Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 45 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund mánudaginn 14. apríl kl. 20 í safnaðarheimilinu. Kaffi- veitingar og tónlist. Mætið með hatta eða slæður og takið með ykkur gesti. Rætt verður um sumarferðina. Fella- og Hólakirkja | Árlegur kaffi- dagur Dýrfirðingafélagsins í Reykja- vík verður haldinn 13. apríl og hefst með guðsþjónustu kl. 14 og kaffisölu að lokinni messu. Dýrfirðingar og vel- unnarar fjölmenni. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Flækjufótur í samvinnu við Bænda- ferðir fer í vikuferð til Þýskalands í september nk. Leiðsögumaður verð- ur Steingrímur Gunnarsson. Uppl. í síma 898 2468. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Átakið 1,2 og Reykjavík verður með samráðs- fund í Seljaskóla kl. 14-16 fyrir íbúa í Breiðholti. M.a. verður borgarstjóri á fundinum. Fjölbreytt dagskrá og veit- ingar. Grensáskirkja | Fundur verður í Kvenfélagi Grensássóknar mánudag- inn 14. apríl kl. 14 í safnaðarheimilinu. Hraunbær 105 | Námskeið í þurr- burstun á keramik hefst þriðjudaginn 15. apríl og stendur til 27. maí (7 skipti), kl. 13-16, kennari Hulda Guð- mundsdóttir. Skráning og uppl. á skrifstofu eða í síma 411 2730. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30. Uppl. í síma 564 1490. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Jesú- konur og Jesústelpur í kaffisal kirkj- unnar kl. 10-12. Ræðukona Erdna Varðardóttir. Lofgjörð og morg- unmatur. Allar konur velkomnar. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Línudans kl. 15, hlát- urhópur kl. 13. Opið kl. 9-16. Uppl. í s. 568 3132. 60ára afmæli. Í dag 12. apríler Erla B. Axelsdóttir myndlistarmaður sextug. 20. einkasýning Erlu stendur yfir í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17 og lýkur henni á morgun kl. 18. Hlutavelta | Þessar stúlkur Valgerður Baldursdóttir og Eva Dögg Sæmunds- dóttir, Staðhverfinu í Grafarvogi, föndr- uðu kort og seldu og færðu Rauða kross- inum ágóðann 6.319 kr. Með þeim á myndinni er Ragna Baldursdóttir. dagbók Í dag er laugardagur 12. apríl, 103. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Ráðstefna undir yfirskrift-inni Hinn grunaði er út-lendingur verður haldin íSalnum í Kópavogi 18 apríl næstkomandi. Að ráðstefnunni stendur Alþjóðahús í samstarfi við Félags- og tryggingamálaráðu- neytið, Fjölmenningarsetur, Lög- reglu höfuðborgarsvæðisins, Blaða- mannafélag Íslands og Kópavogsbæ. Helga Ólafs er upplýsingafulltrúi Alþjóðahúss: „Með ráðstefnunni viljum við opna umræðu í samfélag- inu og meðal hlutaðeigandi, um um- fjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot,“ segir hún. Nokkuð hefur borið á fréttum síðustu misseri af afbrotum innflytjenda og útlendinga og sýnist sitt hverjum um þróunina og vinnubrögð fjölmiðla. „Fjölmiðlar hafa vissulega mikil áhrif og getur fréttaflutningur þeirra mótað almenningsálitið. Neytendur fjölmiðla grípa fyr- irsagnir á lofti, og sú hætta er til staðar að fólk byrji að alhæfa um hópa innflytjenda og ferðamanna út frá einstökum tilvikum,“ segir Helga. Dagskráin hefst kl. 13 með setningu ráðstefnunnar og ávarpi félagsmálaráðherra og í framhald- inu verða fimm framsöguerindi: „Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá LRH, skoðar hlutfallslega dreif- ingu afbrota á íslandi eftir þjóðern- isuppruna. Því næst mun Helgi Gunnlaugsson, prófessor við HÍ, fjalla um áhrif fjölmiðlaumræð- unnar á staðalmyndir og fordóma og Rúnar Pálmason blaðamaður greinir frá sjónarhorni fjölmiðla, vinnu- og siðareglum,“ segir Helga. „Við fáum hingað til lands Arash Mokhtari frá Quick Response í Sví- þjóð en sú stofnun vinnur við að greina fjölmiðlaumfjöllun um inn- flytjendur og aðra minnihlutahópa. Segir hann frá stöðunni þar í landi og hvernig samstarfi þeirra er hátt- að við fjölmiðla, og loks ætlar Magnús Heimisson frá Fjölmiðla- greiningu að kynna skýrslu þar sem greind var umfjöllum fjölmiðla um innflytjendur og erlent vinnuafl á árinu 2007 með áherslu á afbrot.“ Að loknum erindum verða haldn- ar tvær málstofur: önnur um um- ræðu meðal almennings og á bloggi, og um formlega upplýsingagjöf. Í lok dagskrár verða svo pall- borðsumræður með þátttöku Dane Magnússon, formanns Félags anti- rasista, Þorbjörns Broddasonar, prófessors við HÍ, Stefáns Eiríks- sonar lögreglustjóra og Jóns Kal- dal, ritstjóra Fréttablaðsins. Nánari upplýsingar eru á ahus.is. Samfélag | Ráðstefna um umfjöllun fjölmiðla um afbrot innflytjenda Hinn grunaði er útlendingur  Helga Ólafs fæddist í Reykjavík 1967. Hún lauk stúd- entsprófi frá FÁ 1989, BA í sál- arfræði frá HÍ 1996 og vinnur nú að lokaverk- efni í meist- aranámi í blaða- og fréttamennsku við sama skóla. Helga starfaði um langt skeið við fjölmiðla og útgáfu og hefur verið upplýsingafulltrúi Alþjóðahúss frá 2006. Eiginmaður Helgu er Helgi Björn Kristinsson forstöðumaður og eiga þau þrjú börn. Tónlist Dillon | Númer Núll og Múgsefjun halda tónleika kl. 22. Númer Núll kynnir efni af nýútkominni breiðskífu sinni, Lykli að skír- lífisbelti. Selfosskirkja | Kammerkór Mosfellsbæjar heldur tónleika sunnudaginn 13. apríl kl. 14. Kórinn syngur veraldleg og trúarleg verk frá öllm helstu tímabilum tónlistarsögunar. Verk m.a. eftir W.A. Mozart, G.F. Händel, E. Elgar, Gunnar Reyni Sveinsson og Atla Heimi Sveinsson. Aðagangur er ókeypis. Leiklist Hafnarfjarðarleikhúsið | Opið út sýnir nýtt, íslenskt leikrit, „mammamamma“, og er þar fjallað um samskipti mæðgna, það að vera móðir og/eða dóttir á sama tíma og tilfinningarótið sem því fylgir. Leikstjóri er Charlotta Böving. Leikendur eru María Ellingsen, Magnea Valdimars, Birgitta Birg- is og Þórey Sigþórs. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dansleikur í Von, Efstaleiti 7. Vistin hefst kl. 20 og dansinn að vistinni lokinni um kl. 22. Klass- ík leikur fyrir dansi. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð sunnudaginn 13. apríl kl. 14. Sjá heimasíðu Breiðfirðingafélagsins: www.bf.is. Garðheimar | Árleg Vorgleði Garðheima verður helgina 12. og 13. apríl. Fræðsla, kynning, afsláttur af vörum, léttar veit- ingar o.fl. Fyrirlestrar og fundir Tæknigarður, Dunhaga 5 | Þröstur Ey- steinsson flytur fyrirlestur á aðalfundi Trjáklúbbsins kl. 20. Fjallað verður um innflutning á fræi nokk- urra birkitegunda og niðurstöður úr litlum kvæmatilraunum með innflutt ilmbirki og hengibirki. Þá verður fjallað um mögulegar skýringar á því af hverju ræktun annarra birkitegunda (t.d. næfurbirki frá Alaska og steinbirki frá Síberíu) hefur ekki gengið hérlends. Þjóðarbókhlaðan | Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing kl. 13-16.30 um útrás Íslendinga á 17. og 18. öld. Fyrirlesarar eru Gunnar Örn Hannesson, Einar Hreinsson, Hrafn Sveinbjarnarson, Garðar Gíslason og Sigurður Pétursson. Ókeypis aðgangur. Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf. | Spænskunámskeið verða haldin í maí. Uppl. og skráning í síma 580 1808 og á www.mimir.is. BÓNDAKONA hlúir að sólblómum á akri nærri þorpinu Bantabari í Terai-héraði í Nepal í gær. Reuters Sumarlegt í Nepal FRÉTTIR MÁLSTOFA um það hvernig stúd- entar geti náð tökum á því að skrifa fræðilega um sérgrein sína verður haldin í stofu H001 í hús- næði Kennaraháskólans v/ Stakkahlíð fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.10-17. Frummælandi er Sofia Ask, lektor í sænsku við háskólann í Växjö. Mun hún fjalla um þá erfiðleika sem verða á vegi stúdenta og hvaða möguleikar eru á að koma þeim yfir erfiðustu hjallana. Hún tengir ritreynslu þeirra af fyrri skólastigum við þær kröfur sem mæta þeim í háskóla. Sofia Ask lauk doktorsprófi árið 2007 með ritgerðinni Vägar till ett akademiskt skriftspråk. Í ritgerð- inni rannsakaði hún kennaranema sérstaklega, greindi texta þeirra á ýmsum stigum námsins og tók við þá viðtöl. Hún hefur sérhæft sig í að rannsaka hvernig stúdentar ná tökum á að skrifa á fræðilegan hátt um sérgrein sína og hvaða undirbúning þeir fá í skólum. Einnig taka til máls kennarar sem kennt hafa fræðilega ritun við Kennaraháskólann. Framsöguerindi og umræður verða á sænsku eða ensku. Umræðustjóri verður Baldur Sigurðsson. Leiðir til að skrifa á fræði- legan hátt RÚMLEGA 46 milljónum krónahefur verið úthlutað úr starfs- menntasjóði félagsmálaráðu- neytisins til 32 verkefna fyrir árið 2007. Að þessu sinni var lögð áhersla á gæðaverkefni sem nýtast þeim hópum sem höllum fæti standa á vinnumarkaði, s.s. vegna félagslegrar stöðu, uppruna, tungu- málaerfiðleika, lítillar fyrri mennt- unar, lestrarörðugleika, fötlunar eða skorts á tölvuþekkingu. Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni var Íslandspóstur, sem hlaut styrk vegna verkefnisins „Ekra – starfsþróun“, og Hróbjart- ur Árnason, lektor við Kennarahá- skólann, í rannsóknarflokki vegna verkefnisins „Staða og menntun starfsmenntakennara á Íslandi“. 46 milljónir til gæðaverkefna GUÐNI Gunnarsson, hönnuður Rope Yoga kerfisins, stendur fyrir helgarnámskeiði dagana 18.-20. apr- íl í Rope Yoga setrinu í Laugardal, sem kallast „Lífsfærni - Fully alive coaching“. Guðni hefur undanfarin ár reglulega haldið þetta námskeið hér á landi og einnig í Bandaríkj- unum þar sem Guðni bjó og starfaði í mörg ár. Helgarnámskeið kostar 34.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðunni www.ro- peyogasetrid.is. Námskeið í lífsfærni RANNSÓKNASETUR í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjaf- arskor Háskóla Íslands standa að málstofu í Odda, stofu 101, þriðju- daginn 15. apríl kl. 12-13. Halldór Hauksson sálfræðingur hjá Barnaverndarstofu fjallar um fyrirhugaða innleiðingu fjölþátta- meðferðar (Multisystemic Therapy, MST). MST er 3-5 mánaða meðferð fjölskyldna barna á aldrinum 12-18 ára sem stríða við alvarlegan hegð- unarvanda. Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Innleiðing fjölþátta- meðferðar UMSÓKNARFRESTUR um meist- ara- og doktorsnám á mennta- vísindasviði (HÍ/KHÍ) hefur verið framlengdur til 15. apríl. Þetta er gert vegna fjölda fyrirspurna um námið eftir að umsóknarfrestur rann út hinn 15. mars, segir í til- kynningu. Nánari upplýsingar um meist- aranám í tómstunda- og félags- málafræði má finna á vefslóðinni https://ugla.khi.is M.Ed nám í tómstunda- og félagsmála- fræðum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi stuðningsyfirlýsing frá stjórn Bíla og fólks ehf.: „Stjórn Bíla og fólks ehf. lýsir yfir fullum stuðningi við þá aðila sem staðið hafa fyrir mótmælum vegna óhóflegra olíuverðshækk- ana og hækkana annars rekstr- arkostnaðar þeirra sem stunda bifreiðaakstur hér á landi. Stjórn Bíla og fólks lítur svo á að stjórnvöld verði að bregðast við þessari óheillaþróun með lækk- unum á olíugjaldi og öðrum op- inberum gjöldum vegna þessarar starfsemi. Það er okkar álit að ef ekkert verður að gert muni ferða- þjónustuaðilar skaðast stórlega, jafnvel svo að þeir eigi ekki ann- ars úrkosti en hætta starfsemi, verði ekki brugðist við þegar í stað. Margir í okkar röðum hafa auk þessa, til að bæta gráu ofan á svart, selt þjónustu sína á allt öðru gengi en raunin hefur orðið. Við ítrekum því hér með stuðnings- yfirlýsingu okkar með vörubíl- stjórum og öðrum þeim sem staðið hafa fyrir mótmælum vegna þess- ara verðhækkana.“ Styðja aðgerð- ir bílstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.