Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það var ekki minni
dagur en dagur upp-
risunnar sem var valinn fyrir þig,
Árni, til að kveðja á. Ég trúi að það
sé táknrænt, að það sé verið að láta
okkur, sem eftir erum, vita, að öll
munum við hittast í himnaríki að
lokum. Síðasti dagurinn í lífi þínu
var fæðingardagur elsta sonar þíns,
Árna Stefáns, sem lést fyrir einu og
hálfu ári síðan. Hann hefði orðið
fimmtugur þennan dag. Þú kvaddir
snemma að morgni næsta dags.
Það var fyrir 28 árum að ég
ákvað ásamt vinkonu minni Guð-
rúnu að leggja land undir fót og
fara að vinna úti á landi. Af ein-
hverjum ástæðum lentum við á
Hornafirði og hófum störf á Hótel
Höfn. Vorum sem sé ráðnar í vinnu
hjá þér, Árni, í fjölskyldufyrirtæk-
inu, en það sem gerðist síðar, ekki
svo löngu seinna, hafðir þú ekki
mikið með að gera nema þá að eiga
tvo syni á okkar aldri. Fljótlega fór-
um við Árni Stefán að vera saman.
Það byrjaði allt á hótelinu og bjugg-
um við smátíma þar í einu herberg-
inu niðri, þar sem nú er grillið.
Litlu seinna fóru Gísli Sverrir og
Guðrún að stinga saman nefjum.
Ég er þakklát fyrir að hafa verið
leidd þangað og hafa átt samleið
með þér og Svövu, að hafa átt gott
líf með Árna Stefáni, hafa kynnst
öllum ykkar kostum og ótrúlegri
elju, hlýju og velvilja í annarra
garð. Ég er þakklát fyrir að börnin
mín áttu þig fyrir afa og Svövu fyrir
ömmu, sannarlega góðar fyrir-
myndir. Þau, sem hafa misst svo
mikið, eiga eftir að sakna þín. Það
hafa verið erfið ár hjá okkur og erf-
itt að sætta sig við að missa Árna
Stefán. Hann hafði þennan ótrúlega
eiginleika eins og þú að gefast aldr-
ei upp, að taka þátt í lífinu meðan
hann lifði. Nú eruð þið feðgar sam-
einaðir, trúi ég. Ykkur þótti mikið
vænt hvorum um annan. Við sem
eftir erum eigum minninguna um
ykkur, það verður ekki frá okkur
tekið.
Elsku Svava, megi góður guð
styrkja þig og okkur öll.
Þóra.
Elsku afi, mig langar að þakka
þér fyrir allan þinn stuðning við
mig í sambandi við fótboltann. Mér
þykir vænt um hvað þú hafðir mik-
inn áhuga á mínum fótboltaferli og
ég veit að þú fylgist áfram með. Það
var svo gaman að spjalla við þig um
enska boltann og horfa með þér á
leiki, þú hélst með Liverpool og ég
með Manchester United. Svo minn-
ist ég alltaf stundanna uppi í Lóni,
þær eru ómetanlegar og ég hafði
alltaf gaman af því að hjálpa þér.
Sérstaklega þegar við vorum að
setja nýjar þökur uppi í brekkunni
og þú stoppaðir alltaf við ástar-
bekkinn til að hvíla þig en ég hélt
áfram og þú varst svo montinn af
mér. Þegar ég var lítill þá fannst
þér svo gaman að greiða mér og þú
varst ánægður með hvað ég var
alltaf snyrtilegur enda varstu mikið
snyrtimenni sjálfur, þú sagðir að ég
væri greinilega skyldur þér. Ég er
glaður að hafa farið með í afmæl-
isferðina síðasta sumar, sú ferð á
eftir að sitja eftir í minningarbank-
anum sem er fullur af minningum
um þig. Þú varst frábær afi og ég á
eftir að sakna þín mikið.
Kveðja, þinn
Rafn Svan.
Mig langar að minnast hans afa
Árna með nokkrum fátæklegum
Árni Stefánsson
✝ Árni Stefánssonfæddist á Felli í
Breiðdal 10. júlí
1927. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands á
Höfn í Hornafirði að
morgni páskadags,
23. apríl síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Hafn-
arkirkju 29. mars.
orðum, en hann
kvaddi þennan heim
að morgni páskadags.
Einnig vil ég óska
ömmu Svövu og öllum
nánum ættingjum
dýpstu samúð mína á
þessum erfiðu tímum.
Þegar ég hugsa um
þig, afi minn, þá kem-
ur upp í hugann fjöldi
minninga. Efst í huga
mér er síðasta stund-
in sem ég átti með
þér og fyrir hana verð
ég ævinlega þakklát-
ur. Ekki datt mér í hug að þú
myndir vera dáinn aðeins nokkrum
dögum eftir þann fund. Þú leist svo
vel út, varst hressari og kátari en
ég hafði séð þig lengi. Við tókum
létt biljardmót og krafturinn og út-
sjónasemin í þér var engu minni en
fyrst þegar ég man eftir að hafa
barið þig augum. En það var líklega
í fyrsta sinn sem ég kom á Höfn til
að dveljast hjá þér og ömmu sum-
arlangt. Aldrei mun ég gleyma því
þegar ég kom þarna undir kvöldið á
Höfn og leiðin lá beina leið á fót-
boltavöllinn þar sem þú varst ennþá
að spila með Sindra.
Ekki er ég viss um í hvaða flokk
eða hvaða deild þetta var því ég var
mjög ungur að aldri þá. Hitt er
annað mál að þú varst kominn eitt-
hvað yfir fimmtugt þá og langelstur
þeirra sem um gamla völlinn í mýr-
inni hlupu. Ég var svo stoltur af því
að þessi maður væri afi minn.
Keppnisskapið og leikgleðin voru
þér í blóð borin og það sá ég þarna.
Þegar boltinn skoppaði yfir skurð-
inn í mýrinni þá voru það ekki ungu
strákarnir sem höfðu sig eftir hon-
um heldur var það sá gamli sem
skutlaði sér yfir og hafði lítið fyrir
því.
Eins var þessu farið í litla loka-
mótinu okkar hér um daginn. Þú
vannst mig 2:1 og það þó ég telji
mig nú nokkuð lunkinn í þeirri
grein. Það hvarflaði að mér að ég
ætti nú að gefa þér, gamla mann-
inum, forgjöf og spila ekki af 100%
getu en ég sá strax og leikar hófust
að ég kæmi til með að eiga í fullu
fangi með að halda í við þig. Enda
niðurstaðan sú að þú sigraðir án
þess að ég gæfi eftir svo mikið sem
einn þumlung.
Ég vildi óska þess nú að við gæt-
um endurtekið leikinn en það verð-
ur víst ekki gert en sú staðreynd,
að við skyldum hafa átt þennan
stutta tíma – tveir saman – að gera
það sem okkur þykir báðum svo
gaman er mér mjög dýrmætt.
Elsku afi minn, nú langar mig að
ljúka þessu með því að þakka þér
fyrir að hafa tekið á móti mér sum-
ar eftir sumar og lofað mér að
dvelja hjá ykkur ömmu á Höfn. Sá
tími mun ætíð eiga sérstakan stað í
hjarta mínu. Um hann þarf ég ekki
að segja frekar hér. Það er tími
sem ég, þú og amma eigum fyrir
okkur og hann var yndislegur.
Eitt af því sem mér þótti ávallt
skrítið sem barn var að þú skyldir
kalla mig „gæskur“. Það var orð
sem ég hafði aldrei heyrt og fannst
fremur skrítið. En það fékk mig
einnig til að líða eins og ég væri
sérstakur, og ég vissi að þar sem
það kom frá þér þá var það eitthvað
gott. Það var gott að vera „gæsk-
urinn“ hans afa.
Ég kveð þig því með þessum orð-
um,
þinn „gæskur“
Þór Jóhannesson.
Elsku afi,
snemma á páskadag fengum við
þær hrikalegu fréttir að þú hefðir
kvatt þá um morguninn. Þetta er
svo óraunverulegt að ég veit að þú
trúir því ekki. Þú sem lést engan
sjá að þér leið illa, varst alltaf sá
hressasti. Þú varst okkur ávallt
mikil fyrirmynd. Lífsþróttur þinn
og gleði smitaði langt út frá sér. Þú
varst æðislegur maður, þú skildir
eftir þig slóð í hjörtum fólks hvert
sem þú fórst.
Nú ert þú búinn að kveðja okkur
á þessari jörð og skilur eftir stórt
tóm í tilvist okkar. Víst vorum við
systkin komin hinum megin á land-
ið en okkur fannst svo yndislegt að
geta leitað til ykkar ömmu á Horna-
firði. Þangað var svo gott að koma.
Oftar en ekki sastu við eldhúsborðið
að leggja kapal þegar við komum
inn eftir ferðina og að njóta útsýn-
isins úr eldhúsglugganum, á meðan
amma gerði tilbúnar sínar frægu
fiskibollur. Okkur fannst við svo
hjartanlega velkomin!
Þið amma eigið svo yndislegt
skjól uppi í Lóni sem þið hafið hald-
ið svo vel utan um. Fallegri garður
en í Fellshamri höldum við að sé
ekki til.
Við skiljum vel hvers vegna þið
amma leituðuð í Fellshamar sem
mest þið máttuð, þar er svo mikil
ró, svo mikil sæla að öll batterí end-
urnýjast eftir nokkurra daga dvöl.
Enda varstu alltaf hlaðinn orku.
Sagan sem fylgir þessum sælureit
er líka efni í bók. Fjölskyldubók.
Sælureitur Árna og Svövu.
Ást þín til ömmu fór ekki framhjá
neinum. Þið áttuð hjónaband sem
alla dreymir um. Fullt af ást,
trausti og trúnaði.Við vonum að við
fáum að njóta sömu blessunar og
þið.
Við munum alltaf muna eftir þér
sem miklum íþróttaunnanda. Við
fyrstu kynni dróstu ávallt út úr
fólki hvaða íþrótt það stundaði eða
hvort. Og þér líkaði alltaf betur við
íþróttamennina. Þú varst skemmti-
legasti maðurinn til að fara með á
fótboltaleiki Sindra þar sem að þú
gargaðir manna hæst og hvattir
áfram. Mikið var það gaman!
Þín verður sko sárt saknað, en
við vitum samt að þú ert kominn á
góðan stað og færð að hitta pabba
okkar sem hefur tekið vel á móti
þér. Þið eigið eftir að hugsa vel
hvor um annan. Þið eruð svo góðir
saman.
Við munum alltaf sakna þín.
Þín barnabörn
Arna Þórdís, Svava Dagný
og Óðinn Birgir.
Elsku afi,
ósköp er skrítið að þú skulir vera
farinn frá okkur. Þú sem varst svo
hress og kátur að vanda þegar við
hittum þig fyrir nokkrum dögum.
Við metum það mikils að hafa hitt
þig og eytt með þér góðum stund-
um, vikuna fyrir páska. Það var svo
skrítið að þegar síminn hringdi kl. 9
á páskadagsmorgun þá héldum við
að þú værir að hringja og athuga
hvernig heimilisfólkið hefði það, því
þú vildir jú fylgjast vel með öllum í
fjölskyldunni. En þá var okkur sagt
að þú hefðir dáið snemma um
morguninn.
Það er engu líkara en að þú hafir
haft á tilfinningunni að það færi að
styttast í þessari jarðvist hjá þér,
búinn að ferðast um hálft landið að
hitta fjölskylduna þína. Og búinn að
fara fyrstu vorferðina í Lónið, sum-
arbústaðinn ykkar ömmu, Fells-
hamar, þar sem ykkur þótti svo
gott að vera, og okkur þótti svo gott
að koma þangað til ykkar.
Við eigum eftir að sakna þín
óskaplega mikið, elsku afi. Þú átt
eftir að fylgja okkur í hjartanu alla
ævi.
Við munum hugsa voða vel um
ömmu Svövu sem er sterkasta og
duglegasta manneskja sem við
þekkjum.
Minnig þín er ljós í lífi okkar.
Hvíl í friði.
Þórey, Árni, Helga og Sævar.
Við andlátsfregn Árna Stefáns-
sonar hvarflar hugur minn heim í
Breiðdal, á æskuslóðir okkar
beggja. Þar var hans æskuheimili,
fyrstu árin í hálfgildings torfbæ. Þó
svo að lágt hafi verið undir loft þar,
olbogarými lítið og gluggaskjáirnir
flutt takmarkaða birtu inn í gam-
aldags vistarverur, var ekki hægt
að merkja að slíkt hefði mótað
strákinn Árna í Felli á neikvæðan
hátt. Snemma hóf hann afskipti af
félagsmálum í byggðarlaginu. Sér-
staklega kemur mér í huga starf
hans í ungmennafélaginu. Þar sem
annars staðar, þar sem hann lagði
hönd á plóg, var stefnt hátt, hvort
heldur sem það var kappleikur,
framkvæmdir eða metnaðarfull
dagskrá á mannamótum. Í gegnum
huga minn renna óteljandi myndir
af þessum frænda mínum í leik og
starfi. Hann var virtur á heimaslóð-
um og glæsilegur fulltrúi út á við.
Ég minnist atviks frá löngu liðn-
um árum, þegar ég, hrifnæmur
unglingur, brá mér eitt sinn með
öðrum sveitungum upp á Hérað til
að njóta skógarsamkomu í góðu
veðri í Hallormsstaðarskógi. Ég
gæti ímyndað mér að við þau yngri
í hópnum hafi ekki alveg verið laus
við að vera heimóttarleg þegar stig-
ið var út úr bílnum í fjölmenninu.
En það var aðra sögu að segja af
þrem systkinum sem birtust þarna
við bílinn. Þau voru aldeilis laus við
feimni og heimóttarskap. Þetta
voru hin glæsilegu systkini frá
Felli; Ragnar, Rósa og Árni. Öll
höfðu þau klætt sig úr jakka eða
blússu í góða veðrinu og hvítar
skyrturnar klæddu þau eins og ein-
kennisbúningur. Heilsað var kump-
ánlega og brandarar látnir fjúka
með föstum skotum inn á milli, þar
sem það átti við. Þarna gat að líta
þann brag á ungu fólki sem aðrir
máttu taka til fyrirmyndar. Hér
voru ungmenni á ferð sem tekið var
eftir. Og það er einmitt þess vegna
sem ég minnist einmitt hér á þetta
löngu liðna atvik. Glæsileiki og
frjálsleg framkoma Árna og systk-
ina hans hafði mótandi áhrif á æsku
byggðarlagsins. Af þessum systk-
inum var Árni mér næstur í aldri og
kynni mín af honum þar af leiðandi
mest. Við vorum skólabræður úr
barnaskóla og Kennaraskólanum.
Samstarfsmenn í ungmennafélaginu
til margra ára og kennslustörf okk-
ar sköruðust bæði heima í Breiðdal
og á Höfn. Ég tel mig því vera þess
umkominn að bera um það vitni að
alls staðar var sami myndarbrag-
urinn á verkum hans, hvort heldur
sem hann var æðsti foringi eða
óbreyttur liðsmaður.
Nú er jarðvistardögum Árna
Stefánssonar lokið. Eftir stendur
minningin um eftirminnilegan
dreng sem skildi eftir sig mörg
heillaspor þar sem hann átti leið
um.
Ég votta Svövu og öðrum að-
standendum dýpstu samúð.
Heimir Þór Gíslason.
Það birti yfir Íslandi á árunum
kringum 1970, bæði til sjávar og
sveita. Mest munaði um sókn í sjáv-
arútvegi með endurnýjun fiskveiði-
flotans og útfærslu landhelginnar.
Bændur lögðust einnig á árar,
stækkuðu bú sín og í Austur-
Skaftafellssýslu breyttu þeir sönd-
um í græna akra. Höfn í Hornafirði
tók stakkaskiptum og byggði á eig-
in forsendum, um margt ólík sjáv-
arplássunum í fjörðum eystra. Í
Hornafirði lögðust margir á árar en
einna drýgstan þátt í að breyta
ásýnd byggðarlagsins til hins betra
átti Árni Stefánsson. Með byggingu
Hótels Hafnar á 7. áratugnum unnu
fjölskyldur Árna Stefánssonar og
Þórhalls Dan Kristjánssonar stór-
virki sem eftir var tekið um land
allt. Utan Reykjavíkur var það að-
eins Akureyri sem á þessum tíma
gat státað af svo glæsilegum gisti-
stað sem rúmaði jafnframt fé-
lagsstarfsemi í vistlegum sölum.
Með þessu átaki varð ferðaþjónusta
þriðja stoðin undir atvinnulífi í
Hornafirði og áhrifanna gætti brátt
langt út fyrir byggðarlagið.
Kennsla og skólastjórn var kjöl-
festan í störfum Árna í aldarfjórð-
ung, 1951–1975, og á þeim vettvangi
sem öðrum reyndist hann farsæll.
Fyrst í stað virtist óráðið hvort fjöl-
skyldan fyndi kröftum sínum stað í
heimabyggð Árna í Breiðdal eða á
slóðum Svövu á Höfn. Áður en ten-
ingunum var kastað 1958 höfðu þau
byggt upp fallegt nýbýli á Fellsási í
Breiðdal og komu þar samhliða bú-
skap upp vísi að heimavistarskóla á
meðan skólinn á Staðarborg var í
byggingu.
Leiðir okkar Árna lágu fyrst
saman sumarið 1966 þegar við
Helgi Hallgrímsson vorum í eins-
konar landkönnunarleiðangri á Suð-
austurlandi og fengum inni í skól-
anum á Höfn. Hótelbygging var þá
á lokastigi og í mörg horn að líta
hjá skólastjóranum. Samt hafði
hann tíma til að fræða okkur um
kauptúnið og umhverfi þess. Síðan
liðu vart þau ár að fundum okkar
Árna bæri ekki saman, fyrst á vett-
vangi austfirskra kennara en eink-
um þó á hótelinu hans þar sem ég
kynntist vertinum í tíðum ferðum
mínum um Suðausturland og lands-
hluta á milli í þrjá áratugi. Sú alúð
sem Árni lagði í starf sitt sem hót-
elstjóri var í senn óvenjuleg og
minnti á það besta sem ég hef
kynnst á þróuðum ferðamannaslóð-
um erlendis. Það var ekki einfalt að
uppfylla í senn kröfurnar um næt-
urró fyrir ferðalanga og samkomu-
hald og tilbreytingu fyrir heima-
menn. Með hógværð, myndugleik
og stöðugri vakt leysti Árni þetta
viðfangsefni með prýði eins og ann-
að sem hann tók sér fyrir hendur.
Stjórnmálaafskipti okkar voru á
ólíkum vettvangi en gagnkvæmur
áhugi á félags- og menningarmálum
brúaði bilið. Ég minnist fjölda
stunda þar sem vertinn tyllti sér
niður hjá gestinum og farið var yfir
sviðið nær og fjær. Um málefni
Hafnar og nágrennis hafði Árni
mörgu að miðla og samspil ferða-
þjónustu og umhverfisverndar var
nærtækt umræðuefni. Árni og
Svava ræktuðu eigin garð og sveit-
arfélagsins sem þau voru samgróin.
Jafnframt gáfu þau börnum sínum
veganesti sem þau hafa kunnað að
nýta. Hornafjörður og samfélagið
sunnan Vatnajökuls mun lengi fá
notið verka frumkvöðulsins ötula
frá Felli.
Hjörleifur Guttormsson.
Árni Stefánsson lagði víða gjörva
hönd á plóg og það gustaði oft
hressilega í kringum kempuna sem
kunni því vel að sjá árangur og
mikil afköst hvar sem hann kom við
sögu. Afrekaskráin er löng sem
ekki verður tíunduð hér en ég vil
kveðja vin minn með nokkrum per-
sónulegum minningarbrotum af
samleið okkar. Árni var metnaðar-
gjarn og einstakur keppnismaður
eins og merkja mátti í flestum hans
athöfnum og verkum. Það er ekki
síst af þeim ástæðum sem ég tel að
hann hafi komið jafn miklu í verk
og raun ber vitni. Það var engin til-
viljun að við áttum mikla samleið í
leik og starfi. Þrátt fyrir að við
værum ólíkir að mörgu leyti og ald-
ursmunur á milli áttum við sameig-
inleg áhugamál og hugsjónir. Strax
sem nemandi í barnaskóla var auð-
velt að hrífast með hressum og
áhugasömum leiðtoga sem var
tilbúinn að hamast í fótbolta með
okkur. Undir handleiðslu Árna hóf
ég kennsluferilinn og tók við skóla-
stjórastarfinu fyrir hans áeggjan.
Frumkvöðlastarf hans í ferðaþjón-
ustunni, ásamt Svövu, Þórhalli Dan
og Ólöfu, er afrek sem eitt og sér er
nægilegt til halda nafni hans á lofti.
Þegar við unglingarnir hófum fót-
boltaiðkun stóð ekki á hvatningu og
stuðningi Árna. Hann bauðst til að
hýsa og fæða þjálfara ef við útveg-
uðum góðan mann sem gekk eftir.
Alla tíð síðan var hann einn öfl-
ugasti stuðningsmaður fótboltans.
Ánægjulegt var að finna að hann
var bæði stoltur og þakklátur þegar
KSÍ heiðraði hann á sjötíu ára af-
mæli hans; heiðursmerki sem hann
átti sannarlega skilið.
Ég minnist frumkvæðis hans í
tengslum við metnaðarfulla menn-
ingarviðburði og Íslandsmeistara-
móts í skák svo fátt eitt sé nefnt. Í
þessu eins og öðru var hann vakinn
og sofinn að leita áhugaverðra tæki-
færi til að auðga samfélagið og var
alltaf tilbúinn að ráðast í ný og
krefjandi verkefni. Oftast áttum við
samleið í stjórnmálum og hann sá
til þess að ég gaf mig fyrr að sveit-
arstjórnarmálum en ég ætlaði. Við
vorum saman í forystu sjálfstæð-
isfélagsins og sátum eitt kjörtímabil
saman í gömlu hreppsnefndinni;
skemmtilegur tími og ómetanlegur
skóli fyrir ungan byrjanda.
Hann hafði forystu um gerð höf-
uðprýði kirkjugarðsins, kaup á veg-
legu hljóðfæri í kirkjuna og lokafrá-
gang á félagsaðstöðu aldraðra.
Hornfirðingar standa í mikilli þakk-
arskuld við manninn.