Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma. Það var óraunverulegt að vakna upp við símtal á laugardagsmorgni frá mömmu, þar sem hún tjáði mér að þú værir farin. Ég var á leiðinni til þín, en var víst aðeins of seinn. Ég kom mér á fætur með erf- iðismunum og lagði af stað norður. Ég var ekki kominn langt þegar minningarnar um stundir okkar saman rifjuðust upp fyrir mér og tárin streymdu fram. Þær eru margar ómetanlegar. Það var alltaf svo gott að koma til þín, þú varst alltaf svo jákvæð og góð. Ég var mikill þrjóskuhaus á yngri árum og stundum fékkst þú að finna fyrir því en þú áttir svar við öllu. Þegar ég vildi ekki drekka mjólk með neinu móti settir þú dreitil af kaffi út í og við drukkum kaffi saman. Þegar ég vildi ekkert annað en Grímseyjaregg, og hænu- egg voru það eina sem til var, strik- aðir þú á eggin með tússpenna til að láta þau líkjast Grímseyjareggj- um. Ég gleymi því aldrei. Eftir langvarandi en árangurslausar sáttaumleitanir með blessuð hænu- eggin, lokaðir þú að þér inni í búri og komst skömmu síðar sigri hrós- andi með nokkur grunsamlega lítil og hvít „Grímseyjaregg“ með svörtum strikum þvers og kruss. Ég man að ég rannsakaði þau vantrúaður, en hvernig gat ég mót- mælt? Ég minnist ferða okkar í kart- öflugarðinn, þegar við settum niður að vori og breiddum plastið yfir og festum með steinum á jaðrinum, og á haustin uppskárum við. Í Háaskála kenndirðu mér mannganginn í skák og að spila blindtrú. Við tefldum og spiluðum og þú sagðir mér sögur úr æsku þinni, eða við bara þögðum saman, Petrea Aðalheiður Rögnvaldsdóttir ✝ Petrea Að-alheiður Rögn- valdsdóttir fæddist í Tungu í Fljótum 16. nóvember 1908. Hún lést á hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði 15. mars síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 22. mars. drukkum kaffi og rýndum í næsta leik. Ég gleymi aldrei kleinubakstrinum þínum og hákarls- stöppunni. Happa- þrennuáráttan var skemmtileg, sérstak- lega þegar þú tókst þig til og saumaðir fleiri tugi happa- þrenna í kjól, happa- þrennukjólinn. Háa- loftið þitt var ævintýraland fyrir unga fólkið, því gleymir enginn sem þangað kom. Ég veit að ég mun aldrei kynnast betri og heilsteyptari manneskju en þér. Þú gerðir ekki upp á milli manna, allir voru jafnir í þínum augum og við alla varstu góð. Það verður skrítið og tómlegt að fagna næsta afmæli án þín. Þetta var dagurinn okkar og verður allt- af. Þú otaðir alltaf rauðum seðli að mér með bros á vör og sagðir: „Hér er svo smávegis handa þér. Þú get- ur kíkt í bíó!“ Þetta voru og verða alltaf bestu afmælisgjafirnar. Það voru forréttindi að kynnast þér og eiga þig að. Þú kenndir mér svo margt um lífið sem ég ber með mér alla ævi. Þó að þú sért farin verður þú alltaf með mér, elsku amma mín. Kristján Ragnar. Elsku fallega amma mín. Loks er lífsklukkan þín hætt að tifa, lengi máttirðu bíða. Liðið er lífsins and- artak sem ég hef lengi kviðið, sökn- uður sækir að. En þar sem ég græt gleðst ég einnig þar sem ég veit að þín var lengi beðið og þrá þín til hvíldarinnar mikil. Ég sótti ávallt mikið í þig, naut samvistanna við þig og dáðist að þér. Þú varst og ert hetja í mínum augum enda var þín lífsins leið oft erfið og sorgum vafin. Ég man eftir mér lítilli ömmustelpu á leið til þín í rútu fyrir múlann til að vera hjá þér á páskum. Alltaf kallaði ég upp stigann á þig og þú svaraðir um hæl: „nafna mín, ertu þá komin til mín“. Það var alltaf svo gaman, mikið að gera og eru þær ófáar tískusýningarnar sem ég hélt fyrir þig og fleiri í fötum og skóm ofan af háalofti. Ég var vanalega hvergi ánægðari en í návist þinni. Gestrisni þín var alkunnug enda mátti enginn frá þér fara án þess að raða í sig góðgæti sem þú gættir vel að. Einnig eldaðirðu vel og mik- ið í hvert mál ef einhver skyldi rek- ast inn og vera svangur. Það varð alltaf að vera nóg til. Oft skreið ég til þín í kúru á kvöldin enda ég myrkfælin með eindæmum. Þá sagðirðu mér ótrú- legustu sögur og ævintýri af sjálfri þér er þú bjóst á Kvíabekk ásamt stórfjölskyldunni. Sögur sem sitja í mér enn í dag. Þú kenndir mér hvað það væri að vera fátækur og kvíða komandi stund. Hversu þakklát ég ætti að vera fyrir að fá að fara í skóla. Þú mundir meira að segja fyrstu blaðsíðurnar í gömlu skólabókunum þínum enda varstu námshestur mikill og sjálfri þér til mikils sóma. Þú kenndir mér að njóta friðarins, halda honum og njóta lífsins neista og ljóss. Ég þakka þér það. Árin liðu, ég eltist og fór að koma oftar er tími gafst enda ferðir þínar suður búnar og þú ætíð heima í Háaskála. Síðan flutti Raggi frændi til þín og þið gátuð veitt hvort öðru félagsskap. Veturinn minn frægi hjá ykkur er minn dýrmætasti, enda naut ég lið- sinnis ykkar dag hvern, mér og ykkur til skemmtunar. Þið voruð með hlaðborð handa mér á hverjum degi er kennslu lauk, sátum við þá 3 og nutum okkar í soðnu brauði, reyktum rauðmaga og oftar en ekki lumaðirðu á hákarlastöppu. Hvílík- ar veislur! Svo vorum við oft með partí um helgar þegar Raggi fór og keypti handa okkur pitsu með öllu og kók, þér fannst þetta svo gott. Þú kenndir mér að elda bestu baunir sem sögur fara af og hvað væru bestu saltkjötsbitarnir. Eftir að þú fórst inn á Horn- brekku fann ég hvernig máttur þinn fór dvínandi Þú varst aldrei almennilega sátt, ég skildi það vel. Síðan voru strákarnir þínir komnir til þín og dagarnir urðu styttri. Síð- an kvaddi Raggi og ég kom til þín, sat við rúmið þitt hélt í hönd þína. Tyllti höfðinu mínu hjá þínu á koddann og strauk vangann þinn blítt. Hvíslaði í eyra þitt hversu mikið ég elskaði þig, kyssti þig á ennið. Andartakið kom þar sem hvíslað var að mér að þetta væri okkar síðasta stund. Það reyndist síðan rétt. Englum Guðs hefur bor- ist mikill auður. Strákarnir mínir senda gömlu ömmu knús og kossa, nafna þín kveður, en aðeins að sinni. Valgerður, Vilhjálmur, Ólafur Bjarni og Margrét Birna. Enn ein stórbrotin kona í ís- lensku þjóðlífi er fallin frá tæplega 100 ára gömul. Kona sem ég þekkti ekki svo mikið en var búin að heyra af lungann af minni ævi, mágkona föður míns sem með sinni hörku og dugnaði kom upp sínum barnahóp eftir lát eiginmanns síns sem fórst af slysförum á sjó langt fyrir aldur fram. Fyrir um 30 árum vorum við hjón á ferð um Ólafsfjörð og sögð- um hvort við annað nú látum við verða af því að heimsækja Petreu og þvílíkar móttökur og elskuleg- heit. En eins og gengur er maður ekki alltaf á ferðinni, reyndar alltof sjaldan eins og maður hefur rekið sig alltof oft á, einhvern veginn hugsar maður alltaf, nógur er tím- inn. En svo fyrir nokkrum árum er- um við hjón ein á ferð, og aftur um Ólafsfjörð, ákveðið er að líta nú í heimsókn til Petreu í höllina henn- ar. Jú, jú, ekki stóð á móttökunum, kleinur og fleira góðgæti drifið á borð, við höfðum meðferðis nokkr- ar myndir af afkomendum okkar til að sýna henni, og aldrei höfum við orðið eins hissa og bókstaflega kjaftstopp. Hún horfði smástund á mynd af hverjum og einum og lýsti skapgerð og einkennum hvers og eins fyrir sig, og spurði svo hvort það væri ekki rétt með farið. Og jú, mikið rétt, sú gamla var með svo hárnákvæma lýsingu á hverjum og einum að undrum sætti. Þessari konu hefði ég gjarnan viljað kynn- ast betur, trúi að hún hefði haft frá mörgu og miklu að segja. Ég kveð þig, sómakona, með virðingu og þökk fyrir góð kynni. Hvíldu í friði, kæra Petrea. Sæunn Jónsdóttir. Elsku amma, það var skrýtið að heyra að þú værir farin, þú sem alltaf varst svo hress, gerðir grín og sagðir sögur. Ég fór að hugsa til stundanna okkar saman, þær voru æði margar því alltaf var hægt að hlaupa úr Vesturgötunni upp í Háaskála til ömmu. Hver er þar, heyrðist ofan við stigann og amma leit niður. Æ, ert þetta þú Krilla mín, komdu nú upp og fáðu mjólk og kleinu. Stundum fékk ég líka heitt rúgbrauð sem þú bakaðir eftir kúnstarinnar reglum og þegar ég varð eldri fékk ég stundum há- karlsstöppu ofan á sem þú bjóst líka til og ég hef hvergi fengið ann- ars staðar, alveg æði. Oft fengum við frændsystkinin að gista hjá þér, þá sagðir þú okkur söguna af Bú- kollu með tilþrifum og hún var aldrei eins í hvert skipti, þú lékst þetta allt og við hlógum og skríkt- um. Þegar ég var lítil hélt ég stund- um að þú svæfir aldrei, því þú komst svo miklu í verk, þú vakn- aðir alltaf eldsnemma og horfðir út um eldhúsgluggann og fylgdist með bátaferðum og varst stundum búin að baka kanilsnúða eða snælur eins og þú kallaðir þá áður en þú fórst í vinnu á frystihúsinu. Þar vannst þú til 75 ára aldurs, oft komum við og heimsóttum þig í vinnuna og færðum við þér þá bolsíur til að gefa konunum. Það stytti vinnudaginn að fá eitthvað gott í munn eins og þú sagðir stundum. Sumarið 1973 var ég hjá þér og leiddist svo ég sótti um vinnu á frystihúsinu og vann þar hálfan daginn og þú kenndir mér handtökin 12 ára gamalli og varst bara montin með þetta. Ég var nokkur sumur og alltaf með þér á borði og þar þýddi ekki að slæpast neitt. Þú hafðir mjög gaman af happdrætti og það voru ófáar happaþrennurnar sem ég færði þér þegar ég kom frá Akureyri og allt- af varstu spennt eins og lítil stelpa meðan þú skófst af þeim og við Raggi hlógum að þér en þetta var í lagi því þetta fór allt til góðs mál- efnis. Svona hugsaðir þú alltaf og máttir aldrei neitt aumt sjá. Það var ósjaldan að ég kom út eftir og það var eitthvert fólk hjá þér í mat og gistingu sem ég hafði aldrei séð, svona varstu ótrúleg. Þegar ég var ytra hjá þér ræddirðu mikið við mig um lífið, stjórnmál og málefni Ólafsfjarðar sem þú unnir mikið. Þú hafðir vit á þessu öllu og ég lærði margt af þessu spjalli og þó ég væri ekki alltaf sammála þér reyndi ég ekki að breyta þínum skoðunum því að þú barst nafn með rentu, þú varst kletturinn sem margt mæddi á, en stóð þó alltaf fastur fyrir og lét ekkert hagga sér, heiðarleg, kær, dugleg og kappsöm og þoldir illa að tapa. Það var gaman að sjá hvernig þú gast látið smáa sem stóra snúst í kring- um þig ef á þurfti að halda og lést okkur halda að okkur hefði dottið þetta sjálfum í hug. Þú varst leik- stjórinn í þínu langa lífi og nú fannst þér nóg komið og kvaddir okkur á 100. aldursári. Við höfum átt langa samferð og ég og fjöl- skylda mín þökkum fyrir það. Vertu blessuð, þín Krilla. Kristjana Valgeirsdóttir og fjölskylda. Elsku fallega amma mín. Loks er lífsklukkan þín hætt að tifa, lengi máttirðu bíða. Liðið er lífsins and- artak sem ég hef lengi kviðið, sökn- uður sækir að. En þar sem ég græt gleðst ég einnig þar sem ég veit að þín var lengi beðið og þrá þín til hvíldarinnar var mikil. Ég sótti ávallt mikið í þig, naut samvistanna við þig og dáðist að þér. Þú varst og ert hetja í mínum augum enda var þín lífsins leið oft erfið og sorg- um vafin. Ég man eftir mér lítilli ömmustelpu á leið til þín í rútu fyr- ir múlann til að vera hjá þér á páskum. Alltaf kallaði ég upp stig- ann á þig og þú svaraðir um hæl: „Nafna mín ertu þá komin til mín.“ Það var alltaf svo gaman, mikið að gera og eru þær ófáar tískusýning- arnar sem ég hélt fyrir þig og fleiri í fötum og skóm ofan af háalofti. Ég var vanalega hvergi ánægðari en í návist þinni. Gestrisni þín var alkunn enda mátti enginn frá þér fara án þess að raða í sig góðgæti sem þú gættir vel að. Einnig eld- aðirðu vel og mikið í hvert mál ef einhver skyldi rekast inn og vera svangur. Það varð alltaf að vera nóg til. Oft skreið ég til þín í kúru á kvöldin enda myrkfælin með ein- dæmum. Þá sagðirðu mér ótrúleg- ustu sögur og ævintýri af sjálfri þér er þú bjóst á Kvíabekk ásamt stórfjölskyldunni. Sögur sem sitja í mér enn í dag. Þú kenndir mér hvað það væri að vera fátækur og kvíða komandi stund. Hversu þakklát ég ætti að vera fyrir að fá að fara í skóla. Þú mundir meira að segja fyrstu blaðsíðurnar í gömlu skólabókunum þínum enda varstu námshestur mikill og sjálfri þér til mikils sóma. Þú kenndir mér að njóta friðarins, halda honum og njóta lífsins neista og ljóss. Ég þakka þér það. Árin liðu, ég eltist og fór að koma oftar er tími gafst enda ferðir þínar suður búnar og þú ætíð heima í Háaskála. Síðan flutti Raggi frændi til þín og þið gátuð veitt hvort öðru félagsskap Vetur- inn minn frægi hjá ykkur er minn dýrmætasti enda naut ég liðsinnis ykkar dag hvern, mér og ykkur til skemmtunar. Þið voruð með hlað- borð handa mér á hverjum degi er kennslu lauk, sátum við þá 3 og nutum okkar yfir soðnu brauði, reyktum rauðmaga og oftar en ekki lumaðirðu á hákarlastöppu. Þvílík- ar veislur! Svo vorum við oft með partí um helgar þegar Raggi fór og keypti handa okkur pitsu með öllu og kók, þér fannst þetta svo gott. Þú kenndir mér að elda bestu baunir sem sögur fara af og hverjir væru bestu saltkjötsbitarnir. Eftir að þú fórst inn á Hornbrekku fann ég hvernig máttur þinn fór dvín- andi. Þú varst aldrei almennilega sátt og ég skildi það vel. Síðan voru strákarnir þínir komnir til þín og dagarnir urðu styttri. Síðan kvaddi Raggi og ég kom til þín, sat við rúmið þitt og hélt í höndina þína. Tyllti höfðinu mínu hjá þínu á koddann og strauk vangann þinn blítt. Hvíslaði í eyra þitt hversu mikið ég elskaði þig, kyssti þig á ennið. Andartakið kom þar sem hvíslað var að mér að þetta væri okkar síðasta stund. Það reyndist síðan rétt. Englum Guðs hefur bor- ist mikill auður. Strákarnir mínir senda gömlu ömmu knús og kossa, nafna þín kveður, en aðeins að sinni Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir. Afi er látinn. Hann sem var svo hraustur og hress, mér finnst eins og hon- um hafi verið stolið frá okkur. Mig hefði langað að dóttir mín hefði fengið að kynnast honum eins og ég gerði, en nú er það mitt að segja henni sögur af þeim ótelj- andi ævintýrum sem ég lenti í með afa og ömmu, þannig að hún geti gert sér í hugarlund hvernig þau voru. Afi og amma ferðuðust mikið og var ég það heppinn að fá að fara margar ferðir með þeim bæði inn- anlands sem utan. Ég á aldrei eftir að gleyma ferðinni sem við fórum til Þýskalands, en Þýskaland hefur greinilega verið land sem afi var mjög hrifinn af. Ég man þegar verið var að skipuleggja þessa ferð, þá vildi afi endilega hressa upp á þýskuna sína og fór þar með Bragi Guðmundsson ✝ Bragi Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 6. des- ember 1932. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut miðvikudag- inn 20. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 29. febrúar. í kvöldskóla, þar upp- götvaði hann að hann var ekki búinn að tapa neinu úr þýsk- unni og hætti fljót- lega eftir það. Mér fannst það nokkuð flott hjá honum að kunna enn þá þýskuna sem hann lærði í Menntaskól- anum í Reykjavík eftir öll þessi ár, ég var svolítið montinn af því. Önnur ferð sem ég man eftir var mín fyrsta ferð hringinn í kringum landið, allt landið. Ég trúði því ekki alveg, er það hægt? Eftir þá ferð skildi ég hversu lítið landið væri. En þá kom upp önnur spurning af hverju eru svona margar kirkjur á svona litlu landi, því hann fór í allar þær kirkjur sem voru á leið okkar. Ég spurði hann einhvern tímann af hverju við værum að skoða allar þessar kirkjur, þá sagði hann að margar hverjar væru mjög merki- legar og svo flottar líka. Ég var ekki alveg sammála því þá en núna er ég að verða eins og hann, þær eru dálítið flottar. Ég skil þetta loksins. Afi var með ólæknandi útilegu bakteríu og amma líka. Afi keypti sér „Van“ árið 1988, það var allt til alls í Van-inum og fannst honum bíllinn vera æðislegur svona eins og sumarbústaður á hjólum, enda var allt farið á honum, þar með umrædd Evrópuferð. Ég er voða- lega feginn að hafa smitast af úti- legubakteríunni líka því nú get ég farið allt það sem afi fór með mig og sagt dóttur minni það sem hann sagði mér og kenndi um hvern þann stað sem við heimsótt- um. Afa var menntun mikilvæg og vildi hann að ég stæði mig í nám- inu, hann eyddi öllum kvöldum með mér yfir náminu og þá helst stærðfræði og íslensku, ég vildi óska þess að það hefði borið ár- angur en ég var of upptekinn með vinum og í félagslífi þannig að ég mátti ekki vera að þessu og sýndi náminu lítinn sem engan áhuga. Svona þegar maður hugsar til baka sér maður hvað hann var mér þolinmóður og vildi mér vel, gerði allt sem í hans valdi stóð og fyrir það er ég honum þakklátur. Ég er líka þakklátur fyrir að fá að alast upp hjá afa og ömmu því betra fólk finnst ekki, þótt víða væri leitað, og vil ég meina að ég hafi fengið allt það góða sem er í mér frá einmitt þeim. Afi var mjög örlátur maður og sanngjarn og vildi öllum vel og þannig ætla ég að geyma hann í minningunni, þín verður sárt saknað, elsku afi minn, og ég ætla að kveðja þig með því að segja: Góða nótt, takk, takk sömuleiðis. Bragi Þór og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.