Morgunblaðið - 12.04.2008, Page 30

Morgunblaðið - 12.04.2008, Page 30
30 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ LOKNUM ágætum fyrirlestri Al Gores í Háskólabíói á dögunum bar dr. Sig- urður Reynir Gísla- son, sérfræðingur í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun HÍ, fram spurningu eitthvað á þá leið hvort vísindamenn ættu ekki að vera duglegri við að gera sig gildandi í um- ræðunni um lofts- lagsmál. Al Gore svaraði því þannig að vísindamenn um all- an heim forðuðust frekar en hitt deilur og rökræður af póli- tískum toga sem vörðuðu aukin gróð- urhúsaáhrif af mannavöldum og áhrif þeirra á sam- félag. Hann hvatti fræðimenn eindregið til þátttöku í um- ræðunni og gat þess að þeir hefðu einmitt hlutverki að gegna við að upplýsa um hinn óþægilega sannleika. Spurning Sigurðar Reynis var þörf þarna þar sem um 1.000 manns fylgdust með andaktugir. Íslenskt vísindafólk sem hefur haldbæra þekkingu á hinum ýmsu hliðum loftslagsmálanna mætti einmitt vera duglegra við að halda sjónarmiðum á lofti. Stundum heyrist því fleygt að vísindin séu sér á báti, eigi sér sína hillu og þeim eigi ekki að blanda saman við hið daglega póli- tíska dægurþras. Sér- staklega hefur raun- vísindafólk verið hrætt við að taka þátt í umræðum, þó að flestir séu vitanlega boðnir og búnir að út- skýra á sinn hátt fræðasvið sitt í fjöl- miðlum. Loftslagsmálin eru hápólitísk í eðli sínu og fyrirlestur Al Go- res í Háskólabíói var ekki vísindalegur nema að litlum hluta. Hann hafði fyrst og fremst boðskap að færa til stjórnmála- manna og hvatningu til fólks í lýðræð- isríkjum að láta til sín taka. Sem sé að vekja almenning á Vest- urlöndum upp frá værum blundi. Úrtölufólk sem and- æfir hnattrænni hlýn- un er duglegt við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og er það vel. Ágætt er líka að efast og spyrja gagnrýninna spurninga. Sumt sem haldið er fram er reyndar helbert bull og auðvelt að koma með mót- rök. Einstaka menn eru greinilega í einhverri pólitískri krossferð gegn ákveðnum sjónarmiðum og þá er flest það gripið á lofti sem hald er í. Heilu vefsetrunum er haldið úti til að finna veilur, benda á þverstæður og rengja á grund- velli þeirrar óvissu sem ætíð fylgir spám um framtíðina. Meðal þeirra atriða sem æski- legt væri að fjalla frekar um eru grundvallaratriði s.s. eins og þau að aukinn koltvísýringur í loft- hjúpi veldur auknum gróðurhús- áhrifum og þar með hækkandi hitastigi á jörðu. Eins hvernig breytileiki veðurfars eins og við þekkjum hann getur dulið mönn- um sýn og falið langtímabreyt- ingar. Líka það að þó að sé kald- ara í dag en í gær eða á síðasta ári þýði það ekki að ferli til langs tíma sé lokið eða hafi snúist við. Þá þarf að ræða áhrif loftslags- breytinga hér á landi og setja þær í sögulegt samhengi þar sem í leiðinni eru leiðréttar ýmsar hendingar á lofti um hitafar þar sem hlýindi á landnámsöld koma við sögu sem og tímaskeið það sem kennt er við litlu ísöld. Ekki má gleyma hafinu allt í kringum landið, en ástand þess veldur sennilega mestu þegar upp er staðið hvernig veðurfar hér þróast í framtíðinni. Umræðan um loftslagsmál þarf að vera vitræn. Vörn og andsvör eftir á geta virkað ótrúverðug. Raunvísindafólk getur hæglega verið leiðandi jafnframt sem það á að vera upplýsandi. Það er vit- anlega þess skylda og menn mega ekki hræðast hinn pólitíska flöt loftslagsmálanna. Þá fyrst verður gagn að vísindunum þegar þeim er beitt óhikað, af sanngirni og víðsýni þess sem þekkinguna hef- ur. Al Gore og hvað svo? Einar Sveinbjörnsson skrifar í tilefni af heimsókn Al Gores Einar Sveinbjörnsson » Ágætt er líka að efast og spyrja gagnrýn- inna spurninga. Sumt sem hald- ið er fram er reyndar helbert bull og auðvelt að koma með mótrök. Höfundur er veðurfæðingur, Veðurblog: esv.blog.is Í DAG keppa átta viðskiptateymi til úrslita í Frumkvöðlakeppni Inn- ovit fyrir íslenska háskólanema. Frumkvöðlakeppni Innovit er sam- keppni um gerð við- skiptaáætlana sem haldin er að fyr- irmynd MIT- háskólans. Fyrir tæp- um þremur mánuðum voru sendar inn yfir 100 viðskipta- hugmyndir. Nú eru átta þeirra eftir í keppninni og munu frumkvöðlarnir að baki einni þeirra standa uppi sem sig- urvegarar og hljóta að launum Gulleggið 2008 auk veglegra peningaverðlauna. Bættur árangur sprotafyrirtækja Spennandi verður að sjá hvaða við- skiptahugmyndir munu hljóta náð fyrir augum dómnefndar, en það verður líklega enn skemmtilegra að fylgjast með áfram- haldandi framvindu þeirra næstu misseri og ár. Það er stað- reynd að einungis lítið brot þeirra fyrirtækja sem stofnuð eru lifa af fyrstu árin. Því munu væntanlega fá þeirra fyrirtækja, sem stofnuð verða í kjölfar keppninnar, nokkurn tíma ná flugi. Það er óumflýjanleg staðreynd viðskiptaheimsins. Munu einhverjar þessara viðskipta- hugmynda leiða af sér rísandi stjörnur eða verða þær allar gleymdar eftir nokkur ár? Það eitt mun tíminn leiða í ljós en með raun- verulega virku stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja, marktækri þjálf- un frumkvöðla og keppni sem þess- ari verður vonandi hægt að bæta árangur íslenskra sprotafyrirtækja. Hann hefur því miður ekki verið upp á marga fiska und- anfarna áratugi, með örfáum undantekn- ingum. Þjálfun framtíð- arstjórnenda Þrátt fyrir að vera skemmtileg og hvetj- andi keppni er meg- inmarkmiðið með slíkri keppni ofureinfalt: Að þjálfa upp frumkvöðla og framtíðarstjórn- endur íslenskra fyr- irtækja úr röðum há- skólamenntaðs fólks. Því var þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og leiðsögn samhliða keppninni. Mælingar á sambæri- legum keppnum er- lendis s.s. í MIT hafa sýnt að ekki er mark- tækur munur á milli árangurs stjórnenda þeirra fyrirtækja sem komast í úrslit, þ.e. sætið sem keppendur enda í skiptir ekki höf- uðmáli. Hins vegar er vel marktækur munur á milli fyr- irtækja sem fara í gegnum slíka keppni samanborið við önnur fyr- irtæki. Gæðastimpill á viðskiptahugmyndir Keppnin sameinar því tvo mik- ilvæga þætti til að efla nýsköpun. Í fyrsta lagi er frumkvöðlum veitt þjálfun, aðhald og stuðningur. Auk þess er með keppninni búin til ákveðin umgjörð sem með árunum mun vonandi verða gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og þannig vett- vangur fyrir viðskiptaengla og fjár- festa til þess að meta hugmyndir og sía þær vænlegustu út snemma í vaxtarferli fyrirtækjanna. Á Íslandi er til nægt fjármagn en hins vegar hefur verið mikill skortur á þol- inmóðu áhættufjármagni til sprota- fyrirtækja. Það má telja líklegt að hluti af ástæðunni sé að hér hafi annars vegar skort nægjanlega þekkingu og þjálfun frumkvöðla til að standast kröfur fjárfesta um hraðan vöxt en hins vegar hefur vantað skilvirkan vettvang til að tengja saman fjárfesta og sprota- fyrirtæki á byrjunarstigum. Framlag atvinnulífsins Innovit var stofnað árið 2007 af stúdentum og er einkarekið frum- kvöðlasetur sem er rekið í almanna- þágu. Það er trú okkar sem stofn- uðum Innovit að einkaframtakinu og atvinnulífinu sjálfu sé best treystandi til að byggja upp stuðn- ingsumhverfi sprotafyrirtækja. Því er Frumkvöðlakeppnin framlag okkar og þeirra öflugu bakhjarla úr íslensku atvinnulífi sem hafa lagt okkur lið. Keppnin, sem opin var öllum íslenskum háskólanemum auk þeirra sem útskrifast hafa und- anfarin fimm ár, hefur gengið von- um framar nú í fyrsta sinn hún er haldin en við erum þó staðráðin í að gera enn betur og bæta keppnina ár frá ári. Það er von okkar sem stönd- um að keppninni að hún muni með tímanum marka sér sess í íslensku viðskiptalífi og sá fræjum nýrra vaxtarsprota í jarðveg atvinnulífs- ins. Rísandi stjörnur í íslensku viðskiptalífi? Andri Heiðar Kristinsson segir frá Frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema Andri Heiðar Kristinsson » Í dag ráðast úrslit í Frumkvöðla- keppni íslenskra háskólanema sem Innovit, ný- sköpunar- og frumkvöðlaset- ur, stendur fyrir í fyrsta sinn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Innovit. ÚRSLITAVIÐUREIGN Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans í Reykjavík í spurningakeppninni Gettu betur 14. febrúar sl. var báðum liðum til mikils sóma. Úrslitin voru sanngjörn. Bæði lið sýndu mikla þekkingu, en framkoma þeirra var ekki síður til fyr- irmyndar. Það gladdi mig, MA-inginn, þegar norðanmaðurinn Kon- ráð Guðjónsson við- urkenndi umsvifalaust að leikslokum, að sig- ur MA, ef orðið hefði, hefði fengizt á óheið- arlegan hátt. Mér hefur orðið hugsað til Þórarins Björnssonar skóla- meistara Mennta- skólans á Akureyri frá 1948 til 1967. Þór- arinn, víðkunnur að gáfum og orðsnilld, var óþreytandi við að rækta með nemendum ábyrgðarkennd og sið- vitund. „Látið ekki lærdóminn gera ykkur ómannleg. Þá er hann aðeins menntunarlaus þekking. Þekkingin verður þá fyrst menntun, er hún hefur ver- ið krufin til mergjar af frjálsri og sjálfstæðri hugsun,“ sagði hann í sinni fyrstu skólaslitaræðu vorið 1948. Þórarni varð tíðrætt um sæmdina, að drýgja dáð, að vera maður. Skólasetningarræðunni haustið 1948 lauk hann þannig: „Munið sæmd skólans. Þess mun ykkur aldrei iðra.“ Hinn 23. apríl 1972 á sjötugs- afmæli sínu var Halldór Kiljan Laxness gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Við Þor- steinn Pálsson áttum smáhlut í þeirri ákvörðun sem fulltrúar stúdenta í háskólaráði. Seinna átti ég eftir að verða læknir skáldsins, fyrst á heimili hans og síðar á Reykja- lundi. Það gladdi mig einlæglega, að annar Siglfirðingur var um sama leyti hans styrkasta stoð og stytta. Ólafur Ragnarsson flaggaði ekki lærdómstitlum, en hann var mann- kostamaður, sem lét sér annt um sæmd Halldórs og fjöl- skyldu. Ólafur varð kornungur einn af okkar fyrstu sjón- varpsmönnum, snjall og fágaður. Og þannig var hann enn, er hann kvaddi okkur nýlega langt um aldur fram eftir harða sjúkdóms- raun. Í þakkarávarpi til Háskóla Íslands við heiðursveitinguna í Háskólabíói árið 1972 mælti Halldór Laxness með- al annars þessi fleygu orð, ef ég man rétt: „Minnstu mín, ef þér liggur lítið við.“ Hvers vegna þekkti Háskóli Íslands ekki sinn vitjunartíma? Hefur hann sent frú Auði Laxness og fjölskyldu afsökunarbréf? Er Háskóli Ís- lands kannski „lethally bad“ eftir allt saman? „Munið sæmd skólans“ Jóhann Tómasson skrifar um sæmd Jóhann Tómasson »Hvers vegna þekkti Háskóli Íslands ekki sinn vitjunartíma? Hefur hann sent frú Auði Lax- ness og fjöl- skyldu afsök- unarbréf? Höfundur er læknir. MIKIÐ er spjallað um hækkanir á hinum ýmsu vörutegundum og hafa allar stærstu kanónur í verzlun á Ís- landi talað, litlar sem enga hækk- anir strax en 20%-30% mjög fljót- lega, og jafnvel en hærra. Ég er mikill aðdáandi RIBER- HUS-osts frá Danmörku, og þá teg- undina Extralagret, Dansk 26% fedt, skífur og sett í plastöskjur. Ég hef hvergi getað keypt hann hér á landi, nema í Hagkaupum og þá stopult, líklega vegna innflutnings- hafta. Fyrir lækkun á vsk. kostaði askj- an tæpar 500 kr (að mig minnir), en eftir lækkun vsk. varð verðið 468 kr. askjan, mér til mikillar ánægju. Hinn 9.2. 1008 keypti ég pakka á því verði, skv. strimli. Sama verð er ég keypti tvær dósir 23.2. 2008, 468 kr. dósin. Svo komu danskir dagar og ákvað ég að „hamstra“ nokkrar dós- ir í viðbót. Fer í Hagkaup Skeif- unni, kaupi hitt og þetta, og að sjálfsögðu ostinn minn, tvö box. Er heim er komið og ég fer yfir strimilinn, hvað kemur þá í ljós? Osturinn minn kostar nú 679 kr. boxið, eða hækkun um 45% frá því 23.2. 2008, en tekið skal fram að allir þessir ostar, keyptir 9.2. 2008, 23.2. 2008 og á dönskum dög- um, 6.3. 2008, eru allir með síðasta söludag 4. apríl 2008. Ég efast ekki um að Baugur Gro- up geti útskýrt þetta á sannfærandi hátt eins og þeirra er von og vísa, en gaman væri að heyra þá útskýr- ingu. Að lokum langar mig til að draga athygli fólks að bráðsnjallri grein í síðasta hefti Þjóðmála, 1. hefti 4. ár- gangs, greinin heitir „Pí lögmálið mitt“ eftir Halldór Jónsson, þar er mjög góð lýsing á hinum svoköll- uðum lágvöruverðsverzlunum, hvernig þær í rauninni starfa. Í þeirri von að verðlag hækki ekki almennt eins og osturinn minn, kveð ég með vissu um að ef hinir vitru stjórnmálamenn okkar fái að starfa í friði, þá endar þetta allt á besta veg. Með verzlunarfrelsis- og réttlæt- iskveðjum. JÓHANNES PROPPÉ eftirlaunaþegi. Hækkun í hafi Frá Jóhannesi Proppé Jóhannes Proppé Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.