Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 15 AUKIN velta í dagvöruverslun um 7,2% í marsmánuði, miðað við sama mánuð í fyrra, er að mestu rakin til páskahátíðarinnar og mikilla mat- arinnkaupa vegna hennar. Aukn- ingin síðan í febrúar er 13,1% á föstu verðlagi. Árstíðaleiðrétt hækkun á dagvöruveltunni milli febrúar og mars nam eingöngu 0,9%, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Bifröst. Verð á dagvöru hækkaði um 6,4% í mars frá því í sama mán- uði í fyrra. Sala áfengis í marsmánuði jókst um 4,4% milli ára og um 4,6% milli mánaða. Verð á áfengi hækkaði um 2,3% frá marsmánuði 2007. En ekki jókst veltan í öllum vöru- flokkum. Þannig varð samdráttur í fata- og skóverslun á milli ára. Í mars dróst fataverslun saman um 13%, miðað við mars í fyrra á föstu verðlagi. Skóverslun minnkaði í mars um 30,4% á milli ára á föstu verðlagi, og um 3,2% síðan í febrúar sl. Verð á fötum hækkaði um 5% í mars, miðað við mars í fyrra, og verð á skóm hækkaði á sama tímabili um 11,6%. Þá jókst velta í húsgagna- verslun í mars um 15,9% á breyti- legu verðlagi síðan í febrúar sl. og um 13,4% á föstu verðlagi. Páskarnir juku dag- vöruveltuna í mars   3L'B  ':     -770 -775 -77/ -77, -776 -77-  * F 7 8     M  2*$&%   &$  D'  ':  '' ' 3 2 $ ,  , 2 2 #  +  0 ♦♦♦ HLUTHAFAR verkfræðistofanna VGK-Hönnunar og Rafhönnunar hafa samþykkt sameiningu félaganna undir merkjum Mannvits. Með þessum samruna verður til stærsta verkfræðistofa landsins með um 360 starfsmenn á sínum snærum. Forstjóri Mannvits verður Eyjólfur Árni Rafnsson en að- stoðarforstjórar þeir Runólfur Maack, sem mun hafa umsjón með er- lendri starfsemi, og Skapti Valsson, sem hefur umsjón með innlendri starfsemi. Mannvit byggir á grunni þriggja rótgróinna verkfræðistofa sem allar voru stofnaðar á sjöunda áratug síðustu aldar, þ.e. Hönnunar, Verkfræðistofu Guðmundar og Krist- jáns og Rafhönnunar. Höfuðstöðvar Mannvits verða á Grensásvegi 1, þar sem unnið er að því að stækka og endurbæta húsnæð- ið. Taka á nýjar höfuðstöðvar í notkun haustið 2009 en fram að því verður fyrirtækið einnig til húsa á Laugavegi 178 og í Ármúla 42. Utan höfuðborg- arsvæðisins verða reknar áfram níu starfsstöðvar. Mannvit á hlut í nokkr- um fyrirtækjum í tengdri starfsemi, eins og HRV Engineering, Geysir Green Energy, Loftmyndum, Vatna- skilum og Skipaskoðun Íslands. Verkfræði- stofur í eitt ENGINN þróaður hlutabréfamark- aður lækkaði jafn mikið og sá ís- lenski á fyrsta fjórðungi ársins. Alls nam lækkun úrvalsvísitölunnar 32,36% á fyrstu þremur mánuðum ársins og samkvæmt samantekt upplýsingafyrirtækisins Standard & Poor’s er það ríflega 14 pró- sentustigum meiri lækkun en á þeirri vísitölu sem lækkaði næst- mest á tímabilinu, Hang Seng-vísi- tölunni í Hong Kong. Þriðju mestu lækkunina er síðan að finna í Grikklandi en þar lækk- aði helsta hlutabréfavísitalan um tæp 15%. Reyndar væri synd að segja að það væri mjög upplífgandi iðja að líta yfir þróun helstu hlutabréfa- vísitalna heimsins á tímabilinu jan- úar-mars, nema með augum skort- sala. Aðeins einn þeirra 26 markaða sem teljast þróaðir hækkaði á tíma- bilinu en það var í Lúxemborg. Þar nam hækkunin þó aðeins 2,1%. Öllu skárri var þróunin á hinum svoköll- uðu nýmörkuðum en þar hækkuðu helstu hlutabréfavísitölurnar í 11 af 26 löndum. Mest var hækkunin í Marokkó, 24%, og Pakistan, 10%. Lækkunin mest hér ♦♦♦ MIKIL lækkun varð á nær öllum helstu mörkuðum heims í gær. Jeffr- ey Immelt, forstjóri bandaríska risa- fyrirtækisins General Electric, til- kynnti í gær að afkoma félagsins yrði talsvert undir spám og við það var eins og botninn færi úr mörkuðum. Gengi GE lækkaði um 13% í kaup- höllinni í New York og hefur ekki lækkað jafnmikið á einum degi frá hruninu í október 1987, sem í dag er þekkt sem Svarti mánudagurinn. Samtímis jukust áhyggjur fjár- festa af afkomu bandarískra stór- banka á borð við Citigroup og Merrill Lynch. Ljóst er að traust fjárfesta á bönkunum er ekki mikið en því hefur oft verið haldið fram að öldurnar á fjármálamörkuðum lægi ekki fyrr en alveg liggur ljóst fyrir að öll kurl séu komin til grafar hvað varðar lánaafskriftir stórbanka heimsins. Mikil lækkun vegna GE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.