Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Petrína Hall-dóra Jónsdóttir fæddist í Bolung- arvík 25. sept- ember 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Skarp- héðinsdóttir, f. 15.4. 1888, d. 12.5. 1968 og Jón Ólafur Jónsson, f. 4.1. 1888, d. 11.9. 1923. Eftir að faðir henn- ar lést fór hún í fóstur til föð- ursystur sinnar, Ríkeyjar Jóns- dóttur, og manns hennar Eggerts Lárussonar, sem bjuggu á Klukkulandi í Dýrafirði. Hjá þeim dvaldi hún í fimm ár, en kom þá aftur til móður sinnar í Bolungarvík. Systkini Petrínu eru: Hrólfur, f. 1910, d. 1999, Bjarni Hjaltalín, f. 1914, d. 1915, Bjarni Jón Hjaltalín, f. 1916, d. 1944, Þorkell Erlendur, f. 1917, d. 1976, Helga, f. 1921, d. 1924 og Guðrún, f. 1923. Hinn 24. desember 1939 giftist f. 1965, Hálfdán, f. 1966, Ingi- björg, f. 1967 og Halldóra, f. 1973. Þau eiga 7 barnabörn. 4) Sigríður Lovísa, f. 11.7. 1944, d. 7.4. 1948. 5) Sigríður Jónína, f. 20.11. 1947, gift Gísla Helgasyni, f. 1938, d. 2003. Börn þeirra eru: Magnús Helgi, f. 21.5. 1973, d. 21.8. 1973, Anna Svandís, f. 1975 og Hálfdán, f. 1979. Þau eiga 2 barnabörn. 6) Jóhanna, f. 15.7. 1951, gift Philippe Ricart, f. 1952. Dóttir þeirra er Martha, f. 1980. Þau eiga 2 barnabörn. Á yngri árum var Petrína í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík, á Ísafirði og í Bolungarvík. Einnig vann hún við síldarsöltun. Eftir að þau Hálfdán stofnuðu heimili, helgaði hún húsmóðurstörfunum krafta sína og sinnti heimili og fjölskyldu af mikilli alúð. Á síðari árum starfaði hún í nokkur ár við rækjuvinnslu. Hún var virk í félagsstörfum, var bæði í Kven- félaginu Brautinni og í kvenna- deild Slysavarnafélags Bolung- arvíkur þar sem hún var heiðursfélagi. Hún bjó lengst af með fjölskyldu sinni að Hólsvegi 13 í Bolungarvík, en flutti í lok árs 2005 í íbúð fyrir aldraða að Aðalstræti 22. Síðustu mánuðina var hún á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur. Útför Petrínu verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Petrína Hálfdáni Einarssyni, f. 25.2. 1917. Foreldrar hans voru Jóhanna Einarsdóttir, f. 9.6. 1888, d. 12.10. 1951 og Einar Hálf- dánsson, f. 16.7. 1889, d. 2.8. 1921. Börn Petrínu og Hálfdáns eru: 1) Ein- ar, f. 3.10. 1939, kvæntur Guðríði G. Benediktsdóttur, f. 1938. Börn þeirra eru: Hálfdán, f. 1962, Benedikt, f. 1963, Halldór Grétar, f. 1966, Anna, f. 1968 og Baldur Smári, f. 1976. Þau eiga 10 barnabörn. 2) Anna Jóna, f. 20.12. 1940, var gift Valdimar Lúðvík Gíslasyni, f. 1939, þau skildu. Börn þeirra eru: Lárus Guðmundur, f. 1959, Gísli Ósvald- ur, f. 1961, Hálfdán Pétur, f. 1963, Ómar, f. 1965, Margrét, f. 1967 og Anna Sigríður, f. 1972. Þau eiga 13 barnabörn. 3) Óskar, f. 2.2. 1942, d. 24.11. 2007, kvæntur Karitas Hafliða, f. 1945. Börn þeirra eru: Benedikt Níels, Peta tengdamóðir mín er látin. Þegar ég kom fyrst í heimsókn til Íslands haustið 1977 fór ég vestur í Bolungarvík að heimsækja tilvon- andi tengdaforeldra mína og var mér þá þegar tekið opnum örmum. Tveim árum síðar fluttum við Jóhanna til Ísafjarðar og urðu heimsóknir þá tíðar. Oft var glatt á hjalla á Hóls- veginum, fjölskyldan mætt í kaffi, nýbakaðar kleinur eða pönnukökur og það ekki bara á sunnudögum, heldur líka í síðdegiskaffi í miðri viku. Peta og Danni voru líka dugleg að heimsækja okkur. Þegar við vor- um í Bolungarvík komu þau oft, jafn- vel gangandi, upp að Hóli í kvöld- heimsókn til okkar, kíktu þá á kartöflugrösin eða endurnar sem voru á vappi og áttu hreiður í grenndinni og oftar en ekki komu þau með fiskmola fyrir Hosu, kisuna okkar. Peta hafði mikinn áhuga á handa- vinnu, hún heklaði marga dúka, stóra og smáa, og milliverk í sæng- urföt. Hún prjónaði líka mikið, alveg fram á síðustu daga og fengum við öll að njóta góðs af því. Það var tvennt annað sem Peta hafði áhuga á, kart- öflurækt og svo berin. Yfir berjatím- ann var hver stund notuð til að fara í berjamó og svo fengum við ber og rjóma þegar við komum í heimsókn. Berin voru líka send til vina og ætt- ingja, fryst og sultuð. Peta bjó lengst á Hólsvegi 13 eða til haustins 2005 þegar Peta og Danni fluttu í íbúðina í Hvíta húsinu. Fór ég þá vestur að hjálpa þeim við flutningana og að aðstoða þau við að koma sér fyrir og reyna að búa til notalegt heimili. Síðast vorum við hjónin með þeim þar ásamt Sirrý og Önnu Jónu um jól og áramót og átt- um saman góðar og hátíðlegar stundir. Á kveðjustund streyma minning- arnar fram í huga mér. Takk fyrir allt, Peta. Þinn tengdasonur, Philippe. Mig langar að minnast þín Peta mín með nokkrum orðum. Ég er bú- in að þekkja þig frá því ég var smá- stelpa og kynntist þér svo enn betur þegar ég tengdist inn í ættina. Ég átti margar góðar stundir með þér og Danna og tengdaforeldrum mín- um og er ég þakklát hve þið reyndust henni Dæju vel eftir að tengdapabbi lést. Þið Danni voruð ætíð mjög sam- hent hjón og mörgum góð fyrir- mynd. Okkur þótti alltaf svo gaman að koma til ykkar Danna á Grund- irnar og gaman var að sitja í eldhús- inu hjá ykkur og fá að njóta þeirra veitinga sem þið buðuð upp á og þá sérstaklega hafrakexins sem enginn bakaði eins vel og þú. Þú sast sjaldan auðum höndum þegar við komum í heimsókn. Þó aldurinn væri farinn að færast yfir þig og þú orðin lasin kom það ekki í veg fyrir að þú værir að hekla og prjóna á langömmubörn- in og allt sem þú tókst þér fyrir hendur var ætíð gert af miklum myndarbrag. Við Dengsi viljum einnig minnast eftirminnilegra ferða okkar með ykkur á Heilsustofnunina í Hvera- gerði. Hvað þið voruð yndisleg í sam- veru og gaman að vera með ykkur. Einnig viljum við þakka þér stund- irnar sem við höfum átt saman núna eftir að þið Danni fluttuð í íbúðir eldri borgara og við beint á móti ykk- ur, hinum megin við götuna. Þótti okkur svo vænt um þau skipti sem þið gátuð komið yfir til okkar í heim- sókn og þá áttum við góðar stundir saman. Þó við vissum að þú værir orðin mjög lasin þá grunaði okkur ekki að við værum að kveðja þig í hinsta sinn áður en við héldum í fyrirhugað ferðalag. Við Dengsi sendum þér Danni minn, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. Ásdís. Elsku amma Peta. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Þegar ég hugsa um þig kemur margt skemmtilegt upp í hugann. Fyrst og fremst þó hvað þú varst alltaf ljúf og hlý og hversu gott var að koma í heimsókn til ykkar afa. Einnig var frábært hvað þið voruð alltaf sam- rýnd og góð hvort við annað. Þið afi voruð alltaf dugleg að ferðast og í nokkrum af ferðum ykkar suður var ég svo heppin að þið gistuð hjá mér. Ég þurfti ekki mikið að hafa fyrir ykkur, því þið hélduð ykkar venjum. Eitt af því sem alltaf var gert var að fara á KFC, þú sagðir að það væri uppá- haldsmaturinn þinn. Einu sinni man ég eftir því að þið afi gistuð á Hótel Esju og þig langaði í uppá- haldsmatinn þinn. Afi gerði sér lítið fyrir, labbaði inn í Skeifu og náði í kjúkling fyrir þig. Okkur frænkun- um þótti mjög gaman að því að amma vildi helst fá skyndibitamat þegar hún kom í bæinn. Þrátt fyrir háan aldur varstu heilsuhraust. Þið afi hugsuðuð vel um heilsuna og fóruð á hverjum degi í göngutúr fram á veg, sama hvernig viðraði. Áhugamál þín voru án efa handavinna og berjaferðir. Ég man eftir berjaferðum með ykk- ur og fjölskyldu minni inn í Hest- fjörð og út í Skálavík. Eftir að ég flutti suður var ómetanlegt að fá sendan kassa af berjum frá ykkur afa. Handavinnan þín var mjög vönduð og falleg. Þú varst dugleg að senda krökkunum mínum sokka og vettlinga og ég er alltaf svo stolt þegar ég er spurð hver prjóni svona fallegt. Amma Peta er svarið. Pönnukökur og kleinubakstur, þar varstu á heimavelli. Pönnukök- urnar þínar eru þær bestu sem ég hef smakkað. Oftast þegar ég kom vestur hringdir þú og spurðir hvort ég vildi ekki koma í kaffi, þú ætlaðir að baka pönnukökur. Þegar ég kom inn á Grundir ilmaði eldhúsið af bökunarlykt og á borðinu var fullur diskur af pönnukökum sem búið var að rúlla upp á þinn hátt. Þessar pönnukökur runnu vel niður með ískaldri mjólk. Kleinurnar þínar voru líka mjög góðar. Þegar ég var að vinna í fiski inni á Grundum hjól- aði ég oft til þín í kaffinu til að fá ný- bakaðar kleinur og það kom fyrir að þú sendir mig til baka með fullt box fyrir samstarfsfólk mitt. Þegar þú varst að baka pönnukökurnar eða kleinurnar þá talaðir þú alltaf um að þær væru nú ekki fallegar en al- veg hægt að borða þær. Þú varst alltaf svo hógvær amma mín. Þú varst alltaf mjög barngóð amma mín. Eftir að Sigrún Ásta og Gísli Már komu í heiminn var ekki farið vestur án heimsóknar til ykk- ar afa, enda þið alltaf jafn spennt að hitta þau. Sigrún Ásta hafði sér- staklega gaman af heimsóknunum til ykkar og var alveg farin að þekkja hvar þú geymdir kökurnar þínar. Amma Peta mín, þú varst einstök kona og er ég mjög þakklát fyrir að hafa haft þig hjá okkur svona lengi. Þrátt fyrir háan aldur varstu mjög skýr og fylgdist vel með allt til endaloka. Síðustu mánuðina dvaldir þú á Skýlinu þar sem þér leið vel og varst ánægð með hvað starfsfólkið þar hugsaði vel um þig. Elsku afi. Ég og fjölskyldan mín sendum þér innilegar samúðarkveðjur. Anna Svandís. Þegar komið er að kveðjustund rifjast upp margar og góðar minn- ingar um ömmu Petu. Frá því ég man eftir mér var nánast hægt að ganga að því vísu að amma væri að stússast í eldhúsinu á Hólsveginum. Matartímar voru í föstum skorðum og amma sá til þess að allt væri komið á borð á réttum tíma. Þegar ég var lítil hringdi amma stundum og bauð mér í mat, gjarnan ef á borðum voru hafragrautur og súrt slátur, enda vissi hún hvað mér fannst það gott. Amma bakaði oft pönnukökur og kleinur og stundum fékk ég að hjálpa til. Einnig voru þær ófáar sendiferðirnar sem ég fór fyrir ömmu í búðina, gjarnan til að kaupa eitthvað sem vantaði í baksturinn. Amma og afi áttu mörg sameig- inleg áhugamál. Eins lengi og heilsa leyfði fóru þau daglega sam- an í göngutúr og frá sumri og fram eftir hausti áttu kartöflurækt og berjatínsla hug þeirra allan. Þegar komið var fram í ágúst og Volvoinn hvarf af stæðinu mátti reikna með að amma og afi væru farin í berja- mó en þau vissu um mörg góð berjalönd. Þegar berjavertíðin stóð sem hæst voru öllum sem inn á heimilið komu boðin ber með rjóma og sykri og afkomendum fyrir sunnan sendu amma og afi ber ef þau vissu af ferð í bæinn. Amma var dugleg að sulta og eftir að ég fór að búa sendi hún mér gjarnan nokkrar krukkur á haustin. Amma var mikil handavinnukona og hafði sérstaklega gaman af að prjóna. Alla tíð prjónaði hún á mig góða ullarsokka og vettlinga og eft- ir að börnin mín fæddust voru þau ófá pörin af sokkum og vettlingum sem hún gaf þeim. Síðustu ár, þegar amma og afi komu suður, hittumst við gjarnan nokkur frændsystkin með fjöl- skyldurnar og borðuðum með þeim. Þá var oftast kjúklingur á borðum en það var eitt af því besta sem amma fékk. Hún eldaði hann nán- ast aldrei sjálf en þótti mjög gaman að vera boðið í slíka máltíð eða fara á Kentucky þegar hún kom í bæinn. Þessar stundir voru okkur öllum mjög dýrmætar og börnunum mik- ið tilhlökkunarefni að hitta lang- ömmu og langafa. Amma Peta hugsaði vel um sína nánustu, fylgdist vel með því sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur og var umhugað um velferð okkar allra. Hún var hæglát og hlédræg en vann öll verk af natni og sam- viskusemi og þeir sem hana heim- sóttu nutu gestrisni og góðrar sam- veru. Martha og fjölskylda. Petrína Halldóra Jónsdóttir ✝ Trausti MarinóFinnsson fædd- ist á Djúpavogi 21. janúar 1952. Hann varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnur Kristjánsson frá Núpi á Beru- fjarðarströnd, f. 6. okt. 1912, d. 6. sept. 1983, og Þorbjörg Ákadóttir frá Brekku á Djúpa- vogi, f. 13. nóv. 1922, d. 25. feb. 2000. Systkini Trausta eru Bára Ólafsdóttir, f. 14. ágúst 1944, búsett á Akureyri, Alda Finnsdóttir, f. 27. sept. 1947, bú- sett í Hafnarfirði, Kristján Finnsson, f. 9. sept. 1948, búsett- ur í Reykjavík, og Unnur Finnsdóttir, f. 13. des. 1949, bú- sett í Reykjavík. Trausti ólst upp á Djúpavogi og bjó þar til æviloka. Hann stundaði ýmis störf bæði til sjós og lands. Trausti verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Kæri Trausti bróðir. Mig langar að minnast þín með nokkrum kveðjuorðum. Þegar Kristján bróðir okkar hringdi í mig og sagði mér þau sorgartíð- indi að þú værir látinn hvarflaði hugur minn til allra okkar góðu stunda. Sérstaklega eftir að ég flutti til Akureyrar og þú fórst að koma í heimsókn til mín. Þú hjálp- aðir mér ef eitthvað þurfti að lag- færa í íbúðinni minni, því allt lék í höndunum á þér. Ef til tals kom að þú kæmir norður var jafnan við- kvæðið þitt: „Er nokkuð að gera?“ Og auðvitað var alltaf eitthvað handa þér að gera. Þú varst búinn að vera í góðu sambandi við mig í vetur frá Kanarí og ævinlega spurðir þú um börnin mín og þá sérstaklega barnabarnið. Að lokum Trausti bróðir. Hafðu þökk fyrir allt. Þín systir, Bára. Í dag er til moldar borinn á Djúpavogi Trausti Finnsson. Við kynntumst fyrir tæpum 25 árum, þegar ég eftir guðfræðinám flutti austur og gerðist þar prest- ur. Hann var einfari eins og ég og það var eflaust ein af ástæðum þess að okkur leið vel í návist hvor annars. En annað áttum við líka sameiginlegt og það var að yrkja. Og þegar við sumarið 1988 vorum fengnir til að mála skólahúsið, vegna aðvífandi 400 ára verslunar- afmælis plássins, og snurfusa þar í kring urðu tækifærin næg fyrir kveðskap af ýmsu tagi. Trausti átti sama afmælisdag og Davíð Stefánsson en orti ekki hefðbundið, ef til vill með hin fleygu orð Steins Steinars í huga um að andinn lifi en formið deyi, en vísur hans fóru þó jafnan sig- urför um nánasta umhverfið ef ekki um allt landið og víðar, og eru á hvers manns vörum enn í dag. Og á því mun engin breyting verða í framtíðinni. Hér er dæmi, þar sem hann er að greina frá lífs- hlaupi sínu: Fæddur í Fögruhlíð, ólst upp í Birkihlíð. Bý nú í Bogahlíð, gengið inn frá Stakkahlíð. Og annað, frá sumrinu góða, þar sem ég var með pensil í hönd að mála, hátt uppi: Siggi í stiganum stendur, stjarfur af hræðslunni. Ég held honum hefði verið nær að fá sér vinnu í Bræðslunni. Ég vil kalla þetta ljóðaform hnytthendu. Í ráði er að safna þessum gullkornum öllum og gefa út á bók. Ef þú, lesandi minn, átt eitthvað í fórum þínum, láttu mig endilega vita. Það ætti engum að dyljast að höfundurinn var afar skemmtileg- ur, raunar einstakur húmoristi, þótt ekki fengju allir að kynnast þeirri hlið vegna áðurnefnds og þess að hann gat verið afar feim- inn, einkum í margmenni, að ég tali nú ekki um þar sem var fjöldi ókunnugra andlita. Hann var bú- inn að samþykkja að ég kæmi og tæki allar vísur hans upp, en úr því varð ekki, því miður, vegna skyndilegs og ótímabærs fráfalls hans. En upp úr öllu gnæfir þó í minn- ingunni hvað Trausti var góð sál og hrein, ljúf og meinlaus. Ég sakna hans og er innilega þakk- látur og glaður yfir að hafa kynnst þessum öðlingi, og stoltur af að hafa fengið að kalla hann vin minn. Og hlakka mikið til að sjá hann aftur í eilífðinni. Megi sá Guð, sem þekkir dán- arheiminn af eigin raun og allt hið fegursta í ríki ljóssins, megi hann koma með blessun sína til ástvina hans, sem þyngstu byrðina hafa og dýpstu sárin. Sigurður Ægisson. Trausti Marinó Finnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.