Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigfús Þor-grímsson fædd-
ist á Selnesi á
Breiðdalsvík 8. des-
ember 1921. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 3. apríl síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna
Þorgríms Guð-
mundssonar, f. 1.8.
1883, d. 11.1. 1956,
og Oddnýjar Þ. Er-
lendsdóttur, f.
16.12. 1897, d. 29.3.
1987. Systkini Sigfúsar: Guðrún
Helga, f. 1916, d. 1916, Guð-
mundur, f. 1917, d. 2002, Helgi, f.
1918, d. 1983, Sigríður, f. 1919, d.
1921, Erlingur, f. 1923, d. 1946,
Valborg, f. 1925, Eiríkur, f. 1926,
Sverrir, f. 1928, d. 1988, Þórður, f.
1930, Kristín, f. 1931, d. 1946,
Garðar, f. 1932, Geirlaug, f. 1937,
og Þröstur, f. 1939.
Sigfús kvæntist Ástu Erlu
Björgvinsdóttur frá Jórvík í
Thöger-Andresen, f. 1986. Fyrri
sambýliskona, Berit Hordvik, f.
1952. Börn þeirra Erla Silfá, f.
10.5. 1983, sambýlismaður Bernt
Erik Andreassen, f. 1978; Bjarni
Sigfús, f. 7.7. 1985, sambýliskona
Ingrid Rekaa Nilsen, f. 1985; og
Bergá Sonja, f. 13.12. 1987. 4)
Þráinn, f. 8.12. 1959, maki Ruth
Achola, f. 1980. Dóttir Þráins og
Þyri Kristjánsdóttur, f. 1962, er
Kristey, f. 22.10. 1981, sambýlis-
maður Brynjar Smárason, f. 1981,
dóttir þeirra Hildur Anna, f.
24.10. 2003. 5) Bryndís Ósk, f.
30.12. 1962, sambýlismaður Jakob
Ingvar Magnússon, f. 1963, dóttir
þeirra Ásta Erla, f. 26.3. 1991. 6)
Óðinn Elfar, f. 21.5. 1970, maki
Chris Monge Carrion, f. 1983.
Sigfús stundaði farskólanám og
seinna tveggja vetra nám við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni. Stærsti
hluti starfsævinnar var á Breið-
dalsvík. Sigfús vann ýmis verka-
mannastörf tengd sjómennsku,
landbúnaði, vega- og bygging-
arvinnu. Hann lét af störfum hátt
á áttræðisaldri.
Sigfús verður jarðsunginn frá
Heydalakirkju í Breiðdal í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Breiðdal, f. 13.6.
1929, d. 4.8. 1989.
Foreldrar hennar
voru Björgvin Þórð-
arson, f. 1899, d.
1972, og Guðrún
Guðmundsdóttir, f.
1889, d. 1972. Börn
Sigfúsar og Ástu
Erlu eru: 1) Erling-
ur, f. 30.7. 1953, d.
10.1. 1954. 2) Sævar
Björgvin, f. 31.7.
1953, maki Hildur
Wíum Kristinsdóttir,
f. 1951. Börn hennar:
Marta Hermannsdóttir, f. 1970,
maki Ágúst Þ. Sigmarsson, f.
1957; Sara Hermannsdóttir, f.
1973, maki Sveinbjörn Egilson, f.
1967, börn Karen, Kristinn Gígjar,
og Hildur Sólveig; og Rut Her-
mannsdóttir, f. 1976, maki Ómar
Már Þóroddsson, f. 1969, dætur
Emilía Rós og Rebekka Rós. 3)
Þorgrímur, f. 12.2. 1956, sambýlis-
kona Reidun Thöger-Andresen, f.
1957. Dóttir hennar Karianne
Kæri pabbi. Þá er þinn ævivegur
á enda. Við þín nánustu vorum
heppin sem fengum að hafa þig svo
lengi meðal okkar. Þrátt fyrir það
er skrýtin tilfinning að þú sért allt
í einu farinn, að þú sért ekki heima
í Ásbrún eða í Hraunbænum hjá
Bryndísi, Jakobi og Ástu Erlu,
eins og þú hefur verið síðustu árin
eftir að heilsunni hrakaði. Í mínum
huga varstu næstum ódauðlegur,
þú sem varst svo sterkur, þú sem
vannst alltaf langa daga til að
brauðfæða okkur, þú sem varst
kletturinn sem ekkert vann á.
Núna ertu farinn. Þú sem varst
hér í gær ert ekki hér í dag, en
svona er lífið. Það er ekkert líf án
dauða og enginn dauði án lífs,
þannig er það bara. Kannski var
það best að þinn tími kom núna,
þegar þú varst orðinn svo lélegur
að bara að ganga upp og niður
nokkrar tröppur var of mikið fyrir
þig. Of mikið fyrir þig sem alltaf
hafðir verið svo sterkur og þú
naust þess að vera á hreyfingu,
naust þess að vera úti í náttúrunni,
naust þess að hafa eitthvað að
sýsla með. Fyrir þig sem vannst
fulla vinnudaga fram til áttræðs.
Ég held ég hafi aldrei séð þig
liggja á sófanum í aðgerðaleysi,
það var alltaf eitthvað sem þurfti
að gera, það voru alltaf einhver
verkefni.
Í fyrrasumar þegar þú varst fyr-
ir austan og heilsunni byrjaði að
hraka fyrir alvöru, hafðirðu byrjað
á verkefnum sem þú vildir ljúka
áður en þú fórst aftur til Reykja-
víkur. Ég hleraði líka að haustið
2006 þegar þú standsettir íbúðina í
Rofabænum, þá hafi lítið verið
slegið af. Þú sagðir við mig í sím-
ann að þú tækir þetta rólega,
„dundaðir við þetta“. Seinna hef ég
heyrt sögur af því að til dæmis eld-
húsinnréttingin hafi farið hratt
upp með góðri hjálp Eiríks bróður
þíns. Þessar sömu sögur herma að
þið „unglingarnir“ hefðuð ekki
slegið slöku við fyrr en síðasta
skrúfan var skrúfuð á sinn stað.
Þetta lýsir þér vel, iðjusemi og ná-
kvæmni í öllu sem þú gerðir voru
bara tveir af fleiri góðum eiginleik-
um sem einkenndu þig.
Þrátt fyrir að ég hafi búið fjarri
Breiðdalsvík í langan tíma er
Breiðdalsvík og Ásbrún, húsið sem
þú byggðir sjálfur, heima í mínum
huga. Í útlandinu var það ekki
bara að koma heim til Íslands, ég
var ekki heima fyrr en ég var á
Breiðdalsvík, „heima í Ásbrún“.
Þú varst af gamla skólanum,
þeim skóla þar sem maður talaði
ekki svo mikið um tilfinningar.
Þrátt fyrir það var það aldrei
neinn vafi í mínum huga að þér
þætti vænt um okkur. Þegar
mamma dó yfirtókst þú „hennar
störf“ í fjölskyldunni. Þá varst það
þú sem mundir eftir afmælisdög-
um, árnaðaróskum og gjöfum. Af-
mælisgjafir og jólagjafir frá Ís-
landi og afa skipuðu sérstakan sess
hjá afabörnunum í útlandinu.
Núna þegar ég sit hér og skrifa
er þetta svo fátæklegt, það er svo
miklu meira sem ég vildi hafa
skrifað um þig. Inni í mér er bara
tómarúm, tómarúm sem ég með tíð
og tíma og ætla að fylla upp í með
öllum þeim góðu minningum sem
ég hef um þig og mömmu.
Okkar leiðir skiljast nú að sinni
kæri pabbi, ég veit að æðri máttur
tekur vel á móti þér, þakka þér
kærlega fyrir allt, hvíl í friði.
Þinn sonur,
Þorgrímur.
Elsku pabbi minn. Þá er komið
að kveðjustund. Sporin hafa verið
þér frekar þung síðustu mánuði, en
áfram skyldi haldið. Við erum svo
lánsöm að þú hefur dvalið mikið
hjá okkur síðustu árin, nú hellist
tómleikinn yfir og söknuðurinn er
sár.
Hugurinn leitar austur á Breið-
dalsvík, fyrstu minningarnar,
hlaupandi á móti þér þegar þú
komst heim úr vinnunni og láta þig
halda á pabbastelpunni.
Í mínum huga varstu sívinnandi,
engin sumarfrí, þín sumarfrí fóru í
heyskap, þar sem þú slóst heilu
túnin með orfi og ljá og við krakk-
arnir og mamma snerum heyinu.
Kindurnar þínar sem þú áttir áður,
hugsaðir þú vel um og þær veittu
okkur ánægju, þá sérstaklega
sauðburðurinn. Þegar þú hættir að
vinna, hátt á áttræðisaldri, fannstu
þér næg verkefni í garðinum eða
sumarbústaðnum. Allt lék í hönd-
um þér, hvort sem það var ham-
arinn, pönnukökubaksturinn eða
kleinusteikingin.
Eftir að ég settist að í Reykja-
vík, fannst okkur engin jól nema
við værum fyrir austan. Þegar við
komum, tókstu á móti okkur með
hvítþvegið húsið og ótal smáköku-
sortir sem þú bakaðir sjálfur. Allar
þessar minningar geymi ég, von-
andi tekst mér einhvern tímann að
baka pönnukökur skammlaust og
steikja kleinur án þín. Þakka þér
fyrir allt pabbi minn og góða ferð.
Þín
Bryndís.
Kæri afi.
Fjarlægðir á milli landa hafa
gert það að verkum að ég hef ekki
getað verið eins mikið með þér og
ég hefði óskað. En ég hugsa af
mikilli ánægju um allar þær stund-
ir sem við höfum átt saman, mín
fyrstu ár þegar við bjuggum í
Staðarborg, sumrin þegar við kom-
um í heimsókn eftir að við fluttum
til útlanda, jólaheimsóknirnar og
þau skipti sem þú komst til okkar í
Noregi. Öll þessi skipti eru meðal
minna bestu minninga. Ég er mjög
ánægður yfir að við hittumst núna
í janúar, áður en ég fór aftur til
náms í Ástralíu.
Núna þegar ég kveð þig í hinsta
skipti er það aftur fjarlægðin á
milli okkar sem einu sinni enn leið-
ir til þess að ég get ekki kvatt þig
eins og skyldi. Það þykir mér mjög
leiðinlegt. Hafðu þökk fyrir allt
kæri afi og farðu í friði.
Kær kveðja
Bjarni Sigfús.
Kæri afi.
Ég kem aldrei til með að gleyma
þér, þér sem hefur þýtt svo mikið
fyrir mig. Ég geymi innra með
mér svo margar góðar minningar
frá þeim skiptum sem ég kom til
Íslands á sumrin og í jólafríum. Ég
hlakkaði alltaf til að heimsækja
þig, þú undirbjóst alltaf allt áður
en við og aðrir í fjölskyldunni kom-
um í heimsókn. Þú varst svo góður
og þú reyndir alltaf að gera þitt
besta fyrir okkur. Mér fannst ég
alltaf velkomin þegar ég kom til
þín á Breiðdalsvík, það var eins og
að koma heim. Ég gleymi aldrei
hversu glöð ég var þegar þú bak-
aðir pönnukökur handa okkur,
ekkert jafnaðist á við pönnukök-
urnar þínar. Ég sakna þín núna
ótrúlega mikið, kæri afi. Takk afi.
Líka takk fyrir allar gjafirnar sem
ég fékk bæði á afmælunum mínum
og á jólunum, þú gleymdir aldrei
neinum. Þrátt fyrir að ég sakni þín
mikið er það líka gott að hugsa til
þess að þú getur núna hvílt í friði
og hitt ömmu aftur.
Kæri afi. Þú kemur alltaf til með
að hafa stórt pláss í hjarta mínu.
Allar góðu minningarnar um þig
kem ég til með að varðveita með
mér að eilífu. Mér þykir svo vænt
um þig afi minn, takk fyrir allt, ég
vona að þér líði vel núna.
P.s. Til ykkar á Íslandi: Ég vildi
óska að ég væri hjá ykkur. Það er
svo erfitt að vera svona langt í
burtu, alveg niðri í Ástralíu, þegar
svona stendur á.
Kær kveðja
Bergá.
Sigfús frændi minn Þorgrímsson
fæddist og ólst upp meðal 11
systkina á Selnesi í þröngum húsa-
kynnum eins og þá var títt. Í Sel-
neshúsinu bjuggu tvær fjölskyldur,
sín í hvorum enda. Þegar allt er
talið á uppvaxtarárum Sigfúsar: 17
börn, tvenn hjón og 3-5 gamal-
menni. Það var alþekkt á þeim ár-
um að erfitt gat reynst að metta
stóra systkinahópa en mér er þó
nær að halda að aldrei hafi verið
sultur í búi hjá þessari stóru fjöl-
skyldu sem Sigfús tilheyrði. En
það var ekki alltaf hlaupið í búð
eftir matarbita þótt stutt væri að
fara. Þar var ekkert kæliborð með
kjúklingabringum eða hakki. Mig
rekur satt að segja ekki minni til
þess að þar væri nokkra matvöru
að hafa umfram mjölvöru og
kannski þurrkaða ávexti.
Það kom sér því vel að heim-
ilisfaðirinn var dugleg veiðikló.
Byssan, netið og öngullinn komu í
stað buddunnar.
Synirnir voru ekki allir háir í
lofti þegar þeir fóru að feta í spor
föður síns í veiðiskapnum, Sigfús
þar með talinn. Mörg lúran sem
hætti sér á grunnsævi endaði á
matborði fjölskyldunnar. Tilsvar-
andi mátti segja um silung, sjófugl,
gæs eða rjúpu. Einnig sel og jafn-
vel hákarl. Og svo var kannski
komið úr róðri með fermdan bát af
fiski sem var saltaður og hertur til
heimilisnota. Það sem þessir ungu
veiðimenn báru úr býtum fyrir
framtakið var kannski bara stolt
veiðimannsins, kviðfylli og allra
helst ánægjan yfir að létta áhyggj-
um af húsmóðurinni varðandi mat í
næstu máltíð.
Ég minnist þess að eitt sinn í
norðangjólu og frosti hofði ég á
eftir Sigfúsi snemma dags á leið til
rjúpnaveiða. Svo vildi til að hann
valdi veiðisvæði þar í fjallinu sem
blasti við heiman úr bæjardyrun-
um. Ég gat því fylgst gjörla með
honum vopnaður kíki föður míns.
Skafrenningur og misvinda var í
fjallshlíðunum og því hvarf hann
mér sjónum stund og stund. Ég
taldi mig þó sjá hann taka upp í
það minnsta eina rjúpu áður en
kuldinn og stormurinn hröktu mig,
strákpattann, aftur inn í hlýjuna.
Þegar ég brá mér svo út síðla dags
sá ég hvar drjúg kippa af rjúpum
hékk á húsveggnum. Óþarfi var að
spyrja.
Tæpast get ég sagt að við Sigfús
höfum verið leikbræður. Áratugur
skildi okkur að í aldri. En síðar
urðum við margsinnis vinnufélagar
í fjölbreytilegu starfi. Þar var það
ætíð sama sagan; Sigfús var alltaf
driffjöðrin í öllum gamanmálum.
Ég held að okkur vinnufélögunum
hafi aldrei sárnað undan glósum og
háði Sigfúsar. Hann hitti svo vel í
mark.
Margt var það sem prýddi góðan
dreng; prúðmannleg framkoma,
nægjusemi, létt lund, áreiðanleiki,
vinnusemi og svo hvellur og smit-
andi hlátur. Eitt er svo ónefnt, það
sem hver annar ungur maður gat
öfundað Sigfús af: Líklega var
hann mesta kvennagullið í byggð-
arlaginu.
Ég votta afkomendum og öðrum
aðstandendum samúð mína.
Heimir Þór Gíslason.
Vorið 1963 ákváðum við hjónin
að fá smið til að innrétta hús okkar
á Mánabergi sem gert var fokhelt
haustið áður. Gaf ég sjómennsk-
unni frí, ætlaði að verða aðstoð-
armaður smiðsins. Þetta var á síð-
ari síldarárunum og nóg atvinna.
Samt tókst mér að semja við Sig-
fús Þorgrímsson frá Selnesi að
ganga í verkið. Hann bjó í Ásbrún
með konu sinni, Erlu Björgvins-
dóttur frá Jórvík í Breiðdal, ásamt
börnum sínum.
Í gær frétti ég að Sigfús væri
látinn. Hann hafði átt við nokkra
vanheilsu að stríða, aldurinn að
færast yfir. Samt koma slíkar
fréttir oft á óvart. Hugurinn nem-
ur staðar. Leitar til baka. Nemur
atvik er hafa tekið sér bólfestu í
hugskoti. Þetta áðurnefnda vor,
1963, er mér enn minnisstætt, ekki
síst vegna þess, að við hjónin sáum
loks styttast í að komast í eigið
húsnæði. Þá var nærvera Sigfúsar
minnisstæð. Maðurinn var afar
góður smiður, þótt ólærður væri.
Átti raunar stutt að sækja það.
Faðir hans, Þorgrímur Guðmunds-
son, lærður mublusmiður úr
kóngsins Kaupmannahöfn. Móðir
Sigfúsar var Oddný Erlendsdóttir.
Hún var eigandi stærsta hluta
Þverhamarstorfunnar svokölluðu,
fædd og uppalin á Selnesi. Þau
hjónin voru barnmörg. Þau eign-
uðust 14 börn. Af þeim komust 11
til fullorðins ára. Tvær stúlkur lét-
ust í frumbernsku en Kristín fórst
með vélbátnum Borgeyju skammt
utan Hornafjarðaróss haustið 1946,
aðeins 15 ára. Þá fórst Erlingur,
bróðir hennar, á vetrarvertíð sama
ár með mótorbátnum Magna frá
Norðfirði, einungis 23 ára Sigfús
var maður hæglátur, geðþekkur og
vel á sig kominn. Þrátt fyrir hæg-
lætið var stutt í grínið, þótt minna
bæri á því en hjá öðrum bræðra
hans. Hann gat komið með
skemmtilegar athugasemdir og til-
vitnanir sem vöktu almenna kátínu
− en særðu engan. Stundum not-
aði hann sérstök orð. Má þar nefna
,,fídús“ sem merkti eitthvað óvand-
að eða vafasamt. Þá heyrði ég í
fyrsta sinn hjá Sigfúsi orðtak er
hljóðaði: ,,Skítur minn á spýtu“
Ekki veit ég af hverju það var
dregið. Notaði hann það er honum
fannst meira en nóg til um eitt-
hvað. Þetta haust réðist ég sem
stýrimaður á bát sem var í smíðum
í Haugasundi. Fúsi hélt áfram sínu
verki, enda handlangarinn alls ekki
ómissandi.
Þetta sumar get ég aldrei full-
þakkað Fúsa og geri ekki úr þessu.
En samstarf okkar varð til þess að
okkur varð hlýrra hvorum til ann-
ars þau ár er eftir fóru og entust
meðan kraftar hans entust. Send-
um við ávallt síðan jólakort því til
staðfestu.
Eftir að Fúsi hætti vinnu fór
hann að gróðursetja trjáplöntur
með Sævari, syni sínum, uppi á
efra túninu á Þverhamri. Ræddi
hann það oftlega við Jóhönnu, þeg-
ar fátt var í búðinni eða þau mætt-
ust á götunni. Báru þar saman
bækurnar, enda áhugamálið á
sömu nótum. Þarna á Þverham-
arstúninu hefur Sigfús reist sér
minnisvarða, þótt e.t.v. sé hann
ekki óbrotgjarn. Og þess er ég
fullviss, að afkomendur Sigfúsar
munu, er ár líða, ganga um þennan
unga skóg og njóta þess. Þannig
skildi Sigfús við ævistarfið og
varla hægt að gera það á jákvæð-
ari hátt.
Úti er hann á norðan, snjór yfir
öllu svo ekki sér á dökkan díl frá
fjöru til fjalls. Í húsi okkar hjóna
er hlýtt og notalegt. Þar eru
handaverk Sigfúsar frá Selnesi allt
um kring. Notaleg tilfinning að
finna þá nærveru og vita að hann
lagði sál sína í þessar innréttingar
sem og annað er hann fékkst við.
Þökk sé þér, Sigfús.
Fjölskyldu hans, vinum og
vandamönnum færum við hug-
heilar kveðjur.
Sýslar jafnan Sigfús nóg
situr ei á dúni.
Nákvæmur við sinn nytjaskóg,
nostrar á Efra-túni.
Guðjón og Jóhanna,
Mánabergi.
Sigfús Þorgrímsson
Til afa.
Ég finn ekki réttu orðin til
þess að kveðja þig vegna
þess að engin orð eru til.
Kveðja mín til þín er miklu
stærri en orð.
Þakka þér fyrir að vera afi
minn.
Kær kveðja og sjáumst
síðar.
Erla Silfá.
HINSTA KVEÐJA
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.Lengd
| Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri
grein.
Minningargreinar