; ef forsetinn er í vafa um að ný lög fái staðist get- ur hann vísað þeim til hæstaréttar og rétturinn metur hvort þau samræm- ast stjórnarskránni eða ekki. Þetta hefur oft verið gert.“ Timothy er gagnrýninn á íslensku stjórnarskrána. „Eftir því sem ég best veit var stjórnarskrá Íslands frá 1944 í raun hugsuð sem bráðabirgða- plagg. Markmiðið var að landið fengi sjálfstæði en eftir stríðið var stefnan sú að búa til „íslenska“ stjórnarskrá og hætta að nota danska módelið.“ Timothy segir 26. grein íslensku stjórnarskrárinnar mjög óljósa. „Þrátt fyrir allt er ekkert um þjóð- aratkvæðagreiðslu í stjórnar- skránni. Ef Íslendingar vilja geta haldið slíka atkvæðagreiðslu verður að setja í stjórnarskrána ákvæði um hvernig henni skuli háttað.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, setur ráðstefn- una kl. 10 í húsakynnum skólans við Þingvallastræti. Síðan fjallar Sigurður Líndal, pró- fessor emeritus, um hlutverk forseta Íslands, Veli-Pekka Viljanen, pró- fessor við háskólann í Turku, fjallar um hlut forseta Finnlands og Giorg- io Baruchello, kennari við Háskólann á Akureyri, um hlutverk ítalska for- setans. Eftir hádegi fjallar Timothy Murphy, kennari við Háskólann á Akureyri, um hlutverk forseta Ír- lands og Günter Frankenberg, pró- fessor við J.W. Goethe-háskólann í Frankfurt am Main, um hlutverk forseta Þýskalands. Í pallborði að erindunum loknum verða svo Cathterine Dupre frá há- skólanum í Exeter, Garrett Barden frá Háskólanum á Akureyri, Günter Frankenberg, Sigurður Líndal, Tim- othy Murphy, Veli-Pekka Viljanen og Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður. Fundarstjórar eru Margrét Heinreksdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Hvert er hlut- verk forsetans? Morgunblaðið/RAX Ísland Sigurður Líndal fjallar um hlutverk forseta Íslands. Rætt um forseta- embætti í vestræn- um lýðræðisríkjum HREINGJÖRNINGUR í lit nefnist gjörningur sem fluttur verður í kvöld af Önnu Richardsdóttur, dans- ara og gjörningalistakonu, og fleir- um. Sýningin hefst kl. 20.30 í bíla- geymslu við Norðurorku að Rangárvöllum. Auk Önnu vinna að gjörningnum myndlistakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórs- dóttir, tónlistarmennirnir Kristján Edelstein og Wolfgang Sahr, og Þorbjörg Halldórsdóttir leikmynda- hönnuður. Verkið er samið af Önnu Richardsdóttur en í náinni samvinnu við hitt listafólkið. „Verkið fjallar um hvernig lífið setur mismunandi liti á hinar mismunandi persónur til- verunnar,“ segir m.a. í tilkynningu.  Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur verður með tónleika í Laug- arborg í Eyjafjarðarsveit á morg- un, sunnudag, kl. 15. Á efnisskrá er frumsamið eftir meðlimi tríós- ins en þeir eru, auk Sunnu, trommuleikarinn Scott McLe- more og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Miðaverð er 2.000 kr.  Fyrsti markaðsdagur Marínu verður á morgun, sunnudag, á milli kl. 12 og 17 í Strandgötu 53 þar sem skemmtistaðurinn Odd- vitinn var áður til húsa. Þar munu vel á þriðja tug manna koma með nýjar og notaðar vörur og leggja undir sig húsið sem telur yfir 700 fermetra.  Hlynur Hallsson verður með leið- sögn og umræður um sýninguna Bæ bæ Ísland í Listasafninu á Ak- ureyri á morgun, sunnudag, kl. 14. Leiðsögnin ásamt umræðum mun standa yfir í um 40 mínútur og er öllum opin.  Félag umhverfisfræðinga á Ís- landi heldur á mánudaginn mál- þing um umferðarmengun og loftgæði sem ber yfirskriftina. Málþingið verður í húsnæði Ak- ureyrarakademíunnar við Þór- unnarstræti kl. 16.30 til 19. Margt í boði um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.