Morgunblaðið - 12.04.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.04.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 15 AUKIN velta í dagvöruverslun um 7,2% í marsmánuði, miðað við sama mánuð í fyrra, er að mestu rakin til páskahátíðarinnar og mikilla mat- arinnkaupa vegna hennar. Aukn- ingin síðan í febrúar er 13,1% á föstu verðlagi. Árstíðaleiðrétt hækkun á dagvöruveltunni milli febrúar og mars nam eingöngu 0,9%, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Bifröst. Verð á dagvöru hækkaði um 6,4% í mars frá því í sama mán- uði í fyrra. Sala áfengis í marsmánuði jókst um 4,4% milli ára og um 4,6% milli mánaða. Verð á áfengi hækkaði um 2,3% frá marsmánuði 2007. En ekki jókst veltan í öllum vöru- flokkum. Þannig varð samdráttur í fata- og skóverslun á milli ára. Í mars dróst fataverslun saman um 13%, miðað við mars í fyrra á föstu verðlagi. Skóverslun minnkaði í mars um 30,4% á milli ára á föstu verðlagi, og um 3,2% síðan í febrúar sl. Verð á fötum hækkaði um 5% í mars, miðað við mars í fyrra, og verð á skóm hækkaði á sama tímabili um 11,6%. Þá jókst velta í húsgagna- verslun í mars um 15,9% á breyti- legu verðlagi síðan í febrúar sl. og um 13,4% á föstu verðlagi. Páskarnir juku dag- vöruveltuna í mars   3L'B  ':     -770 -775 -77/ -77, -776 -77-  * F 7 8     M  2*$&%   &$  D'  ':  '' ' 3 2 $ ,  , 2 2 #  +  0 ♦♦♦ HLUTHAFAR verkfræðistofanna VGK-Hönnunar og Rafhönnunar hafa samþykkt sameiningu félaganna undir merkjum Mannvits. Með þessum samruna verður til stærsta verkfræðistofa landsins með um 360 starfsmenn á sínum snærum. Forstjóri Mannvits verður Eyjólfur Árni Rafnsson en að- stoðarforstjórar þeir Runólfur Maack, sem mun hafa umsjón með er- lendri starfsemi, og Skapti Valsson, sem hefur umsjón með innlendri starfsemi. Mannvit byggir á grunni þriggja rótgróinna verkfræðistofa sem allar voru stofnaðar á sjöunda áratug síðustu aldar, þ.e. Hönnunar, Verkfræðistofu Guðmundar og Krist- jáns og Rafhönnunar. Höfuðstöðvar Mannvits verða á Grensásvegi 1, þar sem unnið er að því að stækka og endurbæta húsnæð- ið. Taka á nýjar höfuðstöðvar í notkun haustið 2009 en fram að því verður fyrirtækið einnig til húsa á Laugavegi 178 og í Ármúla 42. Utan höfuðborg- arsvæðisins verða reknar áfram níu starfsstöðvar. Mannvit á hlut í nokkr- um fyrirtækjum í tengdri starfsemi, eins og HRV Engineering, Geysir Green Energy, Loftmyndum, Vatna- skilum og Skipaskoðun Íslands. Verkfræði- stofur í eitt ENGINN þróaður hlutabréfamark- aður lækkaði jafn mikið og sá ís- lenski á fyrsta fjórðungi ársins. Alls nam lækkun úrvalsvísitölunnar 32,36% á fyrstu þremur mánuðum ársins og samkvæmt samantekt upplýsingafyrirtækisins Standard & Poor’s er það ríflega 14 pró- sentustigum meiri lækkun en á þeirri vísitölu sem lækkaði næst- mest á tímabilinu, Hang Seng-vísi- tölunni í Hong Kong. Þriðju mestu lækkunina er síðan að finna í Grikklandi en þar lækk- aði helsta hlutabréfavísitalan um tæp 15%. Reyndar væri synd að segja að það væri mjög upplífgandi iðja að líta yfir þróun helstu hlutabréfa- vísitalna heimsins á tímabilinu jan- úar-mars, nema með augum skort- sala. Aðeins einn þeirra 26 markaða sem teljast þróaðir hækkaði á tíma- bilinu en það var í Lúxemborg. Þar nam hækkunin þó aðeins 2,1%. Öllu skárri var þróunin á hinum svoköll- uðu nýmörkuðum en þar hækkuðu helstu hlutabréfavísitölurnar í 11 af 26 löndum. Mest var hækkunin í Marokkó, 24%, og Pakistan, 10%. Lækkunin mest hér ♦♦♦ MIKIL lækkun varð á nær öllum helstu mörkuðum heims í gær. Jeffr- ey Immelt, forstjóri bandaríska risa- fyrirtækisins General Electric, til- kynnti í gær að afkoma félagsins yrði talsvert undir spám og við það var eins og botninn færi úr mörkuðum. Gengi GE lækkaði um 13% í kaup- höllinni í New York og hefur ekki lækkað jafnmikið á einum degi frá hruninu í október 1987, sem í dag er þekkt sem Svarti mánudagurinn. Samtímis jukust áhyggjur fjár- festa af afkomu bandarískra stór- banka á borð við Citigroup og Merrill Lynch. Ljóst er að traust fjárfesta á bönkunum er ekki mikið en því hefur oft verið haldið fram að öldurnar á fjármálamörkuðum lægi ekki fyrr en alveg liggur ljóst fyrir að öll kurl séu komin til grafar hvað varðar lánaafskriftir stórbanka heimsins. Mikil lækkun vegna GE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.