Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 40
MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 www.mirale.is 25% afslátt Mirale tekur við umboði fyrir hið þekkta franska húsgagnafyrirtæki Ligne Roset af öllum vörum lokadagur Af því tilefni höfum við ákveðið að rýma til í versluninni og bjóða 40 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUM Kalda stríðsins voru annað veifið birtar fréttir af ein- staklingum sem yfirvöld í Sovétríkj- unum höfðu illan bifur á af ýmsum ástæðum. Skákmenn voru nokkuð fyrirferðarmiklir í þessum hópi manna, t.d. Boris Gulko, Lev Alburt og Igor Ivanov, en óumdeilanlega var Viktor Kortsnoj þeirra fræg- astur. Langt er um liðið síðan hann tefldi heimsmeistaraeinvígin tvö við Karpov, hið fyrra í Baguio á Fil- ippseyjum árið 1978 og hið síðara þremur árum síðan í Merano á Ítal- íu. Að hann myndi snúa aftur til Rússlands hefði verið talið ólíklegt þá og að þessir tveir myndu ein- hvern tímann tefla í sama liði var óhugsandi. En veraldarsagan hefur tekið aðra stefnu en menn hugðu þá og fyrir nokkrum dögum síðan sett- ust að tafli, saman í liði, Karpov og Kortsnoj. Vettvangurinn var Deildakeppni Rússlands. Þeir tefla fyrir lið sem kallað er Suður-Úral en Karpov er fæddur í smábænum Zlaoust í Úralfjöllum. Einhvern tímann hefði lið með þessa menn innanborðs þótt óárennilegt en ár- ferilsins og hefur árangur hans und- anfarin misseri verið arfaslakur. Deildakeppni Rússanna er farin að bera svip af þýsku Bundesligunni sem löngum hefur verið talin heims- ins sterkasta flokkkeppni. Fjöl- margir þekktir skákmenn annars staðar frá taka þátt, t.d. Van Wely hinn hollenski, Indverjinn Harikr- isna og jafnvel Gata Kamsky, sem nú undirbýr sig fyrir einvígið við Topalov. Kamsky settist að í Banda- ríkjunum eftir opna New York-mót- ið 1989 og getur státað af glæsilegri afrekaskrá í einvígjum. Hann hefur t.d. bæði unnið Anand og Kramnik. Þegar Úral Suður og Úral Ektarin- burg mættust laust þeim saman. Skákin er gott dæmi um stíl Kam- skys sem hægt og bítandi þjarmar að Kortsnoj. Bestu leikirnir í skák- inni eru 23. bxe6, 28. Hed1 og 30. Hc5. Deildakeppni Rússlands 2008: Gata Kamsky – Viktor Kortsnoj Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Be7 10. c3 0–0 11. He1 Rc5 12. Rd4 Dd7 13. Bc2 Bg4 14. f3 Bh5 15. Bf5 Re6 16. R2b3 Rxd4 17. cxd4 a5 18. Be3 a4 19. Rc1 Bg6 20. Bh3 a3 21. b3 Bb4 22. Bd2 De7 23. Bxe6 fxe6 24. Re2 c5 25. Bxb4 cxb4 26. Dd2 Hac8 27. Hac1 h6 28. Hed1 Dg5 29. Dxg5 hxg5 30. Hc5 Hfd8 31. Kf2 Be8 32. Ke3 Hxc5 33. dxc5 d4+ 34. Rxd4 Hd5 35. Hc1 Hxe5+ 36. Kd3 Bg6+ 37. Kd2 Hd5 38. Ke3 e5 39. Rxb5 Kf7 40. Ra7 Bf5 41. g4 Be6 42. Rc6 – og Kortsnoj gafst upp. Öflugt Skákþing Norðlendinga Allt útlit er fyrir spennandi og skemmtilegt Skákþing Norðlend- inga sem hófst með nokkrum at- skákum á Bakkaflöt í Skagafirði í gær. Þá höfðu 24 skákmenn skráð sig til leiks, þ. á m. stórmeistarinn Henrik Danielssen. Aðrir kunnir kappar sem taka þátt eru Sævar Bjarnason, Róbert Lagerman, Gylfi Þórhallsson, Arnar Þorsteinsson, Þór Valtýsson og Stefan Bergsson að ógleymdum núverandi Skák- meistara Norðurlands, Áskatli Erni Kárasyni. Íslandsmót grunn- og framhaldsskóla Íslandsmót grunnskólasveita 2008 fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur dagana 12. og 13. apríl nk. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi – umhugsunartími er 20 mínútur á skák fyrir hvern kepp- enda. Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit – en hver sveit er skipuð fjórum nemendum 1.-10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna). Kepp- endur skulu vera fæddir 1992 eða síðar. Taflmennskan hefst kl. 13 bæði á laugardag og sunnudag. Á sama tíma fer fram Íslandsmót framhaldsskólasveita. Gamlir flóttamenn snúa aftur SKÁK Dagomys, Rússlandi Rússneska deildakeppnin 1.-14. apríl 2008 helol@simnet.is Helgi Ólafsson angur sveitar þeirra getur vart tal- ist góður; tólfta og neðsta sæti eftir sjö umferðir – 15½ vinningur af 42 mögulegum og 2 stig. Hvorki Kar- pov né Kortsnoj hefur unnið skák enda eru andstæðingarnir ekki af verri endanum. Karpov tapaði fyrir Morosevich í 111 leikjum í 5. um- ferð og hefur gert tvö jafntefli. Kortnsoj, sem verður 77 ára þessu ári, hefur einnig átt við ramman reip að draga en er þó mun þaul- setnari við skákborðið og hefur mætt í allar sjö umferðirnar en ein- ungis náð fjórum jafnteflum og tap- að þrisvar. Karpov virðist ekki eiga mikla möguleika á því að ná viðlíka árangri og Kortsnoj á seinni hluta www.sjofnhar.is                           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.