Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 51

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 51 TILRAUN Kylie Minogue til að komast inn á Bandaríkjamarkað hefur nú form- lega mistekist. Nýjasta hljómplata henn- ar, X, kom út í Bandaríkjunum þann 1. apríl sl. en hefur á einni viku selst í ein- ungis 5.500 eintökum. Komst platan ekki ofar en í 139. sæti á Billboard-listanum. Víst er að Kylie tekur þetta mjög nærri sér því í aðdraganda útgáfunnar vann hún dag og nótt við að kynna sig og kom hún meðal annars fram í spjallþætti Ell- enar DeGeneres þar sem hún ræddi op- Tekst ekki að heilla Bandaríkjamenn Kylie Minogue Þráir vinsældir í Bandaríkjunum eins og svo margir. inskátt um brjóstakrabbamein sem hún barðist við fyrir nokkrum árum. Þá kom hún einnig fram í þættinum Dancing with the Stars þar sem hún flutti lagið „All I See“ í afar efnislitlum fötum. Kylie Minogue er ekki eini listamaðurinn sem nýtur almennra vinsælda alls staðar ann- ars staðar í heiminum en hefur mistekist að ná hylli almennings í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur Robbie Williams nokkr- um sinnum reynt að herja á Bandaríkja- markað án árangurs. PAMELA Anderson, Ben Affleck og Hayden Panettiere úr Heroes- þáttunum eru á meðal þeirra Hollywood-stjarna sem boðið hef- ur verið að sækja árlegan kvöld- verð blaða- og fréttamanna sem forseti Bandaríkjanna býður til í Hvíta húsinu. Kvöldverðurinn hefur verið haldinn einu sinni á ári frá árinu 1920 og er nú á meðal stærstu viðburða Hvíta hússins ár hvert. Andrúmsloft veislunnar er allajafna mun létt- ara en tíðkast í Hvíta húsinu og hafa forsetar Bandaríkjanna iðu- lega flutt ræðu þar sem þeir gera stólpagrín að sjálfum sér. Grínist- inn Stephen Colbert olli miklum titringi í veislunni á síðasta ári þegar hann gerði óspart grín að forsetanum í ræðu sinni en marg- ir vildu meina að hann hefði farið yfir strikið í beittri gagnrýni. Í það minnsta var augljóst að George W. Bush var ekki skemmt. Forsetinn hefur enn ekki staðfest komu sína í kvöld- verðinn en varaforsetinn Dick Cheney hefur þekkst boðið. Aðrir nafntogaðir gestir verða Marcia Cross úr Aðþrengdum eig- inkonum og slúðurbloggarinn Perez Hilton. Pamela Anderson á leið í Hvíta húsið Pamela Anderson Mætir vænt- anlegu í hvítu. Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.